Morgunblaðið - 02.04.2009, Blaðsíða 4
Haukar – KR 69:64
Ásvellir, úrslit Íslandsmóts kvenna, odda-
leikur, miðvikudaginn 1. apríl 2009.
Gangur leiksins: 3:0, 5:2, 5:6, 14:12, 19:14,
22:14, 22:20, 26:23, 30:30, 35:35, 40:37,
44:39, 48:41, 48:44, 52:53, 59:53, 63:57,
66:59, 66:64, 69:64.
Stig Hauka: Slavica Dimovska 27, Monika
Knight 15, Kristrún Sigurjónsdóttir 11,
Ragna Brynjarsdóttir 6, Telma Fjalars-
dóttir 4, Guðbjörg Sverrisdóttir 4, Sara
Pálmadóttir 2.
Fráköst: 24 í vörn – 12 í sókn.
Stig KR: Margrét Kara Sturludóttir 18,
Hildur Sigurðardóttir 16, Sigrún Ámunda-
dóttir 13, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 7,
Guðrún Ámundadóttir 4, Guðrún Sigurð-
ardóttir 2, Helga Einarsdóttir 2, Heiðrún
Kristmundsdóttir 2.
Fráköst: 25 í vörn – 16 í sókn.
Villur: Haukar 21 – KR 21.
Dómarar: Kristinn Óskarsson og Sig-
mundur Már Herbertsson. Dæmdu erfiðan
leik vel.
Áhorfendur: Tæplega 1.000 og mikil
stemning.
Haukar sigruðu 3:2 samtals.
4 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2009
Eftir Kristján Jónsson
sport@mbl.is
Ekki minnist undirritaður þess að
hafa séð jafnskemmtilega úrslita-
rimmu um Íslandsmeistaratitilinn í
kvennaflokki. Baráttan og dramatík-
in allsráðandi, margir áhorfendur og
fjöldi frábærra leikmanna. Íslenskar
körfuboltakonur sækja greinilega
hratt fram og má augljóslega greina
framfarir hjá bestu liðunum á hverju
einasta ári. Þetta getur varla annað
en skilað sér í sterku A-landsliði inn-
an fárra ára.
Haukar urðu meistarar árið 2007
en hafa síðan misst mjög sterka leik-
menn. Þar ber helst að nefna Helenu
Sverrisdóttur en auk hennar má
nefna Pálínu Gunnlaugsdóttur, Unni
Töru Jónsdóttur, Guðrúnu og Sig-
rúnu Ámundadætur sem hafa skilað
sínu hjá KR í vetur og rúmlega það.
Með þessum rökum má halda því
fram að Yngvi Gunnlaugsson, þjálf-
ari Hauka, hafi unnið kraftaverk
með því að endurheimta titilinn fyrir
Hauka aðeins tveimur árum síðar:
,,Í þessu liði eru bara fjórar úr
meistaraliðinu 2007. Þetta er auðvit-
að ótrúlegt. Sérstaklega með hlið-
sjón af því að við erum með svo ungt
lið. En við fáum frábæran persónu-
leika í Slavicu Dimovsku og erum
með Kristrúnu Sigurjónsdóttur sem
er frábær leiðtogi. Dimovska hefur
verið meidd síðan við spiluðum við
KR í síðustu umferð deildarkeppn-
innar og Kristrún hefur verið meidd
alla úrslitakeppnina. Þetta eru bara
töffarar,“ sagði herforingi Hauka,
Yngvi Gunnlaugsson, þegar nið-
urstaðan lá fyrir. Í þann mund fékk
hann kalt steypibað frá leikmönnum
sínum að bandarískum sið. Munaði
engu að undirritaður yrði þar fórn-
arlamb aðstæðna – kom sér þá vel að
vera snöggur í hreyfingum!
„Vann einn leik í fyrra“
Það er ekki að undra að Yngvi
minnist á Dimovsku því hún var sá
leikmaður sem gerði gæfumuninn í
síðari hálfleik. Skoraði mikilvæga
þriggja stiga körfu þegar tæp mín-
úta var eftir og kom Haukum í 66:59.
Auk þess hitti hún báðum víta-
skotum sínum þegar 18 sekúndur
lifðu af leiknum og kom Haukum í
68:64. Þetta voru eiginlega sig-
urkörfur leiksins og alls skoraði Di-
movska 27 stig í leiknum en hún er
landsliðsmaður Makedóníu: „Þetta
var einfaldlega frábært fyrir hana.
Hún vann einn leik með Fjölni í
fyrra en stóð sig frábærlega. Við
ákváðum að gefa henni tækifæri og
hún hefur heldur betur sýnt úr
hverju hún er gerð,“ sagði Yngvi um
leikstjórnanda sinn. Auk hennar
skilaði Monika Knight 15 stigum
fyrir Hauka og Ragna Margrét
Brynjarsdóttir átti mjög góðan leik.
Fékk Ragna þar uppreisn æru eftir
að hafa verið vísað út úr húsi fyrir
óíþróttamannslega framkomu í
fyrstu orrustu liðanna.
Frábært tímabil hjá KR
KR-konur gátu ekki á heilum sér
tekið þegar úrslitin voru ráðin. Þær
geta hins vegar huggað sig við að
þær hafa átt frábært tímabil. Urðu
bikarmeistarar og gerðu heiðarlega
atlögu að stóra titlinum. Mikið afrek
að ná slíkum árangri án erlends leik-
manns. Þær geta því borið höfuðið
hátt ásamt þjálfara sínum Jóhannesi
Árnasyni. KR er með lið í höndunum
sem að öllu óbreyttu mun berjast um
titlana á næstu árum. Margrét Kara
Sturludóttir og Sigrún Ámundadótt-
ir voru drjúgar að þessu sinni en
Hildur Sigurðardóttir og Guðrún
Gróa Þorsteinsdóttir hafa farið á
kostum í úrslitakeppninni. En
breiddin og liðsheildin eru kannski
sterkasta vopn bikarmeistaranna.
Morgunblaðið/Kristinn
Sigurflækja Þær Helena Brynja Hólm og Guðbjörg Sverrisdóttur úr Haukum flæktu verðlaunapeningunum sínum saman en létu það að sjálfsögðu ekki spilla sigurgleðinni.
,,Þetta eru bara töffarar“
FIMM leikja stríði milli deildarmeist-
ara Hauka og bikarmeistara KR, um
Íslandsmeistaratitilinn í körfuknatt-
leik kvenna, lauk á Ásvöllum í Hafn-
arfirði í gærkvöldi. Haukakonur yf-
irgáfu vígvöllinn sigurreifar eftir
sigur í fimmtu orrustunni, 69:64, en
KR-konur stóðu eftir óhuggandi að
lokinni geysilegri baráttu.
Yngvi Gunnlaugsson bjó til nýtt lið hjá Haukum sem endurheimtu Íslandsmeistaratitilinn
„ÉG er rosalega ánægð og hamingjusöm.
Þetta er fyrsti alvörutitillinn minn í meist-
araflokki og ég er himinlifandi með þetta allt
saman,“ sagði Slavica Dimovska, leikmaður
Hauka, eftir sigurinn í gær. Slavica var kosin
verðmætasti leikmaður seríunnar, en hún
gerði 27 stig í leiknum í gær, var stigahæst í
sínu liði og átti að öðrum ólöstuðum stærstan
þátt í sigrinum. „Ég tileinka verðlaunin liðinu
mínu, því það var liðsheildin sem skóp þenn-
an sigur. Mín frammistaða endurspeglaði
einfaldlega baráttu, samheldni og sigurvilja
liðsins í kvöld. Þetta var ansi nálægt í lokin og á tímabili hefðum
við getað hent sigrinum frá okkur, en við höfðum einfaldlega
meiri sigurvilja,“ sagði Slavica. Samningur hennar var aðeins til
eins árs og því óvíst hvort hún spili með Haukum á næstu leiktíð.
„Það kemur allt í ljós. Ég fer heim til Makedóníu í sumar, en ég
væri alveg til í að koma aftur í Haukana, enda er þetta besta liðið
á Íslandi!“ trausti@mbl.is
„Liðsheildin skóp
þennan sigur“
Slavica
Dimovska
„ÞETTA var spennandi og skemmtilegur leikur. Það er þó ekki
heppni sem ræður úrslitum í svona leik, heldur framkvæmd á
smáatriðum og við einfaldlega náðum ekki að stoppa Slavicu í
dag. Hún var alveg frábær og hitti nánast alltaf þegar hún
skaut á körfuna. Það gerði Haukana að betra liðinu í dag,“
sagði Jóhannes Árnason, þjálfari KR, eftir tapið í gær. Hann
sagði að leikskipulagið hefði því miður ekki gengið upp að
þessu sinni. „Við lögðum auðvitað upp með að stöðva Slavicu.
Við erum með frábæra varnarmenn og Guðrún Gróa hefur
staðið sig vel í að dekka Slavicu í þessari úrslitarimmu. Því mið-
ur náði hún ekki að stöðva hana í dag, enda eflaust orðin þreytt
eftir þessa erfiðu seríu. En Slavica á heiður skilinn fyrir sína
frammistöðu. Við vorum undir lungann úr leiknum sem er allt-
af erfitt, við náðum aldrei almennilegu áhlaupi á þær og því fór
sem fór,“ sagði Jóhannes, sem segir skilið við þjálfun í bili. „Ég
er að opna lögmannsstofu og hef því engan tíma í þetta. Þetta
hefur gefið mér heilmikið og verið æðislegur tími, en nú tekur
nýr kafli við í mínu lífi og hjá KR-liðinu, sem vonandi byggir á
okkar góða árangri.“ trausti@mbl.is
„Við náðum ekki að
stoppa Slavicu“
„ÞETTA var alvöru. Frábær leikur, líkt og
rimman öll, og ég vil þakka KR fyrir frábæra
úrslitaseríu. Þær hefðu alveg eins getað tekið
þetta, en sem betur fer endaði titillinn okkar
megin í kvöld,“ sagði Ragna Margrét Brynj-
arsdóttir framherji Hauka eftir sigurinn í
gær. Hún þakkar liðsheildinni, og Slavicu sig-
urinn. „Auðvitað er það ekkert leyndarmál að
við erum með frábæran leikstjórnanda, hana
Slavicu, sem virkilega lét taka til sín í kvöld.
Hún tók leikinn einfaldlega yfir, og gerði út
um þetta. Kannski ekki upp á eigin spýtur,
enda var liðsheildin frábær hjá okkur; við erum með frábæra
leikmenn sem allir geta stigið upp þegar mest á reynir, og þeir
gerðu það svo sannarlega,“ sagði Ragna Margrét, sem sjálf barð-
ist eins og ljón í teignum og reif niður níu fráköst, auk þess að
skora sex stig. „Ég er þokkalega sátt við minn leik. Ég hef nú al-
veg gert betur, get svosem viðurkennt það, en ég skilaði mínu og
það er það sem skiptir máli.“ trausti@mbl.is
„Vil þakka KR fyrir
frábæra úrslitaseríu“
Ragna Margrét
Brynjarsdóttir