Morgunblaðið - 02.02.2009, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2009
Ný ríkisstjórn
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
FRAMSÓKNARFLOKKURINN mun ein-
ungis vernda nýja ríkisstjórn Samfylkingar og
vinstri grænna fyrir vantrausti en hvorki lofa
þátttöku í aðgerðaáætlun hennar né tryggja
henni hlutleysi í þeim málum sem hún ætlar að
koma fram. Því þurfa forsvarsmenn rík-
isstjórnarinnar að semja við framsóknarmenn
á vikulegum fundum um þau frumvörp sem
hún vill fá brautargengi fyrir til að meirihluti
verði fyrir þeim á Alþingi. Heimildir Morg-
unblaðsins herma að framsóknarmenn séu til-
búnir að styðja það sem þeir telja góð mál en
að þeir hafi ekki verið tilbúnir til að taka meiri
ábyrgð á verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar
vegna skorts á útfærslu og afmörkun verk-
efna.
Héldu að verkefnin yrðu fá og skýr
Framsóknarmenn héldu að hin nýja stjórn
ætlaði að koma sér saman um afmörkuð og
skýr verkefni sem ætti að ráðast í á þeim fáu
vikum sem framundan eru fyrir boðaðar kosn-
ingar í lok apríl. Þegar drög að verkefna-
skránni bárust þeim á fimmtudag komu þau
verulega á óvart enda þótti skráin mun fremur
lýsa langtímaáætlunum ríkisstjórnar sem ætl-
aði að sitja í nokkur ár, en skammtímaverk-
stjórnar. Þá þótti vanta mikið upp á raunhæfar
útfærslur á þeim markmiðum sem tiltekin
voru í verkefnaskránni. Þegar óformlegar
þreifingar hófust milli stjórnarflokkanna
tveggja og Framsóknar í upphafi síðustu viku
stóð hugur Samfylkingar og vinstri grænna til
þess að flokkurinn yrði hluti af þriggja flokka
stjórn og fengi ráðherrastóla í henni. Það vildu
framsóknarmenn ekki en voru tilbúnir til að
styðja við minnihlutastjórn hinna flokkanna
tveggja með öðrum hætti.
Þingmenn sáu stefnumálin á föstudag
Þingflokkur Framsóknarflokks fundaði síð-
an um stöðuna á föstudag og þar sáu þingmenn
flokksins í fyrsta sinn það stefnuplagg sem rík-
isstjórn Samfylkingar og vinstri grænna ætl-
aði sér að leggja fram og starfa eftir. Þing-
flokkurinn var ekki ánægður með það sem
hann sá og ákveðið var að Framsókn myndi
móta sínar eigin tillögur um hvernig mætti út-
færa þau atriði sem átti að koma í verk á næstu
vikum. Hagfræðingarnir Jón Daníelsson og
Ragnar Árnason voru fengnir til að aðstoða við
það ásamt öðrum sérfræðingum.
Þetta var ákveðin stefnubreyting því fram
að þeim tíma hafði flokkurinn ekki litið svo á að
það væri hans hlutverk að vinna við verkáætl-
unina. Á sama tíma var kominn mikill þrýst-
ingur um að klára myndun ríkisstjórnarinnar
og verðandi stjórnarflokkar voru búnir að boða
kynningu á henni síðar um daginn. Þá fór af
stað umfjöllun í fjölmiðlum um að Framsókn-
arflokkurinn væri mögulega að tefja stjórn-
armyndunina og að hann vildi meiri aðkomu að
ríkisstjórninni. Sú umræða fór mjög í taug-
arnar á framsóknarmönnum. Ákveðið var að
hagfræðingarnir og aðrir sérfræðingar myndu
vinna að útfærslu á hugmyndum áfram á laug-
ardag. Þá um kvöldið var hins vegar enn margt
ófrágengið við ríkisstjórnarmyndunina og ráð-
herraskipan lá enn ekki fyrir. Að lokum sam-
þykkti Framsóknarflokkurinn þó að verja rík-
isstjórnina vantrausti en var ekki tilbúinn að
ganga lengra en það í stuðningi sínum við hana
né að leggja fram beinar tillögur um útfærslu
verkefna. Því mun ný ríkisstjórn þurfa að
semja um hvert mál við Framsókn áður en
meirihluti fæst fyrir því á Alþingi.
Morgunblaðið/Ómar
Ný stjórn Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur á Bessastöðum í gær, ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands. Í forgrunni eru þeir tveir
ráðherrar sem koma inn í stjórnina utanþings, Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra og Ragna Árnadóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra.
Framsókn í lykilstöðu í
ríkisstjórnarsamstarfi
Framsóknarflokkn-
um fannst verkefna-
skráin ekki nógu skýr
Verja fyrir vantrausti
1. Aukið lýðræði, jöfnuður og upplýsingar
Það sem verður gert
Eftirlaunalögin afnumin og þrjár breytingar gerðar á stjórn-
arskránni. Í fyrsta lagi verður kveðið á um í henni að auðlindir þjóð-
arinnar séu þjóðareign. Í annan stað verður sett ákvæði um þjóð-
aratkvæðagreiðslu og í þriðja lagi verður sett ákvæði um að allar
stjórnarskrárbreytingar verði bornar undir þjóðaratkvæði. Lög verða
sett um skipan og verkefni stjórnlagaþings.
Þá á að breyta kosningalögunum þannig að mögulegt verði að
kjósa einstakar persónur í alþingiskosningum.
Það sem stefnt er á að gera
Ríkisstjórnin segist leggja áherslu á góða upplýsingagjöf um að-
gerðir sínar, leitast við að hafa samráð við sveitarfélög, aðila vinnu-
markaðarins og almenning, hefja undirbúning að setningu nýrra
reglna um skipan dómara og hefja vinnu við að endurskoða lög um
ráðherraábyrgð.
2. Endurreisn efnahagslífsins
Það sem verður gert
Efnahagsstefna ríkisstjórnar byggist á áætlun stjórnvalda og Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins.
Það sem stefnt er á að gera
Áhersla verður lögð á að kynna umrædda áætlun betur fyrir al-
menningi. Þá á að fylgja ábyrgri stefnu í ríkisfjármálum og vinna
markvisst að því að jafnvægi náist milli útgjalda og tekna ríkisins.
3. Endurskipulagning í stjórnsýslu
Það sem verður gert
Skipt verður um yfirstjórn Seðlabankans og lögum um hann breytt
þannig að yfir honum verði einn bankastjóri. Komið verður á fót pen-
ingastefnuráði sem á að fara með ákvarðanir um beitingu stjórn-
tækja bankans. Þá verður skipuð ný yfirstjórn yfir Fjármálaeftirlitið
og gerðar breytingar á yfirstjórn einstakra ótilgreindra ráðuneyta.
Það sem stefnt er á að gera
Hafin verður endurskoðun á peningamálastefnu Seðlabankans.
Einnig verður kannað hvort og hvernig megi styrkja lagaheimildir til
að unnt verði að kyrrsetja eignir „ef slíks er þörf til að tryggja hags-
muni þjóðarbúsins, að virtum ákvæðum stjórnarskrárinnar.“
4. Aðgerðir í þágu heimila
Það sem verður gert
Sett verður á fót velferðarvakt sem mun fylgjast með félagslegum
afleiðingum bankahrunsins og gera tillögur um aðgerðir til að mæta
þeim. Í febrúar verða lögð fram frumvörp um greiðsluaðlögun,
greiðslujöfnun gengistryggðra lána og frestun nauðungaruppboða
vegna íbúðarhúsnæðis í allt að sex mánuði. Húsnæðislán gömlu
bankanna verða færð til Íbúðalánasjóðs eða tryggt að greiðsluvan-
daúrræði sjóðsins verði að fullu virk hjá bönkunum. Auk þess verða
sett lög um séreignarsparnað sem gefa sjóðsfélögum „tímabundna
heimild til fyrirframgreiðslu úr séreignarsjóðum.“
Það sem stefnt er á að gera
Staða skuldara á að verða bætt með því að breyta gjald-
þrotalögum. Langtímaáætlun um hvernig skuldavanda heimilanna
verði frekar mætt á að liggja fyrir eigi síðar en í lok mars.
5. Aðgerðir í þágu atvinnulífs
Það sem verður gert
Framkvæmdaáform opinberra aðila verða endurskoðuð og lögð
áhersla á þjóðhagslega arðbær verkefni sem krefjast mikillar vinnu-
aflsþátttöku. Þá verða engin ný áform um álver kynnt fram að kosn-
ingum. Heimildir Íbúðalánasjóðs til lánveitinga vegna viðhaldsverk-
efna á íbúðarhúsnæði verða rýmkaðar og tekin upp full
endurgreiðsla á virðisaukaskatti vegna vinnu við slík verkefni.
Það sem stefnt er á að gera
Kynnt verður tímasett áætlun um opinberar framkvæmdir og út-
boð á árinu, ráðast á í sértæk átaksverkefni til að vinna gegn at-
vinnuleysi og leita leiða til að örva fjárfestingu og sköpun nýrra
starfa. Þá þarf að aðlaga lánareglur LÍN þannig að atvinnulausir
geti stundað lánshæft nám í stað þess að þiggja atvinnuleys-
isbætur. Breyta þarf lögum um Byggðarstofnun til að auka útlána-
getu hennar og félagsmálaráðuneytinu verður falið að meta sér-
staklega áhrif efnahagsástandsins á stöðu kynjanna.
6. Aðgerðir til að byggja upp fjármálakerfið
og greiða úr vanda fyrirtækja
Það sem verður gert
Greiða á úr vanda lífvænlegra fyrirtækja. Ríkisstjórnin mun setja
nýju bönkunum útlánamarkmið vegna ársins 2009 til að örva hag-
kerfið.
Það sem stefnt er á að gera
Huga á að því að viðhalda virkri samkeppni og ljúka endurmati á
eignum nýju ríkisbankanna hið allra fyrsta samhliða endur-
fjármögnun þeirra.
7. Alþjóðasamningar og Evrópusamstarf
Það sem verður gert
Tekið verður saman yfirlit um lántökur og heildarskuldbindingar
þjóðarbúsins og það kynnt almenningi. Alþjóðlegir sérfræðingar
verða ráðnir til að veita aðstoð við samninga á alþjóðavettvangi í
samráði við ríkisstjórn. Þetta á meðal annars við um samninga vegna
innstæðutrygginga. Evrópunefnd á að skila skýrslu um viðhorf hags-
munaaðila til ESB þann 15. apríl. Samkomulag er um að aðild að ESB
verði ekki ákveðin nema með þjóðaratkvæðagreiðslu.
Sjö verkefni nýrrar ríkisstjórnar