Árdís - 01.01.1953, Side 22

Árdís - 01.01.1953, Side 22
20 ÁRDÍS öld. Hvað var það sem gaf þeim þrek til að afbera allar þessar raunir? Það var ástin til barna sinna. Móðurástin sem umber alt. Ástin til barnanna knúði þær áfram og takmarkið var altaf að bæta heiminn, gjöra hann fegri og bjartari fyrir börnin sín. Vonin um batnandi tíma og betri lífskjör var altaf sterk, og frumbýlings- móðirin dó í þeirri vissu, að nú væri að birta til, að afkomendunum væri borgið. Tímarnir breytast og mennirnir með. Nýtt tímabil fór í hönd. Hagur móðurinnar fór batnandi. Hún var ekki lengur þræll. Hún varð frjáls kona. Hún fékk mentun og allir vegir mentaðrar konu voru henni færir og ótakmörkuð tækifæri buðust. En barátta móður- innar er altaf sú sama. Það komu stríð og mæðurnar horfðu á eftir sonum sínum með grátbólgnum augum. Alt sýndist hafa verið til einskis. Allar vonirnar um þeirra björtu framtíð orðnar að engu. Sumir komu ekki til baka, og aðrir komu lamaðir á líkama og sál, og ennþá varð það hlutverk móðurinnar að horfa upp á þeirra kvalir og geta ekkert við gjört, nema biðja algóðan Guð að gefa þeim þann styrk, sem til þyrfti að byrja lífið á ný og verða að dugandi mönnum í landi sínu og reyna að leiða heiminn úr myrkrinu til ljóssins. Enn í dag er barátta móðurinnar sú sama. Hún er að vísu á alt annan hátt. Tækifærin eru svo mikil. Alt í kringum mann er á svo hraðri ferð. Allsnægtir eru meiri í landi voru en annars staðar og öllum ætti að líða vel. En hugsunarhættir breytast og hverri hugs- andi móður verður á að spyrja: „Hvert erum við að fara, að hverju stefnir?“ Samtíðin útheimtar mikið af nútíma móðurinni. Hún fer út að vinna til að geta veitt börnum sínum meira af þessa heims gæðum. Ástin til barnanna er ennþá sterkasti þáttur í lífi hennar, en eru ekki börnin að missa af hennar umhyggju? Það er spurning, sem tíminn einn leiðir í ljós. Allsstaðar er hættan og þó að mæður í okkar landi þurfi ekki að horfa upp á börn sín líða skort af vöntun matar, þurfa þær ennþá að ganga þann veg, sem mæður frá aldaöðli hafa gengið, að ennþá er ekki bjart framundan, ennþá er börnum ekki borgið, ennþá er sama þörfin að brýna fyrir þeim drenglyndi, dug og manndáð, og við tökum undir með Jónasi Hall- grímssyni og biðjum: „Eilífi Guðs sonur hjálpaðu mér saklausu baminu að bjarga.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Árdís

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.