Morgunblaðið - 02.02.2009, Síða 1

Morgunblaðið - 02.02.2009, Síða 1
M Á N U D A G U R 2. F E B R Ú A R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 31. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is SPÉSPEGILL BAGGALÚTANNA FINNST ÞEIR SJÁLFIR SJÚKLEGA FYNDNIR ÍÞRÓTTIR Allir með í Ákamóti og enginn sigurvegari Þrátt fyrir að vera andstæðingar í stjórnmálum fór vel á með Jóhönnu Sigurðardóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sem var starfandi forsætisráðherra í fjarveru Geirs H. Haarde. Jóhanna bað fyrir góðar kveðjur til Geirs í baráttu hans við krabbamein og Þorgerður skilaði einnig kveðju frá Geir. Stjórn Jóhönnu tekin við  Jóhanna Sigurðardóttir er nýr forsætisráðherra þjóðarinnar Morgunblaðið/Árni Sæberg RÍKISSTJÓRN Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrstu konunnar til að setjast í stól forsætisráðherra, tók formlega við völdum í landinu í gær. Ráðherrar í ríkisstjórninni fengu lykla að ráðuneytunum afhenta frá forverum sínum, ráð- herrum í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingarinnar undir forsæti Geirs H. Haarde. Jóhanna tók við lyklunum úr hendi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sem var staðgengill Geirs í fjarveru hans. Hann flaug í gær til Hol- lands í aðgerð vegna illkynja æxlis í vélinda. Jóhanna sagði við lyklaskiptin að sér þætti vænt um Geir og óskaði honum alls hins besta. Hann væri maður með marga mannkosti. Hún þakkaði einnig Þorgerði fyrir samstarfið í fyrri ríkisstjórn. Hún sagði það hafa verið ánægjulegt þó upp úr hefði slitnað. Ríkisstjórnin kynnti verkefnaskrá sína í gær og sagði Jóhanna á blaðamannafundi á Hótel Borg, að þessi stjórn „ætlaði að láta verkin tala“. Ríkisstjórnin var mynduð eftir snarpar við- ræður forystumanna Vinstri grænna og Sam- fylkingarinnar. Einblínt er á efnahagsmál og verður sérstök áhersla lögð á að fá nýju bankana til þess að virka betur samkvæmt verkefnaskrá nýrrar stjórnar. Framsóknarflokkurinn ver stjórnina vantrausti. Flokkurinn setti fram boð þess efnis 21. janúar síðastliðinn, daginn eftir að þing kom saman eftir hlé. Stjórnin mun starfa í stuttan tíma, eða fram að kosningum 25. apríl. Morgunblaðið/Ómar Segjast ætla að láta verkin tala Eftir Þórð Snæ Júlíusson og Magnús Halldórsson SKIPT verður um yfirstjórn Seðla- bankans, eftirlaunalögin verða af- numin, þrjár breytingar verða gerð- ar á stjórnarskránni og fjölmörg frumvörp verða lögð fram í þessum mánuði til að létta greiðslubyrði heimilanna í landinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í verkefnaskrá ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna sem kynnt var í gær. Verkefnaskráin, sem er í sjö lið- um, telur til bæði aðgerðir sem þeg- ar hefur verið ákveðið að ráðast í og fjöldamörg verkefni sem stefnt er á að koma í gang. Þrátt fyrir að verk- efnaskráin sé mjög viðamikil eru þó ekki tilgreindar leiðir sem á að fara til að ná þeim markmiðum sem koma fram í henni. Framsókn í lykilaðstöðu Framsóknarflokkurinn mun verja nýju ríkisstjórnina vantrausti en hvorki lofa þátttöku í aðgerðaáætlun hennar né tryggja henni hlutleysi í þeim málum sem hún ætlar að koma fram. Því þurfa stjórnarflokkarnir að semja við Framsóknarflokkinn á vikulegum fundum um öll þau frum- vörp sem stjórnin vill fá brautar- gengi fyrir til að meirihluti verði fyr- ir þeim á Alþingi. Framsóknarflokk- urinn er því í lykilstöðu í ríkis- stjórninni án þess að eiga beina aðild að henni. Í skjóli Fram- sóknar Ný ríkisstjórn með áætlun í sjö liðum  Ný ríkisstjórn | 2,4, 8-9. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hafði sagt sig frá embættinu áður en upp úr samstarfi Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks slitnaði. Við starfi hans tekur Gylfi Magnússon, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands. Lyklaskiptin fóru fram á skrifstofu viðskiptaráðherra í gærkvöldi.  Gylfi Magnússon dósent tekur við embætti viðskiptaráðherra Ljósmynd/Þorfinnur Ómarsson Ragna Árnadóttir, sem verið hefur skrifstofustjóri í forsæt- isráðuneytinu síðustu vikurnar og þar áður yfir lagaskrif- stofu dómsmálaráðuneytisins, tekur við lyklunum í ráðuneyt- inu í gærkvöldi af Birni Bjarnasyni, fráfarandi dóms- og kirkjumálaráðherra. Ragna er lögfræðingur að mennt.  Ragna Árnadóttir er nýr dóms- og kirkjumálaráðherra Ljósmynd/Þórir Hrafnsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.