Morgunblaðið - 02.02.2009, Page 20
20 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2009
✝
Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar elsku
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
ÁSBJARGAR GUÐGEIRSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks að Roðasölum 1 fyrir
alúð og umhyggju.
Hildisif Björgvinsdóttir, Sigurður Ólafsson,
Kjartan Björgvinsson,
Björgvin Sigurðarson,
Daníel Sigurðarson.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför systur minnar og frænku,
BERGLJÓTAR EDDU ALEXANDERSDÓTTUR
hjúkrunarfræðings,
Lautasmára 10,
áður Grettisgötu 26.
Ólafur Alexandersson,
Guðmundur Kristjánsson, Helga Zoega.
Vegna mistaka féll
niður hluti þessarar
greinar í blaðinu sl.
laugardag. Greinin er
því birt aftur og biðst Morgunblaðið
Björn Eyjólfur
Auðunsson
✝ Björn EyjólfurAuðunsson fædd-
ist í Reykjavík 4.
mars 1955. Hann lést
á líknardeild Land-
spítala 21. janúar síð-
astliðinn og var jarð-
sunginn frá
Fríkirkjunni í Reykja-
vík 30. janúar.
velvirðingar á mistök-
unum.
Vinur minn og
frændi, Björn Eyjólf-
ur Auðunsson, er fall-
inn í valinn. Hans er
sárt saknað. „Böddi“
eins og hann oftast var
kallaður meðal fjöl-
skyldu og vina hafði
allt til að bera sem
prýða má einn mann.
Fallegur, góður og
greindur, hreinn og
beinn og vildi hverjum
manni vel. Hafði í sér „mennskuna“,
eins og stundum er sagt um þá menn
sem búa yfir þeim mætti að sjá hið
góða í lífinu og tilverunni og kjósa
ljós í stað myrkurs og hafa skilning á
því að við erum ekki öll eins. Hann
vildi gera heiminn að betri stað og
orðræða hans var iðulega sú að bæta
í stað þess að rífa niður. Hann vildi
réttlæti í stað óréttlætis, sættir í stað
ósættis.
Eins og stundum vill verða í lífinu
kynntist ég þessum frænda mínum
og vini alltof seint og missti hann
alltof snemma en meðan hans naut
við var allt eins og það átti að vera,
aðeins gott. Um meira er ekki hægt
að biðja. Það er einnig gott að vita af
því að til eru menn eins og sá sem við
kveðjum. Kveðja er reyndar ekki
rétta orðið því sá sem kvaddur er
mun alltaf verða hjá okkur.
Jón Ársæll Þórðarson.
✝ Sigurður Mar-elsson fæddist í
Reykjavík 5. nóv-
ember 1931. Hann
lést á Vífilsstöðum 16.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Marel Sigurðs-
son frá Stokkseyri, f.
14.10. 1891, d. 26.5.
1946, og Eyrún Ei-
ríksdóttir úr Reykja-
vík, f. 25.7. 1903, d.
10.5. 1962. Systkini
Sigurðar voru Eirík-
ur, f. 1924, d. 1994,
Soffía, f. 1927, d. 1994, Guðrún, f.
1930, d. 1979 (sonur Sigurður Már
Hilmarsson), Már, f. 1944, d. 2001,
og eftirlifandi systir er Sigurbjörg,
f. 1937.
Sigurður lauk kennaraprófi frá
Kennaraskólanum
1952, var kennari
undir Eyjafjöllum í
einn vetur, síðan í
Grindavík í fjögur ár.
Kennari í Breiðagerð-
isskóla frá 1957-1995.
Á sumrin 1950-1964
vann hann við póst-
störf og síðan flokks-
stjórn í Vinnuskóla
Reykjavíkur 1965-
1980. Sigurður var
mikill Valsmaður og
starfaði fyrir Knatt-
spyrnufélagið Val að
margs konar málum í gegnum tíð-
ina. Sigurður var til heimilis á Víf-
ilsstöðum frá miðju ári 2004.
Sigurður verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Kveðja frá
Knattspyrnufélaginu Val
Enn fækkar gömlu félögunum að
Hlíðarenda. Nú er Sigurður Marels-
son eða Siggi Mar, eins og allir Vals-
menn þekktu hann, látinn. Siggi Mar
er samofinn minningum fullorðinna
Valsmanna af Hlíðarenda, sérstak-
lega á 7. áratugnum og er undirrit-
aður í þeim hópi.
Siggi Mar var að Hlíðarenda mörg-
um stundum á þessum árum og sinnti
félagsþörf yngri Valsmanna með
samkomum, sem haldnir voru í gamla
„Fjósinu“. Þar sýndi hann fótbolta-
myndir og skrípamyndir á forláta
kvikmyndasýningarvél, sem oftar en
ekki sleit filmuna, en Siggi Mar redd-
aði alltaf málum með bros á vör.
Þarna sáum við strákarnir Puskas
taka Englendinga í nefið, Pele slá í
gegn á HM í Svíþjóð 1958 og fleiri
gullmola á milli þess sem Andrés Önd
og Mikki Mús léttu okkur lund. Þess-
ar stundir eru ógleymanlegar okkur
Valsdrengjunum, sem þeirra nutu.
Sigurður glímdi við Bakkus, eins
og margir af hans kynslóð, en hélt
ávallt reisn í störfum sínum. Ef hann
var að blóta Bakkus ferðaðist hann
gjarnan um með gamla, snjáða, brúna
skjalatösku, sem geymdi nauðsynleg
gögn. Hann tók stundum þátt í
keppnisferðum mfl. karla í knatt-
spyrnu á árum áður og þá var „Ég
kyssti hana kossinn einn“ sungið há-
stöfum í rútunni á leiðinni í bæinn al-
veg upp í tíu kossa undir öruggri
söngstjórn Sigga Mar.
Sigurður var kennari við Breiða-
gerðisskóla allan sinn starfsaldur eða
í 38 ár.
Eftir starfslok fór heilsu Sigurðar
að hraka og dvaldi hann við góða
umönnun að Vífilsstöðum síðustu ár-
in, en alltaf var hugurinn hjá Val og
að Hlíðarenda. Minnisstæð er sam-
verustund með Sigurði að Vífilsstöð-
um í tilefni 75 ára afmælis hans, sem
nokkrir eldri Valsmenn stóðu að af
ræktarsemi og virðingu við Sigga
Mar.
Við Valsmenn vottum aðstandend-
um Sigurðar samúð okkar. Minning
Sigga Mar mun ávallt lifa með okkur
að Hlíðarenda.
Grímur Sæmundsen, formaður.
Mánudaginn 18. janúar sl. barst
mér í útvarpi andlátsfregn góðs vinar
og skólabróður, Sigurðar Marelsson-
ar kennara, sem látist hafði á sjúkra-
húsi í Reykjavík. Við vorum bekkjar-
félagar í gamla Kennaraskólanum við
Laufásveg. Sigurður var, eftir því
sem ég best veit, fæddur og uppalinn í
Reykjavík. Foreldrar hans voru Mar-
el Sigurðsson verkamaður og kona
hans, Eyrún Eiríksdóttir. Sigurður
lauk landsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík vorið 1948 og kennaraprófi
frá Kennaraskóla Íslands vorið 1952.
Gerðist hann kennari í Eyjafjallasveit
og í Grindavík árin 1952-1957. Upp
frá því kenndi hann til starfsloka við
Breiðagerðisskólann í Reykjavík.
Sigurði var margt til lista lagt.
Ungur að árum tók hann þátt í
íþróttastarfi hjá Knattspyrnufélaginu
Val í Reykjavík. Hann var ein meg-
inuppistaðan í handboltaliði bekkjar-
ins okkar í Kennaraskólanum árin
1949-52. Hann var liðtækur skákmað-
ur og spilaði bridge í frístundum, tók
þátt í kórstarfi og söng í kvartett á
vegum skólans. Hann var vel hag-
mæltur og lét fjúka í kviðlingum, ef
svo bar undir. Hann var bókmennta-
maður og átti til að vitna í Tómas
Guðmundsson, Stein Steinarr og
fleiri skáld. Hópurinn sem útskrifað-
ist úr Kennaraskóla Íslands vorið
1952 dreifðist víðs vegar um landið og
það fór því svo að oft var vík milli
vina.
Sigurður kvæntist ekki en átti
lengst af heimili á Njarðargötunni,
þar sem foreldrar hans og systkini
höfðu búið. Fyrir nokkrum árum
hafði heilsu Sigurðar hrakað svo, að
hann þurfti að dveljast á sjúkrahús-
um. Síðustu árin dvaldist hann á
Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar virtist
mér honum líða eins vel og kostur var
á. Þar var hann hjá góðu fólki. Við
gömlu skólabræðurnir gripum stund-
um símann, töluðum saman og rædd-
um um gamla daga. Sigurður var hlé-
drægur og bar ekki tilfinningar sínar
á torg. Mér er það mikils virði að hafa
átt hann að félaga og vini á skólaárum
og síðar. Ég og kona mín vottum ætt-
ingjum hans innilega samúð okkar.
Ingimar Sveinsson.
Þeim fækkar óðum kennurum, sem
fyrir voru í Breiðagerðisskóla í
Reykjavík, er ég hóf þar störf á frum-
býlingsárum hans 1958. Einn af þeim
var Sigurður Marelsson sem ég
mundi eftir úr Austurbæjarskólanum
af því að hann var bróðir bekkjarsyst-
ur minnar, Gunnu Mar. Okkur Sig-
urði varð strax vel til vina og aldrei
bar þar skugga á þá áratugi er við
unnum saman. Mjög oft kenndum við
í sömu árgöngum sem stundum fóru
yfir 200 nemendur. Sigurður fékk oft
erfiða bekki sem hann hafði góð tök á.
Margir af þeim krökkum hafa komist
vel til manns og er það sérlega
ánægjulegt fyrir okkur gömlu kenn-
arana þegar við heyrum góðar fréttir
af börnunum okkar og við Siggi vor-
um bæði með því marki brennd að við
eignuðumst sjálf engin börn.
Fyrstu áratugina var Hjörtur
Kristmundsson skólastjóri og voru
þeir Sigurður miklir mátar. Ég varð
snemma á bíl og urðu þeir oftast sam-
ferða mér heim ásamt Aðalheiði syst-
ur minni enda bjuggum við öll á sömu
torfunni, þ.e. í gamla Austurbænum.
Ég hefði ekki með nokkru móti viljað
missa af þessum félagsskap, af því að
þeir félagarnir voru mjög hressir en
mergjað tungutak Hjartar og hnyttni
bar af í samræðum okkar. Hugsa ég
oft um þessa gömlu góðu daga þegar
kreppurnar komu og fóru og æðru-
leysið var meira en nú til dags. Er leið
á ævina þjökuðu veikindi Sigurð og
var hann orðinn illa farinn er hann lét
af störfum á tíunda áratugnum. Var
sjónarsviptir að þessum sérstæða
persónuleika er hann hvarf úr kenn-
araliðinu eftir farsælt ævistarf. Ár-
lega hittumst við allir gömlu kennar-
arnir í Breiðagerðisskóla og eigum
þar góðar stundir. Síðustu árin voru
Sigurði erfið og gat hann ekki lengur
komið. Hann var kominn í hjólastól
og á Vífilsstaði. Þar hittumst við oft
og rifjuðum upp gamlar minningar og
pexuðum um pólitík eins og í gamla
daga.Nú við brottför hans munu
margir gamlir nemendur hans og
samstarfsfólk minnast hans með hlý-
hug og óska honum velfarnaðar á
ókunnum stigum tilverunnar. Ætt-
ingjum hans votta ég samúð mína er
ég kveð þennan góða dreng.
Hrefna Sigvaldadóttir.
Sigurður
Marelsson
Fleiri minningargreinar um Sig-
urð Marelsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝ Elísabet Guð-jónsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 28.
janúar 1922. Hún
lést að heimili sínu
Sóltúni 2 í Reykjavík
21. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Guðjón Elías
Jónsson bankastjóri
á Ísafirði, f. 20.2.
1895, d. 11.2. 1980,
og Kristjana Solveig
Sigurðardóttir hús-
móðir, f. 2.9. 1900,
d. 27.11. 1965. Fóst-
urfaðir hennar var Jón Árnason.
Systkini Elísabetar sammæðra,
Hjördís Jónsdóttir, f. 1932, d.
2006, og Haukur Jónsson, f. 1934,
d. 1970, samfeðra Baldur, f. 1929,
d. 2003, Jóhanna, f. 1940, Skúli, f.
1942, og Friðrik, f. 1945. Fóst-
ursystir Elísabetar var Guðlaug
Brynja Guðjónsdóttir, f. 1935, d.
2008.
Elísabet giftist 17. desember
1943 Baldri Kristjánssyni píanó-
leikara, f. 21.10. 1922, d. 4.3.
1984. Börn þeirra og afkom-
endur: 1) Kristján S. bygg-
ingaverkfræðingur í Reykjavík, f.
31.3. 1948. Börn hans eru: a) Ás-
dís skrifstofumaður, f. 1969, móð-
ir hennar Helga Sigurðardóttir.
Börn Ásdísar og Jóngeirs And-
ersen eru: Markús, f. 2000, og
Lilja Sól, f. 2003; b) Baldur tölv-
unarfræðingur, f. 1978, er við
framhaldsnám í Hollandi, kvænt-
ur Jórunni Írisi Sindradóttur; c)
Björn grunnskólakennari og tón-
listarmaður, f. 1980, d) Valgerður
Stella háskólanemi, f. 1985, í
sambúð með Erni Eyjólfssyni; og
e) Elísabet Anna, f. 1988, nem-
andi. 2) Elsa bankastarfsmaður, f.
27.10. 1949, gift Kristjáni Guð-
mundssyni húsaamíðameistara.
Börn hennar: a) Guðrún Lísa
snyrtifræðingur, f. 1969, búsett í
Englandi, börn hennar Elva
Dögg, f. 1991, Drífa,
f. 1993, og Hans
Kristján, f. 1996; b)
Sólrún starfsþróun-
arstjóri, f. 1973. Í
sambúð með Snæv-
ari Ívarssyni, börn
þeirra Ásta Rós, f.
1991, fósturdóttir,
Daníel, f. 1995, og
Viktoría Elsa, f.
2000; og c) Kristján
Heiðar bygginga-
fræðingur í Reykja-
vík, f. 1979, í sam-
búð með Birgittu
Lindu Björnsdóttur. 3) Guðjón
læknir, f. 10.9. 1951, kvæntur
Bryndísi Guðjónsdóttur hjúkr-
unarfræðingi. Börn Guðjóns: a)
Hjálmar BS viðskiptalögfræð-
ingur, f. 1976, í meistaranámi í
lögfræði; b) Elías, f. 1983, BS lög-
fræðingur, í meistaranámi í lög-
fræði; c) Ólafur Friðrik nemi í
rafeindavirkjun í Tækniskóla Ís-
lands, f. 1983, fóstursonur, í sam-
búð með Saröndu Dyla; d) Bald-
vin Fannar, f. 2000; og e)
Jóhanna Vigdís, f. 2001. 4) Birgir
Bragi, f. 24.4. 1959, íbúi í sambýl-
inu Skagaseli 9.
Elísabet lauk gagnfræðaprófi
frá Menntaskólanum á Akureyri.
Hún ólst upp á Akureyri og á
Flateyri en flutti til Reykjavíkur
fyrir tvítugt þegar hún hóf bú-
skap með Baldri eiginmanni sín-
um. Þau bjuggu á nokkrum stöð-
um í Reykjavík en síðast bjó
Elísabet í Sóltúni 2. Hún vann
lengst af auk þess að sinna heim-
ili og börnum við verslunarstörf
og ræstingar en síðast á Þjóð-
minjasafninu. Hún hafði alla tíð
áhuga á tónlist, dansi, hann-
yrðum, leikhúsi, bóklestri en
fyrst og fremst kom fjölskyldan,
börnin og barnabörnin.
Útför Elísabetar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Elsku mamma, þá er komið að
kveðjustund og minningarnar
streyma fram í hugann. En ég á
samt erfitt með að koma þeim niður
á blað svo ég sendi hér þessi ljóð,
sem mér finnst falleg um leið og ég
hugsa til þín.
Ef sérð þú gamla konu, þá minnstu móður
þinnar,
sem mildast átti hjartað og þyngstu störfin
vann
og fórnaði þér kröftum og fegurð æsku
sinnar
og fræddi þig um lífið og gerði úr þér
mann.
Þú veizt, að gömul kona var ung og fögur
forðum,
og fátækasta ekkjan gaf drottni sínum
mest.
Ó, sýndu henni vinsemd í verki og í orðum.
Sú virðing sæmir henni og móður þinni
bezt.
Því aðeins færð þú heiðrað og metið þína
móður,
að minning hennar verði þér alltaf hrein og
skír,
og veki hjá þér löngun til að vera öðrum
góður
og vaxa inn í himin – þar sem kærleikurinn
býr.
(Davíð Stefánsson.)
Öllu lokið, mamma. Slokknað
ævi þinnar ljós.
Hjúfrar sig að barmi þínum
hvít og friðsæl rós.
Lémagna sú hönd, er þerrði
ljúfast vota kinn.
– Drjúpi hljótt og rótt mín tár
við dánarbeðinn þinn.
Blessuð sé hver tíð, er leið
á braut í fylgd með þér,
vongleðin og ástúð þín,
sem vakti yfir mér.
– Bið eg þess af hjarta nú
á bljúgri kveðjustund,
að bænir þínar leiði þig
sem barn á guðs þíns fund.
(Kristinn Reyr.)
Nú veit ég að allar þrautir eru
farnar og þér líður vel.
Guð geymi þig, mamma mín.
Þín dóttir
Elsa.
Elísabet Guðjónsdóttir
Fleiri minningargreinar um El-
ísabetu Guðjónsdóttur bíða birting-
ar og munu birtast í blaðinu næstu
daga.