Morgunblaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 INNLENDUM gestum Bláa lónsins er að fjölga. Í janúar komu 29% fleiri Íslendingar en í janúar í fyrra. Erlendum gestum fjölgaði einnig þannig að gestir hafa aldrei verið fleiri í þessum mánuði frá stofnun baðstaðarins. Þá jókst að- sókn að sundlaugunum í Reykjavík verulega á sama tímabili. Alls heimsóttu 17.092 gestir Bláa lónið í jan- úar. Hefur það að undanförnu lagt aukna áherslu á tilboð á heimamarkaði þar sem tveir komast inn á verði eins og þau virðast hafa fallið í góðan jarðveg. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir að Íslendingar hafi tekið vel áskor- un sem Bláa lónið birti í fjölmiðlum um að slaka á í einstakri, íslenskri heilsulind. „Við erum í sjö- unda himni með það,“ segir Grímur. Hann bætir því við að Íslendingar virðist almennt nýta meir afþreyingu hér innanlands enda ferðist landinn minna nú um stundir en stundum áður. Að sögn Ásgeirs Sigurðssonar, rekstrarstjóra Laugardalslaugar, sóttu um 20 þúsund fleiri gestir laugarnar í janúar í ár en í fyrra. Þetta er veruleg aukning því alls voru gestirnir 54 þús- und í janúar í ár. Svipaða sögu er að segja af sundsókn í öðrum laugum borgarinnar, að hans sögn. „Bæði er tíðarfarið búið að vera gott og svo eru margir atvinnulausir sem nýta sér sundið. Fólk finnur líka að það er ódýr og góð heilsurækt að fara í laugarnar,“ segir hann. helgi@mbl.is – ben@mbl.is Íslendingar fara oftar á baðstaði  Íslenskum gestum í Bláa lóninu fjölgaði um 29% í janúar  Tuttugu þúsundum fleiri gestir sóttu Laugardalslaug heim í janúar í ár en í fyrra  Ódýr og góð heilsurækt eftirsótt í kreppunni Í HNOTSKURN » Rúmlega 17 þúsundgestir komu Bláa lónið í janúar. » Íslendingum fjölgaðihlutfallslega mest, eða um 29%. » Alls jókst aðsókn aðsundlaugum borgarinnar um 39.444 gesti í janúar í ár borið saman við sama tíma í fyrra. Aukningin er rúm 35%. » Stök sundferð kostar360 kr. fyrir fullorðna, 10 miða kort kostar 2.500 kr. og árskortið 24.000. Morgunblaðið/Eyþór Bláa lónið Stöðug fjölgun er í Bláa lónið. Í janúar komu fleiri innlendir og erlendir gestir en áður. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞETTA var góður og gagnlegur fundur,“ sagði Steingrímur J. Sig- fússon fjármálaráðherra á blaða- mannafundi fjármálaráðherra Nor- egs og Íslands í gær í framhaldi af fundi ráðherranna tveggja. Að sögn Steingríms fóru ráðherrarnir á fundi sínum yfir helstu samskiptamál Ís- lands og Noregs s.s. á sviði fjármála, ræddu stöðu þjóðarbúsins, sam- skiptin við Alþjóðgjaldeyrissjóðinn, Evrópumálin og gjaldmiðlamál. Bæði Kristin Halvorsen, fjár- málaráðherra Noregs, og Stein- grímur lögðu mikla áherslu á hin góðu og sterku tengsl landanna tveggja. Raunar var Íslands- heimsókn Halvorsen löngu skipu- lögð, því hún var sérstakur gestur á tíu ára afmælisfagnaði Vinstri grænna sem fram fór í gærkvöldi. „Við höfum nú í lengri tíma fylgst náið með framvindu mála hér á Ís- landi,“ sagði Halvorsen og tók fram að hún hefði þannig verið í góðum tengslum við fyrrverandi fjár- málaráðherra. „Ekki af því að við til- heyrðum sömu pólitísku hreyfing- unni, heldur vegna þess að okkur Norðmönnum finnst við vera bundn- ir Íslendingum sérlega sterkum sögu- og menningarlegum tengslum,“ sagði Halvorsen og tók fram að Norðmenn teldu sig þannig verða að standa þétt upp við bakið á Íslendingum í þeirri erfiðu og við- kvæmu stöðu sem Íslendingar væru í eftir bankahrunið. Sagði hún ljóst að uppbyggingarstarfið yrði erfitt og tók fram að hún öfundaði ekki Steingrím af verkefnum þeim sem framundan væru. Lagði hún áherslu á að ekki væru til neinar auðveldar lausnir út úr núverandi vanda. „Stærsta áskorunin felst í því að leiða þjóðina í gegnum þann nið- urskurð sem hún þarf að fara í gegn- um á þann hátt að þeir sem verst eru settir vegna atvinnuleysis og mynt- körfulána þurfi ekki að bera alla byrðina, heldur dreifist byrðin sem jafnast.“ Íslendingum vel tekið Spurð um hugsanlegt mynt- samstarf landanna tveggja sagðist Halvorsen skilja vel að Íslendingar hefðu áhuga á að taka upp stöðugri gjaldmiðil undir núverandi kring- umstæðum, en tók fram að slíkt samstarf væri umfangsmikið mál og erfitt viðureignar. Benti hún sem dæmi á að gjaldmiðlarnir tveir sveifluðust af ólíkum ástæðum. Þannig hefðu sveiflur í olíuverði áhrif á norsku krónuna en verð- sveiflur fiskafurða og áls hefðu áhrif á íslensku krónuna. Þannig gætu ólíkir hagsmunir ráðið för í peninga- málastefnu landanna tveggja. Þetta væri hins vegar eitthvað sem þyrfti að ræða miklum mun betur. Lagði hún áherslu á að íslenskum yfirvöld- um yrði vel tekið, ákvæðu þau að fara fram á samstarf við Norðmenn. Morgunblaðið/Golli Fjármálaráðherrarnir Steingrímur J. Sigfússon og Kristin Halvorsen ræddu meðal annars hugsanlegt myntsamstarf Íslands og Noregs. Bundin sterkum böndum  Fjármálaráðherra Noregs skilur áhuga Íslendinga á stöðugri gjaldmiðli  Íslendingar eiga erfitt verk fyrir höndum þar sem jafna þarf byrðarnar SAMKOMULAG hefur tekist milli eigenda Enex um uppskiptingu félagsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem send var fjölmiðlum í gær. Þar kemur einn- ig fram að uppskiptingin hafi þegar verið staðfest á hluthafa- fundi í félaginu og af stjórnum stærstu eigendanna, Reykjavik Energy Invest (REI), dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, og Geysis Green Energy (GGE). Enex hefur verið í eigu GGE að 70% og REI að 26,5%. Þá hefur nokkur fjöldi aðila átt smærri hlut í Enex. Með samkomulaginu eykur GGE hlut sinn í félaginu Enex Kína, en það vinnur að uppbygg- ingu hitaveitna í Kína. GGE er nú 75% hluthafi í Enex Kína og REI 25%. „Þá yfirtekur GGE að fullu verkefni Enex í Þýskalandi og verður þannig leiðandi aðili í þró- un jarðvarmaverkefna í Þýska- landi í gegnum verkefnafélag Enex þar í landi og dótturfélag sitt Exorku,“ segir m.a. í tilkynn- ingunni. REI yfirtekur eignarhlut Enex í Iceland America Energy, sem unnið hefur að þróun verkefna á sviði jarðhita, fyrst og fremst í Kaliforníu. „GGE mun áfram starfa af krafti í Bandaríkjunum þar sem félagið er leiðandi fjár- festir í tveim öðrum jarðhita- félögum,“ segir í tilkynningunni. Auk ofangreindra verkefna Enex, hafa REI og GGE unnið saman að verkefnum á Filipps- eyjum í félaginu Envent. Með samkomulaginu mun GGE eignast meirihluta í því félagi (80%) og tekur jafnframt við stjórn þess. Enex skipt upp milli eigenda VERÐMÆTI útfluttra grá- sleppuhrogna á síðasta ári nam tæplega 1.400 milljónum króna. Á vef Landssambands smábátaeig- enda kemur fram að þetta sé mesta verðmæti í sögu veiðanna hér við land. Annars vegar er um að ræða söltuð hrogn til kavíarvinnslu á er- lendum mörkuðum að verðmæti um 560 milljónir króna og hins vegar fullunna vöru, eða grásleppukaví- ar, fyrir 810 milljónir. Heildarveiðin á síðustu vertíð var vel yfir meðalári en alls voru söltuð grásleppuhrogn í nærri 12 þúsund tunnur. Rúmur helmingur veið- innar fór til útflutnings. bjb@mbl.is Hrogn fyrir 1,4 milljarða Hver er Kristin Halvorsen? Kristin Halvorsen fæddist 2. sept- ember 1960 í Horten. Hún lærði fyrst uppeldis- og kennslufræði og síðan afbrotafræði án þess að ljúka próf- um. Hún var fyrst kjörin inn á norska þjóðþingið árið 1989, en hafði gegnt varaþingmennsku frá 1985. Árið 1997 var hún kosin formaður Sósíal- íska vinstriflokksins í Noregi, sem er systurflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hérlendis. Hvenær varð hún fjármálaráðherra í Noregi? Halvorsen hefur verið fjár- málaráðherra síðan 17. október 2005 í öðru ráðuneyti Jens Stolten- bergs forsætisráðherra. Halvorsen er 78. fjármálaráðherrann í sögu Noregs og jafnframt fyrsta konan til að gegna því embætti. Halvorsen var fyrst norskra stjórnmálaforingja til þess að taka bloggið í þjónustu sína. S&S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.