Morgunblaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.02.2009, Blaðsíða 34
34 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 2009 ✝ Gunnar ÞórAdolfsson fæddist í Reykjavík 22. nóv- ember 1936. Hann lést á Líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi 30. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Elín Jónsdóttir frá Eyrarbakka, f. 1901, d. 1967, og Adolf Kristinn Ársæll Jóhannson frá Eyr- arbakka, f. 1893, d. 1974. Systkini Gunn- ars eru Jón, f. 1927, d. 1982, Elín, f. 1929 og Jóhann, f. 1931, d. 1989. Gunnar Þór kvæntist 17. júní 1959 Arndísi Jóhannsdóttur, f. 4. apríl 1941, d. 4. mars 2006. Sonur þeirra er Grétar Kristinn Gunn- arsson, f. 12. febrúar 1959. Gunnar Þór lærði rennismíði hjá Vél- smiðjunni Héðni og fékk nafnbótina meistari í iðninni 1958. Næstu árin starfaði Gunnar á Vélaverkstæðinu Þ. Jónsson og Co ásamt því að sinna öðrum verkefnum. Árið 1980 stofnaði Gunnar ásamt syni sínum Vélaverkstæðið Smiðjan sf. og starf- aði hann þar óslitið til ársins 1999 en þá lét hann af störf- um vegna örorku. Síðustu árin sótti Gunnar opið hús hjá Blindrafélag- inu og sinnti ýmsum öðrum áhuga- málum. Útför Gunnars Þórs var gerð frá Grafarvogskirkju 6. febrúar. Fyrstu minningar mínar um Gunnar Þór Adolfsson eru bernsku- minningar tengdar ferðum okkar „norðanfólks“ til höfuðborgarinnar. Gestgjafar okkar þar voru tengda- foreldrar Gunnars, föðursystir mín Margrét og Aðils maður hennar. Heimili sunnan heiða var í Grænu- hlíð 18. Einkadóttirin Arndís var sjaldan langt undan, ásamt eigin- manni sínum Gunnari. Gunnar er í minningunni ímynd þess sem var framandi og „töff“. Dökkur á brún og brá með uppbrett- ar ermar og talaði um bíla af mikilli þekkingu. Orð eins „kúbik, knastás og karbotor“ voru honum töm á tungu. Þetta var eins og útlönd fyrir ungan dreng. Við fráfall Margrétar og síðar Að- ils tóku Addý og Gunnar við gest- gjafahlutverki í Grænuhlíð. Þar átt- um við fjölskyldan eftir sem áður samastað þótt húsbændur væru aðr- ir. Þegar kom að unglings- og síðar fullorðinsárum mínum héldust þessi tengsl. Heimili Gunnars og Addýjar var mitt skjól í Reykjavík þegar á þurfti að halda. Á námsárunum voru ófáar ferðirnar sem farnar voru með óhreinan þvott í Grænuhlíð. Slíkum heimsóknum fylgdi oftast kvöldmat- ur og notanlegt spjall. Aldrei þótti ástæða til að gera neitt samkomulag um slíkar heimsóknir, þær virtust alltaf sjálfsagðar, fyrir þær verður þó seint fullþakkað. Gunnar og Addý eignuðust fyrir réttum 50 árum soninn Grétar Krist- inn. Þessi litla fjölskylda var með eindæmum samhent. Þeir feðgar unnu saman að bílaviðgerðum, þar sem kunnátta Gunnars sem renni- smiðs gerði hann að eftirsóttum sér- fræðingi. Áhugamálin voru einnig sameiginleg, t.d. að koma sér upp að- stöðu til að geta verið úti í íslenskri náttúru. Gunnar hafði mikla unun af ferðalögum um óbyggðir og var áhugasamur að heyra hvort maður hefði skoðað hinn eða þennan stað- inn. Síðan dundu áföllin yfir, fyrst með veikindum Gunnars sem leiddu til þess að hann missti nánast alveg sjón og síðan með veikindum Addýj- ar sem drógu hana til dauða fyrir þremur árum. Þá reyndi á þá feðga en samstaðan og vináttan hjálpaði þeim í gegnum það brim. Nú ríður næsta alda yfir Grétar. Við sem stöndum álengdar finnum hversu lít- ils við erum megnug en vonum að góðar vættir og minningar veiti hon- um styrk. Friðrik Sigurðsson. Gunnar Adolfsson rennismiður lést föstudaginn 30. janúar sl. á 73. aldursári. Kynni mín af Gunnari hóf- ust árið 1982. Þessi rólegi yfirvegaði maður vakti strax við fyrstu kynni traust og eftirtekt. Hann var klettur bæði hvað snerti áreiðanleika, vand- virkni og faglegan metnað, dagfars- prúður með sterkan einlægan vilja til þess að leysa hin ólíkustu vanda- mál þeirra mörgu sem til hans leit- uðu. Í viðkynningu var hann stað- fastur og trygglyndur. Gunnar var kvæntur Arndísi Jó- hannsdóttur, mikilli heiðurskonu, en hana missti hann 4. mars 2006. Þau létust bæði úr krabbameini. Arndís og Gunnar áttu eitt barn, soninn Grétar Kristin, f.12.2. 1959. Grétar reyndist foreldrum sínum einstaklega umhyggjusamur og góð- ur sonur. Hann byggði heimili þeirra þriggja að Logafold 114 mikið með eigin höndum, enda arfur vandvirkni og kostgæfni ríkur frá báðum for- eldrum. Hann studdi móður sína í skógrækt við sumarhús þeirra í Grímsnesi og nutu þau þess sam- starfs í ríkum mæli. Barátta Arndís- ar við sjúkdóminn var löng og ströng. Þeir feðgar studdu hana báð- ir af mikilli festu og alúð. Gunnar missti sjónina fyrir nokkr- um árum og enn reyndi á Grétar að annast föður sinn sem hann gerði með miklum sóma til hinstu stundar. Vinátta og samstarf þeirra feðga var einstakt. Kæri Grétar, við Bergþóra vottum þér dýpstu samúð og biðjum Guð að blessa þig og styrkja. Ingimundur Magnússon. Gunnar Þór Adolfsson ✝ Hjálmar Jónssonfæddist í Stóra- Holti í Holtshreppi í Skagafirði 26. mars 1922. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudag- inn 18. janúar síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Árbæj- arkirkju 23. janúar. Mig langar að minnast örfáum orð- um náins vinar til margra ára, Hjálmars Jónssonar, sem lést 18. janúar sl. eftir allerfið veikindi. Hjálmar missti ungur móður sína og ólst upp hjá föður sínum og móðurömmu minni frá unga aldri. Svo vildi til að ég dvaldi mín fyrstu bernskuár í skjóli þess- arar litlu fjölskyldu norður í Fljót- um í Skagafirði á meðan móðir mín stundaði nám erlendis. Má því segja að við Hjálmar höfum verið eins konar fóstursystkin og mjög náin á þessu tímabili ævi minnar, enda féll það víst æði oft í hans hlut að gæta mín, en hann var tæp- um sjö árum eldri. Hjálmar hleypti heimdraganum um tvítugt og lá þá leið hans til Reykjavíkur, þar sem hann stund- aði nám í Iðnskólanum og lauk því sem málarameistari, sem varð síð- an hans ævistarf. Á þessum árum endurnýjuðum við okkar gömlu kynni, þar sem heimili okkar stóð honum ætíð opið, og þar kynntist hann eiginkonu sinni, Stefaníu Guðnadóttur, sem starfaði í heim- ilinu af mikilli trúmennsku og skyldurækni, en móðir mín var þá útivinnandi við kennslu hluta úr hverjum degi. Hjálmar og Stefanía gengu síðar í hjónaband og eign- uðust þau fimm mannvænleg börn, og bjuggu faðir Hjálmars og amma mín á heimili þeirra árum saman í góðu yfirlæti og við ástríki allrar fjölskyldunnar. Hjálmar var góðum gáfum gæddur og átti mörg áhugamál sem beindust í ýmsar átt- ir, einkum voru fé- lagsmál honum hug- leikin, og var honum falin forysta bæði í stéttarfélagi málara og í íþróttafélaginu Fylki í Árbæjar- hverfi, þegar lagður var grunnur að framtíðarstarfi þess félags, en í Árbæjarhverfi var heimili fjölskyldunnar í áraraðir. Við hjónin sendum allri fjöl- skyldunni okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Blessuð veri minning Hjálmars Jónssonar. Guðrún Kristinsdóttir. Nú er Hjálmar Jónsson, fyrrver- andi formaður Fylkis, fallinn frá. Ég minnist hans sem trausts og góðs formanns félagsins. Hann gerði margt fyrir félagið, m.a. setti á félagsmálanámskeið sem nýttist mörgum vel á þessum árum. Hann hafði sérstakt lag á að fá fólk til að vinna fyrir Fylki. Hann fylgdist alla tíð vel með félaginu og kom oft á leiki. Mér er mjög minnisstætt Herra- kvöld Fylkis fyrir um 10 árum. Ég hafði boðið heim til mín í Þykkva- bæ hópi manna. Þar á meðal var Yury, sendiherra Rússlands, sem kom á sínum Lödujeppa. Farið var með rútu upp í Fylkishús. Þegar líða tók á blótið setti Steini Uxi cowboy-hatt á höfuð Yury sem tók hann ekki niður allt kvöldið. Um miðnætti sagðist Yury vilja koma sér í Þykkvabæinn að sínum Lö- dujeppa. Við förum að útidyrum og þar voru Hjálmar og Stefán að reyna að fá leigubíl sem illa gekk. Þá kemur að okkur Jón Júlíusson í Nóatúni á sinni glæsikerru og býðst til að keyra okkur alla heim. Jón Júl. keyrði á 20 km hraða, vegna aðstæðna, frá Fylkishöll nið- ur í Hraunbæ 103 þar sem Hjálm- ar bjó. Margar skemmtisögur voru sagðar á þessari löngu leið. Hjálm- ar og Yury fóru á kostum. Þegar sögustundinni lauk utan við Hraunbæ 103 stekkur Yury með hattinn á höfðinu út úr bílnum, opnar fyrir Hjálmari eins og porter og leiðir hann með virðingu inn í anddyrið. Þetta kvöld sá ég Hjálm- ar fara upp til Stefaníu sinnar með sælubros á vör. Magga mín heimsótti Hjálmar nokkrum sinnum í Hraunbæinn. Eitt sinn segir Hjálmar: Ég hefði gjarnan viljað gefa þér kaffi Magga mín en Stefanía er bara í leikfimi niðri. Hjálmar hefur lík- lega ekki verið mikið í heimilis- verkum. Í dag verður Hjálmar borinn til grafar. Það á mjög vel við þar sem bóndadagur og Herrakvöld Fylkis verður í kvöld. Fáir Fylkismenn hafa verið á fleiri Herrakvöldum en hann. Sonur Hjálmars, Stefán Ragnar, lærði hjá mér pípulagnir og er enn í dag sá starfsmaður sem reynst hefur mér best. Ég votta fjölskyldu Hjálmars mína bestu samúð. Jón Magngeirsson. Kveðja frá sögunefnd Fylkis Hjálmar starfaði lengi og ötul- lega fyrir Fylki. Hann var snemma kosinn í stjórn félagsins og um ára- bil formaður þess, einmitt á þeim árum sem félagið var að hasla sér völl. Þar lagði hann sig allan fram og hafði einstakt lag á að fá fólk með sér til góðra verka. Fingraför hans má finna á nánast öllu sem gert var á þessum tíma og mörgu grettistakinu var lyft fyrir hans til- stuðlan. Hjálmar setti markið hátt og ruddi ótrauður ýmsum hindr- unum úr vegi. En heilsubrestur varð til þess að hann steig af vagninum fyrr en hann sjálfur vildi og æskilegt hefði verið. Áfram fylgdist hann þó alltaf með störfum félagsins af áhuga. Eitt af mörgu sem hann kom í verk var að skipuð var sögunefnd. Hjálmar var framsýnn maður og honum var ljóst að nauðsynlegt væri að halda til haga því sem gerðist hjá félag- inu á upphafsárum þess og allar götur síðan. Sjálfur tók hann sæti í fyrstu sögunefndinni og við sem nú sitjum í nefndinni tókum við góðu búi. Flest sem eftir Hjálmar liggur á því sviði eru nú ómet- anlegar heimildir, ber merki vand- aðra vinnubragða, ótrúlegrar elju- semi og næmis á það hvað þarf að varðveita. Þegar við nú handleik- um þessi gögn verður okkur hugs- að til þess hversu mjög öll hans vinna við frágang þeirra hefði ver- ið honum auðveldari hefði hann haft yfir að ráða þeim tölvubúnaði sem nú er til á nánast hverju heimili. Við kveðjum Hjálmar með djúpu þakklæti og mikilli eftirsjá. Fjölskyldu hans sendum við inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. F.h. sögunefndar Fylkis, Gunnar Ásgeirsson. Snemma vors árið 1946 hóf Hjálmar nám í málaraiðn hjá Há- koni Jónssyni málarameistara. Þá var ég hálfnaður með mitt nám hjá Jóni Björnssyni og vorum við á þeim tíma fjórir lærlingar í námi hjá þeim meisturum. Verkefnin voru næg, íbúðablokkir að rísa á Melunum og við nemarnir slíp- uðum okkur oft til blóðs með sand- pappírnum, en á fyrstu misserum námsins fengum við ekki að grípa í pensilinn eins og við hefðum þó kosið. Viljinn til að vinna var mik- ill, en kaupið lágt á þeim tíma hjá okkur lærlingunum þannig að kvöldin fóru í þá aukavinnu sem gafst. Hjálmar var alltaf vinnusam- ur, ósérhlífinn og iðinn við það sem hann tók sér fyrir hendur og skorti ekki vandvirknina. Þó aðalstarf Hjálmars hafi lengst af verið í mælingum hjá Mælingastofu mál- ara, voru málningagræjurnar ekki langt undan, því ýmis voru auka- verkin bæði hér í bænum og úti á landi. Tvívegis fórum við saman í sumarfríum út á land með fjöl- skyldurnar til að taka að okkur verkefni. Þá var tjöldum og öðrum viðlegubúnaði, málningu og verk- færum hlaðið í fólksbílinn hans Hjálmars, en þröngt máttu sáttir sitja til að geta sameinað vinnu og skemmtilega útilegu. Við fjölskyld- urnar fórum einnig fleiri ferðir saman í bílnum þeirra Hjálmars og Stefaníu, og skildum þá verkfærin eftir. Vart var hægt að hugsa sér þægilegri ferðafélaga en þau hjón. Hjálmar var alltaf mikill félags- málamaður. Hann vann mikið fyrir Málarafélagið og var lengi í stjórn þess og formaður í nokkur ár. Eitt af mörgum góðum málum sem Hjálmar hafði forystu um hjá fé- laginu var að kaupa húsnæði fyrir starfsemina í nýju húsi sem var í byggingu í Lágmúlanum. Húsnæð- ið var síðan að sjálfsögðu klárað í sjálfboðavinnu með ötulli forystu og framgöngu Hjálmars. Hjálmar var alltaf einstaklega þægilegur í viðmóti, fór sínu fram með lagni og festu og náði árangri í því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann lét verkefnin ekki vaxa sér í augum hvort sem það var í vinnu við fagið, í félagsmálunum, heima eða í sum- arbústaðnum. Það var alltaf gott að sækja þau heim hjónin Hjálmar og Stefaníu og margar góðar minn- ingar eru frá þeim stundum sem við áttum saman heima eða í ynd- islegum sumarbústað þeirra við Langavatn. Ég kveð Hjálmar með söknuði og þakklæti fyrir vináttu og allar okkar góðu samverustundir og votta fjölskyldu hans samúð mína. Finnbogi Haukur. Hjálmar Jónsson ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELFA FANNDAL GÍSLADÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ miðviku- daginn 4. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 10. febrúar kl. 11.00. Njáll Harðarson, Gísli Freyr Njálsson, Linda Ýr Njálsdóttir, Giovanni Sotgia og barnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, Kaplaskjólsvegi 37, Reykjavík, lést á Landspítala, Landakoti miðvikudaginn 4. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Valgerður Ólafsdóttir, Ásgeir Þormóðsson, Guðmundur Ólafsson, Fjóla Guðmundsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts sonar míns, bróður okkar og mágs, GUNNARS ÓLAFS SKARPHÉÐINSSONAR frá Þingeyri, Hátúni 10, Reykjavík. Guðrún Markúsdóttir, Sigríður Skarphéðinsdóttir, Skarphéðinn Ólafsson, Njáll Skarphéðinsson, Pálína Baldvinsdóttir, Guðbjörg Skarphéðinsdóttir, Hilmar Pálsson, Bjarki Skarphéðinsson, Sigrún Lárusdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.