Morgunblaðið - 23.02.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.02.2009, Blaðsíða 2
2 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2009 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl. is , Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Valur – Stjarnan 29:27 Vodafone-höllin, Hlíðarenda, Íslandsmótið í handknattleik, úrvalsdeild kvenna, N1 deildin, laugardaginn 21. febrúar 2009. Mörk Vals: Drífa Skúladóttir 6, Hildigunn- ur Einarsdóttir 6, Hrafnhildur Ósk Skúla- dóttir 5, Dagný Skúladóttir 4, Kristín Guð- mundsdóttir 4, Íris Ásta Pétursdóttir 2, Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir 1, Ágústa Edda Björnsdóttir 1. Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Stjörnunnar: Alina Petrache 11, Kristín Jóhanna Clausen 5, Harpa Sif Eyj- ólfsdóttir 4, Þórhildur Gunnarsdóttir 3, El- ísabet Gunnarsdóttir 2, Aðalheiður Hreins- dóttir 1, Sólveig Lára Kjærnested 1. Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, fínir. Áhorfendur: 86. Ásgeir ÖrnHallgríms- son skoraði fjög- ur mörk en Snorri Steinn Guðjónsson ekk- ert þegar GOG frá Danmörku beið lægri hlut fyrir Barcelona, 36:27, í meistaradeildinni í hand- bolta. GOG er án stiga að loknum sex leikjum í milliriðlinum og ljóst að liðið fer ekki lengra í keppninni.    Hvorki Arnór Atlason né Guð-laugur Arnarsson voru meðal markaskorara hjá FCK sem tapaði stórt fyrir Portland San Antonio, 38:27, í milliriðli meistaradeildar Evrópu í handknattleik í gær. FCK er án stiga eftir sex leiki í riðli sín- um og á nánast enga möguleika á að komast í átta liða úrslitin.    Gummers-bach er komið áfram í EHF-bikarnum eftir að hafa lagt Magdeburg að velli með örugg- um hætti, 30:20, í síðari leik lið- anna og fer áfram á sam- anlagðri marka- tölu 56:44. Róbert Gunnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Gum- mersbach í þessum síðari leik lið- anna. Auk Gummersbach eru Ara- gón og Arrate frá Spáni, Astrakhan frá Rússlandi, Gorenje frá Slóveníu, Bjerringbro- Silkeborg frá Danmörku, Ivry frá Frakklandi og St. Otmar St. Gal- len frá Sviss komin í átta liða úrslit keppninnar.    Jóhann Jóhannsson var marka-hæstur með sjö mörk í liði Aft- ureldingar sem lagði ÍBV að velli, 31:14, í 1. deild karla í handknatt- leik um helgina. Grétar Eyþórsson var markahæstur í liði Eyjamanna með fjögur mörk. Afturelding er í fjórða sætinu og kemst örugglega í umspilið um sæti í úrvalsdeildinni.    Lindsey Vonnfrá Banda- ríkjunum vann í gær sinn 19. heimsbikarsigur á ferlinum þegar hún kom fyrst í mark í risasvigi á heimsbik- armótinu í Tarvisio á Ítalíu. Tími Vonn var 1:21,72 mínútur, rúmri hálfri sekúndu betri en tími Fabienne Suter frá Sviss sem varð önnur. Vonn er efst á stigum í heimsbikarkeppninni með 1.274 stig, 299 stigum meira en Maria Reisch frá Þýskalandi sem kemur henni næst. Fólk sport@mbl.is Eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson thorkell@mbl.is Þegar fjórum umferðum er ólokið í deildinni eru Haukar í efsta sætinu með 31 stig, Stjarnan kemur næst með 28 stig, þá Valur með 24 stig og Fram í fjórða sætinu með 19 stig, átta stigum á undan HK sem hefur 11 stig í fimmta sætinu. Fjögur efstu liðin í deildinni leika í úrslitakeppni um hvaða lið muni hampa Íslandsmeist- aratitlinum í vor, en Íslandsbikarinn hefur verið í vörslu Stjörnukvenna síðustu tvö árin. Segja má að Fram hafi farið lang- leiðina með því að tryggja sér fjórða sætið og þátttöku í úrslitakeppninni með sigri á Gróttu. Lauk leiknum 26:23 og skoraði Stella Sigurðardóttir manna mest hjá Fram, 12 mörk, en hjá Gróttu var Elsa Óðinsdóttir markahæst með 8 mörk. HK og FH höfðu sætaskipti HK komst líka upp fyrir FH í deildinni með því að gjörsigra Hafn- arfjarðarliðið í Kaplakrika, 36:24. Línumaðurinn Arna Sif Pálsdóttir gerði 12 mörk í liði HK, Brynja Magnúsdóttir 6 og Jóna Sigríður Halldórsdóttir 5 mörk. Hjá FH var Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir markahæst með 5 mörk. Stærsta viðureign umferðarinnar var þó án nokkurs vafa leikur Vals og Stjörnunnar, þar sem Valur lagði Stjörnuna 29:27, þar sem mikil leik- gleði einkenndi lið Vals að þessu sinni og allir liðsmenn virtust tilbúnir að leggja sín lóð á vogaskálarnir til þess að landa sigri gegn Stjörnunni að þessu sinni. Drífa Skúladóttir og Hildigunnur Einarsdóttir skoruðu 6 mörk hvor fyr- ir Val en Hrafnhildur Ósk Skúladóttir var ekki síður mikilvæg Valsliðinu þar sem hún skoraði fjögur mikilvæg mörk á stuttum kafla í síðari hálfleik. Skoraði hún 5 mörk í heildina. Hjá Stjörnunni skoraði Alina Petrache 11 mörk, en hún virðist varla mæta í hús á Hlíðarenda öðru vísi en að skora minnst 10 mörk. Þýðir ekki að horfa endalaust á töfluna „Það þýðir ekkert að horfa enda- laust á töfluna. Við tökum bara einn leik í einu og þessi deild er ekkert búin þó að það stefni í að Haukar endi í fyrsta sæti og við í öðru,“ sagði Kristín Jóhanna Clausen, fyrirliði Stjörn- unnar, eftir leikinn við Val. Stjarnan er núna handhafi allra titla sem keppt er um í kvennahandbolt- anum og á tölfræðilega möguleika á því að svo verði áfram. „Fyrsta sætið er ekkert úr sögunni. Haukar og Val- ur eiga eftir að mætast í deildinni og það getur vel farið svo að við endum í fyrsta sæti þó að útlitið sé annað núna. Annars lendum við bara í öðru sæti og tökum þá bara Íslandsmeistaratit- ilinn. Ef allt gengi eftir fengju Haukar fleiri heimaleiki gegn okkur í úr- slitakeppninni og það er svo sem bara fínt. Okkur gengur alltaf betur á Ás- völlum,“ sagði Kristín sem neitaði því ekki að bikarkeppnin hefði talsverð áhrif á Stjörnuliðið þessa dagana. Stjarnan mætir liði FH í úrslitum bik- arkeppninnar um næstu helgi og á Stjarnan kost á því að verja þann titil sinn þar. Finnur ekki fyrir pressu „Já, auðvitað gæti bikarinn hafa truflað okkur í þessum leik við Val. Hann á að sjálfsögðu ekki að gera það en ég útiloka það ekki. Við höfum farið erfiða leið í gegnum þá keppni og höf- um leikið marga leiki við Val og Hauka að undanförnu þannig það hefur verið álag á okkur. Ég finn samt alls ekki fyrir neinni pressu neins staðar frá að við verðum að verja alla okkar titla og vinna allt sem í boði er. Það má ekki heldur gleyma því að hópurinn okkar er talsvert breyttur og við höfum misst þónokkra leikmenn bæði frá því á síðustu leiktíð og einnig bara í vet- ur,“ sagði fyrirliði Stjörnunnar. Línurnar að skýrast  Valur sigraði Stjörnuna, 29:27  Þremur stigum munar á Haukum og Stjörn- unni þegar fjórar umferðir eru eftir  Fram með fjórða sætið í höndunum Morgunblaðið/Golli Návígi Þær Eva Barna og Dagný Skúladóttir úr Val sækja hart að Hörpu Sif Eyjólfsdóttir úr Stjörnunni. Hlíðarendakonur höfðu betur í þetta sinn. LÍNUR eru farnar að skýrast í N1- deild kvenna í handknattleik eftir leiki helgarinnar og nokkuð ljóst hvernig liðin raðast í efstu fjögur sæti deildarinnar. Stjarnan tapaði gegn Val í Vodafone-höllinni á laug- ardag, 29:27, og er Stjarnan því núna þremur stigum á eftir toppliði Hauka þegar fjórar umferðir eru eftir í deild- inni. Eftir Trausta Salvar Kristjánsson trausti@mbl.is Í A-riðli mættust Keflavík og KR á laugardag, en Keflavík átti harma að hefna síðan í bikarúrslitaleiknum. Heimaliðið fór með sigur af hólmi, 79:70, eftir að hafa verið yfir allan leikinn og styrkti stöðu sína í öðru sæti riðilsins. Í B-riðli mættust Grindavík og Fjölnir. Grindavík vann nokkuð auðveldan sigur á neðsta liði deildarinnar, 95:68, hvers örlög eru að falla um deild. Grindavík hins veg- ar, er öruggt í öðru sæti riðilsins, með 16 stig. Góður sigur hjá Hamri Í gærkvöld töpuðu Haukar nokkuð óvænt fyrir Hamri, 54:61, en þetta var aðeins annað tap Hafnarfjarð- arliðsins í vetur. Haukar þurftu þó litlar áhyggjur að hafa enda lang- efstir með 34 stig og deildameist- arabikarinn öruggan, sem þeir fengu einmitt afhentan eftir leik, enda síð- asti heimaleikurinn í deildinni í vetur. Með sigrinum fór Hamar upp fyrir KR í þriðja sætið en bæði lið eru með 20 stig. Þá burstaði Valur lið Snæ- fells, 103:71 og hélt forystu sinni í B- riðli, með 22 stig, en Snæfell er áfram í þriðja sætinu með 10 stig. Línur teknar að skýrast Í síðustu umferð deildakeppn- innar, sem fram fer á miðvikudaginn kemur, mætast KR og Hamar, þar sem sigurliðið mun mæta Grindavík í úrslitakeppninni. Tapliðið mætir hinsvegar Val. Aðrir leikir umferð- arinnar eru Fjölnir – Snæfell, Grindavík – Valur og Keflavík – Haukar, en allir þessir leikir skipta í raun engu máli, en heiðurinn er auð- vitað í húfi. Allt lagt í sölurnar KR-ingar þurfa að taka sig saman í andlitinu eftir tvo ósigra í kjölfar bik- armeistaratitilsins. KR tapaði fyrir Hamri á heimavelli í október, vann Grindavík úti í leiknum á undan og vann Val skömmu síðar á útivelli, og getur því allt gerst. Haukar og Kefla- vík sitja hinsvegar hjá í fyrstu um- ferð úrslitakeppninnar og bíða and- stæðinga sinna. Hamar lagði Haukana  KR og Hamar eiga eftir hreinan úr- slitaleik um þriðja sætið í deildinni Morgunblaðið/hag Númer tvö Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir og samherjar hennar í Keflavík enda í öðru sætinu og fara þar með beint í undanúrslit Íslandsmótsins. LÍNURNAR eru farnar að skýrast í úr- valsdeild kvenna í körfuknattleik en 19. og næstsíðasta umferðin var leik- in um helgina. Ljóst var fyrir helgina að Haukar og Keflavík yrðu í tveimur efstu sætunum og færu beint í fjög- urra liða úrslit en eftir er að útkljá hvaða lið mætast í fyrstu umferð úr- slitakeppninnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.