Morgunblaðið - 02.03.2009, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 02.03.2009, Qupperneq 4
4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. MARS 2009 „ÞAÐ var algjör draumur að fá að taka þátt í þessu með strákunum,“ sagði Dagur Sigurðsson, fyrrver- andi fyrirliði íslenska lands- liðsins í handknattleik, sem lék með Valsliðinu síðustu mínúturnar í leiknum við Gróttu. Dagur skoraði tvö mörk og sýndi að hann hef- ur engu gleymt. „Það var ekkert annað að gera en skjóta á markið, annars hefði ég verið með strákana á bakinu í allt kvöld,“ sagði Dagur. Sextán ár eru liðin frá því að Dagur lék síðast í úrslitaleik bikarkeppninnar hér á landi og þá var hann einnig í sigurliði Vals. Þremur árum síðar hélt hann til Þýskalands, þaðan til Japans og loks var hann þjálfari og leikmaður Bregenz í Austurríki, hvar hann varð bikarmeistari oftar en einu sinni. Draumur að fá að vera með Dagur Sigurðsson „VIÐ byrjuðum á að rúlla yfir þá, hleyptum þeim síðan inn í leikinn en gerðum síðan út um leikinn þegar á leið síðari hálfleik. Eigum við ekki að segja að þessar sveiflur hafi verið fyrir handboltann, hleypa aðeins spennu í leikinn,“ sagði Ólafur Haukur Gíslason fyr- irliði og markvörður Vals eftir að hann hafði tekið við bikarnum. „Þetta gekk upp í dag en við gerðum okkur leikinn of erfiðan. Við áttum að vera búnir að gera út um leikinn miklu fyrr en raun varð á. Munurinn fór niður í tvö mörk,“ sagði Ólafur. „Fyrirfram vorum við staðráðnir í að sýna leikmönnum Gróttu strax frá byrjun að þeir gætu ekki unnið okkur. En við hleyptum þeim inn í leikinn um tíma. Þegar öllu er á botninn hvolft er sjö marka munur svipaður munur og við mátti búast. Grótta er með svipað lið og Víkingur og Stjarnan í N1- deildinni,“ sagði Ólafur Haukur Gíslaon, fyr- irliði Vals. Sveiflurnar voru fyrir handboltann „ÉG er ekkert viss um að þessi góða byrjun okkar í leiknum hafi endilega verið svo góð því eftir hana fórum við að slaka á og Gróttumenn náðu aðeins að anda niður um hálsmálið á okk- ur um tíma,“ sagði hinn trausti leikmaður Vals, Heimir Örn Árnason sem skoraði fimm mörk í úrslitaleiknum og var einnig að vanda fastur fyrir í vörninni. „Við vorum algjörlega á hælunum í byrjun síðari hálfleiks. Mér fannst Gróttu-liðið standa sig bara mjög vel. En ég er fyrst og fremst ánægður með þennan sigur okkar. Mér fannst hann aldrei vera í alvarlegri hættu þrátt fyrir allt. Það er bara frábært að vinna titil og hann gefur okkur vonandi tóninn fyrir það sem koma skal. Nú get ég varla beðið eftir að úr- slitakeppnin á Íslandsmótinu hefjist,“ sagði Heimir sem einu sinni áður hefur leikið til úr- slita í bikarkeppninni. Hann var þó ekki í röð- um Valsmanna fyrir ári síðan þegar þeir unnu. Sigurinn var aldrei í hættu „ÞAÐ sem ég óttaðist mest fyrirfram gerðist; við lent- um langt undir,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Gróttu, eftir að hann hafði tekið við silfurverðlaun- unum. „En þrátt fyrir slæma byrjun þá létu menn ekki hugfallast og náðu að vinna sig hægt og bítandi inn í leikinn. Það þurfti ekki svo margt að falla með okkur í síðari hálfleik til þess að gera leikinn jafnari,“ sagði Ágúst sem viðurkenndi að reynsluleysi hefði orðið sínum mönnum að falli. „Ég er með stóran hóp af ungum mönnum sem hafa verið í neðstu sæt- um 1. deildar. Nú erum við í toppnum á þeirri deild og skyndilega komnir í úrslit bikarsins. Það er því ekkert óeðlilegt að spennustigið hafi verið nokkuð hátt hjá þeim.“ Spennustigið var nokkuð hátt Ágúst Jóhannsson Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is Upphafsmínútur leiksins sem Óskar vitnar til voru fyrstu 11 mínúturnar þar sem Valsmenn skoruðu sex mörk án þess að leikmenn Gróttu næðu að komast í ham. Hafi einhver vonað að um jafnan leik gæti orðið að ræða, ellegar að menn fengju að upplifa viðlíka ævintýri og í úrslita- leik karla í körfuknattleik á dög- unum, þá runnu þær vonir út í sand- inn strax í upphafi. Gróttuleikmönnum til hróss skal það sagt að þeir gáfust aldrei upp þótt staðan væri vonlítil og ljóst að við ofurefli væri að etja frá byrjun. Þeir reyndu hvað þeir gátu og lán- aðist að minnka muninn niður í tvö mörk snemma í síðari hálfleik. Þá komu þrír brottrekstrar á fimm mín- útna kafla. Við það skildi leiðir á ný og Valsmenn unnu afar öruggan og sannfærandi sigur. Eins og fyrirfram var búist við var mikill getumunur á liðunum auk þess sem Valsmenn hafa yfir fjöl- mennari hópi góðra leikmanna að ráða. Grótta er með sjö nokkuð þokkkalega leikmenn en síðan vart söguna meir. Efnilegir leikmenn eru í hópnum, s.s. Finnur Ingi Stef- ánsson, Þórir Jökull Finnbogason og Þorleifur Árni Björnsson. Hinn reyndi markvörður Gróttu, Hlynur Morthens, lék þó stærsta hlutverkið í liðinu. Hann varði afar vel og forð- aði liði sínu frá stærra tapi. Um leið og leikmönnum Gróttu er hrósað fyrir að gefast aldrei upp í vonlausri stöðu er rétt að vekja at- hygli á frábærum stuðningi sem liðið fékk frá sínum þúsund stuðnings- mönnum sem mættu í höllina blá- klæddir til þess að skemmta sér. Þeir voru frábærir og studdu sitt lið með ráðum, dáð og jákvæðni frá fyrstu mínútu og til hinnar síðustu. Í leikslok hylltu þeir leikmenn Gróttu eins og þeir hefðu unnið bikarinn. Þarna voru stuðningsmenn Gróttu svo sannarlega frábær fyrirmynd; menn mættu í Höllina til þess að styðja sitt lið og tóku það súra með því sæta. „Við vissum að við þurftum að ná upp hörkuvörn, markvörslu og hraðaupphlaupum til þess að vinna leikinn. Það tókst okkur í upphafi leiksins. Við bárum virðingu fyrir leikmönnum Gróttu og ég er mjög ánægður með hvernig strákarnir komu inn í leikinn,“ sagði Óskar Bjarni. „Við byrjuðum síðari hálfleikinn illa og hleyptum Gróttumönnum að- eins inn í leikinn. En við rákum af okkur slyðruorðið og náðum forskoti á ný,“ sagði Óskar, þjálfari Vals. Morgunblaðið/Ómar Bikarmeistarar Valur náði að verja bikarmeistaratitilinn í Eimskipsbikarkeppni karla í handknattleik. Sigur liðsins gegn Gróttu var öruggur, 31:24, og var fögnuður Valsmanna mikill í leikslok. Valsmenn gáfu strax tóninn  Aldrei nein spenna í úrslitaleik karla  Gróttumenn reyndu hvað þeir gátu en munurinn á liðunum var of mikill  Stuðningsmenn Gróttu gáfust aldrei upp og stálu senunni frá stuðningsmönnum Vals „FYRSTU mínútur leiksins voru mesta gleðiefni fyrir okkur Valsmenn í þess- um leik,“ sagði Óskar Bjarni Ósk- arsson, eftir að hann stýrði liði Vals til sigurs í bikarkeppninni í handknattleik karla annað árið í röð á laugardaginn. Þá vann liðið Gróttu, 31:24, í Laug- ardalshöll, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 14:9. Valur – Grótta 31:24 Úúrslitaleikur bikarkeppni HSÍ, Eimskips- bikar í karlaflokki, laugard. 28. feb. 2009. Gangur leiksins: 6:0, 6:1, 9:2, 13:5, 14:9, 14:12, 15:13, 20:14, 24:19, 27:21, 31:24. Mörk Vals: Sigurður Eggertsson 7, Heimir Örn Árnason 5, Arnór Gunnarsson 4, Orri Freyr Gíslason 4, Baldvin Þorsteinsson 3, Hjalti Þór Pálmason 2, Dagur Sigurðsson 2, Elvar Friðriksson 2, Sigfús Páll Sigfús- son 1, Gunnar Harðarson 1. Ólafur H. Gíslason varði 12/1 skot, (þar af 5 til móth.). Mörk Gróttu: Arnar Freyr Theodórsson 7, Finnur Ingi Stefánsson 7/5, Atli Rúnar Steinþórsson 4, Þórir Jökull Finnbogason 3, Þorleifur Árni Björnsson 2, Davíð Örn Hlöðversson 1. Hlynur Morthens varði 15/1 skot (þar af 3 til mótherja). Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elí- asson, ekkert sérstakir. Áhorfendur: 1.700. „ÞA ma pre sem okk Stj Lau „ ur á tím leg full me fyr fyr um mu me bik „ le Efti thor „Va skil var gæ me Bes S  G KVE ferð var kna lið F og s skip Stja En s Stjö key

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.