Morgunblaðið - 02.02.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.02.2009, Blaðsíða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2009 BASARINN ALLTAF ALLT Á KREPPUVERÐI! FLESTAR VÖRUR KOSTA 100-500 kr.! GERIÐ GÓÐ KAUP Nýjar vörur nær daglega Notaðar vörur: bækur, föt, húsbúnaður, skrautmunir, gardínur, dúkar, lampar, töskur, hárskraut, vídeóspólur, leikföng, spil og fleira. Nýjar vörur: kristilegar bækur, geisladiskar, málverk, ilmolíur, silkibindi, sjöl, treflar, silfurkrossar, hálsfestar og handunnir englar frá Keníu. Sjón er sögu ríkari. Verið velkomin í heimsókn! Nytjamarkaður Kristniboðssambandsins Grensásvegi 7, 2. hæð Opið virka daga frá 12-17 og fyrsta laugardag í mánuði kl. 11-14. Á sama tíma er tekið á móti vörum ef einhver vill gefa. Sími 533 4900. Allur ágóði rennur til starfs Kristniboðssambandsins m.a. í Eþíópíu og Keníu. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is VAKI er með ráðandi markaðs- stöðu á sínu sviði á flestum mark- aðssvæðum heimsins. Þrátt fyrir efnahagslægð er framtíð fyrirtæk- isins björt, að mati Benedikts Hálfdanarsonar markaðsstjóra. Fyrirtækið hefur verið að bæta við fólki og vinnur nú að þróun tækninýjunga sem settar verða á markað þegar efnahagur heims- byggðarinnar réttir aftur úr kútn- um. Vaki var stofnaður í júní 1986 og er því á 23. starfsári. Upphafið var smíði fiskiteljara sem notaður var til að telja seiði sem seld voru til fiskeldisfyrirtækja, ekki síst í Noregi. Vöruþróun hefur síðan verið aðal fyrirtækisins. Í höf- uðstöðvum Vaka, þar sem vöruþróun og markaðssókn eru til húsa, starfa 14 manns. Megnið af framleiðslu fyrirtækisins er smíð- að hér á landi og annast und- irverktakar smíði tækjabúnaðar- ins. Sú smíði skapar hér meira en 20 ársstörf. Megnið fer til útflutnings Helstu framleiðsluvörur Vaka eru talningar- og stærðarmælibún- aður fyrir fiskeldisfyrirtæki. Um 85% framleiðslunnar tengjast fisk- eldi og um 15% tengjast vöktun villtra fiska með svonefndum Ár- vökum. Megnið af framleiðslunni fer til útlanda og skilar útflutning- urinn um 96% af veltu fyrirtæk- isins. Heildarvelta er áætluð um 700 milljónir króna á þessu ári og hefur hún vaxið jafnt og þétt und- anfarin ár. Stærstu viðskiptalönd- in eru Noregur, Skotland, Kanada og Chile. Vaki á dótturfyrirtæki í Chile þar sem eru sex starfsmenn og framleiða þeir hluta af vörum fyrirtækisins fyrir þann markað. Vaki er með umboðsmenn og þjón- ustu í meira en tuttugu löndum og hefur selt búnað til meira en fjörutíu þjóðlanda. Tæknin frá Vaka gerir fiskeld- isfyrirtækjum kleift að mæla líf- massa í eldiskvíum og fylgjast þannig með vexti fiskanna. Hvort vöxturinn er í takt við fóðrun og hitastig og hvenær fiskurinn nær heppilegri sláturstærð. Vaki var fyrsta fyrirtækið í heiminum sem tókst að þróa búnað til að mæla stærð fiska neðan vatnsyfirborðs. Með þessari tækni er hægt að telja fiskana með 98% nákvæmni. Tæknileg vöktun fiskgengdar Árvakarnir eru ætlaðir til nota í straumvötnum og eru notaðir til að vakta fiskgengd úti í nátt- úrunni. Þeir hafa verið í örri þró- un og eru nú sú vara Vaka sem helst er keypt hér á landi. Árvak- ar hafa einnig mikið verið seldir til viðskiptavina Vaka á vest- urströnd Bandaríkjanna, til Kan- ada, Bretlandseyja, Svíþjóðar, Noregs, Þýskalands, Spánar, Pól- lands, Tékklands og víðar. Bene- dikt segir að Árvakinn byggist á sömu tækni og þróuð hefur verið fyrir fiskeldið. Hann er ekki síst notaður í útlöndum til að fylgjast með endurheimtu úr seiðaslepp- ingum í ár. Hér fylgjast Árvakar með fiskgengd í mörgum ám þar sem stundaðar eru stangaveiðar. Benedikt sagði að Veiði- málastofnun hefði átt hugmyndina sem leiddi til þróunar Árvakans. Stofnunin leitaði til Vaka upp úr 1990 og spurði hvort ekki væri hægt að nota tækni fyrirtækisins til að telja fisk og stærðarmæla fisk í ám. „Við byrjuðum í Elliðaánum þar sem fyrstu svoleiðis græjurnar voru settar upp. Síðan höfum við verið í mjög nánu sambandi við Veiðimálastofnun um áframhald- andi þróun á þessum búnaði. Nú eru svona tæki komin í einar 35 ár hér á Íslandi. Svo höfum við flutt hátt í 200 tæki til útlanda,“ sagði Benedikt. Upplýsingar fari á netið Árvakinn byggist á innrauðu ljósi. Þegar fiskur syndir í gegn- um tækið myndast skuggamynd af útlínum fisksins. Fiskarnir synda mishratt og geta virst langir eða stuttir eftir sundhraða. Því er miðað við hæð bolsins þegar stærð fisksins er metin. Þegar fiskur kemur í tækið kviknar á myndavél og ljósi og eru ýmist teknar fimm ljósmyndir eða kvikmynd af hverj- um fiski. Unnið er að þróun veflausnar fyrir Árvakann sem á að vera tilbúin í vor. Með henni verða upplýsingar úr tækinu sendar sjálfvirkt inn á vefsíðu. Hingað til hafa gögn úr Árvökum verið geymd í stjórntölvunni. Hægt hef- ur verið að sækja þau ýmist í gegnum þráðlaust símamótald eða með því að lesa upplýsingar beint úr tölvunni. Með veflausninni opnast sá möguleiki fyrir t.d. stangaveiði- félög að setja inn á vefsíðu sína nákvæmar upplýsingar um hve margir laxar eru gengnir í tiltekna á, hvert hlutfallið er á milli smá- laxa og stórlaxa og hvernig göng- ur hafa verið dag fyrir dag og klukkustund fyrir klukkustund. Bjartsýn á framhaldið „Við erum leiðandi fyrirtæki á okkar sviði og erum yfirleitt með 80-90% markaðshlutdeild. Við höf- um alltaf verið fyrstir með nýj- ungar á okkar sviði og erum lang- stærstir á öllum mörkuðum nema í Noregi,“ sagði Benedikt. Í Noregi er fyrirtæki sem er keppinautur á sviði talningartækni og annað á sviði stærðarmælinga. Þar er Vaki með um 50% markaðshlutdeild. „Við leggjum áherslu á áfram- haldandi vöruþróun og ætlum við að vera tilbúnir með nýjungar sem hægt verður að setja á markað þegar léttir til í efnahagslífinu. Við erum bjartsýnir, þrátt fyrir ástandið, og ætlum frekar að bæta í en draga úr starfseminni,“ sagði Benedikt. Velgengni ríkir hjá Vaka Vaki er fram- sækið þekking- arfyrirtæki og í forystu á sínu sviði á heimsvísu Morgunblaðið/Heiddi Stjórnstöð Benedikt Hálfdanarson markaðsstjóri með nýja útfærslu stjórn- stöðvar Árvaka sem búið er að selja til Þýskalands. Þessi stöð sendir upplýs- ingarnar frá sér um örbylgjuloftnet. Ljósmynd/Vaki Árvaki Hér má sjá hvernig Árvaka er komið fyrir í laxastiga í Hítará. Fisk- arnir synda í gegnum tækið sem telur þá og mælir stærð þeirra. ÁRVAKANUM er komið fyrir í laxastigum eða þar sem hægt er að beina umferð fiskanna í gegnum tækið. Nýjustu útfærslur Árvaka telja fiska sem fara í gegnum tækið, mæla stærð þeirra og taka myndir, ljósmyndir eða kvikmyndir af hverjum fiski. Einnig er hægt að búa tækið nema sem les af örmerkjum (PIT tags) merktra fiska og getur það því fylgst með ferð tiltekinna einstaklinga úr fiskaríkinu. Þannig búnaður er t.d. kominn í Tungulæk. Af myndunum má greina tegundir og kyn fiska. Einnig t.d. hvort lax- arnir eru grálúsugir og nýgengnir úr sjó. Þá sést hvort fiskur er ugga- klipptur eða hvort um eldisfisk er að ræða sem sloppið hefur úr eldiskvíum. Mynd/Vaki Norðurá Hér má sjá upplýsingar úr Árvaka um sumargöngu fiska í Norðurá dag fyrir dag. Blái liturinn í súlunum sýnir litla fiska, sá rauði miðlungsstóra og sá guli stóra fiska. Bláa línuritið sýnir hitastig árinnar. Árvakur Árvaki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.