Morgunblaðið - 27.04.2009, Blaðsíða 4
4 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. APRÍL 2009
Heimsferðir bjóða frábært sértilboð á síðustu sætunum
21. maí til Costa del Sol. Njóttu lífsins á þessum vinsæla
áfangastað í 12 nætur og gistu á Hotel Los Patos sem er
notalegt þriggja stjörnu hótel sem býður fjölbreytta þjón-
ustu og góða staðsetningu í Benalmádena. Örstutt er á
ströndina hin vinsæla snekkjubátahöfn er í göngufæri. Á
hótelinu er sundlaug, barir, góð sólbaðsaðstaða, veit-
ingastaður, lítil verslun, setustofa með sjónvarpi, inter-
netaðgengi auk fjölbreyttrar afþreyingar fyrir fyrir gesti. Á
hótelinu eru 277 herbergi sem eru með loftkælingu,
gervihnattasjónvarpi, síma, öryggishólf, baðherbergi og
svölum eða verönd. Hálft fæði er innifalið í gistingu, þ.e.
morgun- og kvöldverður.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til
leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Verð kr. 99.900
12 nætur með hálfu fæði
Netverð á mann, m.v. 2 full-
orðna og 2 börn, 2-11 ára, í
herbergi á Hotel Los Patos ***
í 12 nætur með hálfu fæði. Sér-
tilboð 21. maí til 3. júní. Verð á
mann, m.v. 2 fullorðna og 1
barn kr. 103.900. Verð á mann
m.v. gistingu í tvíbýli kr.
119.000.
Ótrúlegt sértilboð - Hotel Los Patos ***
Costa del Sol
21. maí – 12 nætur
frá kr. 99.900
eru breyttu atkvæðin grisjuð út og
sett í sérstakan bunka og er það mis-
munandi eftir kjördæmum og eftir
verklagi hverrar yfirkjörstjórnar
hvenær atkvæðin bætast við. Unnið
er eftir samræmdum reglum við
flokkun þessara atkvæða en yfirkjör-
stjórnirnar ráða því hins vegar sjálfar
hvenær eru talin. „Ef það eru margar
útgáfur af breyttum seðlum þá getur
verið nokkuð seinlegt að telja þá,“
segir Ástráður Haraldsson, formaður
landskjörstjórnar.
Mikið var um útstrikanir hjá Sjálf-
FRÉTTASKÝRING
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
AÐ ÞESSU sinni strikuðu 17% kjós-
enda Sjálfstæðisflokksins yfir nafn
Árna Johnsen og færist hann niður
um eitt þingsæti. Unnur Brá Konráðs-
dóttir, sem er nýr þingmaður, verður
því annar þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins í kjördæminu.
Í heildina var 24,4% atkvæða Sjálf-
stæðisflokksins í Suðurkjördæmi
breytt, að sögn Karls Gauta Hjalta-
sonar, formanns yfirkjörstjórnar í
kjördæminu. Fyrir tveimur árum var
strikað yfir Árna á 22% atkvæða.
Óánægja með Björgvin
Björgvin G. Sigurðsson lenti líka í
útstrikunum og var hann strikaður út
af 8,3% kjósenda Samfylkingar. Það
mun þó ekki hafa áhrif á röðunina á
lista Samfylkingarinnar.
Við flokkun breyttra atkvæðaseðla
stæðisflokknum í báðum kjördæm-
unum í Reykjavík. Í Reykjavík norð-
ur var hlutfall breyttra atkvæðaseðla
af þeim atkvæðum sem greidd voru á
kjörfundi um 14% að sögn Erlu S.
Árnadóttur formanns yfirkjörstjórn-
ar. Er gert ráð fyrir að það taki a.m.k
tvo daga að fara yfir seðlana. Hæsta
hlutfall breyttra seðla var hjá Sam-
fylkingunni og Sjálfstæðisflokknum.
Erla segist ekki geta tjáð sig um
hvaða frambjóðendur voru mest
strikaðir út þar sem seðlarnir hafi
ekki verið yfirfarnir. Sveinn Sveins-
son, formaður yfirkjörstjórnar í
Reykjavíkurkjördæmi suður, segir að
tölur liggi ekki fyrir en svo virðist sem
dreifing breyttra seðla hafi verið
nokkuð jöfn milli stóru flokkanna. Að
svo stöddu vill hann ekki tjá sig um
nöfn útstrikaðra þingmanna.
Engin áhrif á röðun í Suðvestur
Í Suðvesturkjördæmi var fjórum til
fimm þúsund atkvæðaseðlum breytt.
Jónas Þór Guðmundsson, formaður
yfirkjörstjórnar, segir að engar vís-
bendingar séu um að breyttir seðlar
muni hafa áhrif á röðun á listum. Í
Norðvesturkjördæmi var töluvert um
útstrikanir en þær voru ekki það
margar að það nægði til þess að
breyta röðun, að sögn Ríkharðs Más-
sonar, formanns yfirkjörstjórnar. Rík-
harður segir að Ólína Þorvarðardóttir,
frambjóðandi Samfylkingarinnar, hafi
oftast verið strikuð út eða 181 sinni.
Jón Bjarnason og Lilja Rafney Magn-
úsdóttir hjá Vinstri grænum urðu líka
fyrir barðinu á pennum en þau voru
bæði með á annað hundrað útstrik-
anir. Einar K. Guðfinnsson og Ásbjörn
Óttarsson voru einnig strikaðir oft út.
Útstrikanir voru tiltölulega fáar í
Norðausturkjördæmi og hafa þær
ekki áhrif á röð frambjóðenda. Krist-
ján Þór Júlíusson og Birkir Jón Jóns-
son voru oftast strikaðir út og fengu
báðir á þriðja hundrað strik yfir nafn
sitt.
Árni Johnsen oftast strikaður út
Fer niður um eitt þingsæti Sjálfstæðismenn strikaðir út í flestum kjördæmum en óvíst um áhrif
8,3% kjósenda Samfylkingar strikuðu út Björgvin G. Sigurðsson Langan tíma tekur að flokka
Allt útlit er fyrir að Árni Johnsen, al-
þingismaður Sjálfstæðisflokksins í
Suðurkjördæmi, hafi verið oftast
strikaður út í alþingiskosningunum
annað skiptið í röð.
Morgunblaðið/Ómar
Fundur Landskjörstjórn fundaði í gær um niðurstöður kosninganna. Í miðið
má sjá Ástráð Haraldsson, formann landskjörstjórnar, fara yfir stöðuna.
Reglur um útstrikanir eru nokk-
uð flóknar og erfitt að henda
reiður á nákvæmri beitingu
þeirra. Notuð er svokölluð
„Borda-regla“ hér á landi og eru
nokkrar takmarkanir á beitingu
hennar. Má þar helst nefna að út-
strikanir taka aðeins til jafn-
margra aðal- og varamanna og
listi fær kjörna hvort sem þeir
eru kjördæmiskjörnir eða jöfn-
unarmenn sæta kjördæmakjör-
inna aðalmanna og varamanna
þeirra. Þar sem kosnir eru t.d.
tveir menn og fjórum mönnum
listans eru reiknuð atkvæði
þurfa a.m.k. 20% kjósenda
listans að strika út 2. mann
listans til þess að fella hann úr
aðalmannssæti í varamannssæti
ef engar aðrar breytingar eru
gerðar. En hversu stórt þarf hlut-
fall útstrikana að vera svo það
hafi áhrif á frammistöðu fram-
bjóðanda? „Svarið er ekki ein-
falt. Það er hægt að búa til at-
burðarás sem nær alveg upp í
20% og niður í 10-12%. Gróft
talað getur þetta legið á þessu
bili,“ segir Ástráður Haraldsson,
formaður landskjörstjórnar.
Ekki einfalt svar
KJÖRSÓKN í alþingiskosningunum
á laugardaginn glæddist nokkuð frá
kosningunum fyrir tveimur árum. Þá
var kosningaþátttakan 83,6% og
hafði aldrei verið minni í sögu lýð-
veldisins. Kosningaþátttakan á laug-
ardaginn var hins vegar 85,1%,
nokkru minni en árið 2003 en meiri
en árið 1999.
Kosningaþátttaka hér á landi hef-
ur almennt farið minnkandi á umliðn-
um áratugum. Hún var til að mynda
að jafnaði um og yfir 90% á tíma-
bilinu frá um 1950 og fram yfir miðj-
an níunda áratug síðustu aldar.
Meðalkosningaþátttaka í þeim 20
a„lþingiskosningum sem haldnar
hafa verið frá og með kosningunum
árið 1946 til kosninganna síðastliðinn
laugardag er um 89%. Þátttakan í
kosningunum í fyrradag var því
nokkuð undir meðaltalinu frá stofnun
lýðveldisins.
Á meðfylgjandi teikningum má sjá
hvernig almennt hefur dregið nokk-
uð úr kjörsókn hér á landi frá stofnun
lýðveldisins.
Mest í Suðvesturkjördæmi
Munur á kjörsókn á milli kjör-
dæma var minni í kosningunum á
laugardaginn en í kosningunum fyrir
tveimur árum. Þá var kjörsóknin
minnst í Reykjavíkurkjördæmi norð-
ur, 81,4%, en mest í Norðvesturkjör-
dæmi, um 86%. Í kosningunum á
laugardaginn var kjörsóknin aftur
minnst í Reykjavíkurkjördæmi norð-
ur, eða 83,1%, tæplega tveimur pró-
sentustigum meiri en fyrir tveimur
árum. Mest var kjörsóknin hins veg-
ar í Suðvesturkjördæmi, eða 86,4%.
Kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmi
suður var 84,4%, í Norðvesturkjör-
dæmi og Norðausturkjördæmi 85,5%
og í Suðurkjördæmi var hún 85,6%.
Fæstir í Norðvesturkjördæmi
Á landinu öllu voru samtals
227.898 á kjörskrá í kosningunum á
laugardaginn og hafði þeim fjölgað
um 6.530 frá kosningunum árið 2007.
Samtals neyttu 193.394 kjósendur at-
kvæðisréttar síns. Þar af voru flestir í
Suðvesturkjördæmi, eða 50.315, en
fæstir í Norðvesturkjördæmi, 18.213.
gretar@mbl.is
Meiri kjörsókn en í
síðustu kosningum
Kjörsókn hefur
minnkað frá
miðjum áttunda
áratugnum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Biðröð Kosið var í fyrsta skipti í Verkmenntaskólanum á Akureyri í kosn-
ingunum á laugardaginn. Þar myndaðist biðröð þegar margir komu saman.
FINNUR Oddsson, framkvæmda-
stjóri Viðskiptaráðs, og Gylfi Arn-
björnsson, forseti ASÍ, eru báðir
þeirrar skoðunar að niðurstaða
kosninganna feli í sér skýra kröfu
um að hafnar verði aðildarvið-
ræður við Evrópusambandið.
„Mjög stór hluti atvinnulífsins
virðist vera þeirrar skoðunar að
það þurfi að ganga til aðild-
arviðræðna. Það var ekki verið að
veita því brautargengi í neinum
öðrum flokki en í Samfylkingunni.
Ég vænti þess að Samfylkingin sé
að fá umtalsvert fylgi bara út á
það,“ segir Finnur.
Gylfi segir að eftir þá góðu vinnu
sem fram fór á vettvangi Evrópu-
nefndar Sjálfstæðisflokksins fyrr á
þessu ári þá hafi flokknum tekist að
„klúðra“ ályktun landsfundar um
Evrópumál. Hann segir það liggja
ljóst fyrir að margir kjósendur
flokksins hafi snúið baki við honum
vegna þessa máls. „Andstæðingar
aðildar fóru offari á landsfundinum
og flokkurinn galt afhroð í kjölfar-
ið,“ segir Gylfi. thorbjorn@mbl.is
Gylfi Arnbjörnsson Finnur Oddsson
Skýr krafa kjósenda
um aðildarviðræður