Árroði - 02.09.1933, Blaðsíða 2

Árroði - 02.09.1933, Blaðsíða 2
50 ÁRROÖÍ urn, að hugleiða og hafa yfir margar vísur úr nefndu kvæði. Hins vegar getur hugsast, að sumum af yngri kynslóðinni pyki svo kallaðar Særingarvísur ekki falla vel í geð, samkvæmt Guðs orða flutningi nú á dögum. En eigi að síður er í peiin fólginn hinn mesti sannleikur kristin- dómsgrundvallar vors, samkvæmt bók bókanna, hinni heilögu ritn- ingu. Og í annari grein trúar- játningar okkar stendur: Ég trúi á Jesúm Krist, Drottinn vorn, 'son Guðs eingetinn, sem mig glátaðan og fordæmdan mann hefir endurleyst og frelsað frá allri synd, dauða og djöfulsins valdi, ekki með gulli né silfri heldur með sínu heilaga blóði og saklausu pínu og dauða. Petta hefir verið og mun ætíð verða grundvöllur hinna sann- kristilegu trúarbragða. 0, að við gætum öll hallast stöðugt að peim himneska sann- leika, sem vor himneski fræðari, Frelsarinn Jesús Kristur, flutti oss, er hann af óumræðilegri elsku og kærleika vitjaði vor af hæðum, úr alföðursins himneska kærleiksskauti, og tók á sig alla mannlega eymd og pjáning. Saklausa lambið son Guðs einn, af synd og lýtum klár og hreinn. Við purfum ætíð og iðulega að vaka og biðja, eins og hann kendi oss sjálfur, svo vér föll- um ekki í freistni, — freisting af völdum hinna illu afla og vors spilta eðlis, og alvarlega taka vara á, að blanda ekki hans heilaga dýrðarnafni saman við gálaust hégómamál — eða nöfn hinna illu anda, pví Kristur og Belíal eiga ekkert hlutskifti sam- an. — Af sama munni fram gengur bæði blessun og bölvun, bræður mínir. bað iná ekki svo til ganga. Munið boðorðið: Pú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs píns við hégóma. Drottinn er hegn- ari slíks,-----allrar vÍ3vitandi pvermóðsku og gáleysis synda. Guð gefi oss öllum sinn himn- eska iðrunar- og kærleiks anda í Jesú nafni. Að síðustu skal ég minnast nafns höfundar kvæðisins. Eftir heimildum, er ég hefi getað feng- ið, er pað helzt eignað Sigríði Jónsdóttur, til heimilis á Hrepp- hólum í Árnessýslu, um 1700. STAKA. Ljóssins háleit líknin hlý, lífs burt strjála pínum, kærleiksbálið kveik pú í kristnum sálum pínum. Ásm. Jónsson frá Lyngurn.

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/757

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.