Morgunblaðið - 02.02.2009, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2009
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Ríkisstjórninsem tókvið völdum
í gær á mikið verk
fyrir höndum á
skömmum tíma
fram til kosninga, sem boð-
aðar hafa verið í lok apríl.
Verkefnaskrá stjórn-
arinnar, sem lögð var fram í
gær, er metnaðarfull miðað
við þennan skamma tíma.
Það er þó stórlega ofmælt
að sú verkefnaskrá marki
einhver vatnaskil í íslenzkri
pólitík. Verkefnalisti stjórn-
arinnar varðandi aðgerðir til
að bjarga fjárhag heimila og
fyrirtækja er til dæmis nokk-
urn veginn sá sami og lá fyrir
hjá fráfarandi stjórn. En
tímaramminn, sem settur
hefur verið til að koma verk-
efnunum í framkvæmd, er
óneitanlega þrengri.
Lítið sést af hinum „rót-
tækari“ stefnumálum Vinstri
grænna í verkefnalistanum.
Þar er til dæmis boðuð „mjög
aðhaldssöm og ábyrg stefna í
efnahags- og ríkisfjármálum“
– sem er reyndar eina stefn-
an, sem hægt er að fylgja við
núverandi aðstæður. Sam-
starfinu við Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn verður haldið
áfram, enda væri annað glap-
ræði. Áherzla nýrrar stjórnar
á að efla bæði erlenda og inn-
lenda fjárfestingu í landinu
og skapa ný störf á almenn-
um vinnumarkaði þýðir
sömuleiðis að skattastefnu
VG verður ekki hrint í fram-
kvæmd í bráð. Það er gott.
Ríkisstjórnin boðar endur-
reisn bankakerfisins; að
bankarnir gangi hratt og
örugglega til verks við að
greiða úr vanda lífvænlegra
fyrirtækja og að óvissu, m.a.
vegna samninga við kröfu-
hafa, verði eytt. Spyrja má
hins vegar hvort hægt sé að
ná þessum markmiðum án
skýrrar stefnu um framtíðar-
eignarhald bankanna. Ríkið á
að stefna að því að koma
bönkunum sem fyrst aftur í
hendur einkaaðila, þar með
talinna erlendra kröfuhafa,
til þess að þeir verði á ný skil-
virkar fjármálastofnanir.
VG hefur kyngt sínum
gömlu áherzlum á útgjalda-
þenslu og skattlagningu og
gleymt efasemdum sínum um
samstarfið við Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn. Samfylkingin
hefur hins vegar að því er
virðist gleypt Evrópustefnu
sína. Það hlýtur að hvarfla að
einhverju Samfylkingarfólki
að hefði samstarfi við Sjálf-
stæðisflokkinn verið haldið
áfram væri nú hugsanlega að
hefjast undirbúningur fyrir
umsókn Íslands um aðild að
Evrópusambandinu. Sú
ákvörðun frestast augljóslega
og þar með nauð-
synlegur þáttur í
endurreisn ís-
lenzks efnahags-
lífs.
Mestu nýmælin
í verkefnaskrá nýrrar rík-
isstjórnar snúa að stjórnsýslu
og stjórnskipan. Áherzlan á
virka upplýsingagjöf til al-
mennings er til fyrirmyndar.
Upp á hana vantaði í tíð frá-
farandi stjórnar. Nýjar siða-
reglur fyrir stjórnarráðið,
þar sem embættismenn og
ráðherrar eiga að opinbera
fjárhagsskuldbindingar sínar
og hagsmunatengsl, eru
sömuleiðis framför. Ákvörð-
un um afnám eftirlaunalag-
anna er táknræn. Það voru
rök fyrir setningu laganna á
sínum tíma, en á þessum
tímapunkti er mikilvægt að
ráðamenn segist reiðubúnir
að deila kjörum með almenn-
ingi í landinu.
Tillögur um breytingar á
löggjöf um Seðlabanka Ís-
lands eru sömuleiðis til bóta.
Seðlabankinn þarf ekki nema
einn bankastjóra og hann á
að sjálfsögðu að vera ráðinn
út frá faglegum forsendum en
ekki pólitískum. Jafnframt
verður að ganga út frá því að
staðan verði auglýst.
Boðaðar breytingar á
stjórnarskránni njóta án vafa
víðtæks stuðnings. Ákvæði
um auðlindir í þjóðareign og
þjóðaratkvæðagreiðslur hafa
verið lengi til umræðu. Hins
vegar þarf að ræða útfærslu
þessara atriða. Er málskots-
réttur forseta til dæmis nauð-
synlegur í stjórnarskrá ef
þjóðinni sjálfri er fenginn
málskotsrétturinn?
Nýja stjórnin leggur til að
kosningalögum verði breytt
þannig að opnaðir verði
möguleikar á persónukjöri til
Alþingis. Þá er væntanlega
átt við að svipuðum aðferðum
verði beitt og í sumum ná-
grannalöndum, þar sem fólk
getur raðað frambjóðendum á
listann, sem það kýs. Slíkt
myndi auka áhrif kjósenda á
skipan Alþingis og efla lýð-
ræðið. En spyrja má hvort ný
stjórn eigi að láta þar við
sitja í breytingum á kosn-
ingalögunum. Er nú ekki til
dæmis kominn tími til að
jafna endanlega þann mun á
atkvæðavægi, sem er á milli
suðvesturhornsins og ann-
arra kjördæma í kosningum
til Alþingis? Er það ekki í
samræmi við hina víðtæku
kröfu um lýðræði og jafn-
ræði, sem nú er uppi í sam-
félaginu?
Full ástæða er til að óska
nýrri ríkisstjórn velfarnaðar í
störfum sínum. Mikið ríður á
að vel takist til næstu 80 dag-
ana fram til kosninga.
Verkefnaskráin
markar engin vatna-
skil í pólitík}
Mikið verk, lítill tími
N
ú hefur ný ríkisstjórn klætt orð í
búning, en of snemmt er að
segja til um hvaða alvara býr að
baki eða hvernig útfærslan
verður.
Það mun koma í hlut ríkisstjórnarinnar að
draga upp þá mynd og er fróðlegt að skoða
hverjir veljast í þann hóp. Samfylkingin og
Vinstri grænir halda sig við stjórnmálamenn,
sem hafa setið lengi á þingi, að undanskildri
Katrínu Jakobsdóttur.
Einhverjir hefðu álitið að sumir þessara
stjórnmálamanna væru frekar á leið út úr póli-
tík, en ofar í metorðastigann. Það kann að spila
inn í hvernig skipað er í stöður að horft er til
skamms tíma, staða efnahagsmála er erfið og
taka þarf sársaukafullar ákvarðanir á næstu hundrað dög-
um, sem eflaust mælast misvel fyrir.
Kannski menn vilji ekki að skuggi falli á unga og verð-
andi forystumenn í flokkunum, heldur að þeir komi „fersk-
ir“ inn í næstu kosningum?
Það er jafnvel leitað út fyrir raðir þingmanna eftir ópóli-
tískum sérfræðingum í ráðherrastólana. Ég hef fylgst
með störfum Rögnu Árnadóttur í dómsmálaráðuneytinu
og þykist vita að enginn verði svikinn af hennar framlagi.
Þar fer skelegg og eldklár kona. Minna þekki ég til Gylfa
Magnússonar.
Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur að taka þann pól í hæðina,
að styðja þessa ríkisstjórn til góðra verka, ekki síst í því að
sýna aðhald og festu í stjórn ríkisfjármála. Víst þarf ekki
að brýna flokkinn til stjórnarandstöðu ef rík-
isstjórnin víkur af leið.
Enginn þingmanna Sjálfstæðisflokksins
hefur reynslu af stjórnarandstöðu utan for-
maðurinn og að sama skapi hefur aðeins for-
maður Vinstri grænna reynslu af stjórnarsetu.
Steingrímur J. Sigfússon verður fjár-
málaráðherra, einnig landbúnaðar- og sjáv-
arútvegsráðherra. Mér finnst hann ekkert
hafa elst síðan hann settist síðast í ráðherra-
stól fyrir nítján árum. En hann var ekkert
yngri heldur. Það segir sína sögu að sem
íþróttafréttamaður Sjónvarps sýndi hann
helst svipmyndir frá hestaíþróttum eða glímu,
gekk jafnvel svo langt að sýna frá akstri drátt-
arvéla á landsmótum ungmennafélaganna!
Steingrímur er þjóðlegur og ágætlega hagmæltur, sem
hann hefur fram yfir Árna Mathiesen, fráfarandi fjár-
málaráðherra. Nokkur gagnrýni hefur heyrst á það, að
dýralæknir hafi gegnt embætti fjármálaráðherra síðustu
ár. Steingrímur er hinsvegar jarðfræðingur. Og mjög
jarðbundinn, eins og sést á því að hann mætti á Bessastaði
í gær á gömlum bláum Volvo. Þó vita menn til þess að
hann á jeppa, en hann er greinilega ekkert að flíka honum
á tyllidögum.
Vatnaskil verða í mörgum skilningi með Jóhönnu Sig-
urðardóttur, sem sest fyrst kvenna í stól forsætisráð-
herra. En forsætisráðherrann verður auðvitað fyrst og
fremst dæmdur af verkum nýrrar ríkisstjórnar.
pebl@mbl.is
Pétur Blöndal
Pistill
Ný ríkisstjórn
Lækkandi verð og
óvissa á fiskmörkuðum
FRÉTTASKÝRING
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
E
fnahagsástandið í heim-
inum hefur m.a. gert
það að verkum að eft-
irspurn eftir fiski og
unnum fiskréttum hef-
ur dregist saman á helstu mörkuðum
Íslands, eins og í Evrópu og Banda-
ríkjunum. Dregið hefur úr útflutn-
ingnum og verðmætið hefur að raun-
virði lækkað. Þessi þróun hefur
einnig skilað sér á innanlandsmark-
aði þar sem fiskverð hefur lækkað
töluvert að undanförnu.
Ákveðin óvissa ríkir um framhaldið
næstu vikurnar en þó er staðan langt
frá því þannig að fiskútflutningur hafi
stöðvast. Er það m.a. talið jákvætt
hve páskarnir eru seint þetta árið en
mikil fisksala hefur jafnan verið fyrir
páskana.
Lægsta hlutfall frá 1865
Nýjar tölur Hagstofunnar sýna að
verðmæti útfluttra sjávarafurða
dróst saman um 5,3% á síðasta ári,
miðað við fast gengi. Verðmætið á
síðasta ári nam rúmum 170 millj-
örðum króna. Sjávarafurðir voru
36,6% alls útflutnings og hefur hlut-
fall þeirra af heildarútflutningi ekki
verið lægra síðan 1865! Já, þetta ártal
er ekki rangt, það fékkst staðfest frá
Hagstofunni.
Samkvæmt samtölum við fisk-
útflytjendur fór að bera á minnkandi
útflutningi og lægra verði síðasta
haust, og hefur jafnt og þétt verið að
minnka og lækka síðan, með smá
undantekningu kringum jólin. Hefur
fiskverðið lækkað að jafnaði um 5-
10% í erlendri mynt og benda útflytj-
endur á að þar með sé hækkunin frá
2007 komin að mestu til baka.
Skiptar skoðanir eru um það meðal
útgerðarmanna hvort ákvörðun sjáv-
arútvegsráðherra um aukinn þorsk-
kvóta muni hafa áhrif á útflutninginn
og sölumöguleika erlendis. Eins og
fram kemur hér til hliðar eru breskar
matvörukeðjur að skoða áhrif þess-
arar ákvörðunar.
Minnkandi kaupgeta
Gunnar Tómasson hjá Þorbirni í
Grindavík telur áhrif af aukningu
kvóta hafa öll komið fram þegar kvóti
í Barentshafinu var aukinn. Nú sé
þetta fremur spurning um áhrif af
efnahagsástandinu í helstu markaðs-
löndum í kringum okkur. Aukning
um 30 þúsund tonn nú hafi lítið að
segja, sé miðað við heildarkvóta.
„Minnkandi kaupgeta fólks og
minni peningar í umferð hafa mest að
segja. Greiðslufrestir hafa lengst og
það hefur hægt á útflutningnum mið-
að við sama tíma í fyrra, en á þessum
tíma í fyrra var mjög góður gangur
miðað við árin á undan. Nú getum við
alveg borið okkur saman við ástand
sem var fyrir 6-8 árum.“
Þungur lýsismarkaður
Minnkandi útflutningur á við um
flestar sjávarafurðir, einnig síld,
loðnu, mjöl og lýsi. Gunnþór Ingva-
son, forstjóri Síldarvinnslunnar í
Neskaupstað, segir nokkra óvissu
ríkja á þeirra mörkuðum, m.a. vegna
aukinnar samkeppni frá Norð-
mönnum á loðnumörkuðum í A-
Evrópu. Óvissan gildi einnig um síld-
ina en mjölmarkaðir séu enn sterkir.
„Lækkun á olíuverði í heiminum
smitar útfrá sér á markað með lýsi,
sem er mjög þungur í augnablikinu.
Þannig hefur það verið síðustu sex
mánuðina,“ segir Gunnþór en lýs-
isverð fór hæst í tæpa 1.800 dollara
tonnið á miðju síðasta ári. Verðið nú
er í kringum 900-1.000 dollara.
Gunnþór segir hrun íslensku bank-
anna ekki hafa haft mikil áhrif á fisk-
útflutninginn, nema í þá átt að hægar
gangi að fá greiðslur fyrir fiskinn.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Fiskútflutningur Eftirspurn eftir íslenskum sjávarafurðum hefur minnkað
jafnt og þétt á erlendum mörkuðum undanfarið og verðið lækkað um leið.
Breska matvöruverslanakeðjan
Sainsbury’s hefur samkvæmt frétt
Intrafish ákveðið að endurskoða
kaup sín á íslenskum þorski eftir að
íslensk stjórnvöld juku þorskkvót-
ann vegna efnahagsástandsins. Vilja
stjórnendur keðjunnar fullvissa sig
um að vísindin á bak við ákvörðun
Íslendinga sé í anda stefnu Sains-
bury’s um uppruna aðkeyptra vara.
Í frétt Intrafish er bent á að ákvörð-
un íslenska sjávarútvegsráðherrans
hafi verið í mótsögn við ráðgjöf Haf-
rannsóknastofnunar en aukningin
sé eftir sem áður sjálfbær. Vitnað er
í forstjóra Hafró, Jóhann Sig-
urjónsson, sem segir aukninguna
ekki ógna þorskstofninum en spurn-
ingin sé hver áhrifin geti orðið síðar
meir. Einnig er rætt við Arthúr
Bogason hjá Landssambandi smá-
bátaeigenda og Eggert B. Guð-
mundsson, forstjóra Granda, sem
fagna kvótaaukningu.
ENDURSKOÐA
STÖÐUNA
››