Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2009
íþróttir
Ósigur Skotar lögðu Íslendinga að velli á Hampden Park, 2:1, og standa mjög vel að vígi í
baráttunni um sæti í umspilinu fyrir HM. Möguleikar Íslands nánast úr sögunni. 2-3
Íþróttir
mbl.is
Eftir Skúla Unnar Sveinsson í Glasgow
skuli@mbl.is
„Ég sá boltann nokkrum sinnum
inni þarna í lokin. Ég var meira að
segja byrjaður að fagna þegar Pálmi
skaut í stöngina þarna í fyrra mark-
inu, en sem betur fer var Indriði vel
á verði og náði að skora. Síðan fékk
ég færi þarna síðar og svo annað.
Þetta gengur auðvitað ekki, maður
verður að nýta færin sem maður
fær,“ sagði Hermann.
Áttu varla hættulegt skot
Hann sagðist ánægður með leik
liðsins í heildina. „Það kom okkur
ekkert á óvart í þessum leik. Við
reiknuðum með mikilli pressu í upp-
hafi leiks og fyrstu 20 mínúturnar
var pressan gríðarleg og þeir fengu
fullt af hornspyrnum og aukaspyrn-
um og voru miklu meira með bolt-
ann. En engu að síður áttu þeir varla
hættulegt skot að marki þannig að
mér fannst við leika vel og verjast
vel eins og við lögðum upp með.
Við komumst síðan aðeins meira
inn í leikinn og alltaf þegar við náð-
um að senda boltann á milli okkar
nokkrum sinnum gekk ágætlega að
opna hjá þeim. Þetta spilaðist því
nokkuð svipað því sem planið var og
eins og maður þorði að vona,“ sagði
Hermann.
Hefðum getað stolið þessu
Hann sagði ekkert til að skamm-
ast sín fyrir í sambandi við þennan
leik. „Það er ekkert að skammast sín
fyrir hér, við fengum færi í leiknum
og ég er sammála því að allir áttu
fínan leik. Við vorum að spila við
gott skoskt fótboltalið og ef við horf-
um á liðin tvö voru þeir taldir sig-
urstranglegri, en við ýttum þeim alla
leið og hefðum alveg getað stolið
þessu. Við urðum okkur því ekki til
skammar hérna og menn eru bara
hundfúlir. Ég veit eiginlega ekki
hvers vegna þetta er svona, við spil-
um ágætlega, sköpum okkur færi en
töpum samt.“
Spurður hvort ekki stæði þá bara
til að breyta þessu, lenda með þeim í
riðli á nýjan leik og vinna þá. „Æii,
ég veit það ekki. Ég veit ekki hvort
ég nenni því,“ sagði fyrirliðinn og
var allt annað en ánægður með að fá
ekkert út úr leiknum.
Hitti hann allt of vel
„Þetta var ógeðslega svekkjandi,
ég var búinn að sjá boltann inni
þarna í restina eins og flestir aðrir.
Ég ætlaði að setja hann ofarlega í
markið, yfir varnarmennina og þetta
var frábært færi. Það er ekki oft sem
maður segir það, en ég hitti boltann
allt of vel, eins furðulega og það nú
hljómar. Ég hefði getað jafnað
þarna í lokin og tryggt okkur stig, en
því miður tókst það ekki. Þetta var
tómt klúður hjá mér, en ekkert hægt
að gera í því eftir á,“ sagði Pálmi
Rafn Pálmason, sem fékk gullið færi
til að tryggja jafntefli á lokamín-
útunni. »2-3
Langar mest
að fara í fýlu
Morgunblaðið/Kristinn
Meistarar Haukakonur fagna með Íslandsbikarinn í körfuknattleik eftir sigur á KR í oddaleik í gærkvöld. »4
„ÉG veit ekki hvað við höfum gert
þessum knattspyrnuguðum, þetta
virðist alltaf vera svona á móti Skot-
unum. Mig langar mest til að fara
heim í fýlu, þetta var svo svekkjandi,“
sagði Hermann Hreiðarsson fyrirliði
íslenska knattspyrnuliðsins eftir 2:1
tap fyrir Skotum á Hampden Park í
Glasgow í gærkvöldi. „Þetta er orðið
hálfþreytandi á móti Skotum,“ sagði
fyrirliðinn.
Hermann Hreiðarsson orðinn
þreyttur á knattspyrnuguðunum
DEILDARMEISTARAR HK í blaki
kvenna fengu svo sannarlega kröftuga mót-
spyrnu frá „spútnikliði“ Þróttar úr Nes-
kaupstað þegar fyrsti leikurinn í úr-
slitakeppninni um Íslandsmeistaratitilinn
fór fram í Digranesi í Kópavogi í gærkvöldi.
HK var í þremur hrinum gegn einni og ljóst
að allt stefnir í hörkuleik á milli liðanna
eystra á föstudag þegar þau mætast öðru
sinni.
HK vann fyrstu hrinuna í gær, 26:24, þar
sem vart mátti á milli sjá. Heimaliðið hafði
tögl og hagldir í annarri hrinu og vann með
tíu stiga mun, 25:15. Ungt lið Þróttar kom
af krafti til baka í þriðju hrinu og vann með
sex stiga mun, 25:19. Í fjórðu hrinu voru
leikmenn HK sterkari. Þeir unnu með átta
stiga mun, 25:17.
Í úrslitum þarf að vinna tvo leiki og því
getur HK tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn
á Norðfirði á föstudagskvöldið.
Í kvöld hefst rimma deildarmeistara
Þróttar úr Reykjavík og Íslandsmeistara
Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn í
karlaflokki. Leikurinn fer fram í Íþrótta-
húsi HÍ við Háteigsveg og verður flautað til
leiks klukkan 20. Í karlaflokki þarf einnig
að vinna tvo leiki til þess að verða meistari.
HK lenti í kröppum dansi
gegn Þrótti í Digranesi
Morgunblaðið/Golli
Barátta Frá viðureign HK og Þrótt-
ar N. í Digranesinu í gærkvöld.
ÞÝSKA meistaraliðið Kiel vann í gær sinn fertugasta
sigur á leiktíðinni undir stjórn Alfreðs Gíslasonar þeg-
ar það lagði Göppingen, 38:30, á útivelli í þýsku 1.
deildinni í handknattleik. Kiel hefur leikið 44 leiki á
keppnistímabilinu undir stjórn Alfreðs í fimm mótum
og var þetta fertugasti sigurinn, þar af sá 25. í þýsku 1.
deildinni. Tveir leikir hafa tapast, báðir fyrir Ciudad
Real og tvær viðureignir hafa endað með jafntefli.
Kiel hefur yfirburðastöðu í efsta sæti þýsku 1. deild-
arinnar, hefur nú 51 stig að loknum 26 leikjum. Liðið
hefur 14 stiga forskot á HSV Hamburg.
Aðeins þrjú lið geta komið í veg fyrir að Kiel verði
þýskur meistari enn eitt árið. Það eru Hamburg,
Lemgo og Rhein-Neckar Löwen. Þau verða helst að
vinna alla sína leiki sem eftir eru og Kiel má þá aðeins
vinna einn leik af átta til að svo megi verða. iben@mbl.is
Fertugasti sigur
Alfreðs á leiktíðinni