Morgunblaðið - 27.04.2009, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 27.04.2009, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. APRÍL 2009 mikið úrval af sófum og sófasettum Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is Opnunartími : Mánudaga - Föstudaga frá 9 til 18 og Laugardaga frá 11 til 16 tilboðsvika 10-50% afsláttur af völdum vörum Patti Húsgögn Kosningar 2009 Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ERFIÐASTA verkefnið í stjórn- armyndunarviðræðum Samfylking- arinnar og Vinstri grænna verður að semja um Evrópumálin. Jó- hanna Sigurðardóttir, forsætisráð- herra og formaður Samfylking- arinnar, segir að flokkarnir muni á endanum ná samningum um Evr- ópumál. Brýnasta verkefnið fram- undan sé að koma á þjóðarsátt við aðila vinnumarkaðarins og sveit- arfélög um endurreisn efnahagslífs- ins. Jóhanna átti fund með Stein- grími J. Sigfússyni, formanni VG, um kaffileytið í gær. Á fundinum voru einnig varaformenn flokk- anna. Mörg brýn viðfangsefni Var eitthvað fleira rætt en af- staða flokkanna í Evrópumálinu? Var eitthvað rætt um hugsanlega lausn? Já, en auðvitað get ég ekki rætt um það sem fór fram á óform- legum fundi. Ýmislegt var rætt en það varð engin niðurstaða. Það liggur fyrir. Hvað viljið þið að VG fallist á að gera í þessu máli? Þegar maður er í viðræðum og vill ná nið- urstöðu sem er ásættanleg fyrir báða aðila þá ræðir maður ekki um þær viðræður fyrst í fjölmiðlum. Steingrímur J. Sigfússon sagði í umræðum foringja stjórn- málaflokkanna í RÚV í gærkvöldi að umræða um ESB væri leidd af elítum. Drógu orð hans um ESB í þættinum ekkert úr bjartsýni þinni á að ykkur tækist að semja? Nei. Það vita allir að það er fólk úr öll- um stéttum og flokkum sem hefur áhuga á að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. Og í mínum huga er aðild eitt brýnasta verkefni okkar til að tryggja hér stöðugleika til frambúðar. Auðvitað taka aðild- arviðræðurnar tíma og sömuleiðis tekur tíma að taka upp evru. En það er mjög brýnt að við gefum þann vegvísi, bæði hér innanlands og ekki síst út í alþjóðasamfélagið, hvaða framtíðarsýn og áætlun við höfum til að tryggja hér stöð- ugleika til frambúðar. Ekki bara fyrir atvinnulífið, heldur fyrir heimilin í landinu. Og það er bjarg- föst sannfæring og trú okkar sam- fylkingarmanna að þetta sé leiðin. En eins og formaður Vinstri hreyf- ingarinnar – græns framboðs sagði þá þarf auðvitað að takast á við af- ar brýn viðfangsefni á næstu dög- um, ekki síst til að reisa við efna- hagslífið. Og það er það sem við erum að takast á við núna. Eru ein- hver önnur mál sem þið beinlínis deilið um? Ég sé engin stór ljón á veginum. Brýnasta verkefnið fram- undan er að koma á þjóðarsátt um hvernig við endurreisum efnahags- lífið og tryggjum hag heimila og fyrirtækja. Við þurfum þjóðarsátt aðila vinnumarkaðarins og sveitar- félaganna í landinu um hvernig við tökumst á við vandann. Við verðum að leysa þetta allt saman. Ef það tekst ekki að semja um Evrópumál við VG, hvað þá? Er samstarfið úr sögunni, ríkisstjórnin sprungin? Ég svara ekki „ef- spurningum“ af því að ég er stað- ráðin í því að leysa þetta mál með Vinstri grænum þannig að hér verði áfram stjórn jafnaðarmanna og félagshyggjufólks. Það er það sem þjóðin þarf á að halda til að komast út úr þessum hremmingum. Tónninn kemur ekki á óvart Kemur tónninn í VG í þessu máli eitthvað á óvart? Nei, það var vitað fyrir kosningarnar að það væru mismunandi áherslur í þessu máli. Nú er viðfangsefnið að finna sam- eiginlega lausn. Ýmsir hafa nefnt að hugsanlega sé meirihluti á Alþingi fyrir ESB- aðild, þ.e. með samstarfi Samfylk- ingar, Framsóknarflokksins og Borgarahreyfingarinnar. Kemur slíkt til greina? Það kemur ekkert annað til greina en að leysa það viðfangsefni sem við erum að vinna að núna, það er að segja að rík- isstjórnin haldi áfram. Ég er af ein- lægni í þessum viðræðum og ég tel að Vinstri grænir séu það líka. Við erum staðráðin í að leysa þetta saman. Á meðan tölum við ekki við aðra flokka. Úrslitin sýna að fólk kallar eftir áframhaldandi sam- starfi þessara flokka og við verðum að svara því kalli. ESB-málið er eina stóra ljónið á veginum Morgunblaðið/Ómar Fagnað Jóhönnu Sigurðardóttur var ákaft fagnað þegar hún kom á kosningavöku Samfylkingarinnar á laug- ardagskvöld. Margrét S. Björnsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar flokksins, t.h.  Jóhanna Sigurðardóttir segir að Samfylking og VG muni ná saman  Koma verður á þjóðarsátt aðila vinnumarkaðarins og sveitarfélaga STEFNUMÁL » Samfylkingin vill óska eft-ir aðildarviðræðum að Evr- ópusambandinu án tafar. » Allar aflaheimildir í núver-andi fiskveiðistjórn- unarkerfi verða innkallaðar eins fljótt og auðið er og að hámarki á 20 árum. » Stuðla að auknum hlutkvenna í stjórnum og ráð- um. Fyrirtækjum á markaði verði gefið ráðrúm til þess að rétta hlut kvenna en þeim kosti haldið opnum að setja um það lög fyrir lok næsta kjörtímabils. Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „ÞETTA ERU auðvitað söguleg kosningaúrslit sem marka kaflaskil í íslenskum stjórnmálum. Þar ber fyrst að nefna þetta algera hrun Sjálfstæðisflokksins og nýfrjáls- hyggjunnar. Í öðru lagi þá stað- reynd að til samans eru Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknar- flokkurinn í umtalsverðum minnihluta, flokkar sem lengst af hafa annað hvort saman eða með öðrum flokkum getað ráðið ferðinni í stjórnmálum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, um úrslit kosninganna. „Á hina hliðina má nefna þá stað- reynd að þetta er fyrsta vinstri stjórnin sem fær hreinan meiri- hluta. Það er alveg nýtt í sögunni. Í þriðja lagi vil ég nefna að þetta er sérstaklega ánægjuleg stjórn vegna þess framgangs sem jafnrétt- isbaráttan fær. Þarna rjúfa konur glerþakið og vel það og er kynja- hlutfallið því komið nokkurn veginn í það horf sem best gerist á Norður- löndum. Hvað okkar útkomu varðar er þetta annar stórsigurinn í röð á innan við á tveimur árum og í annað skiptið í röð sem við erum stærstu sigurvegararnir í kosningum og er- um að auka okkar atkvæðafjölda um 54 prósent.“ Vinstri grænum að þakka Að mati Steingríms er það öðrum þræði VG að þakka að stjórnin skuli bæta við sig fimm þingmönnum. „Það er fyrst og fremst þessi stóri sigur sem býr til hið nýja landslag.“ – Þrátt fyrir það fenguð þið tals- vert minni stuðning en skoðana- kannanir höfðu bent til á síðustu vikum. Hvaða áhrif höfðu ummæli Kolbrúnar Halldórsdóttur um Drekasvæðið annars vegar og af- staða Vinstri grænna til Evrópumál- anna hins vegar? „Ég vil nú fyrir það fyrsta segja að við erum ekkert í því að sigra í skoðanakönnunum heldur að sigra í kosningum og erum orðin seig í því eins og sést á þessu. Við erum búin að nær því þrefalda okkar flokk frá 2003 og það þýðir ekkert að reyna að snúa stórsigri niður í ósigur með því að tala um einhverja toppa í skoðanakönnunum. Hvað þessi mál varðar er alltaf erfitt að meta hvað einstök mál vigta. Það er þá yfirleitt í báðar áttir en auðvitað verður fólk alltaf órólegt þegar ummæli eru blásin út eins og um Drekasvæðið. Ætli ég verði ekki að segja að þetta hafi örugglega ekki hjálpað neitt.“ Útblásin Evrópuumræða Steingrímur víkur því næst að hinni „útblásnu Evrópuumræðu“ sem hafi „heltekið fjölmiðlana“ á síðustu dögum kosningabarátt- unnar. „Varðandi ESB-umræðuna er miklu erfiðara að meta það enda held ég að það virki í báðar áttir. Mjög mikið af okkar stuðningsfólki vildi fullvissu um að við stæðum á okkar stefnu í Evrópumálum um leið og við höfum alltaf sagt að við erum tilbúin til að ræða farveginn og að það sé þjóðin sem ráði. Hvort fleiri hefðu kosið okkur ef við hefðum haft þetta opnara er önnur saga en við erum ekki flokkur sem villir á sér heimildir.“ Spurður hvenær sé að vænta að- gerða til að stoppa upp í fjárlaga- gatið segir Steingrímur ljóst að sú vinna verði sett í forgang á allra næstu vikum. „Ég hef áður gefið það út að þungi vinnunnar við að útfæra okk- ar áherslur varðandi fjárlagaárið 2010 muni lenda núna á maí og fyrrihluta júnímánaðar. Það er gríðarleg törn framundan í því að leggja línur og útfæra tæknilega þær leiðir sem hægt er að fara þar í eftir atvikum tekjuöflun eða sparn- aði. Sú vinna verður að fá mikinn forgang á næstu sex, sjö vikum eða svo,“ segir Steingrímur. Hvað Evrópumálin áhrærir vill Steingrímur aðeins láta það uppi að Vinstri græn muni setjast niður með Samfylkingunni á næstunni. Hann vilji hins vegar ekki gefa upp neinar tímasetningar, „allra síst í þessu máli“. Úrslitin marka kaflaskil í stjórnmálum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Á sigurstundu Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, ávarp- ar sitt fólk á kosningavöku flokksins á Akureyri seint á laugardagskvöldið.  Formaður VG segir flokkinn vera stærsta sigurvegara þingkosninganna  Vill ekki gefa upp tímasetningar um hvenær lending náist í Evrópumálum STEFNUMÁL » Vinstrihreyfingin – græntframboð vill byggja upp lýðræðislegt og réttlátt þjóð- skipulag grundvallað á virkri þátttöku almennings. » Hreyfingin hafnar alræðimarkaðshyggjunnar og vill varðveita sjálfstæði þjóð- arinnar og forræði yfir eigin auðlindum. » Hreyfingin gagnrýnirmeintan lýðræðishalla Evrópusambandsins og hvern- ig of mikið sé horft til hags- muna stórfyrirtækja innan þess. » Hreyfingin kveðst aðóbreyttu andvíg aðild að Evrópusambandinu, en er tilbúin að skoða málið í sam- vinnu við Samfylkinguna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.