Morgunblaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 42
42 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 LISTAVERKASALAR og lista- verkakaupendur virðast vera að ná áttum í verðlagningu verka á upp- boðum, að því er kemur fram í grein Souren Melikian í Int- ernational Herald Tribune í gær. Sala í uppboðshúsunum Christie’s og Southeby’s í vikunni hefur verið með besta móti, en verðlagið raun- særra en áður. Í fréttinni segir: „Amatörar fyrri ára, sem voru til- búnir til að kasta peningum í lista- verk í upphæðum sem „sérfræð- ingar“ höfðu stungið uppá eru á bak og brott. Þegar yfirverðlögð með- almennska er boðin upp, dettur hún niður dauð. En hógvær gæðaverk rata enn til kaupenda fyrir sann- gjarnt verð og það er traust vís- bending um bjartsýni á mark- aðnum.“ Souren segir söluna hafa verið mikla og því ljóst að áhugi á mynd- listinni hafi ekkert dvínað, þótt fólki með ótakmörkuð fjárráð hafi fækk- að í röðum kaupenda. Á uppboði hjá Christie’s á fimmtudag seldust verk fyrir andvirði 3,2 milljarða króna, sem þó var um fjórðungi minna en upphafleg söluáætlun fyrirtækisins gerði ráð fyrir á uppboðinu. Souren segir að nú standi yfir „leiðréttingarverðmyndun“ á mynd- list og nemi hún 30-50 prósentum af því verði sem hafi verið skrúfað upp í öfgar í uppboðsbransanum síðustu 15 ár. Þótt einstaka verk hafi selst fyrir mun hærri upphæðir í vikunni en ráð var fyrir gert hafi minni verk selst á betra verði og mark- aðurinn hafi sannað heilbrigði sitt með miklum ákafa kaupenda á upp- boðunum. Myndlist á betra verði Uppsprengt verð liðinna ára leiðrétt Kona með tvær hálsfestar Þetta verk Kees Van Dongen seldist á andvirði 22 milljóna króna. SÖNG- og leik- konan Beyoncé á ekki sjö dagana sæla eftir að stóra átrún- aðargoðið henn- ar, blúsdívan Etta James, op- inberaði hvað henni fannst um söng örlaga- barnsins á setningarballi Obama forseta í janúarlok. Þar söng Beyoncé eitt frægasta lag Ettu, „At last“. „Ég þoli ekki Beyoncé,“ sagði hún á tónleikum í Kanada fáum dögum eftir athöfnina. „Hún á ekk- ert með að vaða uppi á degi forset- ans að syngja lag sem ég er búin að syngja alla mína ævi,“ sagði Etta. Í fyrra lék Beyoncé Ettu í kvik- myndinni Cadillac Records og kann það að skýra ónot blúsdívunnar. Etta er ókát Etta James ÞVERSKURÐUR er heitið á sýningu Text- ílfélagsins sem opnuð verður í Gerðarsafni í dag kl. 16. Sýningin er þrískipt og fjölbreytt og spannar ríflega 60 ár í textílsögunni. Á henni getur að líta ný- leg verk félagskvenna, verk heiðursfélaga og verk fjögurra kvenna sem á síðustu öld vörðuðu veg- ferð íslenskrar þráðlistar inn í nútímann. Textílfélagið fagnar 35 ára afmæli á ári sem markast af endurmati á ýmsum gildum og verð- mætum þjóðarinnar. Gerðarsafn er opið alla daga nema mánudag frá 11 til 17. Boðið verður upp á leiðsögn um sýninguna alla sunnudaga kl. 15. Hönnun Íslenskt textíl í sex- tíu ár í Gerðarsafni Eitt verkanna á sýningunni KVIKMYNDASAFN Ís- lands sýnir mynd Woo- dys Allen, The Purple Rose of Cairo í Bæjarbíói í Hafnarfirði kl. 16 í dag. Í myndinni kannar Woody Allen mörkin milli skáldskapar og veruleika. Kvikmyndin gerist í kreppunni miklu og greinir frá misheppn- aðri gengilbeinu, Ceciliu (Mia Farrow) sem situr dag einn í kvikmyndasal og verður ástfangin af aðalpersónu myndarinnar Tom Baxter (Jeff Dani- els). Þvert á lögmál raunveruleikans ber hann líka ástarhug til hennar og stígur niður af tjaldinu. Allt fer í upplausn og ekki annað hægt en að lifa sig inn í örlög Ceciliu – gæti hún stigið niður? Kvikmyndir Kaírórós Woody Allens í Bæjarbíói Úr kvikmyndinni The Purple Rose of Cairo ÓPERUKÓRINN Í Reykja- vík, heldur tónleika til heiðurs Giacomo Puccini í Aðventkirkj- unni á morgun kl. 17, en 22. desember hefði Puccini orðið 150 ára. Flutt verða tvö verk tónskáldsins, Missa di Gloria og Requiem. Flytjendur eru auk Óperukórsins einsöngv- ararnir Garðar Thór Cortes tenór, Aron Axel Cortes bari- tón, Julian Hewlett píanó og orgel. Í frétt frá kórnum segir að líklega sé um frumflutning Requiems á Íslandi að ræða. Giacomo Puccini samdi Missa di Gloria 18 ára gamall, en Requiem árið 1904, til að minnast þess að fjögur ár voru þá frá dauða Verdis. Tónlist Óperukórinn minnist Puccinis Giacomo Puccini Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÉG held að það verði skemmtilegt fyrir fólk að sjá og heyra að í raun og veru er fólk að fást við það sama, hvort sem er í Tékklandi eða á Ís- landi,“ segir Rut Ingólfsdóttir, list- rænn stjórnandi Kammersveitar Reykjavíkur, en sveitin verður með tónleika á Myrkum músíkdögum annað kvöld kl. 20 í Listasafni Ís- lands. Og eins og Rut nefnir verður tónlistin öll íslensk og tékknesk, en Kammersveitin kynnir tékkneska tónlist sérstaklega á tónleikum sín- um í vetur. „Tvö tékknesku tónskáldanna, Pavel Zemek og Peter Graham, eru fædd 1952 og ’57 og eru því í námi á kommúnistatímanum, eftir innrás Rússa 1968. Þeir hafa því kynnst því andrúmslofti sem þá var í land- inu og því sem það hafði að segja. Ef verkalisti þeirra er skoðaður kemur í ljós, að það er ekki fyrr en um 1990 að þeir fara að skila af sér verkum í einhverjum mæli.“ Íslensku tónskáldin á efnis- skránni eru Jónas Tómasson með verkið Diaphane fyrir flautu og kammerhóp og Atli Ingólfsson með Is Anybody There? fyrir basset- klarinettu og strengi, en bæði verk- in verða frumflutt á Íslandi á tón- leikunum. Zemek á trúarlegum nótum „Ég hef ekki enn heyrt verkið eftir Pavel Zemek, en hef lesið að hann leiti gjarnan eftir hljómi mið- aldakirkna í verkum sínum. Þá dettur manni auðvitað í hug Arvo Pärt og það gæti verið að Zemek sé í svipuðum hugleiðingum. Hann er enn að semja mikla röð af verkum sem eru lofgjörð til Jesú. Verkið sem við spilum er það fyrsta í þeirri röð. Hann hefur líka fengið verð- laun fyrir Jóhannesarpassíu sem hann samdi, þannig að hann virðist vera á mjög trúarlegum nótum. Einleikari í verki Zemeks er Matt- hías Birgir Nardeau.“ Rut segir að það hafi ekki verið auðvelt að velja tékknesk sam- tímaverk til að flytja á tónleikunum, enda heyrast þau sjaldan hér á landi. „En ég heyrði þó frá Tékk- nesku tónverkamiðstöðinni að ég hefði valið vel og það er ánægju- legt.“ Verkið eftir Peter Graham heitir Der erste, og er kantata við texta eftir Franz Kafka, fyrir sópran og stóran kammerhóp. Og ekki heyrir maður oft sunginn Kafka. „Peter Graham er sérstakt tónskáld. Hann hefur miklar skoðanir á því hvernig við eigum að spila verkið og hvernig tónninn á að vera hjá hverju ein- stöku hljóðfæri. Það er því gaman að hann skuli geta komið og verið með okkur. Textinn eftir Kafka er ljóð úr bréfi og við verðum með þýðinguna í prógramminu. Ingi- björg Guðjónsdóttir syngur með okkur, og á frummálinu, þýsku.“ Rut segir að vegferð Kamm- ersveitarinnar með tékkneskri tón- list í vetur hafi gengið ákaflega vel. Í haust voru Dvorák og Smetana á dagskránni; Jan Dismas Zelenka á jólatónleikunum og samtíma- tónskáldin nú. „ Mér finnst við í gegnum þetta hafa fengið betri mynd af tónlistarsögu Tékklands. Í mars verðum við svo með tónleika með verkum eftir Martinu, Janacek og Gideon Klein sem lifði mjög stutt. Um hann er talað þannig að það hefði mikið orðið úr honum, hefði hann ekki látist í lok stríðsins. Það ótrúlega er, að í vetur hefur Sinfóníuhljómsveitin líka verið með talsvert af tónlist frá Tékklandi. Um þetta var ekki samstarf, en það styður hvað annað.“ Einleikarar á tónleikum Kammersveitar Reykja- víkur annað kvöld, verða Áshildur Haraldsdóttir, Rúnar Óskarsson, Matthías Birgir Nardeau, Hrafnkell Orri Egilsson og Ingibjörg Guð- jónsdóttir sem syngur. Stjórnandi er Bernharður Wilkinson. Kafka hjá Kammersveitinni Morgunblaðið/Kristinn Kammersveitin Rúnar Óskarsson leikur einleik í verki Atla Ingólfssonar en stjórnandi er Bernharður Wilkinsson. Myrkir músíkdagar eru hafnir með úrvali þess besta í tónlist samtímans „Ætli þetta sé ekki bara dans- vænsti fiðlukonsert sem saminn hefur verið á Íslandi,“ segir Rík- arður Örn Pálsson, en á tónleikum Myrkra músíkdaga í Langholts- kirkju kl. 20 á þriðjudagskvöld frumflytur Jón Leifs Camerata fiðlukonsertinn Dansa og stemm- ur, sem Ríkarður samdi fyrir ein- leikarann, Hjörleif Valsson. „Hjör- leif vantaði alltaf nýjar útsetningar, og ég var orðinn svo leiður á þeim, að ég sneri þessu upp í fiðlukonsert með etnískum undirtónum. Ég vissi að Hjörleifur hafði verið í þjóðlegri músík, en svo bætti ég við þjóðlegheitin þegar Haukur Gröndal kom í spilið sem expert í balkönskum rytm- um.“ Ríkarður segir að sig hafi lang- að að spanna pólana milli klass- ískrar tónlistar og popptónlistar með því að semja millimúsík, og þannig er konsertinn. „Það er auð- vitað erfitt að skilgreina þetta, en oft er það þannig að það sem er ekki popp og ekki heldur fram- úrstefna, er millimúsík“ Konsertinn er fjórþættur að sögn Ríkarðs, og hefst á stuttu Pastorale, búlgarskri hjarðsælu í tatarasamleik einleiksfiðlu og balkneskrar smalapípu i gervi klarínettsins. Við tekur Klezmer- iana, glettin brúðkaupsmúsík gyð- inga, rofin innskotum frá ímyndaðri búlgarskri fót- mennt af svip- uðu tilefni. Þá kemur að Klakanum í Stemmum, og í tremólerandi Aust- fjarðaþoku strengjanna undir flaututóna- lagboða einleiksfiðlunnar rísa upp kvæðalögin Morgunsólar geisla- glóð og Fann ég fyrrum þyt á þök- um – ásamt frumsömdu þjóðlagi höfundar við gamla róðrarvísu. Þokuhjúpaður niðurlagshlutinn boðar undirmeðvitundinni con- certo grosso stef IV. þáttar, Gígju, undir dansvænum 9/8 barokkhryn – er fær þó ekki, frekar en Klez- merþátturinn, að vera í friði fyrir trylltum búlgörskum innskotum fyrr en hnígur að kunnuglegu nið- urlagi í anda hárkollualdar. Á tónleikum Jón Leifs Camerata á þriðjudagskvöldið heyrast einnig tvö önnur verk í fyrsta sinn á Ís- landi, Hr. Z eftir Egil Ólafsson og La prière eftir Gunnar Þórðarson. Einsöngvari í verki Gunnars er Sigrún Hjálmtýsdóttir en stjórn- andi á tónleikunum er Hákon Leifsson. Þjóðlegur og dansvænn fiðlukonsert Ríkarður Örn Pálsson ÖLL verkin á tón- leikum Tinnu Þor- steinsdóttur píanó- leikara og Franks Aarninks slag- verksleikara í Hafnarborg í dag kl. 17 munu heyrast í fyrsta sinn á Ís- landi og sum eru samin sérstaklega fyrir þau. Verkið Tókastaðir eftir Pál Ivan Pálsson vekur forvitni en um það segir tónskáldið: Sveitarfé- lag: Austur-Hérað, Landshluti: Aust- urland, Landsnúmer: 158101, Heild- arstærð: 955 ha, Paddi: 4 lappir, Hljóð: Klikk klúkk krrr. Klikk klúkk krrr Tinna Þorsteinsdóttir Í dag: Kl. 14 Kammerkór Suðurlands í Neskirkju. Kl. 17 Tinna Þorsteinsdóttir píanó- leikari og Frank Aarnink slag- verksleikari í Hafnarborg. Kl. 20 Caput og Pilippe Manoury í Guðríðarkirkju Á morgun: Kl. 14 Martial Nardeau, Guðrún Birgisdóttir og Snorri Sigfús Birg- isson í Salnum. Kl. 17 Rannveig Fríða Bragadóttir í Hafnarborg. Kl. 20 Kammersveit Reykjavíkur í Listasafni Íslands. Á mánudag: Kl. 12.15 Anna Guðný Guðmunds- dóttir og Snorri Sigfús Birgisson í Norræna húsinu. Kl. 20 Ragnhildur Gísladóttir og Hilmar Örn Hilmarsson í Salnum. www.listir.is/myrkir Íslenskir karlmenn eru langbestir og hún ætti bara að fara að láta kíkja á sig, ég hugsa að hún sé bara með Alzheimer. 44 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.