Morgunblaðið - 02.04.2009, Síða 3

Morgunblaðið - 02.04.2009, Síða 3
Íþróttir 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 2009 Róbert Gunnarsson og félagar íGummersbach unnu stórsigur á Wetzlar, 35:24, á útivelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi. Róbert skoraði sex mörk fyrir Gum- mersbach sem er í 9. sæti með 30 stig að loknum 25 leikjum.    Djurgården,liðið sem Guðbjörg Gunn- arsdóttir og Guð- rún Sóley Gunn- arsdóttir landsliðskonur í knattspyrnu leika með, vann nýliða Stattena, 7:0, á útivelli í fyrstu umferð sænsku úr- valsdeildarinnar í knattspyrnu í gær. Guðbjörg og Guðrún Sóley voru í byrjunarliði Djurgården og léku leik- inn til enda.    Kristianstad, liðið sem ElísabetGunnarsdóttir fyrrverandi þjálfari Vals, stýrir og þrjár íslensk- ar knattspyrnukonur leika með, fór illa af stað í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Liðið tapaði fyrir nýliðum Piteå, 3:0, á heimavelli nýlið- anna. Erla Steina Arnardóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir voru allar í byrj- unarliði Kristianstad í leiknum og tóku þátt í honum til enda.    Kristinn Björgúlfsson skoraði tvömarka Runar þegar liðið vann Haslum HK, 39:29, í lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar í hand- knattleik í gærkvöldi. Runar hafnaði í fjórða sæti með 30 stig, var átta stigum á eftir Fyllingen sem varð norskur meistari. Runar leikur við Bodö í 8 liða úrslitum deildarkeppn- innar og fer fyrsti leikurinn fram í Bodö.    Sigurður Ari Stefánsson skoraðifimm mörk og þótti vera bestur í liði Elverum þegar það lagði Dramm- en, 32:25, í lokaumferð norsku úr- valsdeildarinnar. Elverum, sem hafn- aði í 5. sæti, leikur við Haslum í 8 liða úrslitakeppni sem hefst 19. apríl. El- verum á heimaleik í fyrstu umferð.    Jaliesky Garcia Padron skoraðiekki fyrir Göppingen þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir Kiel, 38:30, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í hand- knattleik í gær.    John Terrytryggði Eng- lendingum sigur, 2:1, á Úkraínu í undankeppni heimsmeist- aramótsins í knattspyrnu í gærkvöldi þegar þjóðirnar mættust á Wembley. Peter Crouch skoraði fyrra mark Englendinga.    Ólafur Stefánsson skoraði sexmörk, þar af tvö úr vítakasti þegar Ciudad Real vann Pilotes Po- sada, 37:29, á heimavelli í spænsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi. Ciudad Real er því áfram í efsta sæti deildarinnar með 38 stig eftir 22 leiki. Fólk sport@mbl.is Eftir Skúla Unnar Sveinsson í Glasgow skuli@mbl.is „Við vissum svo sem að Skotar yrðu meira með bolt- ann, sérstaklega í upphafi leiks. Við lögðum upp með að verjast vel fyrstu 20 til 25 mínúturnar og koma okkur síðan inn í leikinn og mér fannst það ganga ágætlega eftir. Við vörðumst vel eins og við höfum gert í flestum leikjum. Fyrri hálfleikurinn var að mestu barátta um stöð- ur á vellinum. Við vissum að Skotar kæmu með marga menn fram og því var ætlunin að nýta það með hraða fram á við. Þetta batt bakverðina okkar dálítið niður og þeir máttu helst ekki fara fram og taka þátt í sókninni, því þá voru þeir skildir eftir. Við ætluðum að gera þetta öðruvísi, fara í gegnum miðj- una og vængmennina. Þetta gekk ágætlega nokkrum sinnum, oftar í seinni hálfleik en í þeim fyrri. Við þró- um þetta því bara áfram,“ sagði Ólafur. Færa Eið Smára aftar Spurður hvort Eiður Smári Guðjohnsen hefði mátt færa sig aftar á völlinn fyrr í leiknum sagði Ólafur það vel geta verið rétt. „Leikurinn breyttist við þetta en við verðum að hafa í huga að Skotar voru fallnir aðeins til baka. Hins vegar höfum við hugsað það mikið í nokkurn tíma hvort við getum nýtt krafta Eiðs Smára meira í spilinu með því að færa hann aðeins aftar á völlinn – án þess þó að gera hann að einhverjum dýrvitlausum varnarmanni. Það er hlutur sem við höfum hugsað og kannski á það eftir að gerast,“ sagði Ólafur. Hann sagðist hafa séð boltann í netinu undir lokin þegar íslenska liðið fékk þrjú færi í sömu sókninni. „Ég sá boltann inni í öðru skotinu og alveg viss um að hann væri inni þegar Pálmi Rafn tók sitt skot, en það var víst ekki og það var mjög svekkjandi og gríð- arlega fúlt að ná ekki stigi hérna. Ég held að Skotar hafi andað léttar en við þegar flautað var til leiksloka. Það sést líka á því hvernig þeir reyndu að tefja allan síðari hálfleikinn við hverju þeir bjuggust af okkur eftir hlé. Þeir voru mjög fegnir þegar flautað var til leiksloka,“ sagði Ólafur. Svekkjandi að fá ekkert út úr leiknum „Við vorum búnir að búa okkur lengi undir þennan leik og því er það gríðarlega svekkjandi að tapa,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson markvörður eftir tap- ið í gær. „Þó að ég hafi verið hinum megin á vellinum þá sá ég boltann í netinu þarna í síðustu sókninni. Sam- staðan í liðinu er mjög mikil og við stefndum allir að þessu markmiði, að ná öðru sætinu, en það tókst ekki. Mér fannst við eiga skilið að setja annað mark á þá í kvöld og ná í eitt stig, það var alls ekki sanngjarnt að fá ekkert út úr þessu. Mér fannst varnarleikurinn hjá okkur fínn og leikmenn þéttir þannig að það var mjög svekkjandi að fá mark á okkur úr föstu leik- atriði, sem átti auðvitað aldrei að vera horn, það sáu það allir á vellinum,“ sagði Gunnleifur. Heppnin ekki með okkur „Við erum flestir sjálfsagt svekktir yfir að tapa þessu. Ef við hefðum haft aðeins meiri heppni með okkur hefðum við sett annað mark, það er ekki spurning. En heppnin var ekki með okkur og við fengum á okkur tvö mörk og það er of mikið og sér- lega leiðinlegt að fá á okkur mark eftir hornspyrnu því við erum að æfa að koma í veg fyrir slíkt,“ sagði Kristján Örn Sigurðsson varnarmaður eftir leikinn. Ánægður þrátt fyrir tapið Reuters Skallað Harður slagur í vítateig Skota.  Ólafur á margan hátt sáttur við leik liðsins, en hefði þó viljað sigur  Sá boltann í markinu undir lokin „ÉG er ánægður með leik strákanna, ég verð að segja það þó svo við höfum tapað leiknum. Úrslitin voru að sjálfsögðu ekki góð fyrir okkur og það gefur lítið að vera sáttur við liðið sitt og svo tapar það. Það hljóm- ar einkennilega og á sjálfsagt ekki að vera þannig,“ sagði Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knatt- spyrnu, eftir tapið á Hampden Park í gær. Í HNOTSKURN »Ísland á eftir að leika þrjá leiki í riðl-inum. Gegn Hollandi á heimavelli og Makedóníu á útivelli í júní, og gegn Noregi á Laugardalsvellinum í september. »Til að eiga von um að ná öðru sætinu íriðlinum þarf íslenska liðið helst að vinna alla þrjá leikina. Eftir Skúla Unnar Sveinsson í Glasgow skuli@mbl.is Spurður hvort sá leikkafli hefði mátt koma fyrr sagði hann það eflaust rétt. „En leikurinn spilast bara þann- ig og það er ekkert hægt að segja á einhverjum tímapunkti: Jæja, nú för- um við að spila. Þetta þróaðist bara þannig og ég ákvað að fara að- eins aftar til að fá boltann meira í lappirnar og mér fannst við skapa meira eftir að ég fór að fá boltann á okkar vallarhelm- ingi. Það kom meiri ró á okkur þegar við vorum með boltann og miðað við færin sem við fengum þá hefði þetta getað farið mun betur en það gerði,“ sagði Eiður Smári. Hann sagði fyrri hálfleikinn ekki neitt æðislegan, hvorki hjá Íslandi né Skotum. „Þeir gerðu markið svo sem ágætlega en við sýndum styrk með því að koma grimmir til síðari hálf- leiks og ná að jafna og við komumst virkilega vel inn í leikinn. Hvorki bognuðum né brotnuðum Við áttum í rauninni alveg mögu- leika á að vinna þennan leik og því erum við svekktir eftir leikinn. Ég held að fólk hafi séð að Skotarnir héngu á þunnum þræði í lokin, þeir fengu eina skyndisókn en annars lág- um við á þeim meira og minna síð- asta stundarfjórðunginn,“ sagði Eið- ur Smári. Hann sagði Skotana með fínt lið. „Við eigum stundum erfitt með að taka á okkur þessa pressu en ég held samt að við höfum hvorki bognað né brotnað undan henni í kvöld. Við spil- uðum fínan leik því það má ekki gleyma því að við vorum að spila á móti Skotum á erfiðum útivelli og við stóðum svo sannarlega í þeim og ég held að allir geti verið sammála um að við stóðum alveg í þeim – og rúm- lega það. Mér finnst við vera á réttri leið. Ungir leikmenn sem voru að byrja hér inni á í dag léku frábærlega og við sköpuðum okkur fín færi þannig að ég sé ekki annað en að þetta sé á fínni leið,“ sagði Eiður Smári. Við áttum meira skilið  Eiður Smári Guðjohnsen telur að þróunin hjá landsliðinu sé á réttri leið „ÞAÐ var svekkjandi að fá á sig mark úr engu, einhverju sem byrjaði sem út- spark og þeir fengu síðan horspyrnu sem átti ekki að vera, en svona er þetta. Miðað við spilamennskuna síð- ustu 20 til 25 mínúturnar fannst mér við eiga meira skilið en ekki neitt,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir tapið í Glasgow í gærkvöldi. Eiður Smári Guðjohnsen EINS og við var að búast reyndust leikmenn Makedóníu ekki vera Hollendingum erfið hindrun þegar þjóðirnar áttust við í Skopje í gær- kvöldi. Þjóðirnar eru í sama riðli og Íslendingar. Hollendingar fóru með öruggan sigur af hólmi, 4:0. Dirk Kuyt opnaði markareikning Hollendinga með marki á 16. mín- útu. Hann gerði annað mark á 41. mínútu en áður en til þess kom hafði Klaas Jan Huntelaar skorað. Hafi sigur Hollend- inga ekki verið innsiglaður þegar í hálfleik sá Rafael van der Vaart um að gera endanlega út af við vonir heimamanna í Skopje á 88. mínútu með laglegu marki. iben@mbl.is Öruggt í Skopje Dirk Kuyt í kvöld KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Framvöllur: Fram – ÍR............................... 18 Egilshöll: Leiknir R. – Stjarnan................. 21 Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn: Egilshöll: Valur – KR .................................. 19 Ásvellir: Haukar – Þróttur R...................... 19 BLAK Fyrsti úrslitaleikur karla: Kennaraháskóli: Þróttur R. – Stjarnan..... 20 „ÉG er afskaplega ánægður. Við börðumst fyrir sigrinum allan tímann og tel að í heildina hafi þetta verið verðskulduð stig. Nokkrir okkar leikmanna stóðu sig frábærlega og þessi sigur heldur öllum möguleikum galopnum fyrir okkur,“ sagði George Burley lands- liðsþjálfari Skota í knatt- spyrnu við fréttamenn eftir sigurinn á Íslendingum í gærkvöld, 2:1, á Hampden Park. Burley bandaði frá sér spurningum um fyr- irliðann Barry Ferguson sem hann setti út úr liðinu vegna agabrots. „Ég valdi liðið og þurfti að huga að ýmsu. En það sem skiptir öllu máli eru stigin þrjú. Búið mál. Við þurftum að glíma við ýmislegt og þegar maður tekur stórar ákvarðanir er hausinn að veði ef þær ganga ekki upp. En í kvöld heppnaðist allt, leik- aðferðin, leikmennirnir, allt saman. Ég varð að vera djarfur, varkárni var ekki valkostur, og þetta small allt saman,“ sagði Burley. Hann var spurður hvort hann ætti eftir að velja Barry Ferguson aftur í sitt lið. „Já, ég hef ekkert á móti honum,“ var svarið. Ross McCormack sagði að það hefði verið draumi líkast að skora gegn Íslandi. „Þetta var stórkostlegt, í fyrsta leik í byrjunarliði á Hampden,“ sagði kantmaðurinn efnilegi. Heldur öllu galopnu fyrir okkur George Burley

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.