Morgunblaðið - 15.02.2009, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.02.2009, Blaðsíða 18
18 Viðtal MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2009 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Ég hef aldrei verið mikið fyrir við-töl. Sumir halda að ég sé einhversprelligosi en það er misskiln-ingur. Ég er í raun hlédrægurmaður. Ég veit ekki hvað þú kemur til með að geta veitt upp úr mér en þér er velkomið að reyna,“ segir Sæbjörn Valdi- marsson þegar fundum okkar ber saman á heimili hans þennan kalda en bjarta vetrardag. Einhverju sinni hringdi Þorsteinn Joð í Sæ- björn og vildi ólmur fá hann í Ísland í dag til að ræða um Óskarsverðlaunaafhendinguna sem fara átti fram þá um nóttina. „Ég kemst ekki,“ sagði Sæbjörn. „Hvers vegna ekki?“ spurði Þorsteinn. „Ég er að fara í fermingarveislu,“ svaraði Sæbjörn. „Hvaða vitleysa, það fer enginn í ferming- arveislu á mánudegi,“ sagði Þorsteinn ákveðinn. „Jú, jú. Það er eftirveisla fyrir þá sem ekki komust í aðalveisluna,“ svaraði Sæbjörn að bragði. „Látt’ekki svona, maður,“ sagði Þorsteinn og lagði á. Sæbjörn mætti í útsendinguna. Kunni ekki við annað. Ég þarf ekki að leggja á Sæbjörn enda er hann Morgunblaðsmaður fram í fingurgóma. „Mér var fyrst boðið að skrifa í Alþýðublaðið en afþakkaði það enda fannst mér Mogginn alltaf gnæfa yfir önnur blöð. Ekki bara vegna þess að gamla Morgunblaðshúsið í Aðalstræti var við Hlakka alltaf til þegar ljósin slokkna Fáir núlifandi Íslendingar, ef nokkur, hafa séð fleiri kvikmyndir um dagana en Sæbjörn Valdimarsson, kvikmyndagagnrýnandi Morgunblaðsins. Heilu kynslóðirnar hafa alist upp við skrif hans en um næstu helgi verða fjörutíu ár frá því hann fjallaði fyrst um kvikmyndir í Morgun- blaðinu. Engan bilbug er samt á Sæbirni að finna enda hefur hann aldrei haft jafnmikið yndi af starfi sínu. Morgunblaðið/Heiddi Herra bíó „Uppistaðan í þessu eru draslmyndir frá Hollywood. En við megum ekki fyrirlíta þær, þetta eru myndirnar sem halda bíóunum gang- andi. Þetta er bara þáttur í fæðukeðjunni. Kvikmyndahús eru ekki listasöfn, heldur fyrirtæki sem þurfa að bera sig. Auðvitað fáum við góðu myndirnar frá Hollywood líka en það mætti að ósekju vera meira um evrópskar myndir,“ segir Sæbjörn Valdimarsson kvikmyndagagnrýnandi. Uppábúinn Sæbjörn á leið í bíó ásamt Bjarna Magnússyni félaga sínum og syni hans um það leyti sem hann var að manna sig í viðtalið við Matthías Johannessen ritstjóra Morgunblaðsins. Fyrsta greinin Kvikmyndaþáttur Sæbjörns og Sigurðar Sverris Pálssonar sem birtist í Morgunblaðinu 21. febrúar 1969. Enda þótt kvikmyndaskrifin hafitekið drjúgan tíma undanfarna fjóra áratugi hefur Sæbjörn Valdi- marsson komið víðar við. Hann var á fraktskipum hjá Eimskip sem ung- lingur og hafði svo mikið yndi af starfinu að hann slaufaði skóla- göngunni að mestu. „Þetta var ágæt leið til að hlaupa af sér hornin.“ 1967 hóf Sæbjörn störf sem af- greiðslumaður í Herrahúsinu í Að- alstræti og var viðloðandi það sem verslunarstjóri fram til ársins 1986 með stuttri viðkomu í Karnabæ. Þá fékk hann vilyrði fyrir starfi í fyrirtæki sem raunar hóf aldrei starfsemi. Á sama tíma var fótunum kippt undan Sæbirni. Hann greind- ist með alvarlega sykursýki og var inn og út af spítulum og frá vinnu í fimm til sex ár. Þegar Sæbjörn náði fyrri styrk setti hann á laggirnar fyrirtæki sem sérhæfði sig í því að mála fiskiskip hér og þar um landið. Hann segir þetta hafa byrjað sem sumarstarf en fljótlega undið upp á sig. „Ég vildi fá líf í skrokkinn á mér og þetta var alveg yndislegur tími.“ Sykursýkin hefur reynst Sæbirni óþægur ljár í þúfu og fyrir vikið lendir hann ennþá annað veifið inn á spítulum. „Ég braggast samt alltaf aftur og er bara þokkalegur núna miðað við aldur og fyrri störf,“ upp- lýsir hann en veikindin hafa gert honum erfitt fyrir að stunda fasta vinnu. „En ég get ennþá skrifað og til allrar hamingju ennþá farið í bíó.“ Ferðalög og fótbolti Áhugamál Sæbjörns eru af ýmsu tagi. Ferðalög ber fyrst á góma og hefur hann jafngaman af því að ferðast innan lands sem utan. Hon- um hefur alltaf liðið vel í Bandaríkj- unum og á Spáni en á erfitt með að gera upp á milli svæða hér heima. Snæfellsnesið stendur hjarta hans þó alltaf næst. Sæbjörn er líka mikill áhugamað- ur um veiðiskap, einkum í vötnum. Knattspyrna er annað áhugamál og á því sviði komast engin lið með tærnar þar sem Fram og Manchest- er United hafa hælana. Það á við um alla hans afkomendur líka. „Ég fermdist vorið 1958 um svip- að leyti og United-liðið fórst í flug- slysinu í München og það hefur ver- ið mitt lið allar götur síðan. Að vísu var lítið gaman að þessu í áratugi. Það var alltaf eitthvert lið að þvæl- ast fyrir okkur. Liverpool minnir mig að það heiti! En undanfarin ár hefur þetta gengið eins og í sögu. Það gefur mér mikið að horfa á enska boltann.“ Af fraktara í fötin Farmaður Sæbjörn (lengst til hægri) ásamt skipsfélögum á Dettifossi á þekktum brynningarstað íslenskra farmanna í Kaupmannahöfn, Hong Kong á Nýhöfn. Verið er að halda upp á síðasta túrinn hans hjá Eimskip, árið 1966. Andspænis honum situr vinur hans, Hlöðver Einarsson vél- stjóri, sem síðar fórst með Suðurlandinu. „Hlöðver var drengur góður.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.