Morgunblaðið - 07.01.2009, Side 2

Morgunblaðið - 07.01.2009, Side 2
2 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. JANÚAR 2009 KNATTSPYRNA England Deildabikar, undanúrslit, fyrri leikur: Tottenham – Burnley...............................4:1 Michael Dawson 47., Jamie O’Hara 52., Roman Pavlyuchenko 65., Michael Duff 67. (sjálfsmark) – Martin Paterson 15.  Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrjun- arliiðinu en fór meiddur af velli í fyrri hálf- leik. 2. deild: Crewe – Bristol R.............................. frestað Peterborough – MK Dons ................ frestað Stockport –Cheltenham ................... frestað Spánn Bikarkeppnin, 16 liða úrslit, fyrri leikur: Atlético Madrid – Barcelona...................1:3 Tomas Ujfalusi 69. – Lionel Messi 12., 58. (víti), 80. Rautt spjald: Johnny Heitinga (Atletico) 57.  Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leik- mannahópi Barcelona. KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: San Antonio – Miami.............................91:84 Sacramento – New Jersey....................90:98 Toronto – Milwaukee ..........................97:107 Indiana – Denver...............................115:135 Golden State – Utah Jazz .................114:119 Staðan í Austurdeild: Boston 35 29 6 82,9% Cleveland 33 27 6 81,8% Orlando 34 26 8 76,5% Atlanta 33 22 11 66,7% Detroit 32 21 11 65,6% Miami 33 18 15 54,5% New Jersey 35 17 18 48,6% Milwaukee 36 17 19 45,7% Chicago 34 14 20 41,2% New York 32 13 19 40,6% Toronto 35 14 21 40,0% Philadelphia 33 13 20 39,4% Charlotte 34 12 22 35,3% Indiana 34 13 21 35,3% Washington 32 7 25 21,9% Staðan í Vesturdeild: L.A. Lakers 32 27 5 84,4% San Antonio 34 23 11 67,6% New Orleans 30 20 10 66,7% Denver 36 24 12 66,7% Phoenix 31 19 12 61,3% Dallas 33 20 13 60,6% Houston 35 21 14 60,0% Portland 34 20 14 58,8% Utah 35 20 15 57,1% Memphis 34 11 23 32,4% Golden State 36 10 26 27,8% L.A. Clippers 33 8 25 24,2% Minnesota 33 8 25 24,2% Sacramento 35 8 27 22,9% Oklahoma City 34 4 30 11,8% HANDKNATTLEIKUR Holmqvist-mótið í Svíþjóð A-riðill: Svíþjóð – Túnis ..................................... 35:27 Staðan: Svíþjóð 2 2 0 0 74:45 4 Túnis 2 1 0 1 59:60 2 Kúveit 2 0 0 2 43:71 0 B-riðill: Ísland – Egyptaland............................. 29:17 Staðan: Svíþjóð II 2 2 0 0 69:59 4 Ísland 2 1 0 1 57:52 2 Egyptaland 2 0 0 2 48:63 0 KEILA 1. deild kvenna: ÍR-BK – KFR-Valkyrjur....................... 1:19 ÍR-TT – KFA-ÍA .................................... 16:4 KFR-Afturgöngurnar – KFK-GK........ 18:2 KFR-Skutlurnar – ÍR-KK .................... 18:2 Staðan: KFR-Valkyrjur eru með 203,0 stig, ÍR-TT með 193,0, KFR-Afturgöngurnar 161,5, KFR-Skutlurnar 143,5, KFK-GK 86,0, KFA-ÍA 69,5, ÍR-BK 65,5 og ÍR-KK 38,0 stig. í kvöld KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Iceland Express: Grindavík: Grindavík – Keflavík..........19.15 DHL-höllin: KR – Snæfell....................19.15 Vodafonehöllin: Valur – Hamar ...........19.15 HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, N1-deildin: Mýrin: Stjarnan – Grótta......................19.30 Kristrún er búsett í Mosfellsbæ og hóf hún körfuboltaferilinn hjá Aftur- eldingu. „Starfið í Mosfellsbæ logn- aðist því miður út af og ég fór í ÍR og lék þar í tvö ár. Ég valdi síðan Hauka þar sem ég taldi að ég gæti náð meiri framförum sem leikmaður í því liði. Ég sé ekki eftir því. Mér líður vel í Haukaliðinu og það er allt að smella saman núna. Ég fæ mikla hjálp frá liðsfélögunum og þjálfarinn hefur trú á mér. Það tók smá tíma að aðlagast því að leika án Helenu Sverrisdóttur. Hún hafði dregið vagninn lengi en við þurftum að axla meiri ábyrgð eftir að hún fór til Bandaríkjana og ég held að við spjörum okkur vel án hennar.“ „Við höfum átt við vandamál að stríða í vetur. Æfingahópurinn er frekar fámennur og það eru ýmsar skýringar á því. Meiðsli eru stærsta vandamálið og það hefur oft komið fyrir að við erum 6 á æfingu. Og Yngvi (Gunnlaugsson) þjálfari okkar hefur m.a. þurft að æfa ansi oft með okkur og fylla í skarðið. Hann er ekki í neinu sérstöku formi þrátt fyr- ir það,“ sagði Kristrún í léttum tón. Skemmtilegar æfingar „Yngva tekst samt sem áður að hafa æfingarnar skemmtilegar þrátt fyrir fámennið sem er oft. Ungu stelpurnar sem eru að koma upp í mfl. hafa staðið sig frábærlega og ég kvíði engu um framhaldið þrátt fyrir að æfingahópurinn sé ekki fjölmenn- ur.“ Kristrún tók sér frí frá líf- fræðináminu við Háskóla Íslands í vetur og hefur hún einbeitt sér að körfuboltanum í staðinn. „Það var of mikið álag sem fylgdi því að vera með 100% einbeitingu á báðum stöð- um í einu. Ég valdi því að hvíla mig á náminu og leggja alla orkuna í körfu- boltann. Það hefur skilað fínum ár- angri.“ Útlöndin heilla Kristrún hefur látið sig dreyma um að komast að hjá liði í Evrópu og fá tækifæri til þess að læra nýtt tungumál og kynnast nýrri menn- ingu. „Vissulega hef ég hugsað um þann möguleika en ég hef ekki tekið það skref. Kannski kemur að því og ég verð að bíða og sjá hvort eitthvað verður úr því. Ég er ekkert að stressa mig á slíkum hlutum. Ef það kemur upp þá skoða ég það,“ sagði Kristrún. Landsliðskonan hugsaði sig aðeins um þegar hún var beðin um lýsa sjálfri sér sem leikmanni. „Mér finnst gaman að skjóta og hlaupa upp völlinn í hraðaupp- hlaupum. Ætli það sé ekki minn leik- stíll. Ef ég þarf að láta í mér heyra og rífa í keppnistreyjuna hjá mót- herjanum í vörninni til þess að við sigrum þá geri ég það.“ „Öll orkan fer í körfu- boltann“ Morgunblaðið/Ómar Öflug Kristrún Sigurjónsdóttir hefur leikið mjög vel með Haukum í vetur og skorar hér í leik gegn KR. Haukar eru á toppi úrvalsdeildarinnar. KRISTRÚN Sigurjónsdóttir úr Haukum var í gær valin besti leikmaður fyrri hluta Iceland Express-deildarinnar í körfuknattleik. Skotbakvörðurinn úr Mosfellsbæ ekur tæplega 50 km á hverjum degi til þess að koma sér á æfingu á Ásvöllum í Hafnarfirði en hún sér ekki eftir einni sekúndu sem fer í að koma sér á æfingar og í leiki. Hauk- ar eru í efsta sæti deildarinnar eftir 11 leiki með 10 sigra og Kristrún hefur skorað 21,4 stig að meðaltali í leik. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is  Kristrún hvíldi sig á líffræðináminu til þess að geta æft meira og leikið betur  Keyrir 50 km á dag vegna æfinga Í HNOTSKURN »Kristrún Sigurjónsdóttir er23 ára gömul og er skotbak- vörður í liði Hauka sem er á toppi úrvalsdeildar kvenna. » Í vetur hefur hún gert 21,5stig að meðaltali í leik, tekið 5,5 fráköst og átt 3,9 stoðsend- ingar að meðaltali í leik. »Kristrún er uppalin í Aftur-eldingu, lék með ÍR í tvö ár en kom til liðs við Hauka 2004 og leikur nú sitt fimmta tímabil með liðinu. RYAN Giggs, einn af gulldrengjum sir Alex Fergusons, knattspyrnustjóra Manchester United, hefur gefið það í skyn að hann kunni að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir tímabilið. Giggs er 35 ára gamall og er samningsbundinn Englands- og Evrópumeisturunum til loka leiktíð- arinnar en Giggs hefur undanfarin ár gert eins árs samning í senn. „Ég held áfram að spila svo lengi sem ég hef gaman af því, er heill heilsu og knattspyrnustjór- inn vill mig. Ef eitthvað af þessu þrennu hverfur mun ég íhuga að hætta og það gæti orðið í lok þessa tímabils,“ sagði Giggs í blaðaviðtali í gær. Glæstur ferill Giggs á glæsilegan feril að baki með Manchest- er United en Walesverjinn hefur unnið til 28 gull- verðlaunapeninga með Man- chester-liðinu, þar hefur hann orðið Evrópumeistari í tvígang, orðið enskur meistari tíu sinn- um og á fjóra bikarmeist- aratitla með liðinu. Giggs, sem lék 64 landsleiki fyrir Wales, sló í fyrra leikja- met sir Bobbys Charltons þegar hann kom inn á sem varamaður í úrslitaleiknum gegn Chelsea í Meistaradeildinni síðastliðið vor en Giggs hefur nú leikið 781 leik fyrir félagið. Lengur að jafna mig „Samningur minn rennur út í maí og eftir það sé ég til. Ég hef ekkert rætt málin við United. Ég er jafnvel á mig kominn og áður en eini mun- urinn er að ég er lengur að jafna mig á milli leikja,“ sagði Giggs, sem skoraði fyrsta markið í sigrinum á Wigan í lokaumferðinni í ensku úr- valsdeildinni á síðustu leiktíð þegar United inn- siglaði meistaratitilinn og hann skoraði í víta- spyrnukeppninni gegn Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. „Í dag gleðja sigrarnir og titlarnir mig meira en þegar ég var ungur vegna þess að ég veit að það gætu orðið þeir síðustu,“ sagði Giggs sem er eini leikmaður liðsins sem hefur unnið enska meistaratitilinn 10 sinnum, eini leikmaðurinn sem hefur skorað fyrir liðið 12 tímabil í röð í Meist- aradeild Evrópu og sá eini sem hefur skorað fyrir liðið á hverju tímabili í ensku úrvalsdeildinni frá því hún var stofnuð. gummih@mbl.is Gulldrengurinn Giggs íhugar að hætta í vor Ryan Giggs DANSKA handknattleiksliðið GOG, sem þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson leika með, á í nokkrum fjárhagserfiðleikum um þessar mundir, að sögn Fyens Stifttidende í gær. Illa hefur gengið að greiða reikn- inga. Meginástæðan mun vera að nokkrir styrktaðilar félags- ins hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart GOG. Er talað um að félagið eigi útstandandi kröfur upp á 75 millj- ónir íslenskra króna. Arne Buch, framkvæmdastjóri GOG, staðfestir í samtali við Fyens Stifttidende að peningar skili sér seinna en áður frá samstarfsaðilum og þar af leiðandi glími félagið við fjárhagsvanda. Talið er framundan sé niðurskurður á kvennaliði GOG en karlaliðið muni sleppa, a.m.k. að sinni. Áformað er að blása til sóknar með karla- liðið frá og með næstu leiktíð þegar Guðmundur Þ. Guðmundsson tekur við þjálfun þess. Hermt er félagið hafi í hyggju að styrkja liðið með nýjum leik- mönnum þegar Guðmundur tekur við. Hvort eitthvað verði dregið úr þeim áformum miðað við núverandi stöðu fylgir ekki sögunni. iben@mbl.is GOG er í fjárhagsvanda Snorri Steinn Guðjónsson GUÐMUNDUR Steinarsson, fyrirliði Keflvíkinga og besti og markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu 2008, er staddur í Liechtenstein þar sem hann á í viðræðum við FC Vaduz, sem leikur í svissnesku úrvalsdeildinni. Hann kom til Vaduz í gær og ræddi við þjálfarann, hinn gam- alkunna fyrrverandi landsliðsmann Þjóðverja, Pierre Litt- barski, og skoðar aðstæður í dag. „Ég er með samnings- tilboð í höndunum sem ég tek með mér heim og skoða vel með fjölskyldunni. Það kemur til greina að semja út þetta tímabil, eða þá til hálfs annars árs, ef mér líst á staðinn og félagið,“ sagði Guðmundur við Morgunblaðið í gær. FC Vaduz er frá höfuðstað Liechtenstein en hefur um árabil leikið í svissnesku deildakeppninni og vann 1. deildina á síðasta tíma- bili. Liðið er sem stendur næstneðst af tíu liðum en aðeins botnliðið fellur beint. Lið Vaduz, sem leikur heimaleikina á Rheinpark, þjóðarleikvangi furstadæmisins, er að meirihluta skipað svissneskum leikmönnum, auk lands- liðsmanna frá Liechtenstein og nokkurra Brasilíumanna. vs@mbl.is Guðmundur til FC Vaduz? Guðmundur Steinarsson TOTTENHAM lagði Burnley í enska deildarbikarnum í gær, 4:1, í fyrri leik liðanna á White Hart Lane í Lund- únum. Burnley komst yfir á 15. mín- útu með marki Martin Paterson. Leikurinn snerist þó við í seinni hálf- leiknum, ekki síst við innkomu Jamie ÓHara, sem lagði upp tvö mörk og skoraði eitt. Þeir Michael Dawson og Roman Pavluchenko skoruðu hin mörk Tottenham, auk þess sem Michael Duff gerði sjálfsmark. Stórsigur hjá Tottenham

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.