Morgunblaðið - 02.02.2009, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 02.02.2009, Qupperneq 18
18 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2009 AnnarhfRekstrarverkfræðistofan Suðurlandsbr. 46 • Sími 568 1020 • Annar.is a Eignaskiptayfirlýsingar atvinnu- og íbúðahúsnæði fyrir Þeim sem áhuga hafa er bent á að hafa samband við skrifstofu félagsins milli kl. 9-15, eða senda tölvupóst. Akurgerði í Vogum Til endurúthlutunar er búseturéttur í nýlegum eins herbergja íbúðum í raðhúsalengju sem tengist þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara í Vog- um. Um er að ræða um 46 fm og 53 fm íbúðir. Einnig er til endurút- hlutunar tveggja herbergja íbúð um 67 fm. Íbúðirnar geta verið til af- hendingar fljótlega. Hvammsgata í Vogum Til endurúthlutunar er búseturéttur í nýlegur parhúsi. Íbúðin er 3ja her- bergja ásamt bílskúr. Íbúðin er um 90 fm og bílskúrinn um 25 fm. Íbúðin getur verið til afhendingar fljótlega. Kríuland í Garði Til endurúthlutunar er búseturéttur í nýlegum parhúsum. Um er að ræða 3ja og 4ra herbergja íbúðir um 90 og 105 fm. Um 35 fm bílskúr- ar fylgja báðum íbúðum. Íbúðirnar geta verið til afhendingar fljótlega. Miðnestorg í Sandgerði Til endurúthlutunar er búseturéttur í 2ja herbergja íbúð. Íbúðin er um 74 fm á þriðju hæð í þriggja hæða lyftuhúsi. Íbúðin getur verið til af- hendingar strax. Víðigerði í Grindavík Til sölu er búseturéttur í 2ja herbergja íbúð í parhúsi. Íbúðinni fylgir garðskáli og bílskúr. Íbúð og garðskáli er um 91 fm og bílskúr um 28 fm. Íbúðin getur verið til afhendingar fljótlega. Umsóknarfrestur er til 9. febrúar nk. Búmenn hsf Húsnæðisfélag Kletthálsi 1 110 Reykjavík Sími 552 5644 Fax 552 5944 bumenn@bumenn.is www.bumenn.is AUGLÝSA ÍBÚÐIR Búseturéttur á markaðsverði Þeim sem áhuga hafa er bent á að hafa samband við skrifstofu félagsins að Kletthálsi 1 í síma 552-5644 milli 9-15, eða senda tölvupóst á netfangið: bumenn@bumenn.is Víðigerði 19, Grindavík Til sölu er búseturéttur í 2ja her- bergja íbúð ásamt garðskála og bílskúr. Íbúð og garðskáli eru rúmir 91 fm og bílskúrinn rúmlega 28 fm. Ásett verð er 5.5 millj. og mánaðar- gjöldin eru um kr. 122.000.- Í mánaðargjaldinu er allt nema rafmagn og hiti samkvæmt mæli. Þeir sem áhuga hafa á að skoða íbúðina og taka þátt í að gefa tilboð þurfa að panta tíma á skrifstofu Búmanna í síðasta lagi 10. febrúar n.k. Tilboðsfrestur er til 22. febrúar n.k. Bæði félagsmenn og utanfélagsmenn geta gefið tilboð í búseturéttinn. Réttur til kaupa miðast við 50 ára og eldri. Búmenn hsf Húsnæðisfélag Kletthálsi 1 110 Reykjavík Sími 552 5644 Fax 552 5944 bumenn@bumenn.is www.bumenn.is ÉG VIL lýsa ánægju minni með þá ákvörðun sjáv- arútvegsráðherra að veita heimild til veiða á langreyði og hrefnu til ársins 2013. Við þessa ákvörðun munu á þriðja hundr- að manns til sjós og lands fá vinnu nú þeg- ar atvinnuleysi herjar á landið. Í dag eru um 300 Akurnesingar á atvinnu- leysisskrá. Sú ákvörðun að heimila hvalveiðar yrði gríðalega jákvæð innspýting í atvinnulífið á þessu svæði. Það liggur fyrir að hrefnu- veiðimenn og Hvalur hf. hafa í hyggju að vera með starfsstöð sína að stórum hluta á Akranesi. Það liggur einnig fyrir að fjöldi hagsmunaaðila í sjávarútvegi, svo sem LÍÚ og Samtök fiskvinnslustöðva hafa lýst yfir fullum stuðn- ingi við þessa ákvörðun og með þeirri stuðn- ingsyfirlýsingu eru þeir einnig að segja að þeir óttist ekki að hval- veiðar skaði markaði erlendis. Það er einnig rétt að rifja það upp að þegar hvalveiðar voru stund- aðar hér á árum áður kom fjöldinn allur af er- lendum ferðamönnum í skoðunarferðir upp í hvalstöðina í Hvalfirði til að sjá hvalskurð og þá vinnu sem þar fór fram. Árið 2006 lögðust Hvalaskoð- unarsamtök Íslands hart gegn hrefnuveiðum, ásamt Samtökum ferðaþjónustunnar og töldu það eyðileggja allt það uppbygging- arstarf sem hefði verið unnið í hvalaskoðun. Sama er upp á ten- ingnum nú. Engu að síður segja staðreyndir okkur að frá því hrefnu- veiðar hófust hefur ferðamönnum í hvalaskoðunarferðir fjölgað mjög frá ári til árs. Það er slæmt ef ferða- þjónustan gengur gegn sjálfri sér með því að úthrópa hættur fyrir greinina ef hvalveiðar ná fram að ganga. Það fær alþjóðlega athygli og grefur undan þeirra eigin starfsemi. Nær væri að setja út jákvæða ímynd af þeirri einstöku þekkingu sem Ísland hefur á veiðum, vinnslu og veiðistofnum. Að við nálgumst veiðar okkar með vísindalegri þekk- ingu og með sjálfbærni. Þannig land er eftirsóknarvert að heimsækja og ferðast um. Menningartengd ferða- þjónusta er ein tegund ferðaþjón- ustu sem vex mjög hratt. Ísland hef- ur alla burði til að verða mjög öflugt í þessari tegund ferðaþjónustu. Það getur þess vegna unnist mjög vel saman með góðri ímyndarsköpun að skoða hval og borða hval, enda hval- kjöt einstaklega holl fæða. Frí- stundaveiði er dæmi um hvernig þekking úr sjávarútvegi nýtist inn í ferðaþjónustu. Frumkvæði og for- ysta vestfirskra frumkvöðla hafa lyft grettistaki í jákvæðri ímynd á frístundaveiði á Íslandi. Þar skiptir öllu að leikreglur séu hafðar þannig að jafnræðis sé gætt bæði gagnvart ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Það gengur ekki árið 2009 að ein atvinnugrein leggist gegn annarri atvinnugrein, mikilvægt er að finna leiðir til að sátt geti orðið og báðar atvinnugreinarnar haft góð rekstar- skilyrði í sátt og samlyndi. Engu að síður þarf að passa upp á hagsmuni beggja þessara atvinnugreina. Þar eru hagsmunir sjávarútvegsins í húfi, að veiðar hefjist á hvölum. Það gengur ekki lengur að skerða stöð- ugt atvinnutekjur í sjávarútvegi með tvennum hætti. Að útiloka tekjur vegna hvalveiða og aflaheim- ildir á fiski séu minni vegna þess magns sem hvalurinn étur. Stjórnvöld geta ekki leyft sér að hundsa veiðiráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar um eðlilegar nytjar á hval. Stjórnvöld geta ekki leyft sér þann munað að hundsa þær matar- kistur sem til eru. Stjórnvöld geta ekki leyft sér að útiloka gjaldeyr- istekjur fyrir þjóðina. Stjórnvöld geta ekki leyft sér að útiloka at- vinnutækifæri þegar atvinnuleysi vex frá degi til dags. Að lokum vil ég þakka Verklýðs- félaginu og Akraneskaupstað það frumkvæði að boða til borg- arafundar á Akranesi í næstu viku um þetta þjóðþrifamál. Oft var þörf nú er nauðsyn Herdís Hólmfríður Þórðardóttir skrif- ar um hvalveiðar við Ísland Herdís Hólmfríður Þórðardóttir » Það er slæmt ef ferðaþjónustan gengur gegn sjálfri sér með því að úthrópa hættur fyrir greinina ef hvalveiðar ná fram að ganga. Höfundur er þingmaður Sjálfstæð- isflokksins í Norðvesturkjördæmi. SAMKVÆMT upp- lýsingum Vinnu- málastofnunar voru at- vinnulausir á höfuðborgarsvæðinu 5.572 í lok desember en þegar þetta er skrifað, 28. janúar, eru tæplega 8.200 manns atvinnulausir í höfuðborginni og nærliggjandi sveitarfélögum. Fyrir ári síðan voru 670 manns án atvinnu á sama svæði. Ekkert bendir til annars en að at- vinnulausum muni fjölga enn frekar á næstu vikum og mánuðum með ófyrirséðum afleiðingum. Á hverj- um sólarhring lætur nærri að 100- 200 manns missi vinnuna. Í Kópa- vogi eru hátt í 1200 manns án at- vinnu, nálægt 7% vinnufærra manna. Atvinnumálin hafa verið tekin upp á vettvangi bæjarstjórnar Kópavogs og þar ríkir einlægur vilji til að bregðast við með öllum þeim ráðum sem sveitarfélagið ræður yf- ir. Atvinnumálanefnd hefur varpað fram hugmyndum um at- vinnutorg í Fannborg- inni þar sem fram færi miðlun upplýsinga til almennings og fræðsla af ýmsu tagi. Þar gætu ólíkar starfsstéttir leitt saman krafta sína og nýjar hugmyndir orðið til. Þetta er prýðisgóð hugmynd sem þarf að hrinda í framkvæmd nú þegar. En það þarf að gera meira. Bæjaryfirvöld þurfa að ráðast í allar þær framkvæmdir sem mögulegt er, bæði nýfram- kvæmdir og viðhaldsverkefni og ekki síst þær sem krefjast mannafla. Nú er mögulegt að taka lengri tíma í framkvæmdir en tíðk- ast hefur undanfarin ár og það er hagstætt bæði fyrir iðnaðarmenn og sveitarfélagið. Forsenda þess er þó að fjármagn fáist en um þessar mundir liggur það ekki á lausu. Bæjaryfirvöld verða að hafa allar klær úti og endurskoða fjárhags- áætlun bæjarins ítrekað með stuttu millibili á þessu ári og nýta vel hverja krónu sem finnst. Sveitarfé- lagið getur einnig stutt þá sem eru atvinnulausir en eru að reyna að skapa sér vinnu með smáatvinnu- rekstri, t.d. með því að leggja til húsnæði eða litla styrki til að fara af stað. Oft geta litlir peningar gert gæfumuninn. Það er mikilvægt að Kópavogur og önnur sveitarfélög sýni frumkvæði í baráttunni við at- vinnuleysið. Hrindi í framkvæmd þeim góðu hugmyndum sem hafa komið fram og helli sér út í þær verklegu framkvæmdir sem mögu- legt er. Slíkt eykur bjartsýni og gef- ur mönnum þrek í því svartnætti sem nú ríkir á atvinnumarkaði. Gegn atvinnuleysinu Hafsteinn Karlsson vill að Kópavogur og önnur sveit- arfélög sýni frum- kvæði í baráttunni við atvinnuleysið » Á hverjum sólar- hring lætur nærri að 100-200 manns missi vinnuna. Í Kópavogi eru hátt í 1200 manns án atvinnu, nálægt 7% vinnufærra manna. Hafsteinn Karlsson Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi fyrir Samfylkinguna. VEGNA núverandi stöðu þjóðarbúsins hefur aldrei verið jafn mikilvægt að þjóðin ráði yfir og nýti þær auðlindir sem hún á. Þess vegna hlýtur það að vera krafa okkar sem meðeig- enda í fiskimiðum landsins að auðlindin og afnota- réttur hennar verði færður taf- arlaust í hendur þjóðarinnar frá fjárglæframönnum og spákaup- mönnum. Það hefur nú verið stað- fest að upprunalegi þjófnaðurinn á auðlindinni er klárt mannréttinda- brot. Þeim mun meiri er glæp- urinn sem framinn hefur verið í meðferð hennar og arðráni á þeim sem starfa við fiskveiðar og vinnslu. Kvótaeigendur hafa í með- höndlun sinni á veiðiréttinum sýnt álíka mikið gáleysi og skepnuskap í framgöngu sinni og útrásarmenn gerðu. Bankarnir voru þjóðnýttir árum eftir einkavæðingu vegna óráðsíu sem er sambærileg þeirri sem við sjáum í útveginum í dag. Í dag hefur ríkið á höndum sér öll veð í kvótanum og getur því leyst hann til sín án vandkvæða. Hríðfall- andi verð á aflaheim- ildum gerir það að verkum að lítið stend- ur til tryggingar þess- um veðum, hvernig sem hlutir falla. Núverandi eign- arhald á aflaheim- ildum leiðir til grófrar misnotkunar á sjó- mönnum og fjöl- skyldum þeirra. Kvótabrask leiðir til hámarksávöxtunar fyrir fjárfesta og félög. Sjómaðurinn og útgerðin sitja eftir með lítið sem ekkert því arðurinn situr eftir hjá þeim sem aldrei sér fiskinn. Sú staðreynd að svokölluð „Kínaleiga“ á útgerðarfélögum viðgangist er efni til byltingar. Leiga þessi gerir kvótakóngum kleift að koma sér undan allri veiðiskyldu. Þeir leggja ekki eina krónu út og sjá aldrei fiskinn. Þeir fá samt bróðurpartinn af aflaverð- mætinu greitt frá þeim sem virki- lega veiddi fiskinn, lagði til veið- arfæri, borgaði olíu og síðast en ekki síst hætti lífi og limum við lífsbjörgina. Blóðmjólkun sjómannastétt- arinnar í dag hindrar alla nýliðun og verður þess valdandi að nær ónotaðir fiskibátar eru seldir í hrönnum úr landi á undirverði. Kvótakerfið er ekki vandamálið í sjálfu sér, heldur eignarrétt- urinn. Það hlýtur líka að kvikna stórt spurningarmerki við veðsetn- ingu kvótans þegar veðið getur óvænt endað í Þýskalandi eins og nýlegt dæmi sýnir. Það má velta upp þeirri spurn- ingu hvort ekki væri betra fyrir al- menning og ekki síst þá sem minnst mega sín að aflaheimildir yrðu leigðar beint frá ríki til út- gerðarmanna og sjómanna gegn vægu gjaldi eða um 50 kr. þorsk- ígildið? Með þessu sætu allir við sama borð. Kostnaður við leigu á kvóta myndi lækka um u.þ.b. 75% fyrir útgerðarmenn og sjómenn. Þjóðnýtum kvótann núna! Auðlindina heim Hlynur Freyr Vig- fússon vill endur- skoða eignaréttinn á kvótanum » Blóðmjólkun sjómannastétt- arinnar í dag hindrar alla nýliðun og verður þess valdandi að nær ónotaðir fiskibátar eru seldir í hrönnum úr landi á undirverði. Hlynur Freyr Vigfússon Höfundur er sjómaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.