Árdís - 01.01.1953, Page 16

Árdís - 01.01.1953, Page 16
14 ÁRDÍ S Kvenfélagið Freyja i Geysis-bygð 1895—1953 Árið 1895 var þetta félag stofnað, frumkvöðlar að því voru tvær konur, þær Ólína Th. Erlendson og Jóhanna Sveinsson. Lög félagsins voru samin, samkvæmt ósk kvennanna, af Jóhanni Magnúsi Bjarnasyni, sem þá var skólakennari í því héraði. Tilgangur félags- ins var talinn að vera: „Að efla eining og félagsskap kvenna í bygðinni.“ Fjórtán konur tilheyrðu félaginu í byrjun: Sigríður Hafliðason, Hofi; Þórunn Borgfjörð, Melstað; Guðrún Borgfjörð, Hvanneyri; Þórey Oddleifsson, Haga; Guðlaug Einarsson, Öxará; Þórlaug Jóhannesson, Grænanesi; Jónanna Pálsson, Geysir; Jónína Gunnarsson, Grund; Þóranna Einarsson, Eyjólfsstöðum; Sigríður Friðriksson, Hauksstöðum; Guðrún Skúlason, Fögruhlíð; Jóhanna Sveinsson, Þingvöllum, Ólína Erlendsson, Hálandi. Var sú síðast- nefnda forseti félagsins í fjölda mörg ár, og Guðrún Skúlason íéhirðir í fjórtán ár. Nú eru á lífi aðeins þrjár af þessum stofnkonum, þær Þórunn og Guðrún Borgfjörð og Þóranna Einarsson; aðeins ein af dætrum stofnkvenna tilheyra félaginu nú, er það Miss Kristín L. Skúlason. Hina fyrstu samkomu sína hélt félagið í litlu skólahúsi fyrir norðan Kjarna, er var hið fyrsta skólahús, sem byggt var í Geysis- skólahéraði. Þeirri samkomu stjórnaði Margrét Benediktsson, sem þá átti heima í Selkirk, en var að ferðast um bygðina til að fá áskrifendur fyrir kvennablaðið Freyju, sem hún var útgefandi að. Gat hún þess þar, að félaginu hefði verið gefið nafnið „Freyja.“ Um þetta atvik getur Ólína Erlendsson í bréfi til félagsins, skrifað frá Gimli 1941. í því bréfi er einnig þessi fagra setning, að konurnar hafi haldið áfram að starfa í öll þessi ár vegna þess að þær hafi „ávalt séð ljósið framundan.“ Á hinum fyrstu samkomum félagsins var vandað vel til skemtana, enda voru þær vel sóttar, þó ekki væri um mikið húspláss að ræða, veigraði fólkið sér ekki við að sýna smáleiki, suma af þeim frumsamda af bygðarmönnum, enda voru þær svo lánsamar að hafa aðra eins gáfumenn eins og Jóhann M. Bjarnason og Mr. Anderson, sem síðar varð fylkisstjóri Saskatchewan (Premier) og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.