Morgunblaðið - 23.02.2009, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.02.2009, Blaðsíða 7
Íþróttir 7 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2009 EGGERT Gunnþór Jónsson, leikmaður He- arts í skoska fótboltanum, skoraði mark liðsins í 1:1 jafntefli gegn St. Mirren á laugardag. „Ég fékk sendingu inn í teig eftir aukaspyrnu, bolt- inn datt fyrir mig og ég setti hann bara í mark- ið. Þetta var nú enginn þrumufleygur, en það vegur alveg jafn þungt,“ sagði Eggert við Morgunblaðið í gær. Markið dugði þó ekki til sigurs því Andy Dorman jafnaði í uppbót- artíma fyrir gestaliðið. Eggert lék í stöðu mið- varðar í leiknum en hann hefur þurft að leysa ýmsar stöður á vellinum. „Ég hef verið próf- aður í vinstri bakverði, miðverði, hægri bak- verði, hægri kanti, á miðri miðjunni og nú er þjálfarinn að pæla í að prófa mig frammi, en sjálfur lít ég á mig sem miðjumann á miðri miðj- unni. Þetta byrjaði vegna leikbanna og meiðsla í hópnum og svo hefur hann bara haldið þessu áfram. En þetta er samt lítið að stressa mig, ég er bara ánægður með að fá að spila, auk þess sem þetta gerir mig bara að betri leik- manni,“ segir Eggert. He- arts er í þriðja sæti deildarinnar með 42 stig, tveimur stigum á undan Dundee. trausti@mbl.is „Þetta var nú enginn þrumufleygur“ Eggert Gunnþór Jónsson ÞAÐ urðu óvænt úrslit í spænska boltanum um helgina þegar topplið Barcelona tapaði sínum fyrsta heimaleik síðan í ágústmánuði, og það fyrir botnliði Espanyol, 1:2, í Katalón- íuslagnum, en mikill rígur er á milli þessara nágrannaliða. Seydo Keita var rekinn af velli hjá Börsungum strax á 38. mínútu og fyrrver- andi leikmaður Barcelona, Ivan de la Pena, skoraði tvívegis í upphafi seinni hálfleiks fyr- ir Espanyol. Yaya Touré minnkaði muninn fyrir heimamenn, en það dugði ekki til. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður fyrir Samuel Eto’o á 65. mínútu en náði ekki að gera mikinn usla. Á meðan fóru erkifjendurnir í Real Madrid hamförum gegn Real Betis og unnu sinn níunda leik í röð. Higuaín kom Real yfir í byrjun leiks, en Klaas Jan Huntelaar bætti svo tveim- ur mörkum við áður en Ricardo Oliveira minnkaði muninn fyrir gestina. Þá gerði Raúl tvö mörk í röð og Sergio Ramos bætti einu marki við, en öll komu mörkin sjö í fyrri hálfleik. Real er nú aðeins sjö stigum á eftir Barcelona og á heimaleik- inn gegn Börsungum eftir. trausti@mbl.is Real Madrid nálgast Barcelona óðum Ivan de la Pena Eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson thorkell@mbl.is Þar með er farið að draga fullmikið í sundur með Liverpool og Manchest- er United í toppbaráttunni til þess að einhver almennileg spenna sé í deildinni. Nú munar sjö stigum á liðunum. Liverpool hefur 55 stig í 2. sætinu en Manchester United hefur 62 stig á toppnum eftir 2:1-sigur á Blackburn á laugardag. Wayne Rooney kom United yfir en Roque Santa Cruz jafnaði metin áður en Cristiano Ronaldo skoraði svo sig- urmark Manchester United. „Við fengum nóg af marktækifær- um í leiknum en nýttum þau einfald- lega ekki. Við þurftum að vinna þennan leik til þess að halda í við Manchester United. En við höldum bara áfram og stefnum á sigur í öll- um leikjum sem eftir eru, hvort sem þeir eru í deildinni eða meist- aradeildinni. Báðar keppnir eru mikilvægar og ég mun ekkert setja aðra þeirra í forgang,“ sagði Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liver- pool, við BBC. Hiddink byrjaði á sigri Liverpool er þar með nær Chelsea og Aston Villa í stigum. Þau lið mættust einmitt innbyrðis um helgina og fóru leikar á þann veg að Chelsea sigraði, 1:0 með marki Nicolas Anelka. Tókst Hol- lendingnum Guus Hiddink því að stýra Chelsea til sigurs í sínum fyrsta leik við stjórnvölinn hjá Lundúnaliðinu. „Ég er ánægður með spila- mennskuna hjá liðinu og að okkur tókst að landa sigri. Við mættum góðu liði, en hópurinn sem ég hef í höndum er líka góður og ég mun reyna að laða það besta fram úr þessum leikmönnum sem ég hef í höndum hér hjá Chelsea,“ sagði Gu- us Hiddink við BBC eftir leikinn við Aston Villa. Arsenal þarf að gyrða sig í brók Útlitið er ekki bjart hjá Arsenal hvað meistaradeildarsæti varðar. Liðið gerði um helgina markalaust jafntefli við Sunderland en þar lék hinn rússneski Andrei Arshavin sinn fyrsta leik fyrir Arsenal. Lund- únaliðið er nú í 5. sæti með 45 stig, sex stigum á eftir Aston Villa í bar- áttu um þátttökurétt í meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Aðeins fjór- um stigum á eftir Arsenal kemur svo Everton með 41 stig. „Ég er mjög vonsvikinn að hafa ekki náð að vinna þennan leik. Það segir sig hins vegar alveg sjálft að við vinnum enga leiki þegar við skorum ekki mörk. Við verjumst vel, en það gengur lítið að skora hjá okkur þessi misserin og við þurfum að finna einhverja lausn á því. Það er alveg klárt mál, þetta gengur ekki svona,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, við BBC. Arsenal hefur nú gert markalaust jafntefli í þremur síðustu deild- arleikjum í ensku úrvalsdeildinni. Everton gerði í gær markalaust jafntefli við Newcastle. Lið New- castle lék einum færri allan síðari hálfleik en Kevin Nolan fékk að líta rauða spjaldið á 44. mínútu fyrir ljóta tæklingu á Victor Anichebe, leikmann Everton. Er United að stinga af?  Dýrmæt stig fóru í súginn hjá Liverpool sem gerði jafntefli við Manchester City, 1:1  Sigur hjá Chelsea í fyrsta leiknum undir stjórn Guus Hiddink Reuters Flottur Wayne Rooney gat fagnað um helgina. Hér fagnar hann marki sínu gegn Blackburn í 2:1 sigri á liðinu. Í HNOTSKURN »Manchester United hefurnú sjö stiga forystu á Liv- erpool sem er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. »Arsenal hefur nú gert þrjúmarkalaus jafntefli í röð í deildinni. »Chelsea vann sigur í sínumfyrsta leik undir stjórn Gu- us Hiddink. LIVERPOOL fór illa að ráði sínu þegar liðið gerði einungis jafntefli við Man- chester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, 1:1. Fyrrverandi Liver- pool-leikmaðurinn, Craig Bellamy kom City yfir með góðu skoti á víta- teig Liverpool í Alvaro Arbeloa og í netið. Þrátt fyrir að hafa aðeins leikið í eitt tímabil með Liverpool kaus Walesverjinn að fagna ekki marki sínu á Anfield. Það var svo Hollend- ingurinn Dirk Kuyt sem tryggði Liver- pool eitt stig úr leiknum með marki á 78. mínútu og jafnaði metin í 1:1. Guðjón Þórð-arson fagn- aði sínum fjórða sigri í sjö deilda- leikjum sem knattspyrnu- stjóri Crewe þeg- ar lið hans lagði Huddersfield að velli, 3:1, á laug- ardaginn. Áður en Guðjón tók við um áramótin hafði lið Crewe aðeins unnið fjóra af fyrstu 23 leikjum sín- um og sat á botni deildarinnar. Nú er það komið í 22. sætið af 24 liðum og vantar fimm stig til að ná Orient og komast úr fallsæti, en á tvo leiki til góða.    Guðjón var afar ánægður meðsína menn á laugardaginn og sagði að þeir hefðu spilað skemmti- legan fótbolta. „Bæði lið léku til sig- urs og ég tel að þetta hafi verið góð auglýsing fyrir knattspyrnuna í þessari deild. Liðsandinn hjá strák- unum er frábær, þeir sýndu að þeir eru tilbúnir til þess að leggja allt í sölurnar hver fyrir annan, og það er lykilatriðið,“ sagði Guðjón á vef Crewe eftir leikinn.    Mikel Arteta,miðjumað- ur Everton í ensku úrvals- deildinni í knatt- spyrnu, fór meiddur af velli í gær þegar liðið gerði 0:0 jafntefli við Newcastle, eftir samstuð við Peter Lövenkr- ands. Arteta lenti illa og fór sár- þjáður af velli. Arteta er mjög mik- ilvægur leikmaður hjá Everton, en hann hefur stjórnað leik liðsins eins og herforingi síðan hann kom frá Real Sociedad árið 2005.    Alex Ferguson knattspyrnustjóriManchester United er kominn í vandræði með að stilla upp vörn sinni fyrir leikinn gegn Inter Mílanó í Meistaradeild Evrópu eftir að mið- vörðurinn Jonny Evans haltraði af velli í leik liðsins gegn Blackburn í úrvalsdeildinni á laugardag. Nemanja Vidic tekur út leikbann í leiknum og þeir Wes Brown og Gary Neville eru báðir meiddir, auk þess sem John O’Shea er tæpur. Ólíklegt er talið að Evans nái að spila leikinn.    Grétar RafnSteinsson og félagar hans í Bolton komu sér í þægilega stöðu í ensku úrvals- deildinni á laug- ardaginn með því að sigra West Ham, 2:1, á Reebok-leikvanginum. Matt Taylor og Kevin Davies komu Bolton í 2:0 áður en Scott Parker minnkaði muninn fyrir Íslendinga- félagið. Bolton komst með sigrinum í sjö stiga fjarlægð frá fallsæti deild- arinnar en West Ham siglir nokkuð lygnan sjó í miðri deildinni. Fólk sport@mbl.is HERMANN Hreiðarsson hefur aldeilis fundið sig vel undanfarið með liði Portsmouth í ensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu, eftir langa bekkj- arsetu sem næstum leiddi til þess að Hermann fór frá liðinu í janúarglugganum. Eftir að Tony Adams var rekinn og Paul Hart gerðist bráða- birgðastjóri út leiktíðina hefur Hermann hins veg- ar verið í byrjunarliðinu og fundið sig vel. Hann skoraði gegn Liverpool, Manchester City og átti allan heiður af jöfnunarmarki liðsins gegn Stoke á laugardaginn, 2:2, á 90. mínútu leiksins. Fyrir vik- ið hafa stuðningsmenn Portsmouth allir færst í aukana og biðla nú bæði til Hermanns og Portsmouth um að „Herminator“, eins og hann er kallaður, haldi áfram að spila með liðinu, en samningur Her- manns rennur út í sumar og er honum því frjálst að ræða við önnur lið um samning. „Það er óneitanlega skemmtilegra að fá að spila en að sitja á bekkn- um. Það er auðvitað aðal- atriðið, mörkin eru svo bara bónus,“ sagði Hermann við Morgunblaðið í gær, en hann hefur gert samtals fjögur mörk á leiktíðinni. En hvar liggur framtíð Hermanns? Mun hann verða við óskum áhangenda Portsmo- uth og vera áfram í herbúðum liðsins? „Í sann- leika sagt er þetta ekki einungis í mínum höndum. Leikmennirnir eru sáttir við núverandi þjálfara, að minnsta kosti út leiktíðina, en þjálfaramálin þarf að fá á hreint áður en samið er um leik- mannamál. Ég veit í rauninni alveg jafn lítið og þú um hvort þjálfarinn verður áfram eða ekki, þetta er allt í höndum stjórnarinnar. Því mun ég bíða og sjá hvað verður áður en ég ræði við þá, nú eða þeir við mig, um nýjan samning. Hvað stuðningsmenn- ina varðar, þá hef ég alltaf átt gott samband við þá, en auðvitað er alltaf jákvætt og skemmtilegt að þeir skuli hugsa til manns,“ sagði Hermann í gær. trausti@mbl.is „Allt í höndum stjórnarinnar“  Hermann vill vissu um þjálfaramál Portsmouth  Má ræða við önnur félög Hermann Hreiðarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.