Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.2009, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.2009, Blaðsíða 6
Gríma „Alltaf er verið að prófa eitthvað nýtt.“ Ónefnd mynd frá 1986. Teikning.Táknheimur „Svo er líka mikill húmor í þessum myndum.“ Boðun, frá 1986. Teikning. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is A lfreð Flóki (1938-1987) markaði sér bás í menningarlífi þjóðarinnar, allt frá sinni fyrstu sýningu árið 1958, er hann var 19 ára gamall, og til dauða- dags, á 49. aldursári. Í eftirmælum um vin sinn talaði Jóhann Hjálmarsson skáld um að í myndum Flóka væru „líf og dauði eitt og hið sama, and- stæðurnar kveikja lífs. Hið fagra er máttvana án ljótleikans og hryllingurinn lifir ekki án barns- legs sakleysis.“ Alfreð Flóki var bóhem í lífi og list, og list hans var ólík því sem aðrir myndlistarmenn fengust við hér á hans tíð. Hann var listagóður teiknari og teikningin var alla tíð hans miðill. Myndheim- urinn er myrkur, oft hlaðinn táknum, og svell- andi af erótík. Það var þessi sama erótík – naktar konur og reistir limir – sem laðaði marga að verkunum og hneykslaði um leið; fólk hreifst að listfenginu, myndheimunum, og bersöglinni. „Árin liðu og Flóki varð frægur og við- urkenndur og umdeildur myndlistarmaður og einstaklega hittinn á meinlaus loddarabrögð til að vekja á sér athygli og erta smá borg- araskapið,“ skrifar annar vinur listamannsins, Bragi Kristjónsson bóksali, að Flóka gegnum. Listsýningar Alfreðs Flóka voru viðburður í borgarlífinu. Raðir mynduðust og verkin voru rifin út. Þó voru listfræðingar á söfnunum ekki hrifnir; mér er sagt að á Listasafni Íslands séu ti tvö verk eftir hann. Hinsvegar er fjölda verka að finna á Listasafni Reykjavíkur. Hluta þeirra keypti safnið af ættingjum Flóka og síðan af- hentu ættingjar safninu fleiri verk að gjöf. Mörg þessara verka eru á sýningunni Skuggadrengur – Heimur Alfreðs Flóka sem var opnuð í Hafn- arhúsinu á fimmtudaginn. Sum verkanna hafa ekki verið sýnd áður opinberlega en önnur hefur sýningastjórinn, skáldið Sjón, grafið upp og fengið lánuð hjá fólki. Þetta er fyrsta yfirlitssýn- ingin á verkum Alfreðs Flóka um langt skeið. Þessi hættulegi, myrki heimur Sjón og upphengimeistarar Listasafns Reykja- víkur höfðu fyrr í vikunni raðað verkum Alfreðs Flóka með veggjum salarins. Sums staðar voru nokkrar myndir saman, á einum stað mynd- skreytingar sem hann gerði fyrir Lesbókina, og á öðrum stað röð mynda sem hann teiknaði fyrir veggplatta. Mest fór fyrir pennateikningum í ýmsum stærðum, en þarna voru einnig stærri krítarmyndir og mikilúðlegar konur áberandi á þeim. Á borði á miðju gólfi var bunki óinnramm- aðra mynda, þar á meðal röð sjálfsmynda sem hann teiknaði á nokkrum árum við upphaf ferils- ins. „Listasafn Reykjavíkur á býsna gott úrval verka eftir Flóka,“ segir Sjón þegar við göngum um salinn og skoðum verkin, um leið og þeir fé- lagar ræða upphenginguna. „Það vantaði reynd- ar talsvert af verkum frá sjöunda áratugnum en við fengum lánuð nokkur lykilverk frá þeim tíma sem eru í einkaeigu. Flóki er víða til í einkasöfn- um. Flóki var mjög vinsæll meðal almennings,“ segir Sjón, þagnar og lítur á mig yfir gleraugun, „þótt hann hafi ekki náð vinsældum meðal koll- ega sinna á þeim tíma.“ – Vongóðir kaupendur stóðu samt í röðum þegar hann opnaði sýningar. „Já, og verkin seldust upp.“ Sjón hefur lengi verið aðdáandi listamannsins „Ég heillaðist af verkunum sem unglingur. Síðan var ég svo heppinn að kynnast Flóka þegar ég var 17 ára gamall. Það má segja að hann hafi tekið mig í fóstur. Ég var fastagestur hjá honum við drukkum kaffi saman og ræddum heima og geima. Hann leysti mig út með bókum sem ég átti að lesa og oftar en ekki kom í ljós að það var hárrétt hjá honum, ég varð nauðsynlega að lesa þessar bækur. Þetta voru meðal annars Meist- arinn og Margaríta, sem Flóki hefur líklega lesið manna fyrstur á Íslandi, Der Golem eftir Gustav Meyrink, og allskonar jaðarbókmenntir sem „Frægur og viðurkennd Alfreð Flóki var á sínum tí sem teiknaði listavel, myn heilluðu aðra. Í vikunni va Alfreðs Flóka sem sett er Að segja sögur „Það er þessi hættulegi, myrki heimur, og erótíkin sem heillar.“ Ónefnd mynd frá 1986. Kolakrít á pappír. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 6 LesbókMYNDLIST

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.