Árdís - 01.01.1953, Page 31

Árdís - 01.01.1953, Page 31
Ársrit Bandalags lúterskra kvenna 29 skiftis. Hún lézt á heimili Kristínar dóttur sinnar (Mrs. P. Stefáns- son) í Steep Rock 5. apríl 1935. Ég vildi sérstaklega minnast hér á einn þátt í ævistarfi Hólm- fríðar, er það starf hennar sem Sunnudagaskólakennari. Mun hún hafa verið ein af fyrstu kennurum við Sunnudagaskóla. er Dr. Rúnólfur Marteinsson stofnaði á Gimli, er hann hóf starf sitt þar. Var skólinn undir stjórn Benedikts sál. Frímannssonar. Því starfi hélt hún áfram gegnum árin, sem hún átti heima á Gimli. Hún hafði sérstaka kennarahæfilegleika. Eru þeir margir sem hafa minst þess með djúpu þakklæti og virðingu hvernig hún hafði lag á að útskýra hvaða lexíur sem var, og hve þau hlökkuðu til að koma til hennar á Sunnudagaskóla. Tók ég eftir því í æfiminningu föður hennar, sem mér hefir verið send til aflestrar, að hann er barna- kennari á Islandi í 20 ár og er talinn að hafa haft sérstaka hæfi- leika á því sviði. Tók Hólmfríður þá eiginleika í arf. Á síðastliðnu vori var ég stödd stund úr degi á Gimli. Hópur manna var þar að verki við að rífa niður byggingu. Var það lúterska kirkjan, sem var byggð árið 1907. Komu þá í hugann margar endurminningar og margar myndir af þeim, sem mest lögðu á sig til að koma upp því Guðshúsi og báru byrðina af starfinu í síðustu 40 ár. Þeim, sem störfuðu þar með prestunum, er þar þjónuðu, og engu síður þau tímabil sem prestlaust var á staðnum. Ein í þeirra hópi var Hólmfríður Brynjólfsson, ábyggileg, ósérhlífin, opinská og einlæg. Ég gladdist við þá hugsun að flestir af þeim stóra hóp hafa verið leiddir úr hinni stríðandi kirkju hér á jörð inn í hina sigrandi kirkju. — 1 borginni þöglu, norðanvert við Gimli-bæ, hvíla líkamsleifar þeirra flestra. Guð blessi minningu Hólmfríðar Brynjólfsson og launi henni störfin öll, sem ef til vill gleymdist að þakka meðan hún var enn á veginum með okkur. Ingibjörg J. Ólafsson Bœnin má aldrei bresta þig, búin er freisting ýmisleg; þá líf og sál er lúð og þjáð, lykill er hún að Drottins náð. —H. P.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Árdís

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árdís
https://timarit.is/publication/755

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.