Morgunblaðið - 02.02.2009, Page 24

Morgunblaðið - 02.02.2009, Page 24
24 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. FEBRÚAR 2009 SÍÐUSTU ár hafa sérfræð- ingar í list spænska meist- arans Goya tekið að efast um að hann hafi í raun málað eitt af frægustu verk- unum sem hon- um hafa verið eignuð, Risann, The Colossus, í Pradosafninu í Madríd. Í haust greindum við frá þessum efasemdum og í vikunni kvað safnstjórinn í Prado upp formlegan úrskurð: Risinn sem ryðst yfir landið og hræðir menn og skepnur í forgrunninum er ekki eftir Goya. Safnstjórinn sagði að þetta fræga verk, sem lengi hefur verið túlkað sem táknmynd mótstöðu Spánverja við heri Napóleóns, muni áfram hanga í safninu. Hins vegar verði merkingunni breytt, það verði ekki lengur eignað Goya heldur líklega einum af aðstoðarmönnum hans. Listfræðingar, undir stjórn Ma- nuelu Mena, aðalsérfræðings Prado í verkum Goya, telja núna að Asen- sio Juliá hafi málað myndina. Mena segir að röntgenmyndir af verkinu sýni umtalsverðan mun á mál- unartækni Goya og þeirri sem beitt er í Risanum. Þá hafi einnig fundist upphafsstafirnir A.J. páraðir í vinstra hornið að neðan, og þeir vísi einng til Juliá, sem var aðalaðstoð- armaður Goya á seinni hluta starfs- ævi hans. Alls ekki eftir Goya Juliá gerði Risann Risinn, ekki eftir Goya heldur Julíá. HERMANN Göring mar- skálkur var hægri hönd Adolfs Hitlers. Hann sankaði að sér gríðarlegum fjölda listaverka sem nasistar rændu af fórn- arlömbum sínum. The Independent greinir frá því að nú hafi öll verkin verið mynduð og muni birtast í væntanlegri bók. Hópur rannsak- enda hefur komist að því að Göring kom höndum yfir um 2.000 verk, 700 fleiri en talið var, eftir marga kunn- ustu listamenn sögunnar. Fengur Görings Verk úr safni Gör- ings, eftir Matisse. HLJÓMSVEITIN The Lame Dudes kemur fram á blús- kvöldi Blúsfélags Reykjavíkur á Rósenberg í kvöld, annan febrúar. The Lame Dudes flytja lög af væntanlegum geisladiski í bland við gamalkunna blús- slagara. Hljómsveitin Úlfur hitar upp á tónleikunum, sem hefjast kl. 21.30. Blúskvöld Blúsfélags Reykjavíkur eru haldin fyrsta mánudag í hverjum mánuði á Rósenberg í vetur. Markmið félagsins er að greiða fyrir fram- gangi blústónlistar á Íslandi og sameina blús- áhugafólk í eitt félag. Blústónlist The Lame Dudes á blústónleikum Gítarsóló bíða gesta í kvöld. BEBOP-djammsessjón verður haldin á kaffi Kúltúr á Hverf- isgötunni í kvöld, gegnt Þjóð- leikhúsinu, rétt eins og venjan er fyrstu mánudagskvöld hvers mánaðar. Djammið byrjar klukkan 22:00. Þetta er önnur slík uppá- koman á árinu og ríður B3 djassorgeltríóið á vaðið og leikur frumsamið bebop. B3 tríóið hefur verið starfandi með hléum frá árinu 2001 og hefur gefið út tvo geisladiska sem báðir voru tilnefndir til íslensku tónlistarverðlaunanna. B3 tríó skipa Agnar Már Magnússon á orgel, Ásgeir Ásgeirsson á gítar og Erik Qvick á trommur. Djasstónlist B3 leikur íslenskt bebop í kvöld Agnar Már leikur á orgelið. SÝNING á verkum Kristínar Geirsdóttur myndlistarmanns, sem stendur yfir í Artóteki á fyrstu hæð Borgarbókasafns Reykjavíkur, í Grófarhúsinu, Tryggvagötu 15, hefur verið framlengd til sunnudagsins áttunda febrúar. Kristín nam myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands árin 1985-1989 en áður hafði hún lokið kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands. Hún hefur verið gesta- listamaður í vinnustofum í Danmörku, Hollandi, Írlandi, Litháen, Frakklandi og á Spáni. Kristín hefur aðallega unnið með málverk, út frá einföld- um formum, á striga, tré, pappír eða annað. Myndlist Kristín Geirsdóttir sýnir í Artóteki Verk eftir Kristínu Geirsdóttur. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is PHILIPPE Manoury er eitt kunn- asta tónskáld Frakka í dag. Hann hefur sérhæft sig í raftónlist; sam- þættingu hefðbundinnar tónlistar og notkunar rafhljóða. Manoury kemur víða við hér í vikunni, kynnir eina af óperum sínum í Íslensku óperunni á morgun, kennir væntanlegum tón- smiðum og kemur að flutningi á einu verka sinna á Myrkum músíkdögum. „Ég hef samið þrjár óperur og mun kynna þá í miðið, K …, sem er byggð á Réttarhöldunum eftir Franz Kafka. Það er ópera fyrir stóra hljómsveit, rafhljóð og söngv- ara, sem ég samdi árið 2001. Hún var síðan frumflutt í Bastilluóper- unni í París árið 2003.“ Manoury ræðir við blaðamann í símann; hann er á vinnustofu sinni við Kaliforníuháskóla í San Diego, þar sem hann er prófessor. Hann nam tónsmíðar hjá Gerard Condé og Max Deutsch, sem var nemandi Schönbergs, og við tónlistarháskól- ann í París. Um miðjan áttunda ára- tuginn fór hann að leggja stund á tölvustuddar tónsmíðar og kenndi þá einnig í Brasilíu. Manoury er hvað kunnastur fyrir vinnu sína við IRCAM-stofnunina við Pompidou- safnið, sem er ein helsta miðstöð raf- tónlistarrannsókna og sköpunar í þeim geira. Hann hefur verið viðloð- andi þar síðan á áttunda áratugnum. „Þá byrjaði ég að stúdera raf- tónlist,“ segir hann. „Ég tók mikinn þátt í tveimur rannsóknum eða til- raunastofum við IRCAM frá 1979. Ég hef gert mörg verk með raf- eindahljóðum og hefðbundnum hljóðfærum, þar sem grunn- hugmyndin er að skapa samspil milli þess sem sólistinn leikur og útkom- unnar í rafrænum hljóðum. Ef ein- leikarinn leikur til dæmis hraðar eða hægar, þá breytist hljóðið með breyttum áherslum og tónum. Þetta er eins og kammertónlist; þú getur ímyndað þér píanó með strengja- tríói, segjum eftir Schubert, nema strengirnir hafa verið leystir af hólmi af mismunandi rafrænum hljóðum, sem bregðast við því sem píanóleikarinn gerir.“ Öll hin raf- og stafræna tækni hef- ur breyst gríðarlega á síðustu ára- tugum og Manoury segir það vissu- lega hafa haft mikil áhrif á störf hans. „Þegar ég sem ný verk reyni ég að taka inn í þau nýja þætti úr tækninni. Ég var frumkvöðull í þess- ari tegund tónlistar. Verkið sem verður flutt í Reykjavík, Jupiter, fyrir flautu og rafeindahljóð, samdi ég árið 1987 – og endurskoðaði 1992. Frá þeim tíma hefur tækniþróun- in verið ör. Ég hef ekkert verið í tæknivinnunni sjálfur, enda vinn ég með frábærum hugbúnaðarsmiðum og þróunarfólki í þessum geira, sem gera flutning verkanna mögulegan. Rafeindabúnaður hefur þróast – en tónverkin eru þau sömu.“ IRCAM-tónþróunarmiðstöðin hefur gegnt veigamiklu hlutverki í starfi Manourys og eftir dvölina hér á landi heldur hann til Parísar og kennir þar ungum tónsmiðum. Hann verður aftur við IRCAM í sumar, að semja kvartett fyrir strengi og tölvu. Manoury segist hlakka til að koma til Reykjavíkur, en hann tengist landinu vissum böndum. „Ég kom til Reykjavíkur árið 1972, rétt eftir skákeinvígið milli Fischers og Spasskys, og hef ekki komið síðan. Ég er samt alltaf í góðu sambandi við nokkra Íslendinga, enda er Olivier bróðir minn“ – band- oneonleikarinn góðkunni – „kvæntur Eddu Erlendsdóttur píanóleikara. Ég hlakka til að koma aftur til Ís- lands.“ Frumkvöðull í raftónlist  Franska tónskáldið Philippe Manoury hefur unnið með samspil hefðbundinna hljóðfæra og rafhljóða síðan á áttunda áratugnum  Kynnir verk sín hér í vikunni Morgunblaðið/Sverrir Tónskáldið „Rafeindabúnaður hefur þróast – en tónverkin eru þau sömu.“ Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is RITUN íslenskrar listasögu er á áætlun, að sögn Ólafs Kvaran ritstjóra, fyrrverandi forstöðumanns Listasafns Íslands. Hann segir þá áætlun um verkið sem sett var upp um mitt ár 2007 hafa haldist í öllum meginatriðum, og stefnt er á að ritið komi út í haust, í fimm bindum. Forlagið gefur listasöguna út, í sam- vinnu við Listasafn Íslands. Fjórtán höfundar koma að verkinu, tveir skrifa fyrsta bindið en þrír hvert hinna fjögurra. „Fjallað er um íslenska myndlist frá seinni hluta 19. aldar og endapunkturinn verður um árið 2000,“ segir Ólafur. Hann segir að farið sé að huga að hönnun og myndamálum, enda standi listasagan ekki undir nafni nema hún sé ríkulega myndskreytt. „Þetta hefur í alla staði verið mjög spennandi verkefni. Og ánægjulegt að vinna með þeim höfundum sem koma að þessu verki.“ Björn Th. Björnsson skrifaði á sínum tíma listasögu í tveimur bindum en seinna bindið kom út árið 1973. „Síðan hefur engin tilraun til heildstæðrar túlkunar á ís- lenskri listasögu á 20. öld verið sett fram,“ segir Ólafur. „Ég held að við séum öll meðvituð um þá ábyrgð sem því fylgir. Þetta er vandasamt og ögrandi verkefni fyrir alla sem koma að því og stærsta rannsóknarverkefni sem Listasafn Íslands hefur ráðist í. Það hefur verið mikið þörf fyrir verk sem þetta og ég tel mik- inn styrk felast í því hvað höfundarnir eru margir, því það tryggir meðal annars breiðari og fjölbreyttari sýn á listasög- una.“ „Vandasamt og ögrandi verkefni“ Listasöguritararnir Ólafur Kvaran, ritstjóri Listasögu Ís- lands, situr innst fyrir miðju, í hópi höfunda verksins.  Íslensk listasaga kemur út í haust í fimm bindum  Ólafur Kvar- an ritstjóri segir fjölmennan hóp höfunda tryggja breiða sýn Morgunblaðið/Brynjar Gauti Franska tónskáldið Philippe Ma- noury kemur víða við hér á landi í vikunni. Hann er staddur hér á vegum Listaháskólans og Myrkra músíkdaga, en flutt verða verk eft- ir hann á hátíðinni um næstu helgi. Á morgun, þriðjudag, klukkan 20.00 kynnir Manoury óperu sína K..., sem byggist á Réttarhöld- unum eftir Franz Kafka. Kynningin er í samvinnu Óperunnar, LHÍ og Wagnerfélagsins, en óperan var frumflutt í Bastilluóperunni í París árið 2003. Daginn eftir, miðvikudag, verður Manoury síðan með masterklassa í tónlistardeild Listaháskólans. Þar mun hann fjalla um tónsmíðar sín- ar og rannsóknir, auk þess að kynna sér verk nemenda. Óperukynning, masterklassi og tónleikar Okkur finnst þetta sjúklega gaman og okkur finnst við sjúklega fyndnir. 26 »

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.