Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.2009, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.2009, Blaðsíða 12
Valgerður Hauksdóttir „[...] það er ekki að finna afturhaldssemi í verkum hennar þrátt fyrir rótgróna hefðina“, að sögn gagnrýnanda sýningarinnar. É g var gripinn fortíðarþrá þegar ég skoðaði sýningu Valgerðar Hauksdóttur „Áttir og áttleysur“ í Lista- safni ASÍ. Valgerður vinnur í rót- gróna hefð grafíklistar sem hún spilar saman við ljósmyndir og upp- hefur list sem er á mörkum þess að vera vísindi og iðn. Í Ásmundarsal sýnir Valgerður óhlutbundnar grafíkmyndir, „Línu- dans“ og „Tilbrigði við stef“. Mynd- efnið birtist í frummynd sinni sem línur og form á fleti og vísar til tón- listar, hrynjandi og hreyfingar. Teikningin er sprottin úr spuna en formin eru heldur stíf til þess að veita teikningunni nægt mótvægi eða skapa spennu þeirra á milli. Þá sýnir listakonan ljósmynd af hvelf- ingu sem hún nefnir „Mandala“ og gefur sýningunni eilítið trúarlegan blæ en er engu að síður aðskilin frá grafíkmyndunum. Í Gryfju má sjá þrykk sem eru unnin út frá ljósmynd af rústum byggingar. Birta og skuggi spila veigamikla rullu í þessum hluta sýn- ingarinnar auk tilfinningar fyrir tíma, hvort tveggja í verki og mynd- efni. Ljósmyndin virkar þá sem formræn fyrirmynd grafíkmynd- anna. Í Arinstofu tvinnar listakonan þurrnálateikningu saman við ljós- myndir af manngerðu skipulagi í náttúrunni, þ.e. vegir sem brjóta upp náttúrumyndina og stefna í hin- ar og þessar áttir. Mætast þá eldri og nýrri tímar. Var mér hugsað til litaflæmismálarans Adolphs Gott- liebs sem játaði eitt sinn í viðtali að það færi í taugarnar á honum þegar listamenn töluðu um að snúa aftur til gamalla gilda. Gottlieb taldi nefnilega að listamenn ættu fremur að halda áfram til gamalla gilda, ekki snúa aftur. Ég hygg að Valgerður sé í félagi með Gottlieb hvað þetta varðar því það er ekki að finna afturhaldssemi í verkum hennar þrátt fyrir rót- gróna hefðina. Það er nefnilega eitt- hvað notalegt við þessi gömlu gildi, eitthvað afslappað og áreynslulaust sem á mikið erindi við samtímann. Áfram til fortíðar MYNDLIST JÓN B. K. RANSU LISTASAFN ASÍ | Valgerður Hauks- dóttir Opið frá 13-17 alla daga nema mánu- daga. Sýningu lýkur 20. september. Að- gangur ókeypis.bbbnn MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2009 12 LesbókGAGNRÝNI Leiklist Borgarleikhúsið – Harrý og Heimir eftir Karl Ágúst Úlfsson, Sigurð Sigurjónsson og Örn Árnason. „Hér verður söguþráður leikritsins ekki rakinn enda skiptir hann í raun litlu máli. Það eru útúr- dúrarnir sem eru aðalatriðið og gera þetta leik- rit að snjöllum hláturleik. Félagarnir Karl Ágúst, Sigurður og Örn fara á kostum í þessu verki sem er blanda af útvarpsleikhúsi og sviðsleik- húsi. Hljóðmaðurinn, Ólafur Örn, gegnir veiga- miklu hlutverki enda eru hljóðbrellur mjög stór hluti sviðsmyndarinnar ef svo má að orði kom- ast. Að sjálfsögðu notast þeir kappar einnig við sínar eigin „lifandi“ hljóðbrellur, eins og hurð með hengilás sem hristist, síma og síðast en ekki síst sínar eigin raddir. Einfaldleikinn er í fyr- irrúmi en þó fara þeir ansi langt í tilstandi. Þarna eru augljósir atvinnumenn á ferð enda hafa þeir skemmt landsmönnum í langan tíma. Hver fimmaurabrandarinn af öðrum fær nýtt líf í meðförum leikaranna. Atburðarásin er gríð- arlega hröð, eins og þeir séu að keppast við að koma öllu til skila á þeim tíma sem þeim er gef- inn. Hvert tækifæri er nýtt til þess að koma með brandara eða sprell.“ Ingibjörg Þórisdóttir. Þjóðleikhúsið – Frida … viva la vida eftir Bryn- hildi Guðjónsdóttur. „Handrit Brynhildar var vissulega komið ákaflega skammt á veg sem leik- verk, formgerð þess óljós, persónur líka; meira talað en framkvæmt, samtöl samantíndar tilvitnanir í Fridu, Diego og fleiri, pólitíkin ákaf- lega grunnhyggin. En samt vísaði það inn í myndheim Fríðu til dæmis þar sem menn, dýr og fornir guðir fléttast saman í einn talandi heim og gaf kannski tækifæri, ef menn vildu, til að túlka líf hennar sem ákveðna fórn til guð- anna, karlveldisins. En það tókst ekki að hressa upp á handritið, bæta það í uppsetningunni, hleypa lífi í persónur og setja þær í eitthvert samhengi, ljá því merkingu fyrir áhorfandann. Það tókst hins vegar að gera Fridu náttúrulausa og „normal“!“ María Kristjánsdóttir. Gerðarsafn - Mandala, samsýning 6 lista- manna. „Listamennirnir sex eru afar ólíkir þrátt fyrir hringformin sem endurtaka sig í verkum þeirra. Ekki vinna öll verkin vel saman, eins og neðri hæðin er dæmi um, þar sem verkin njóta sín heldur ekki til fulls. Þröngt er um málverk Guð- mundu og verk Vilhjálms og hennar eru svo ólík að erfitt er að horfa á þau hlið við hlið, þar verð- ur til „ómstríða“. Eins er langsótt það samtal sem hringform á málverkum Guðmundu gætu átt við hringform á fallegu og lýrísku verki eftir Steingrím Eyfjörð, þó sækja e.t.v. bæði hér til frumkrafta náttúrunnar. Sýning sem þessi er erfið viðureignar. Þegar verk eru valin saman á þennan hátt er alltaf hætta á vissri mistúlkun, ekki síst þegar eldri verk eru sett í nýtt samhengi. Með góðum vilja má hér finna undirliggjandi samhljóm, tengsl, en slíkt hið sama væri hægt með næstum því hvaða listaverk sem er, allir listamenn eru leit- andi í list sinni á einn eða annan hátt. Engu að síður er hér um úrvals list að ræða, eftir afar sterka listamenn og ákveðin „ómstríða“ gæðir sýninguna lífi um leið og hún vekur spurningar.“ Ragna Sigurðardóttir. The September Issue – Septemberheftið bbbmn Heimildarmynd. Leikstjóri: R. J. Cutler. Nafnið á þessari ótrúlega skemmtilegu heimild- armynd vísar til septemberheftis bandarísku út- gáfu tímaritsins Vogue árið 2007. Það fjallar jafnan um hvað verður efst á baugi að ári, á meðan bruðlið og græðgin var í algleymingi og heimskreppan í ljósárafjarlægð. Það skorti ekkert á til að gera septemberheftið það glæsilegasta og þykkasta í sögunni, þykktin minnir á símaskrá dvergríkisins. Fylgst er grannt með ákvörðunum aðalritstjórans, goð- sagnarinnar Önnu Wintor. Sæbjörn Valdimarsson. Í GANGI É g er enginn sérstakur unnandi Haydns. Tónlist hans er of fyr- irsjáanleg, hún er gömul lumma sem er komin yfir síðasta söludag. Ég get samt ekki haft annað en gaman af nýútkomnum geisladiski með fjórum kons- ertum eftir Haydn í flutningi Eddu Erlends- dóttur píanóleikara og Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn Kurts Kopeckys. Birtan í túlkuninni, léttleikinn og leiftr- andi þokkinn er þvílíkur að maður hrífst með. Edda hristir hvert fingrahlaupið af öðru fram úr erminni, mótar hverja laglínu af afslappaðri mýkt. Hljómsveitin rammar svo píanóleikinn inn í einstaklega fallega um- gjörð sem einkennist af smekkvísi og sjarma. Gamla lumman verður girnileg að nýju. Eitt megineinkenni tónlistar Haydns er hvernig honum tekst að búa til stóra, tign- arlega heild úr litlum einingum. Þessi um- breyting, þróun tónefnisins virkar blátt áfram í meðförum Eddu. Hún grípur mann með hnyttnum tónhendingum sem verða að risavöxnum kastölum, nánast fyrirvaralaust. Eðlileg túlkunin kemur svo á óvart að tón- listin hættir að vera fyrirsjáanleg. Annað megineinkenni Haydns er húmor. Auðvitað eru brandararnir í tónlistinni hans löngu hættir að koma á óvart, til þess eru verkin of gömul. En leikgleðin í túlkuninni bætir það upp, gleðin er smitandi og maður skemmtir sér undarlega vel. Í stuttu máli er þetta óvanalega heildstæð, lifandi túlkun þar sem hvert smáatriði er mótað af vandvirkni og öll hlutföll eins og þau eiga að vera. Þeir Bjarni Rúnar Bjarnason og Georg Magnason sáu um upptökuna og hún hefur tekist fullkomlega. Píanóið er tært en hljóm- mikið og hljómur sveitarinnar safaríkur, hæfilega djúpur og ávallt litríkur. Þetta er frábær geisladiskur til að hafa á fóninum þegar maður vill hafa það virkilega notalegt. Ég held að síðasti söludagur gömlu lummunnar hafi hér með verið framlengdur! Morgunblaðið/Golli Edda Erlendsdóttir „Hún grípur mann með hnyttnum tónhendingum sem verða að risavöxnum kastölum, nánast fyrirvaralaust,“ segir meðal annars í dómi Jónasar Sen um nýjan hljómdisk Eddu, helgaðan verkum Haydn. Smitandi leikgleði TÓNLIST JÓNAS SEN Þetta er frábær geisla- diskur til að hafa á fón- inum þegar maður vill hafa það virkilega notalegt. GEISLADISKUR | Haydn Píanókonsertar í D-dúr Hob. XVIII:11, C-dúr Hob. XIV:12, D-dúr Hob. XVIII:2 og F-dúr Hob. XVIII:F2. Edda Erlendsdóttir leikur á píanó ásamt Sinfón- íuhljómsveit Íslands undir stjórn Kurts Kopeckys. bbbbm B lokkflautan, litla barnaskólablístran sem tekur, líkt og jap- anska taflið Go, „örstund að læra á, en ævi að meistra“, var í forgrunni fyrir troðfullu Norrænu húsi á miðvikudag. Hvort einhverjir urðu frá að hverfa skal ósagt. En það munaði litlu, og hefði örugglega munað stórum meira eftir viðeigandi for- kynningu í t.d. sjónvarpi. Enda var um enga minni heimsmeistara að ræða á sínu sviði en t.d. landann Niels-Henning heitinn á djass- bassa. Danski stórvirtúósinn Michala Petri (f. 1958) heillaði alla nær- stadda upp úr skónum með jafnt ljúfmennri framkomu sem lygilegri tóntjáningu. Að því er ég náði bezt úr syngjandi Valby-enskunni kom hún síðast fram hér fyrir 25 árum. En nú var hún mætt með húsbónda sinn sér við hlið, Lars Hannibal, er lék fyrir hlé á sérsmíð- aða stytta 14 strengja erkilútu, en eftir (í samræmi við rómantískari viðfangsefni) á styrkmeiri spænskan gítar. Heimilisdúó þeirra stofn- aði 2006 „OUR recordings“, og má kannski álykta til samanburðar að ákveðnum dreifingaráfanga sé þar með náð, líkt og þegar Berl- ínarfílharmóníkerar urðu fyrstir sinfóníuhljómsveita til að skila tekjuafgangi með lifandi tónleikaútsendingum á Netinu – þó ekki rýri það fyrri plötuútgefendur Petris á við Deutsche Grammophon. Það fylgir listrænni auðmýkt fremstu hljómlistarmanna að skila ávallt sínu bezta við hvaða aðstæður sem er. Fyrir jafnmjóróma áhöfn hefði ég persónulega kosið endurómsríkari heyrð lítillar kirkju en þéttsetinn salur NH gat skilað. En þó að steindauð ak- ústíkin afhjúpaði minnstu örður, urðu þær fjarska fáar af vörum Michölu er lék nánast eins og drottinn allsherjar. Enda hafði hún ekkert að fela, hvorki í tækni né túlkun, jafnvel þótt einstaka smá- fips gætti stöku sinni hjá samleikaranum. Og þó að alræmt önd- unarstaðaleysið í c-moll Partítu Bachs tæki sinn toll, varð þess varla vart í seinni verkum, og dagskráin leiftraði almennt og skein af frá- bærum blásturstilþrifum, dyggilega studdum af samlyndum með- leik Hannibals. Af of mörgu væri að taka úr afar fjölbreyttri tíu verka dag- skránni. Nægja verður að nefna bráðskemmtileg einleikstilbrigði Michölu um józka smalasönginn Mads Doss er tjaldaði ýmist „bassa“-meðsöng, iðandi „Flatterzunge“, smjúgandi glissum og eld- hröðum tvítyngingum. Æra myndi óstöðugan að tíunda frekari dofra kúnstir á við tremólóflugeldana í Djöflatrillusónötu Tartinis eða hindurvitnin í lokaþætti Fantaisie Norvegienne eftir Lalo – að fjölmörgu fleiru ónefndu. Paganini hefði hvort eð er orðið grænn af öfund. Nægir því að sinni að segja að hér misstu of margir af miklu. TÓNLIST RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON NORRÆNA HÚSIÐ | KammertónleikarVerk eftir J. S. Bach, Vivaldi, Piaz- zolla, Petri o. fl. Michala Petri blokkflautur, Lars Hannibal gítar. Miðvikudag- inn 16. september kl. 20. bbbbm Paganini blokkflautunnar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.