Morgunblaðið - 15.02.2009, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.02.2009, Blaðsíða 50
50 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 2009 Sudoku Frumstig 4 1 8 2 6 8 6 9 2 5 7 6 4 3 3 7 9 2 1 4 6 5 8 7 3 2 5 6 8 3 4 8 1 6 9 5 1 2 3 4 3 1 2 8 4 7 7 4 1 7 4 9 5 3 5 3 5 9 4 6 6 4 7 1 7 3 2 9 4 3 5 1 9 3 1 5 7 1 4 7 5 9 8 4 5 8 6 1 9 2 6 9 7 2 8 9 6 3 5 8 9 6 7 1 4 2 6 7 2 4 3 1 8 9 5 4 9 1 2 8 5 3 7 6 8 1 5 6 2 9 4 3 7 7 6 4 3 1 8 2 5 9 2 3 9 5 7 4 6 8 1 5 8 3 1 9 6 7 2 4 9 2 6 7 4 3 5 1 8 1 4 7 8 5 2 9 6 3 6 7 9 1 5 4 2 3 8 8 5 3 7 6 2 4 1 9 1 2 4 9 8 3 5 7 6 4 6 5 3 9 8 7 2 1 3 1 8 6 2 7 9 4 5 7 9 2 5 4 1 8 6 3 9 4 1 8 7 6 3 5 2 2 8 6 4 3 5 1 9 7 5 3 7 2 1 9 6 8 4 2 7 3 1 9 8 6 4 5 9 8 6 2 4 5 7 3 1 5 4 1 7 6 3 2 8 9 7 9 8 4 2 1 3 5 6 3 2 4 8 5 6 9 1 7 1 6 5 9 3 7 8 2 4 4 5 2 3 7 9 1 6 8 6 1 7 5 8 2 4 9 3 8 3 9 6 1 4 5 7 2 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er sunnudagur 15. febrúar, 46. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Hvern þann sem kann- ast við mig fyrir mönnum, mun og ég við kannast fyrir föður mínum á himnum. (Mt. 10, 32.) Nexus á Hverfisgötu er ein afþessum skringilega skemmti- legu búðum sem ekki mega hverfa. Víkverji lítur alltaf öðru hvoru inn í þessa búð, yfirleitt til að skoða úr- valið af DVD-myndum sem þar eru í boði, en ýmiss konar kvikindi sem þar eru til sölu hafa sömuleiðis vakið athygli hans. Um daginn keypti Vík- verji sér til dæmis gríðarlega flottan dreka með þrjú höfuð sem ungur maður, sem Víkverji kann ekki nafn á, hafði málað og sett í sölu hjá versl- uninni. Drekinn á sér nú samastað við heimilistölvu Víkverja og er ógn- vekjandi og glæsilegur í senn. Vík- verji er sömuleiðis farinn að kaupa alls kyns lítil skrímsli í Nexus og gefur síðan litlum fjögurra ára vini sínum sem er afar elskur að skrímslum. Það sem er ógnvekjandi er mjög heillandi í huga Víkverja og fjögurra ára vinar hans. x x x Á krepputímum er mikilvægt aðeyða ekki peningum í óþarfa. Víkverji hefur yndi af því að fara á veitingastaði en vill vera viss um að maturinn sé góður. Það er ákveðin hætta á því í slæmu árferði að veit- ingastaðir dragi úr þjónustu og veiti ekki alveg jafn góðan mat og áður. Og þá er betur heima setið en af stað farið. Víkverji fer stundum á Sólon í hádeginu og fær sér þá yfirleitt fisk- rétt dagsins. Víkverja til mikillar ánægju hefur þar ekkert verið slegið af gæðum. Maturinn er vel útilátinn og sósa og kartöflur fylgja, sem er algjör nauðsyn, og svo er einnig hrúgað á diskinn ágætis salati. Vík- verji mælir með Sólon í hádeginu. x x x Víkverji nennir ekki að lifa lífinuvolandi. Þess vegna er hann bú- inn að fá alveg nóg af sífelldum kreppufréttum. Besta ráðið til að losna við þær er að horfa ekki á sjón- varpsfréttir og kveikja ekki á út- varpinu þegar fréttatími er yfirvof- andi. Víkverji finnur ekki annað en að fólk í kringum hann sé jafnleitt og hann sjálfur á neikvæðum fréttum. Stöðugt væl er einfaldlega þreyt- andi. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 af háum stig- um, 8 yrkja, 9 hyggur, 10 slít, 11 síðla, 13 hitt, 15 höfuðfats, 18 starfið, 21 veðurfar, 22 skot, 23 skurðurinn, 24 veik- burða. Lóðrétt | 2 ávísun, 3 dökkt, 4 ólán, 5 vondan, 6 lof, 7 veiðidýr, 12 gagn, 14 miskunn, 15 haltran, 16 veisla, 17 verk, 18 sér eftir, 19 hlussulegan kvenmann, 20 baktali. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 dugir, 4 ríkja, 7 álkan, 8 kurls, 9 dís, 11 nösk, 13 árar, 14 ósatt, 15 gróp, 17 tjón, 20 fim, 22 teyga, 23 ögrar, 24 rotin, 25 linar. Lóðrétt: 1 djásn, 2 gikks, 3 rönd, 4 ryks, 5 kúrir, 6 ans- ar, 10 Ítali, 12 kóp, 13 átt, 15 getur, 16 ólykt, 18 jaran, 19 nárar, 20 fann, 21 mögl. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. c3 d5 3. exd5 Dxd5 4. d4 Rf6 5. Rf3 e6 6. Ra3 cxd4 7. Rb5 Dd8 8. Dxd4 a6 9. Dxd8+ Kxd8 10. Re5 Ke7 11. Rc7 Ha7 12. Be3 b6 13. Bxb6 Hb7 14. Bc5+ Kd8 15. Bxf8 Hxf8 16. Rxa6 Rxa6 17. Bxa6 Hxb2 Staðan kom upp á Skákþingi Reykjavíkur – Skeljungsmótinu sem lauk fyrir skömmu. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (1.951) hafði hvítt gegn Tinnu Kristínu Finnbogadóttur (1.660). 18. 0-0-0+! sígilt bragð sem tryggir að hvítur vinnur lið. Fram- haldið varð eftirfarandi: 18. … Kc7 19. Kxb2 Bxa6 20. Hd4 Rd5 21. Kc2 f6 22. Rd3 Ha8 23. Rb4 Rxb4+ 24. cxb4 Bb7 25. Kb2 Bxg2 26. Hg1 Bd5 27. Hxg7+ Kc6 28. a3 h5 29. Hh7 Bf3 30. Hf4 Bg4 31. Hxf6 Hd8 32. f3 Bf5 33. Hxh5 Hd2+ 34. Kc1 Hd5 35. Hhxf5 Hxf5 36. Hxf5 og svartur gafst upp. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Óvenjuleg sniðganga. Norður ♠Á74 ♥G9 ♦Á102 ♣Á10863 Vestur Austur ♠K952 ♠G106 ♥753 ♥84 ♦KDG9 ♦87543 ♣G9 ♣KD2 Suður ♠D83 ♥ÁKD1062 ♦6 ♣754 Suður spilar 4♥. Það var bjartsýnn sagnhafi sem lagði til atlögu við tíunda slaginn: drap tígulkóng vesturs, tók þrisvar tromp og spilaði svo laufi að blindum. Hug- myndin var að fría laufið. Austur átti fyrsta laufslaginn á drottninguna og notaði innkomuna vel með því að skipta yfir í ♠G. Sagnhafi lét smátt heima og tók á ásinn í borði, stakk tígul, spilaði laufi að blindum og dúkkaði gosa vest- urs. En austur var með á nótunum, yf- irdrap gosann og spilaði banvænum spaða í gegnum drottningu suðurs. Einn niður. Ekki illa spilað, en sagnhafi átti kost að fallegri sniðgönguspilamennsku, sem felst í því að DÚKKA útspilið, tíg- ulkónginn! Og líka ♦D ef hún kemur í kjölfarið. Þá verður leikur einn að fría og nýta laufið án þess að austur komist inn til að spila spaða. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú munt verja skoðanir þínar af miklum krafti í dag og sömuleiðis rétt þinn til einhvers. Foringinn gefur merki, næstum óafvitandi. (20. apríl - 20. maí)  Naut Það er auðveldara en þig grunar að sleppa sér lausum í kaupum á yfirdrifn- um munaðarvarningi. Efastu ekki um hæfileika þína. Gakktu því ótrauður til verks. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Hjól hugans snúast og spinna og þeytast á meðan þú hugsar um nýjar aðferðir til þess að sjá þér farborða. Ef þér finnst eitthvað bogið við ástandið, er það líklega rétt. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það þýðir lítið að stinga við fótum þegar allt er á fleygiferð í kringum þig. Hættu þessu og horfðu þess í stað fram á við með djörfung og dug. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það er mikil togstreita innra með þér svo að þú átt erfitt með að einbeita þér. Nú er sú törn á enda og komið að því að þú njótir næðis um stund. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Dagurinn hentar vel til nákvæmr- ar skipulagningar og verkefna sem krefj- ast vandvirkni og þolinmæði. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Einbeittu þér að því sem máli skipt- ir og láttu önnur mál lönd og leið. Stund- um er betra að vinna saman en að reyna að kollvarpa öllu. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Vertu heiðarlegur við sjálfan þig, því þú veist að ef þú slærð hlutunum á frest verða þeir aðeins erfiðari við- ureignar. Mundu að aðgát skal höfð í nærveru sálar. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þér var kennt að hætta strax við óraunsæ markmið – gleymdu þeim ráðum. Það er hætt við að viðræður við foreldra þína og aðra fjölskyldumeðlimi fari í hringi. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Einhverra hluta vegna tekst þér ekki að einbeita þér að því sem máli skiptir. Nú taka við betri tímar. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það er í góðu lagi að hafa áhrif á fólk með framkomu sinni ef þú bara gætir þess að fæla það ekki frá við nán- ari kynni. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þér finnast aðrir horfa um of yfir öxlina á þér. Einhver ókunnur maður kemur með erindi sem þú þarft að bregðast við. Stjörnuspá 15. febrúar 1917 Kristín Ólafsdóttir lauk læknaprófi fyrst íslenskra kvenna og varð þar með fyrsta konan sem lauk embættisprófi frá Háskóla Íslands. 15. febrúar 1923 Ingibjörg H. Bjarnason, fyrsta konan sem kosin var á löggjaf- arþing Íslendinga, tók sæti á Alþingi. Hún sat á átta þingum og var jafnan eina konan. 15. febrúar 1940 Sigurður Nordal flutti fyrsta útvarpserindið af sex undir heitinu Líf og dauði. Þetta varð „einn frægasti erinda- flokkur í sögu Ríkisútvarps- ins“, segir í bókinni Útvarp Reykjavík. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Frú Ragnheið- ur Guðbjarts- dóttir, Höfða- grund 22, Akranesi er ní- ræð í dag, 15. febrúar. Hún er að heiman á af- mælisdaginn. 90 ára Hörður Guð- mundsson, Holtsgötu 19, Hafnarfirði verður áttræður á morgun, 16. febrúar. Hann og fjölskylda hans taka á móti vinum og ætt- ingjum á afmælisdaginn í félags- heimilinu Garðaholti á milli kl. 18 og 21. 80 ára „ÞESSI afmælisdagur verður nú líklega með þeim rólegri. Ég skellti í nokkrar kökur og mín- um nánustu ættingjum er boðið að gæða sér á kræsingunum á heimili mínu,“ segir Sigurður Aðalsteinn Þorgeirsson nemi í tækniteiknun sem heldur upp á 27. afmælisdag sinn í dag. Sig- urður Aðalsteinn segist nokkuð liðtækur þegar kemur að kökugerð en á þó von á að njóta lið- sinnis konu sinnar þegar kemur að fínni þáttum bakstursins. Sigurður Aðalsteinn tók að vísu forskot á sæl- una og hélt veglega veislu um liðna helgi með vinum og vandamönnum. Hann segir þá ákvörðun hafa verið tekna af persónulegum ástæðum, en kona hans er við störf þessa helgi. Þegar hann er spurður út í eftirminnilega afmælisdaga er Sigurður fljótur til svara. „Það var náttúrlega þegar ég fagnaði 25 ára afmæl- inu mínu í Víetnam, en við vorum fjórir á ferðalagi í nokkra mánuði í Asíu.“ Sigurður og félagar hans voru staddir í borginni Dalat, í há- löndum Víetnam, á afmælisdaginn og leigðu sér mótorhjól til að skoða blómagarða, búddahof og glæsileg vötn sem eru á svæðinu. andri@mbl.is Sigurður A. Þorgeirsson nemi er 27 ára Tók forskot á sæluna Nýirborgarar Reykjavík Ólafur Haukur og Kristinn Þór fæddust 25. ágúst. Kristinn Þór fæddist kl. 8.53. Hann vó 2.800 g og var 48 cm langur. Ólafur Haukur fæddist kl. 8.54. Hann vó 3.325 g og var 50 cm langur. Foreldrar þeirra eru Ólöf Kristín Sívertsen og Sævar Kristinsson. Reykjavík Kristþór fædd- ist 19. júlí kl. 11.17. Hann vó 3.730 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru Magnea Brynja Magn- úsdóttir og Guðni Vil- mundarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.