Árdís - 01.01.1953, Page 20

Árdís - 01.01.1953, Page 20
18 ÁRDIS Það tók mikið þrek að slíta sig burt frá ástvinum sínum og leggja út í heiminn einar síns liðs til að afla sér og sínum viður- væris. Þær unnu sér aðdáun margra fyrir það, hve vel þær stóðust eldraun þá, er þær urðu að ganga í gegnum á fyrstu árum landnáms- tímabilsins í þessari álfu, og það, hversu ásetningur þessara ungu, óreyndu íslenzku stúlkna var sterkur í því að vinna heilhuga að framgangi fjölskyldu sinnar, þótt þær færu sjálfar margs á mis. Þetta var lífsstefna sú, er þær viku ekki hársbreidd frá alla sína lífstíð. Rósa giftist Jóni Thoralcius Sigfússyni Einarssyni prests í Saurbæ. Kom til Canada 1886. Settust þau fyrst að í grend við Churchbridge, Saskatchewan, fluttu síðar til Kristnes, þar sem Jón gegndi póstmeistarastörfum í mörg ár og var þar til heimilis til dauðadags. Halldóra giftist Kristjáni Helgasyni frá Vatnsenda í Saurbæjar- hreppi í Eyjafirði, dugnaðar- og atorkumanni. Þau bjuggu í mörg ár í grend við Foam Lake, Sask. Á heimili þeirra var jafnan mjög gestkvæmt. Fjöldi afkomenda þeirra búa umhverfis Foam Lake, Saskatchewan. Þórunn giftist Tómasi Þórðarsyni Paulson frá Hólum í Öxnadal. Hann starfrækti verzlun í Winnipeg (Osborne & Corydon), var síðar umboðsmaður stjórnarinnar, er landnám Vatnabyggðarinnar hófst. Aðalbjörg giftist Sigurði Sigurðssyni frá Egilsstöðum í Vopna- firði, stórbónda við Foam Lake, Sask. Rósa var til heimilis í Winnipeg, þá er myndin af fyrsta kven- félagi íslenzkra kvenna var tekin og lifði lengst þeirra, er þar voru myndaðar. (Sjá Árdís 1946, bls. 45). Starf þessara landnámskvenna var víðtækara og meira en að kljást við frumbýlingserfiðleikana og veita heimilum sínum forystu. Þær voru líka stoð og stytta í velferðarmálum sveitafélaga sinna. Gestrisni, hjálpsemi og góðvild á heimilum þessara Stóradals-systra var viðbrugðið. Þær tóku róttækan þátt í kristilegu menningarlífi bygðar sinnar og létu sér ant um hag og heilsu meðbræðra sinna. Stóradals-systurnar eru nú allar dánar, en minningar um þær lifa í hjörtum þeirra, er áttu því láni að fagna að kynnast þeim og njóta hinnar höfðinglegu gestrisni á heimilum þeirra. J. J. B.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.