Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.2009, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.2009, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 Lesbók 11 Hljóðleiðsögn, margmiðlun og gönguleiðir Opið alla daga nema mánudaga kl. 10–17. Aðgangseyrir 500 kr. www.gljufrasteinn.is gljufrasteinn@gljufrasteinn.is s. 586 8066 Á Landnámssýningunni í Aðalstræti 16 mætast elstu minjar um búsetu í Reykjavík og nýjasta margmiðlunartækni. Úrval af fallegri gjafavöru í safnbúðinni. Opið alla daga frá kl. 10-17. www.minjasafnreykjavikur.is/www.reykjavik871.is ÞVERSKURÐUR: Sýning Textílfélagsins 7. febrúar-8. mars Opið kl. 11-17 alla daga nema mánudaga Leiðsögn á sunnudag klukkan 15.00 Ókeypis aðgangur www.gerdarsafn.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN KÓPAVOGS GERÐARSAFN LISTASAFN ÍSLANDS Endurfundir - fornleifarannsóknir styrktar af Kristnihátíðarsjóði Sýning fyrir alla fjölskylduna! Leiðsögn á íslensku alla sunnudaga kl. 14 Spennandi safnbúð og kaffihúsið Kaffitár Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 www.thjodminjasafn.is Söfnin í landinu Görðum, 300 Akranes Sími: 431 5566 / 431 1255 www.museum.is museum@museum.is Listasalur: Eyjólfur Einarsson Söknuður Bátasalur: 100 bátalíkön Poppminjasafn: Rokk Bíósalur: Úr safneign Listsafsnins Opið virka daga 11.00-17.00, helgar 13.00-17.00. Ókeypis aðgangur. LISTASAFN ASÍ 10. janúar – 1. febrúar KRISTJÁN STEINGRÍMUR Málverk – teikningar – ljósmyndir Síðasta sýningarhelgi Safnið er opið 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis LISTASAFN ASÍ Freyjugötu 41 101 Rvk. www.listasafnasi.is SKART OG SKIPULAG Danska skartgripaskrínið Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir Hveragerði – nýr miðbær 1. feb.- 19. apr. OPIÐ: fim. – sun. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS Hveragerði NOKKRIR VINIR 13.2. - 3.5. 2009 Sýningin opnar á SAFNANÓTT, föstudaginn 13. febrúar SAFNANÓTT - föstudaginn 13. febrúar LEIÐSÖGN í vinahópi kl. 22.00 Hádegisleiðsögn þriðjudaga og föstudaga kl. 12.10 - 12.40 Safnbúð Listasafns Íslands - Gjafir listunnandans Opið kl. 11-17 alla daga, lokað mánudaga Allir velkomnir! ÓKEYPIS AÐGANGUR www.listasafn.is Á milli þess sem ég glápi á Þúskjásmyndbönd þar sem Stephen Colbert útskýrir ófarir Ís- lands hef ég verið að kíkja á væntanlegar óskarsmyndir og svo frönsku hátíðina sem er nýlið- in. Þar var eftirminnilegast þegar ég sá Þau sem verða eftir (Ceux qui restent), lúmskan spítalaróm- ans þar sem læknar og sjúklingar eru víðsfjarri, myndin fjallar um fólkið á biðstofunni sem er full- frískt en í heljargreipum fársjúkra ástvina. Fólk sem hefur orku, hæfileika og dugnað til þess að gera hvað sem er í lífinu en er fast á biðstofunni. Og óneitanlega minnti þetta mig á Íslendinga, þjóð sem hefur líklega aldrei verið jafn full af lífi og ein- mitt núna, núna þegar hún er komin á biðstofuna. Daginn eftir glápti ég svo á beina útsendingu í vinnunni þar sem kom í ljós að aðallæknirinn var jafn veikur og aðstoðarlæknirinn sem og að- allæknar fyrri ára og ég varð hálf hræddur við hvað bíómyndir geta tengst háskalega vel við raunveru- leikann. Ég er að hugsa um að ná hrollinum úr mér með því að horfa aftur á Mr. Smith Goes to Washington um helgina og sannfæra efasemdamanninn í mér um það eina kvöldstund að bláeygt hugsjónafólk geti víst komið inn í pólitík og breytt hlutunum áð- ur en það veikist af einhverri þeirri óþverrapest sem er að ganga, líkamlegri eða andlegri. GLÁPARINN | Ásgeir H Ingólfsson Ég er að hugsa um að ná hrollinum úr mér með því að horfa aftur á Mr. Smith Goes to Washington um helgina. Höfundur er nýráðinn ritstjóri Lands og sona, logs.is S em tónlistarmaður finnst mér voða gott að hafa þögn í kringum mig eftir vinnudaginn, eða ég set eitthvað á fóninn sem tengist minni vinnu ekki neitt og það má gjarnan vera stuð. „Ef ég hlusta á klassík tengist það oft rannsókn- arvinnu á því sem ég er að fást við. Undanfarið hef ég til að mynda hreinlega legið í tónlist Oliviers Messia- en því ég hef fengist við Fuglabækur hans og finnst tónlist hans mjög gefandi. Því tengt hef ég stúderað upptökur af fuglasöng sem ég er svo heppin að eiga í fórum mínum. Ég fylgist með heimi nýrrar tónlistar og kaupi því sífellt fleiri slíka diska, innlenda sem erlenda, for- vitnin að fara með mig og abstrakt hljóðheimur hjálp- ar mér að slaka vel á. Þá hef ég fylgst með blúsþáttunum hans Jónatans Garðarssonar á RÚV þegar ég hef tíma og haft mikið gaman af. Ótrúlegir óheillamenn upp til hópa sem hafa músíkþörfina á réttum stað. Gamall djass kemur sterkur inn hjá mér, píanóleikarinn Art Tatum er í uppáhaldi og svo er ég veik fyrir gömlu amerísku þægindarokki, eins og Lynard Skynard, America og CCR. Rússapoppið er fínt við þrifin. Gamall djass kemur sterkur inn hjá mér, píanóleikarinn Art Tatum er í uppáhaldi, HLUSTARINN | Tinna Þorsteinsdóttir Höfundur er píanóleikari

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.