Ákæran - 28.05.1933, Síða 3

Ákæran - 28.05.1933, Síða 3
A K Æ R A N 3 Sjálfstæðismenn gera að gamni sínu. A fundi, sem Heimdallur boðaði til fyrir nokkru, talaði Guðm. Benediktsson, bæiargjaldkeri, um »ríkisher og flokkaheri«, og sagði þá meðal annars, að svo mundi Sjúlfstæðisflokkurinn aldrei sökkva djúpt 1 spillingunni, að stofna sinn eigin her! — Sunnudaginn 21. maí talaði sami Guðm. Benediktsson undir vernd hins nýja hers Sjálfstæðisflokks- insH — Á sama fundi talaði óskar Clausen um hlutverk »sjálfstæðishers- ins« á þessa leið: »I»að eru þesslr' uieiiii, í bláu skyrtunuin, seni eiga að gera byltinguna«! Næstur talaði Jóhann Möller, sem er víst einn af foringjum liðs- ins, á þessa leið: »í:g óska og vona, að það verði aldrei bylting á ís- Iait(ii«. — Vér, Þjóðernissinnar, hljótum að óska »Sjálfstæðisflokknum« til hamingju með »blámennina« — en ekki tilgang þeirra, sem er. að þeirra eigin sögn, tvennur: Að stofna til byltingar. Að varðveita svefnfrið Sjálfstæðisflokksins. Kommúnisminn í skólunum. Þegar hin grímuldæddi kommúnisti Jónas Jónsson varð kenslumála- ráðherra, þá var það eitt af hans fyrstu verkum, að dreifa heilli hjörð af kommúnistískum brennivinsbelgjum, sem i ellefu til tólf ár, með hangandi hendi, höfðu stundað nám í Þýzkalandi, í kennarastöður í land- inu. Þessir menn voru beinlínis settir I þeim tilgangi að breiða út kommúnisma, og árangurinn er smátt og smátt að koma i ljós. En það var ekki nóg aö hafa Sigurð Einarsson í Kennaraskólanuin, Pálma Hannesson og Barða Guðmundsson í Mentaskólanum, sem eftir því, sem þeir höfðu aðstöðu til, breiddu út sínar kenningar og hlyntu að kommúnistum við þessar stofnanir, heldur þurfti einnig að koma einhverjum kjafthákum inn I skólana, sem næðu betur til nemandanna. Þá var það, að gamalmenni eins og Sigurði Guðmundssyni var komið inn í Mentaskólann sem nemanda. Árangurinn af stai’fi þessa manns, — sem hefur alla sína skólatíð verið hjálpað upp úr bekk af hinum komm- únistísku kennurum við skólann, — hefur verið tiltölulega lítill, en þó eyðileggjandi fyrir alt skólalíf. Fyrir utan hans svivirðilegu útbreiðslu, sem er skiljanleg, þar sem hann segist vera í skólanum að eins til að útbreiða kommúnisma (agitator) - hefur hann reynt að koma upp óvild manna á milli vegna stjórnmálaskoðanna þeirra. Hann ásamt sínum fylgifiskum hefur gengið manna bezt fram í að kljúfa félagslífið, en svívirðilegast var þó framferði þessara manna, er þeir reyndu að koma í veg fyrir að skólinn tæki að sér að skemta í útvarpið, af þvi að þeir fengu ekki að segja sinar leiðinda lygasögur frá Rússlandi, en þeii eru nú ekki einu sinni kommúnistar fyrir ekki neitt og þess vegna urðu þeir að verða skólanum til skammar og nemendunum til skap- raunar, með sinni lítilmannlegu framkomu þar. Þeir stálu tíma til þess að lesa upp rótlausar lygar í garð nemenda, en þetta níðings- lega athæfi fengu þeir endurgoldið, er allur skólinn lýsti fyrirlitn- ingu á þeim. 1 Mentaskólanum taka þeir menn sig saman, sem hafa sameiginleg- áhugamál og mynda áhugaflokk og útvegar rektor kennara, þeim að kostn- aðarlausu. i vetur, eins og oftar, starfaði áhugaflokkur í bókmentasögu. Kennarinn, sem rektor og kommúnistar í sameiningu völdu, var Kristján Andrésson (í stjórn sovjet-vinafélagsins). Hvernig kensla hans var geta allir hugsað sér (lestrarefni: Marx, Kiljan, Sinclair, Nazismi o. fl.). En það er víðar, sem þeir hafa reynt að sundra nemendum, með mönnum sem þeir senda í skóla í þeim eina og beina tilgangi. Sem dæmi má nefna Kennaraskólann. Þangað hafa þeir sent Sigurð Magnússon, en kennarar eru nú yfirleitt svo þroskaðir, að þeir láta ekki blekkjast af pati eða rugli hans. Þess vegna hefir honum aðeins tekist að veiða nokkra, eins andlega uppbygða menn og hann er sjálfur. Fleiri og fleiri skóla mætti nefna, svo sem Ingimars-skóla, Laugarvatnsskóla o. fl., en leiðinlegasta dæmið er Háskóli Islands; en þar er, sem betur fer, búið að lækka í þeim gorgeirinn, með því fyrirkomulagi, að þeir eru hafðir f sérstöku félagi og gefa út sérstakt blað, því það er blátt áfram siðspillandi að vera í félagsskap með slfkum mönnum. Ég hefi nú tekið nokkur dæmi, til þess að lýsa þeirri spillingu, sem verið er að koma inn í skólana, og sem ríkisstjórn ásamt skóla- stjórnum hefir haldið hlífðarskyldi yfir. En nú er svo komið, að æsk- an í landinu með æskulýðsskólana í fararbroddi er að rísa upp gegn þessu ranglæti og fylkir sér nú örugg undir merki Þjóðernishreyfing- arinnar. Og það munu ekki líða mörg ár, þar til að hún neitar að sitja á skólabekkjunum með kommúnistum og að hafa þá fyrir kennara. »K«. i' Baráttan. Frá því Þjóðernishreyfing fslendinga tók til staría, hafa andstöðu- flokkarnir haldið uppi látlausri baráttu gegn henni. Blöð socialista hafa snapað saman flest þau illyrði, er finnast á íslenzka tungu, og síðan birt sem andlegt fóður fyrir móttækilega flokksbræður sfna. Eitt þeirra blaða er ötullegast, en jafnframt svívirðilegast, hefir veizt að okkur, er Alþýðublaðið. Þar getur dags daglega að líta svo afkáralega sóðalegan munnsöfnuð, að engum getur dulist, að farið er að hrikta í fúaröftum Alþýðuflokksins, þ. e. forráðamönnunum. Þessir menn virðast vera farnir að gera sér það ljóst, að alþýða manna í land- inu er að missa trúna á skýjaborgir þeirra, að hún er að kasta af sér þeim lygavef, sem þeir hafa spunnið. öllum almenningi hefir ekki gefist kostur á að starfa i náinni samvinnu, fyr en Þjóðernishreyfing fslendinga tók til starfa, en með stofnun hennar skapaðist möguleiki fyrir styrkri, sameinaðri, íslenzkii þjóð. — Vér vitum, að allir aðrir flokkar, en Þjóðernissinnar, hafa starfað og starfa sem fulltrúar hinna ýmsu stétta þjóðfélagsins. Því hljótum vér að sjá, að meðan svo er, að flokkarnir starfa þannig, að hver þeirra samkoma leiðir ekki til annars en aukinna flokkadrátta, getum vér ekki vænst neinnar úrlausnar á þeim málum, er brýnust eru og varða alþjóð. Öll þeirra starfsemi stefnir því beinlínis að því, að sundurliða og tvístra þjóðarheildinni. Þegar vér lítum á þetta og íhugum það, þá getur okkur ekki dul- ist, hvers vegna forráðamenn flokkanna taka upp það saurkast í qkkar garð, sem raun er á. Þeir finna, að stéttirnar una ekki lengur við hina sifeldu baráttu sín á milli. Þeir finna, að islendingar eru að vakna til meðvitundar um, hvað þeir í raun og veru eru, ein samfeld heild, sem ber að starfa samhuga, en ekki sundruð. Og þegar íslenzku þjóðinni til fullnustu hefir skilist þetta, þá vita broddar hinna fallandi flokka, að þeir muni standa uppi fylgislausir í bitlingahreiðrum sínum. Þess vegna hafa þeir gripið til síðustu örþrifaráðanna, að reyna bæla niður Þ. I., á þann hátt, að atferði þeirra mun skipa þeim sæti á meðal ómannlegustu illvirkja á öllum tímum. Yfirlýsing sú, er hér fer á eftir, er gleggsta dæmið um starfs- aðferðir þessara manna: YFIRLYSING. Síðan Þ. 1. byrjaði að starfa, hefi ég verið eldheitur fylgismaður hennar og barist fyrir hana eftir megni. Ég ætla mér ekki að skrifa langa grein, aðeins skýra fyrir mönn- um árásir, er ég hefi orðið fyrir. Faðir minn er jafnaðarmaður eða Héðinsmaður, þvi orð Héðins Valdimarssonar eru »krötunum« lög. Þegar það fór að fréttast, að ég væri þjóðernissinni og berðist ótrauður gegn allri landráðastarfsemi, voru mér gefnir tveir lcostir. Annar sá, að kasta sannfæringu minrii og halda heimilisfriði, en hinn sá, ef ég héldi henni áfram, að yfirgefa heimili mitt. En þetta er aðeins til að herða mig í baráttu þeirri, er hafin er um framtíð Islands. Guðbjörn Guðbjörnsson. Þessi yfirlýsing er svo átakanleg, að hver hugsandi maður hlýtur að standa höggdofa. Það er nær óskiljanlegt, að slíkt geti átt sér stað. Að nokkur maður skuli valda því, að félausum unglingi sé vísað á kaldan klaka. Að ofsóknir Alþýðuflokks-forkólfanna skuli valda því, að ungl- ingur sé sviftur heimilisfriði og allri aðhlynningu. Hver sá maður, er stendur að sliku athæfi, hefir afhjúpað í fari sinu slikt mannúðarleysi, að sliks munu fá dæmi. Þess vegna ákærum vér, þjóðernissinnar, slíkt fyrir alþjóð. Jón Aðils.

x

Ákæran

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ákæran
https://timarit.is/publication/756

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.