Morgunblaðið - 02.02.2009, Síða 14

Morgunblaðið - 02.02.2009, Síða 14
14 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2009 GÓÐUR eða slæmur árangur ólíkra flokka í kosningunum verður tekinn sem vísbending um árangurinn í þingkosning- unum í desem- ber. Kosning- arnar verða líka prófsteinn fyrir forsætisráð- herrann, Nouri al-Maliki, sem leiðir hinn frekar litla Dawa-flokk. Hann hefur mætt gagnrýni frá hendi and- stæðinga sinna úr röðum sjíta og kúrda fyrir að nota ríkisfé í þágu flokksins. Ríkisstjórnin spilar stórt hlutverk í íröskum stjórnmálum en vegna gríðarlegs atvinnuleysis út- vegar hún nærri því öll störf sem í boði eru. jmv@mbl.is Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „PURPURALITU fingurnir hafa snúið aftur til að endurreisa Írak,“ sagði Nouri al-Maliki í sjónvarps- ræðu eftir að kosningastöðum var lokað eftir héraðskosningar í Írak á laugardag. Kosningaþátttaka var samkvæmt því sem spáð hafði verið eða allt að 60% en héraðskosning- arnar eru undanfari þingkosninga sem eru áætlaðar í desember. Breytingar þykja liggja í loftinu í Írak og greinilegt að Bandaríkjaher er orðinn töluvert minna áberandi. Margir Bandaríkjamenn líta svo á að stríðinu sé þegar lokið þrátt fyrir að 140.000 bandarískir hermenn séu enn í Írak og aðgerðir gegn upp- reisnarhópum haldi áfram í tveimur héruðum landsins. Stöðugleiki hefur þó aukist og verða nýafstaðnar héraðskosningar prófsteinn á stjórnmálalegan stöð- ugleika landsins og hvort Írakar séu í reynd reiðubúnir til að leysa innan- ríkisátök með kosningum. Bleklitir fingur höggnir af Síðustu héraðskosningar voru haldnar í Írak árið 2005 og vonaðist þáverandi Bandaríkjaforseti, George W. Bush, til að þær kosn- ingar sýndu fram á að Írak væri að þokast nær lýðræði. En stór hluti súnníta sniðgekk kosningarnar og í staðinn fyrir að færa með sér frið urðu þær upphafið að hatrömmu borgarastríði á milli sjíta og súnníta. Þá gátu kjósendur sem veifuðu bleklituðum fingrum eftir að hafa kosið átt það á hættu að sömu fingur yrðu höggnir af þeim af andstæð- ingum kosninganna. Mikill viðbúnaður var vegna kosn- inganna um helgina, almenn umferð var bönnuð í miðborgum til að koma í veg fyrir bílasprengjur auk þess sem landamæri og flugvellir voru lokuð. Enda reyndust kosningarnar þær friðsamlegustu frá tímum Sadd- ams Husseins. 191 Íraki lét lífið í átökum í land- inu í síðasta mánuði og er það minnsta mannfall frá innrás Banda- ríkjahers árið 2003 að sögn yfir- valda. Purpurafingurnir komnir aftur Nýafstaðnar héraðskosningar í Írak eru prófsteinn á aukinn stöðugleika Reuters Kosið Kjósendur í nágrenni við Bagdad veifa bláum fingrum atkvæði sínu til stuðnings en héraðskosningar fóru friðsamlega fram um helgina. Í OFGNÓTT frétta af kreppu og at- vinnuleysi glöddust Bandaríkja- menn yfir barnaláni ungu móð- urinnar sem fæddi áttbura í síðustu viku, en aðeins einu sinni áður hafa áttburar lifað af fæðingu í Banda- ríkjunum. Móðirin, Nadia Suleiman, leitar nú leiða til að fjármagna stór- fjölskyldu sína og hefur þegar biðl- að til Oprah Winfrey um viðtal og Diane Sawyer, sem hefur umsjón með þættinum Good Morning Am- erica. Suleiman vonast eftir 2 millj- ónum Bandaríkjadala fyrir viðtölin sem áætlað er að fari fram í vik- unni. Stuðningur frá fyrirtækjum eins og bleyju- eða barnamatar- framleiðendum sem undir venjuleg- um kringumstæðum ætti að vera auðsóttur fyrir áttburafjölskyldu gæti þó orðið torsóttur. Fjórtán börn undir átta ára Gleðitíðindin af áttburunum hafa nefnilega snúist upp í að verða sið- ferðislegt álitamál og brosið því farið að stífna á almenningi. Nadia Suleiman er 33 ára ein- stæð móðir sem fyrir átti sex börn. Hún á því nú fjórtán börn undir átta ára aldri. Suleiman býr hjá foreldrum sín- um sem hafa átt í erfiðleikum með að sjá fyrir dóttur sinni og barna- börnunum og mun róðurinn eflaust þyngjast nú þegar áttburarnir bæt- ast í hópinn. Þá hafa frjósemislæknar lýst undrun sinni á því að svo mörgum fósturvísum skuli hafa verið komið fyrir í legi konu sem fyrir hafi átt svo mörg börn. Þar að auki teljist það áhættusamt fyrir svo unga konu þar sem líkurnar á að fóst- urvísarnir þroskist séu mun meiri en í eldri konum. jmv@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Ungbörn Nýbökuð móðir átti sér þann draum að eignast fjölda barna. Þráhyggja áttbura- móður BRESKI seðlabankinn hefur verið gagnrýndur fyrir kynjamisrétti eftir að hafa haldið námskeið fyrir kven- kyns starfsmenn bankans. Þar voru þeim gefin ráð varðandi klæðnað og förðun. Á námskeiðinu var þeim t.d. ráðið frá því að vera með ökklaskraut þar sem það minnti á vændiskonur. „Vertu fagmannleg, ekki eins og tískudrós; notaðu ilmvatn sparlega og vertu alltaf í hælaháum skóm; allt- af með farða, þó það sé bara varalit- ur,“ var meðal ráðanna sem kon- urnar fengu frá ráðgjafarfyrirtæki á vegum bankans. Sérfræðingar á sviði jafnréttis- mála segja að bankinn gæti átt von á lögsókn. „Séu konur dæmdar út frá því sem þær klæðast, gefur það til kynna að þær hljóti aðra meðhöndlun en karlar,“ sagði sérfræðingurinn. jmv@mbl.is Háir hælar í bankanum JAPANSKUR námsmaður hengir upp trétöflu með áletraðri bæn um góðan námsárangur í Yushima Tenjin-hofinu í miðborg Tókýó. Inntökupróf í menntaskóla og háskóla eru nú að hefjast í Japan og leggja þá námsmenn og for- eldrar þeirra á sig ferðir í shinto-hof landsins en þau eru álitin verndarar lærdóms og góðs náms- árangurs. Ýmis fyrirtæki hafa séð gróðavon í þessari hjátrú nemenda og frá janúar fram í mars má finna mikið úrval hvers kyns happagripa að því er fram kemur á vefsíðu The Japan Times. Þar á meðal má finna hefðbundin lukkudýr en einnig morgunkorn í formi shinto-prests sem biður fyrir góðum námsárangri. jmv@mbl.is AP Beðið fyrir góðum einkunnum Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is GORDON Brown, forsætisráðherra Bretlands, vísaði á bug ummælum um að London væri „Reykjavík á bökkum Thames“ og þar með orðum fjárfestisins Jim Rogers fyrir nokkr- um dögum þess efnis að Bretland væri að komast í þrot. Brown varði ríkisstjórn sína gagn- rýni á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos um helgina og vísaði m.a. til lágrar verðbólgu, lágs vaxtastigs og lágra ríkisskulda. „Stefna stjórnarinnar mun ekki byggjast á at- hugasemdum frá eiginhagsmuna- sinnuðum brösk- urum,“ sagði Brown um orð Jim Rogers. Breski seðla- bankinn býr sig nú undir að lækka stýrivexti og er búist við að þeir fari niður í 1%. Það eru lægstu vextir í 315 ára sögu bank- ans og telja sérfræðingar að bankinn fari jafnvel enn neðar í viðleitni sinni til að halda verðbólgu í skefjum. Bretland stefnir ekki sömu leið og Ísland Gordon Brown verst gagnrýni á efnahagsástand Bretlands Í HNOTSKURN »Breskar fjármálastofnanirhafa látið undan þrýstingi yfirvalda og einbeitt sér að lán- um til breskra fyrirtækja og minnkað lán til erlendra aðila. »Orð Browns á Davos-fundinum þykja á skjön við stefnu stjórnvalda er hann sagði alþjóðlega samvinnu leið heimsbyggðarinnar út úr efna- hagsvandanum. Gordon Brown Ríkisstjórnin valdamikil Nouri al-Maliki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.