Morgunblaðið - 04.01.2009, Qupperneq 6
6 B SUNNUDAGUR 4. JANÚAR 2009 MORGUNBLAÐIÐ
www.icehotels.is
YFIRMATREISLUMAUR ÓSKAST
Umsóknarfrestur er til 20. janúar nk.
HÓTEL KLAUSTUR óskar eftir yfirmatrei›slumanni til starfa.
Um er a› ræ›a framtí›arstarf á veitingahúsi sem rúmar 150 manns í sæti og er róma› fyrir fjölbreyttan mat og vanda›a
fljónustu. Hótel Klaustur er sta›sett á einum af fegurstu stö›um Evrópu í grennd vi› náttúruperlur á bor› vi› Skaftafell og
Vatnajökul flar sem sveitarómantíkin blómstrar, vinaleg florpsstemmning ríkir og náttúran skartar sínu fegursta.
Starfsreynsla, fljónustulund og brennandi áhugi eru me›al fleirra kosta sem vi› leitum eftir.
Allar nánari uppl‡singar veitir Karl Rafnsson í síma 861 1306 e›a í netfanginu: klaustur@icehotels.is
ledig
Stilling
C
IC
E
R
O
th
Ringerike sykehus HF ligger på Hønefoss i Norge, ca 1 time å kjøre fra
Oslo. Sykehuset gir et allsidig behandlingstilbud innen somatikk og psykiatri
til om lag 75 000 innbyggere i Øvre Buskerud. Vi har en visjon om å
være et ledende sykehus, og vektlegger pasientfokus og kontinuerlig
utvikling av nye ideer og metoder for medisinsk behandling, organisering
og ledelse. Klinikken har moderne nybygg (2004) med enerom til alle
inneliggende pasienter.
Er du engasjert og dyktig sykepleier som
søker nye utfordringer?
Vil du arbeide i nye lokaler i et trivelig arbeidsmiljø?
Ledige stillinger som
sykepleier i Norge
Medisinsk/kirurgisk klinikk har ledige helgevikariater og faste
deltids/ heltidsstillinger for sykepleiere, i vikarpool eller på tun.
For fullstendig utlysning og nærmere informasjon om
Ringerike sykehus HF, se http://www.ringerike-sykehus.no
Spørsmål kan rettes til fagsjef sykepleie Hilde Bråten på
sykehusets telefon 0047 32 11 60 00.
Søknad med CV sendes på e-post til
personal@ringerike-sykehus.no snarest.
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
„ÞAÐ versta sem fólk getur gert er
að einangra sig,“ segir Guðný Harð-
ardóttir framkvæmdastjóri ráðning-
arþjónustunnar STRÁ MRI þegar
hún er spurð hvað fólk eigi að gera
þegar það missir
vinnuna. „Það get-
ur vissulega verið
erfitt að fá upp-
sögn í starfi og má
segja að í sumum
tilvikum hefjist
ákveðið sorg-
arferli, sem fólk
þarf að fá tíma til
að vinna úr. Þegar
líður á ferlið
aukast mönnum
burðir til að halda áfram þar sem frá
var horfið. Í upphafi getur ýmislegt
hjálpað sem ekki krefst endilegra
peningalegra útlátra s.s. að taka til
hendinni heima fyrir, hlusta á fallega
tónlist, hjúfra sig að ástvinum og
stunda góða hreyfingu eins og göngu-
túra og sund.“
Með rétta viðhorfið
Jákvætt viðhorf segir Guðný að
geti skipt öllu máli. „Með jákvæðu
hugarfari er fólk líklegra til að sjá
tækifærin sem bjóðast og grípa þau.
Það er erfiður skellur fyrir alla að fá
uppsögn en aldrei er neitt svo nei-
kvætt að ekki fylgi því eitthvað já-
kvætt sem vinna má með,“ segir hún.
Guðný nefnir að starfsmenn sem orð-
ið hafa fyrir barðinu á fjölda-
uppsögnum eigi að vinna saman í
stuðningshópum og reyna að hvetja
hver annað til dáða, sem og vinna að
því að finna sameiginlegar lausnir.
„Það er líka ágætt að varast að týnast
í þeirri neikvæðu umfjöllun sem finna
má víða í samfélaginu, því það kann
að auka á svartsýnina ef menn eru
veikir fyrir.“
Milli starfa -ekki atvinnulaus
Sem dæmi um rétt hugarfar nefnir
Guðný að hún ráðleggi fólki að líta
ekki á sjálft sig sem „atvinnulaust“:
„Það er betra að tala um að vera
„milli starfa“ og ég ráðlegg fólki að
kynna sig fremur þannig. Það felst í
því breyting á hugarfari að hugsa
ekki um sjálfan sig sem atvinnu-
lausan heldur vera milli starfa eða í
leit að starfi.“
Með rétta hugarfarið að vopni þarf
svo að taka atvinnuleitina föstum tök-
um og ráðlegt að líta á atvinnuleitina
sem fullt starf sem sinna þarf alveg
jafn vel og jafnskipulega og öðrum
störfum. Guðný bætir við að það geri
flestum gott að halda þannig áfram
sínum daglegu venjum: „Sumum
hættir til að snúa sólarhringnum við
og rót kemst á daglega iðju. Það
kemur ekki aðeins niður á ein-
staklingnum sjálfum heldur líka hans
nánasta umhverfi, samskiptum við
maka og uppeldi barna.“
Skráning og viðtal hjá ráðning-
arstofu eins og STRÁ MRI er með
fyrstu skrefum sem huga ætti að en
góðar ráðningarskrifstofur aðstoða
m.a. við gerð starfsferilskrár og
greina eftir fremsta megni styrkleika
og bakland umsækjanda.
Traust laun frekar en há
Guðný ráðleggur þeim sem nú eru
í atvinnuleit að gera ekki óraunsæjar
kröfur um laun bjóðist þeim nýtt
starf. „Ef þú hefur stofnað til skulda
er það ekki vinnuveitandans að leysa
úr þeim. Vinnuveitendur eru þvert á
móti að reyna að hagræða svo að sem
flest störf geti verið til fyrir hópinn,“
segir hún. „Þegar að starfsviðtali
kemur getur verið brýnna að huga
frekar að því hvort starfið sjálft
henti, hvort starfsumhverfið sé
traust og starfsandinn góður, og að
launin séu auðvitað örugg.“
Á sömu nótum ráðleggur Guðný
þeim sem býðst sitt fyrra starf á
lægra kaupi að hugsa vel sinn gang
áður en tilboðinu er hafnað. „Ég
heyrði t.d. af bifreiðaumboði sem um
daginn þurfti að segja upp fastráðn-
um sölumanni með 3 mánaða upp-
sagnarfresti eins og vera ber. Starfs-
maðurinn kom á móti með tillögu að
því að vera í hálfu starfi á hálfum
launum í 6 mánuði, frekar en fullu
starfi í þrjá, og jafnvel mögulegt að
vinnuveitandinn geti boðið hlutastarf
til lengri tíma,“ útskýrir Guðný.
„Þetta getur skipt miklu máli enda
munar okkur um það andlega að hafa
eitthvað að starfa við og stunda vinnu
reglulega.“
Mörg verkefni bíða
Í atvinnuleysi er líka hægt að grípa
tækifærið og koma hlutum í verk sem
setið hafa á hakanum og styrkja
tengslin innan fjölskyldunnar. Bara
það að taka til í geymslunni getur
breytt miklu: „Það er afrek að taka til
í geymslunni eða bílskúrnum, og gef-
ur okkur þessa tilfinningu að við höf-
um gert eitthvað sem máli skiptir.
Svo skemmir ekki fyrir að kannski
koma í ljós munir sem ekki er þörf
fyrir lengur en koma má í verð eða í
hendur vinar eða ættingja sem þarf á
þeim að halda,“ útskýrir Guðný. „Það
er líka kjörið að taka þátt í sjálfboða-
starfi, þó þar séu engin laun í boði. Að
hjálpa þeim sem minna mega sín skil-
ar sér ekki síst í andlegum ávinn-
ingi.“
Síðast en ekki síst nefnir Guðný
þann möguleika að nýta tímann milli
starfa til að stunda skemmra eða
lengra nám. „Í gegnum Vinnu-
málastofnun standa t.d. til boða ýmis
námskeið sem auka bæði þekkingu
og færni.“
Öguð vinnubrögð
Að tileinka sér skipulag og aga á
milli starfa segir Guðný eitt af lyk-
ilatriðunum til að koma sem best út
úr því ástandi sem nú ríkir: „Hvern
dag getur maður t.d. skammtað sér
eina klukkustund til að setjast við
tölvuna og skoða hvar starfskraftar
manns geta nýst. Svo er ekki verra ef
tvær fyrirvinnur eru á heimilinu að
sá sem heima situr læri á þvottavél-
ina eða eldavélina og láti ljós sitt
skína.“
Hvað er hægt að gera „milli starfa“?
Jákvæðni og bjart-
sýni skiptir sköpum
þegar fólk missir
vinnuna, en það get-
ur líka hjálpað til að
taka til í geymslunni
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hlutverk Meðal þess sem gera má
milli starfa er að taka þátt í sjálf-
boðaliðastarfi enda er gefandi að
hafa hlutverki að gegna og hjálpa
bágstöddum. Á myndinni flokka sjálf-
boðaliðar Rauða krossins fatnað. Tileinkaðu þér jákvætt hugarfar.
Þannig kemurðu betur auga á
tækifærin
Leitaðu þér að stuðningi og
styrk hjá fjölskyldu og vinum
Stundaðu holla hreyfingu,
hlustaðu á góða tónlist og reyndu
að hafa sama vanagang á lífinu og
áður
Líttu á atvinnuleitina sem
þitt aðalstarf sem sinna þarf
skipulega og samviskusamlega
Það getur verið betra að
sætta sig við lægri laun en vera
atvinnulaus til lengri tíma
Tilvalið er að koma ýmsum
uppsöfnuðum verkefnum á heim-
ilinu í verk, s.s. taka til í geymsl-
unni. Árangurinn að loknu góðu
starfi er gefandi.
Þátttaka í hvers konar sjálf-
boðastarfi er líka mjög gefandi
Góð ráð eftir uppsögn:
Guðný
Harðardóttir