Morgunblaðið - 02.02.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.02.2009, Blaðsíða 9
9 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is EFTIR hádegi 20. janúar var fólk byrjað að safnast saman fyrir framan Alþingishúsið á Austurvelli með potta og prik. Smám saman fjölgaði í hópnum. Klukkan 13.30, þegar þing var sett eftir hlé, ætlaði allt um koll að keyra. Mótmælendur framkölluðu mikinn hávaða með því að slá á potta sína og hrópa: „Van- hæf ríkisstjórn, vanhæf ríkisstjórn!“ Þrýst- ingur vegna mótmælanna skilaði sér vel í rað- ir þingmanna, sérstaklega Vinstri grænna (VG) og Samfylkingar. Eftir nokkra stund var svo komið að sumir þingmanna VG töldu sig betur komna meðal mótmælendanna sjálfra en innan veggja þinghússins. Meðal mótmælenda mátti einnig sjá virka þátttak- endur í starfi Samfylkingarinnar. Þar á meðal Helgu Völu Helgadóttur, stjórnarmann í Samfylkingarfélaginu í Reykjavík, sem jafn- framt er systir Skúla Helgasonar, fram- kvæmdastjóra flokksins og eins nánasta sam- starfsmanns Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Ljóst var að mótmælin höfðu mikil áhrif á flokksstarf beggja flokkanna á vinstri vængn- um. VG fékk byr í seglin, en Samfylkingin var í „bullandi vörn“ eins og einn þingmanna flokksins orðaði það. Hún var komin upp að vegg. Mótmælin mögnuðust eftir því sem leið á daginn. Eldar voru kveiktir og rúður brotnar í þinghúsinu. Góð ráð voru dýr fyrir Samfylk- inguna. Spennan magnast Þótt upp úr hafi soðið vegna mótmælanna höfðu miklar umræður átt sér stað milli stjórnarflokkanna skömmu fyrir áramót um hvernig mögulegt væri að efla traust á stjórninni og aðgerðum hennar. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var undirbún- ingur umfangsmikilla breytinga á lokastigi skömmu fyrir jól. Þá átti að gera breytingar á ríkisstjórninni, breyta lögum um Seðla- banka Íslands og Fjármálaeftirlitið og koma á skýrum siðareglum fyrir þingmenn og op- inbera starfsmenn ásamt fleiri atriðum. Listi yfir um tuttugu atriði var tilbúinn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylking- arinnar, átti að verða fjármálaráðherra, Þor- gerður Katrín utanríkisráðherra og tveir nýir áttu að setjast í ráðherrastól ásamt frekari hrókeringum. Áður en vinnan kláraðist, sem stóð til að kynna á gamlársdag, óskaði Ingi- björg Sólrún eftir því við Geir H. Haarde að lokavinnu við þessar breytingar yrði frestað. Vógu þar þyngst veikindi hennar en hún var á leið í læknismeðferð vegna heilaæxlis á þessum tíma. Eftir að frestun þessarar lokavinnu varð ljós, og jólahátíðin búin, fór „spennan að magnast upp“ eins og einn viðmælenda komst að orði. Innan Sjálfstæðisflokksins var þess beðið að vinnu við breytingar á ríkisstjórn og stjórnkerfinu gætu gengið í gegn. Það var háð því að Ingibjörg Sólrún gæti leitt þá vinnu fyrir hönd Samfylkingarinnar. Vaxandi óánægja var hins vegar innan Samfylking- arinnar með stjórnarsamstarfið. Töldu al- mennir flokksmenn að of hægt gengi að gera breytingar, grípa til aðgerða og efla traust á meðal almennings. Innan forystunnar í flokknum voru einnig uppi þau viðhorf að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki tilbúinn að koma nægilega til móts við Samfylkinguna. En „límið“ í samstarfinu var öðru fremur traust samband Geirs H. Haarde og Ingi- bjargar Sólrúnar. Látið til skarar skríða Að kvöldi 20. janúar var ljóst að mótmælin á Austurvelli voru þegar orðin söguleg. Mót- mælendur, í þúsundatali, hrópuðu „vanhæf ríkisstjórn, vanhæf ríkisstjórn“ inn í nóttina. Daginn eftir héldu hörð mótmæli áfram. Eld- ar voru kveiktir, rúður voru brotnar og lög- reglumenn börðust við mótmælendur. Þetta hélt áfram daginn eftir, en þann dag héldu framsóknarmenn blaðamannafund með nýjan formann, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, í broddi fylkingar þar sem flokkurinn bauðst til að verja ríkisstjórn VG og Samfylkingar vantrausti. Á fundi Reykjavíkurfélags Sam- fylkingarinnar, sem fram fór fimmtudaginn 22. janúar, kom fram eindreginn vilji hjá flokksfólki til að slíta ríkisstjórnarsamstarf- inu og ganga sem fyrst til kosninga. Ályktun þess efnis var samþykkt og fór þá strax orðið „búsáhaldabyltingin“ að festast við aðgerðir mótmælenda. Á þessum tíma var bakland Samfylking- arinnar búið að missa þolinmæðina gagnvart stjórnarsamstarfi við sjálfstæðismenn. Þeir hins vegar biðu og vonuðu að Ingibjörg Sól- rún sneri heim og tækist að halda samstarf- inu áfram. Frá sjónarhorni sjálfstæðismanna var samstarfið vonlaust ef Ingibjörgu Sólrúnu tækist ekki að sætta sitt fólk. Föstudaginn 23. janúar las Geir H. Haarde upp yfirlýsingu og greindi frá því að hann hefði greinst með illkynja æxli í vélinda, og hygðist ekki halda áfram sem formaður flokksins. Þjóðin öll var slegin. Sjálfstæðismönnum stillt upp við vegg Helgina 23.-25. janúar ræddu formenn stjórnarflokkanna, Ingibjörg Sólrún og Geir, saman og freistuðu þess að bjarga stjórninni. Bakland forystunnar í Samfylkingunni vildi breytingar og með þau skilaboð héldu Ingi- björg og Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra til fundar við Geir. Sunnudag- inn 25. janúar hittust formennirnir ásamt forystumönnum flokkanna í tvígang á heimili Geirs. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins greindu forystumenn Samfylkingarinnar frá því á fyrri fundinum að vilji væri til þess hjá stjórn Samfylkingarinnar að flokkurinn fengi forsætisráðuneytið. Því var neitað. Seinna um daginn höfðu þessi skilaboð frá stjórn Sam- fylkingarinnar breyst í kröfur. Geir neitaði því staðfastlega að Samfylkingin fengi for- sætisráðuneytið. Þannig fóru flokkarnir inn í nýja þingviku. Nýtt upphaf í skjóli Framsóknar Strax í upphafi nýrrar viku var ljóst að bakland VG og Samfylkingarinnar var byrjað að ræða saman um möguleika á vinstristjórn í skjóli Framsóknarflokksins. Tilboð þess efnis lá fyrir og grundvöllur til ráðs og skrafs traustur. Eftir fundi þingflokka stjórn- arflokkanna, og fund Ingibjargar Sólrúnar og Geirs, var ljóst að samstarfið gat ekki haldið áfram. Geir óskaði eftir slitum og umboði til þess að mynda þjóðstjórn. Ekki reyndist grundvöllur fyrir því, þar sem VG og Sam- fylkingin voru þá þegar byrjuð að ræða sam- an um mögulegt samstarf. Baklandið kallaði á breytingar Morgunblaðið/hag Eldar loguðu Mótmælin við Alþingishúsið stigmögnuðust dag frá degi. Bál var kveikt á Austurvelli. Morgunblaðið/Kristinn Búið Geir H. Haarde ræðir við fréttamenn eftir að ljóst varð að ríkisstjórnarsamstarfið gæti ekki haldið áfram.  Aðstæður til myndunar nýrrar stjórnar spruttu upp úr megnri óánægju baklands Samfylking- arinnar með samstarf við Sjálfstæðisflokkinn  Sjálfstæðismenn vildu ekki gefa eftir verkstjórnina Morgunblaðið/Golli Viðræður Eftir að ljóst varð að ekki var hægt að mynda þjóð- stjórn freistuðu VG og Samfylkingin þess að mynda stjórn. Á SLAGINU klukkan 13 í gær kom Jóhanna Sigurðardóttir til Bessastaða og tók við umboði til stjórnarmyndunar frá Ólafi Ragnari Grímssyni, for- seta Íslands. Klukkustund fyrr hafði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formað- ur Samfylkingarinnar, gengið á fund forseta og skilað af sér sama umboði. Morgunblaðið/Ómar Jóhanna tók við umboði Nokkurt hik kom í viðræður VG og Samfylk- ingarinnar á fimmtudag og föstudag í síð- ustu viku. Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu urðu framsóknarmenn fyrir vonbrigðum með drög að stjórnarsáttamála sem þingflokkur framsóknarmanna fékk í hendurnar á fimmtudaginn. Forystumenn VG og Samfylkingarinnar höfðu þá þegar byrjað að skipuleggja blaðamannafund sem fara átti fram við styttuna af Jóni Sigurðs- syni á Austurvelli. Táknrænt fyrir mótmælin sem fóru fram og hreyfðu við fylkingum beggja flokka. Framsóknarmenn voru ekki tilbúnir að kynna samstarf strax þar sem flokksmenn höfðu ekki farið yfir drögin og metið hvort flokkurinn gæti treyst sér til þess að verja stjórnina falli á forsendum sáttmála sem tæki mið af drögunum. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins var nokk- ur órói meðal fylgismanna VG og Samfylk- ingarinnar eftir að ljóst var að framsóknarmenn voru ekki tilbúnir að kynna samstarfið strax. Héldu einhverjir jafnvel að framsóknarmenn væru að hætta við. Eftir viðræður Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar, Jóhönnu Sigurðardóttur og Stein- gríms J. Sigfússonar var hins vegar ljóst á laugardagsmorgun að Framsóknarflokk- urinn myndi verja stjórnina falli. Sigmundur Davíð sagði þó að fara þyrfti betur í gegnum það hvernig ætti að útfæra tillögur í efna- hagsmálum. Framsóknarmenn hikuðu við að verja ríkisstjórnina „ÞAÐ er ánægjulegt að búið sé að eyða óvissu um stjórn landsins,“ seg- ir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, um myndun nýrrar minnihlutastjórnar Samfylkingar og vinstri grænna. Hann vonar að ríkisstjórninni takist að standa undir þeim væntingum sem til hennar eru gerðar og eru for- senda þess að Framsóknarflokkur- inn veitti henni vernd gegn van- trausti á alþingi. Sigmundur mun í staðinn funda vikulega með fulltrú- um ríkisstjórnarinnar og fara yfir þau mál sem til stendur að koma í gegnum þingið. „Forsendur varnar gegn vanatrausti eru þær að farið verði í markvissar aðgerðir til að að- stoða skuldsett heimili og til að koma íslensku atvinnulífi aftur af stað. Þær aðgerðir sem við teljum að geti náð þessum markmiðum munu vissulega fá brautargengi af okkar hálfu og þær verða meðal annars ræddar á þessum vikulegu fundum.“ Miðstjórn Framsóknarflokks lýsir yfir stuðningi Miðstjórnarfundur Framsóknar- flokksins, sem var haldinn í gær, lýsti yfir mikilli ánægju með framgöngu forystu sinnar og þingflokks í stjórn- armyndunarviðræðunum. Á fundin- um var einnig lýst yfir eindregnum stuðningi við þá afstöðu þingflokks- ins að verja minnihlutastjórnina van- trausti fram að alþingiskosningum í lok apríl. Á fundinum kom einnig fram ánægja með að ráðist yrði í að- gerðir til að koma til móts við skuld- sett heimili, bæta rekstrarskilyrði at- vinnulífsins og að komið yrði á stjórnlagaþingi. thordur@mbl.is Óvissunni hefur verið eytt Framsókn vonast til að stjórnin standi undir væntingum Morgunblaðið/Árni Sæberg Ánægður Sigmundur ásamt Siv Friðleifsdóttur þingmanni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.