Morgunblaðið - 15.02.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.02.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafknúnir hæginda- stólar • standa upp • Einfaldar stillingar og fjölbreytt úrval Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is ALLS hefur verið landað um 24 þúsund tonnum af gull- deplu frá áramótum. Útflutningsverðmætið er varlega áætlað ríflega 500 milljónir króna, að sögn Haralds Gísla- sonar hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Huginn VE sem fyrstur veiddi gulldeplu að gagni landar hjá Vinnslustöðinni og var fyrirtækið búið að taka á móti um 10.500 tonnum sl. föstudag eða hátt í helmingi aflans. Á Akranesi var búið að landa um 4.300 tonnum, um 3.400 í Keflavík, um 2.400 á Eskifirði, en einnig hefur gull- deplu verið landað á Vopnafirði, Neskaupstað og Fá- skrúðsfirði. Byggt er á bráðabirgðatölum frá Fiskifélag- inu. Haraldur Gíslason hjá Vinnslustöðinni sagði í gær að lýsið af deplunni væri gott, en mikið væri af salti í mjölinu. Búið væri að efnagreina afurðirnar og ekki væri spurning um að þetta væri góð vara, sem stæðist gæðakröfur. Þó þyrfti hugsanlega að „blanda mjölið niður“. Á hefðbundna markaði Afurðir fara á hefðbundna markaði eins og í Noregi og Danmörku. Þar eru þær einkum notaðar í fiskeldi. Har- aldur sagði að veiðar og vinnsla væru á tilraunastigi og sama mætti í raun segja um sölu afurða. Dregið hefur úr seltu í mjölinu undanfarið og er það komið niður fyrir 7%. Áhöfnin á Faxa RE hefur notað krapaís til þess að kæla aflann og hefur sú aðferð gefið góða raun og hráefnið það besta sem verksmiðja HB Granda á Akranesi hefur fengið, segir á heimasíðu fyr- irtækisins. Gulldeplan hefur gefið yfir hálfan milljarð kr. Afurðirnar standast gæðakröfur, en selta í mjöli enn of mikil Í HNOTSKURN »Búið er að landa 24 þúsundtonnum af gulldeplu frá áramótum. »Hér við land hefur gull-deplunnar einkum orðið vart við sunnanvert landið, en hún hefur þó fundist allt norð- ur í Eyjafjörð. »Sjómenn telja líklegt aðgulldeplan komi hingað árlega í nóvember og hverfi svo aftur í mars. ÞAU voru rösk í spori, þetta unga fólk, á ferð sinni um miðbæinn, enda fátt meira hressandi á góðum degi en göngutúr. Eftir langvarandi frost, en tiltölulega stillt veður, undanfarið hefur snjóa nú leyst töluvert. Gangi rigningarspár Veðurstofunnar fyrir næstu daga síðan eftir má gera ráð fyrir að jörð verði fljótlega víða orðin alauð á ný. Gangandi vegfarendum til gleði en skíðafólki til ama. Á gönguferð um miðbæinn Morgunblaðið/Kristinn BÚDDAHOFIÐ sem byggt verður við Hádegismóa 12 verður byggt í taílenskum stíl. Það er tileinkað hennar hátign Galyani Vadhana prinsessu, systur konungsins í Taí- landi. Hún lést í byrjun þessa árs. Hofið verður 156 fm að stærð og 12 metrar á hæð. Stúpan mun verða 29 fm og 15 metrar á hæð. Fyrirlestrasalur verður 402 fm, 11 metra hár. Auk þessa verður klukkuturn á lóðinni, innan við 10 metra hár. Bílastæði verða 12. Lóðin verður ekki afgirt en eftir því sem við verður komið á svo norðlægum slóðum verður gerður formlegur garður í austurlenskum stíl. Taílenskir aðilar fjármagna bygginguna, en kostnaður var í mars 2008 áætlaður 440 milljónir. Borgarráð samþykkti hinn 12. febrúar að úthluta taílenska félag- inu Thai Temple in Iceland Fo- undation lóðinni. sia@mbl.is Búddahof á hundruðum fermetra Húsnæði Byggingarréttur fyrir hofið og tengdar byggingar er um 4.235 fm. Garðurinn verður í austurlenskum stíl eftir því sem við verður komið. VALGERÐUR Sverrisdóttir, þing- maður Framsóknarflokksins, mun ekki bjóða sig fram til þings á næsta kjörtíma- bili. Þetta til- kynnti hún á aukakjördæma- þingi Framsókn- arflokksins í Norðausturkjör- dæmi í gær. „Ég er búin að vera að í 22 ár og finnst að minni vakt sé lokið. Auk þess finnst mér mikilvægt að gefa öðru fólki tækifæri,“ segir Valgerður. Þetta sé að hennar mati rétti tím- inn til að hætta. Hefði kjörtímabil- ið orðið fjögur ár hefði hún líklega hætt að því loknu. „En af því að því lýkur núna þá tók ég þessa ákvörðun um að láta gott heita.“ Vill starfa áfram í flokknum Hún kveðst engu að síður hafa fullan hug á að starfa áfram innan flokksins, en að öðru leyti hefjist nýtt tímabil hjá sér eftir kosning- ar. Sér finnist líka einstaklega gam- an að upplifa þann mikla áhuga sem ungt fólk sýni nú á að starfa fyrir flokkinn. „Svo erum við nýbú- in að kjósa þessa öflugu forystu sem ég trúi til allra góðra verka. Þannig að ég sé ekkert annað en bjart framundan fyrir flokkinn og við slíkar aðstæður er ákaflega gott að taka svona ákvörðun,“ seg- ir Valgerður. annaei@mbl.is Býður sig ekki fram til þings Valgerður Sverrisdóttir Mikilvægt að gefa öðru fólki tækifæri SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðis- ins var kallað út í morgun vegna ammóníaksleka sem vart varð við á Grandagarði og var Grandakaffi lokað um hríð vegna mengunarinn- ar. Var lekinn tilkominn vegna smá- slyss sem varð við hreinsun um borð í bátnum Lundey. En þar komst ammóníak í samband við heitt vatn og barst lyktin um ná- grenni bátsins á Granda. Tók það slökkviliðið stuttan tíma að hreinsa til. Ammóníak lak á Grandagarði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.