Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.2009, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.2009, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Heiddi Fyndnin gerir yður frjálsa Jóhann Pétur Sigfússon og Stefán Jónsson leggjast yfir Sannleikann í Borgarleihúsinu. LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 STOFNUÐ 1925 6. TBL. 85. ÁRGANGUR LESBÓK Umferðarslys í stórborg og fólk Thor Vilhjálmsson segir sögu frá Róm. 8 Alfreð Flóki: Spilaði á tabúin; það forboðna.6 5The Phantom Band:Stöðugar hártoganirí meira en fimm ár. 8Bækur vikunnar:Elías B; ekkisteinn í múrnum. R ústað – orð sem vel mætti nota um ís- lenskt samfélag eins og nú er ástatt. Rústað – leikverk sem setti Bretland á annan endann fyrir hálfum öðrum ára- tug. Rústað – þrekraun fyrir áhorfendur í Borg- arleikhúsinu núna. Verkið er eins og skrifað inn í íslenskan samtíma, jafnerfiður og hann er. En hver segir að leikhúsið eigi að vera auðvelt? Upplifun þeirra sem sáu þetta magnaða verk Söruh Kane á frumsýningu um síðustu helgi var í flestum tilfellum á sömu lund; fólk var slegið, jafnvel miður sín. Fann fyrir því hve efniviður- inn er svívirðilegur og það sem verra er: sann- ur. Margir spurðu hvernig hægt væri að skrifa leikrit um svona hrylling? En urðu um leið að svara fyrir hvernig við getum lifað í heimi sem umber svona hrylling. Sú spurning hlýtur að vera það sem Sarah Kane lagði upp með og kastar síðan eins og logandi heitri kartöflu í kjöltuna á prúðbúnum leikhúsgestum. Það þarf hugrekki til að bjóða Íslendingum í fjárhags- og tilheyrandi sálarkreppu upp á svona verk í skammdeginu. Hugrekkið ber að lofa. Þeir sem töldu Magnús Geir standa fyrir auðseljanlegt glys og glamúr í íslensku leik- húslífi verða nú að éta hattinn sinn. En að því sögðu er aldrei að vita nema einmitt þetta selj- ist núna. Að fólk sé búið að fá nóg af skemmti- hjali eða vandamálum þeirra sem ekkert skortir nema döngun til að takast á við lífið. fbi@mbl.is ORÐANNA HLJÓÐAN FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR Það þarf hugrekki til að bjóða Íslendingum í fjár- hags- og tilheyrandi sál- arkreppu upp á svona verk í skammdeginu. Hver segir að leikhús eigi að vera auðvelt?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.