Árdís - 01.01.1953, Page 17

Árdís - 01.01.1953, Page 17
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 15 Dr. Jóhannes Pálsson, sem samdi leikrit, lék sjálfur í þeim og æfði fyrir félagið. — Fleira sem haft var til skemtana var söngur og ræðuhöld. í þessari bygð eins og öðrum voru fleiri og rúmbetri skólahús bygð eftir því sem íbúum fjölgaði; var Geysis-skólahúsið notað um hríð sem samkomuhús, síðar var ráðist í að byggja hið svonefnda Geysir Hall, sem byggt var vestarlega í bygðinni, en síðar flutt austur á við á land sem „Norstunga“ nefnist. í grend við það stendur hið nýja samkomuhús bygðarinnar, sem nefnist Geysir Community Co-operative Hall. Báðum þessum byggingum hefir félagið veitt fjárstyrk, því síðara, sem byrjað var að byggja 1948 og fullsmíðað á síðastliðnum vetri 1953, hefir það veitt fjárstyrk sem nemur $1.745,00; en hundrað dalir af þeim sjóð voru gefnir félaginu af öldruðum manni í bygðinni, Hróbjarti Helgasyni. Árið 1928 var kirkja Geysis-safnaðar bygð, afhenti þá félagið safnaðarnefnd það fé sem þær höfðu í sjóði. í sjóðnum voru rúmir þrjú hundruð dalir. Síðar gáfu þær bekki í kirkjuna, stóla fyrir söngflokkinn, prédikunarstól, altaristæki, sálmabækur og gólf- ábreiðu. í minningu um og til heiðurs drengjum, sem þjónuðu í báðum heimsstyrjöldunum gáfu þær rafmagnslampana og létu útbúa nafnaskrá þeim til heiðurs og er hún geymd í kirkjunni. Ýmislegt annað hafa þær gert til viðhalds á kirkju og grafreit. Ákveðið gjald er borgað til safnaðarins árlega og hann styrktur fjárhagslega, þegar þörf gerist. Árið 1930 gerðist félagið meðlimur Bandalags lúterskra kvenna fyrir áhrif Mrs. S. Ólafsson, sem við vorum svo lánsamar að hafa fyrir meðlim félagsins þau ár sem maður hennar, séra Sigurður Ólafsson, var þjónandi prestur í Norður Nýja-íslandi. Á þeim árum, sem Bandalagið stóð fyrir samkepni í framsögn íslenzkra ljóða, var mikill áhugi fyrir því hjá félaginu; fjöldi ungl- inga úr bygðinni tók þátt í þeirri samkeppni og fékk mikið lof fyrir, enda var mikið unnið við að æfa þau. Þar minntist félagið með þakk- læti Kristínar Skúlason og Jóns Pálssonar, einnig Indíönu Sig- unrdson. Vigdís Sigurðsson og Lilja Guttormsson unnu mikið og gott verk fyrir félagið við að æfa börn fyrir alíslenzkar samkomur innan byggðarinnar. Félagið minnist með þakklæti allra þeirra, sem á einn eða annan hátt hafa rétt þeim hjálparhönd við skemtisamkomur og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.