Morgunblaðið - 23.02.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.02.2009, Blaðsíða 4
4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 2009 Alls voru sjö lið voru skráð til keppni frá sex félögum, ÍR-A, FH, Fjölnir/Ármann, Norður- land, HSK, Breiðablik og ÍR-B. Hvert lið sendi einn keppanda í hverja grein og alls mátti hver keppandi taka þátt í tveimur greinum fyrir lið sitt. Sigurvegari í hverri grein halaði inn sjö stig fyrir lið sitt í stiga- keppnina, annað sætið gaf sex stig, þriðja sætið fimm stig og svo koll af kolli. Margur keppandinn gerði góða hluti í bik- arkeppninni og ein þeirra var Ásdís Hjálms- dóttir sem bætti árangur sinn í kúluvarpi enn frekar þegar hún varpaði kúlunni lengst 14,60 metra og bætti þar sitt persónulega ár- angur frá því fyrir hálfum mánuði um 41 sentimetra. Hraðskreiðust allra kvenna Linda Björk Lárusdóttir úr Breiðabliki virðist þessa dagana óumdeilanlega hrað- skreiðasta hlaupakona landsins. Sigraði hún örugglega í 60 metra grindahlaupinu þegar hún kom í mark á tímanum 8,90 sek., langt á undan næsta keppanda, Fjólu Signýju Hann- esdóttur úr HSK, sem hljóp á tímanum 9,29 sek. Linda lét sér þó ekki sigur nægja í grindahlaupinu heldur fór hún einnig með sigur af hólmi í 60 metra hlaupinu á tímanum 7,84 sek. Á meistaramótinu fyrir hálfum mán- uði vann Linda Björk einnig í báðum þessum greinum og því greinilega í svaka formi. „Ég á betri tíma en ég hljóp á að þessu sinni og ég veit að ég á miklu meira inni. Samt er ég að sjálfsögðu ánægð með að hafa lent í fyrsta sæti í báðum mínum greinum. „Ég æfi átta sinnum í viku til að ná mín- um markmiðum og halda sæti í landsliðinu. Fyrir mér er ekkert óraunhæft og ég get allt sem ég ætla mér, ég á allavega meira inni en ég sýndi núna,“ sagði Linda Björk sem virðist þó alveg hafa báða fætur á jörð- inni. „Ætla mér að ná þessu meti“ Jóhanna Ingadóttir úr ÍR var nálægt Ís- landsmetinu innanhúss í þrístökki þegar hún stökk 12,80 metra í bikarkeppninni á laug- ardag. Stökk Jóhönnu var aðeins þremur sentimetrum frá Íslandsmeti Sigríðar Önnu Guðjónsdóttur úr HSK frá því í mars 1997. Stökk Sigríður þá 12,83 metra og er það nú- verandi Íslandsmet í greininni innanhúss. „Ég hefði vissulega viljað ná þessu Ís- landsmeti, en þrátt fyrir að það hafi ekki tekist er þessi árangur minn núna mér alls engin vonbrigði. Ég er ánægð með þetta hjá mér. Ég leyni því samt alls ekki að Íslands- metið er það sem ég stefni á og hef verið frekar einbeitt að því að ná því að und- anförnu,“ sagði Jóhanna við Morgunblaðið. Bikarkeppnin er síðasta stóra innanhúss- mótið sem frjálsíþróttasamband Íslands heldur þennan veturinn og mætti því ætla að þetta hefði verið síðasta tækifærið í bili hjá Jóhönnu til að bæta Íslandsmetið. „Ég er skráð til keppni á innanhússmóti í Danmörku í næsta mánuði, þannig að ég hef mína möguleika. Ég ætla mér að ná þessu meti og vonandi tekst mér það á þessu móti í Dan- mörku,“ sagði Jóhanna Ingadóttir, en þrí- stökkið er hennar aðalgrein. „Ég hef síðan mín markmið líka utanhúss í sumar og þar mun ég pottþétt bæta minn persónulega árangur. Það er alveg á hreinu.“ Aðeins munaði hálfu stigi Morgunblaðið/Golli Meistararnir FH-ingar stilltu sér upp með verðlaunagripina eftir að hafa unnið ÍR í æsispennandi bikarkeppni á laugardaginn. ÞAÐ er engum ofsögum sagt að það hafi ekki mátt tæpara standa hvaða lið yrði bikarmeistari innanhúss í frjálsíþróttum í Laugardalshöllinni á laugardag. Keppni lauk á þann veg að FH fékk 118 stig en A-lið ÍR 117,5 stig í samanlagðri keppni í karla- og kvennaflokki. Breiðablik var svo í þriðja sæti með 105 stig og sameiginlegt lið Fjölnis og Ármanns fékk 104,5 stig. Í karlaflokki bar lið FH einnig sigur úr býtum með 74 stig en A-lið ÍR stóð sig best í kvennaflokki með 65,5 stig. Eftir Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson thorkell@mbl.is  FH-ingar eru bikarmeistarar innanhúss í frjálsíþróttum  Ótrúlega jöfn keppni gegn ÍR-ingum Eftir Trausta Salvar Kristjánsson trausti@mbl.is FJÖGUR af sterkustu liðum kvennaknattspyrn- unnar á Norðurlöndunum og þó víðar væri leitað, öttu kappi á fjögurra liða æfingamóti í Växjö í Svíþjóð á föstudag og laugardag. Þetta voru Malmö, lið Dóru Stefánsdóttur, Linköping, lið Margrétar Láru Viðarsdóttur, Danmerkurmeist- arar Bröndby, lið Rakelar Hönnudóttur, og Umeå, sem er alveg laust við Íslendinga, en liðið er núverandi Svíþjóðarmeistari. Malmö sigraði Bröndby örugglega í undan- úrslitunum, 3:0 og Umeå vann Linköping 1:0 í hinum undanúrslitaleiknum. Þá sigraði Linköp- ing Bröndby í leik um þriðja sætið, 3:1 og Umeå sigraði Malmö í úrslitaleiknum, en það þurfti víta- spyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. „Já, því miður, þá lentum við í öðru sæti. Stefn- an var auðvitað sett á sigur í mótinu, enda ætlum við okkur stóra hluti í deildinni á þessu tímabili, en þetta er fyrsti og eini bikarinn sem Umeå mun vinna á þessu tímabili, því get ég lofað,“ sagði Dóra Stefánsdóttir, hálfdauf í dálkinn í gær, ný- komin heim af mótinu eftir langa rútuferð. Ekki sanngjörn úrslit Hún segir úrslitin ekki hafa verið sanngjörn. „Nei, alls ekki. Við áttum að vinna þennan leik, það er bara svo einfalt. Við vorum miklu betri að- ilinn, þó svo ég segi sjálf frá. Við áttum einfald- lega að gera út um leikinn í venjulegum leiktíma, öðru í ár. Þetta er líka langt tímabil, fyrsti leik er 28. mars og sá síðasti 7. nóvember, þannig a mótið mun ná yfir EM,“ sagði Dóra, sem sjálf segist ekki örugg með byrjunarliðssæti í liði sí Gott að hafa breiðan hóp „Nei, alls ekki. Það er baráttu um nánast hverja einustu stöðu og ég held að engin í liðin geti talist örugg með sæti. En þetta er langt og þétt prógramm og því gott að hafa breiðan hóp afnota. En ég er nokkuð sátt, hef verið að spila miðjunni, og það er bara góð stemning hjá þeim hérna,“ segir Dóra, sem kann vel við sig í Malm en þar er hún að hefja sitt fjórða tímabil. „Já já. Þetta er bær með álíka marga íbúa o Ísland, þó svo að andrúmsloftið sé svolítið smá því við fengum heldur betur færin til þess. Ég fékk sjálf dauðafæri en náði einhvern veginn að klúðra því, og samherjar mínir fengu einnig að minnsta kosti tvö önnur dauðfæri, en allt kom fyrir ekki. Ég var þriðja í röðinni í vítaspyrnu- keppninni, en fékk ekki einu sinni tækifæri til að spyrna, þetta kláraðist strax,“ sagði Dóra í gær. Hún segir komu Rakelar Hönnudóttur og Mar- grétar Láru til Danmerkur og Svíþjóðar tvímæla- laust styrkja liðin Bröndby og Linköping. „Já, ekki spurning. Það er frábært hjá þeim að hafa komið út og það verður gaman að fylgjast með þeim í þessum deildum. Úrvalsdeildin hér í Sví- þjóð verður mjög sterk í ár, það er ekkert eitt lið sem ber höfuð og herðar yfir önnur lið núna og liðin munu koma til með að reyta stig hvert af „Við áttum að vinna þennan leik“  Umeå vann Malmö í úrslitaleik æfingamóts í Svíþjóð  Fjögur sterkustu kvennalið Norðurlandanna tóku þátt FH 74,0 Breiðablik 57,0 ÍR – A 52,0 Fjölnir/Árm. 51,0 HSK 41,0 Norðurland 37,0 ÍR – B 22,0 FH 118,0 ÍR – A 117,5 Breiðablik 105,0 Fjölnir/Ármann 104,5 Norðurland 85,0 HSK 76,0 ÍR – B 63,0 ÍR – A 65,5 Fjölnir/Ármann 53,5 Norðurland 48,0 Breiðablik 48,0 FH 44,0 ÍR – B 41,0 HSK 35,0 Karlar Konur Samtals

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.