Morgunblaðið - 27.04.2009, Side 10

Morgunblaðið - 27.04.2009, Side 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. APRÍL 2009 Fyrir þrennar síðustu þingkosn-ingar hafa vinstri grænir klúðr- að lokaspretti kosningabaráttunnar. Í könnunum hefur stefnt í stórsigur, sem síðan varð öllu minni.     Árin 2003 og 2007gerðist þetta reyndar talsvert fyrir kosningar. Núna virtist VG ætla að halda and- litinu fram undir kjördag, alveg þangað til ráð- herrar sprungu á limminu og fóru að tala fyrir þjóðnýtingu og gegn ol- íuvinnslu. Þetta gerðist svo seint að það mældist ekki í könnunum, en kom fram í kosningunum.     Niðurstaðan varð sú að flokkurinnfékk ekki það fylgi sem hann vonaðist eftir, varð hvorki stærstur né næststærstur.     En það er ekki eingöngu orðinstjórnmálafræðileg staðreynd að VG klúðri lokaspretti kosninga- baráttu. Flokkurinn klúðrar iðulega stjórnarmyndun líka.     Eftir borgarstjórnarkosningarnar2006 átti VG kost á að mynda meirihluta með sjálfstæðismönnum. Því tækifæri var kastað á glæ með eftirminnilegum hætti.     Þetta átti ekki að endurtaka sigeftir þingkosningar 2007. Þá tókst Steingrími J. Sigfússyni hins vegar að útiloka vinstri stjórn með því að krefjast þess með látum að formaður Framsóknarflokksins bæðist afsökunar á auglýsingu, sem flokkurinn hafði birt og Steingrímur taldi móðgandi fyrir sig. (Hljómar þetta kunnuglega?)     Nú virðist Steingrímur J. eigagóða möguleika á að halda áfram stjórnarsamstarfi með Sam- fylkingunni. Glutrar hann niður tækifærinu? Steingrímur J. Sigfússon Tækifærinu glutrað niður? Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 8 skýjað Lúxemborg 17 skýjað Algarve 20 léttskýjað Bolungarvík 4 skýjað Brussel 16 skýjað Madríd 11 léttskýjað Akureyri 7 skýjað Dublin 11 skýjað Barcelona 16 léttskýjað Egilsstaðir 6 skýjað Glasgow 10 skýjað Mallorca 18 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 7 skýjað London 16 heiðskírt Róm 21 skýjað Nuuk -2 snjókoma París 14 skýjað Aþena 17 léttskýjað Þórshöfn 7 skýjað Amsterdam 15 skýjað Winnipeg 10 alskýjað Ósló 14 heiðskírt Hamborg 23 heiðskírt Montreal 12 léttskýjað Kaupmannahöfn 18 heiðskírt Berlín 22 heiðskírt New York 31 heiðskírt Stokkhólmur 17 heiðskírt Vín 19 skýjað Chicago 14 alskýjað Helsinki 16 heiðskírt Moskva 20 heiðskírt Orlando 27 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 27. apríl Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 1.32 0,2 7.34 3,8 13.44 0,2 19.56 4,1 5:13 21:39 ÍSAFJÖRÐUR 3.43 0,1 9.34 1,9 15.55 0,0 21.56 2,2 5:04 21:58 SIGLUFJÖRÐUR 5.48 -0,0 12.16 1,2 18.01 0,1 4:46 21:42 DJÚPIVOGUR 4.43 2,0 10.50 0,3 17.07 2,3 23.29 0,3 4:39 21:12 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á þriðjudag og miðvikudag Suðaustanátt, yfirleitt 5-10 m/s, en hvassari á köflum. Rigning eða súld, en yfirleitt þurrt norðaustantil. Hiti 6 til 13 stig. Á fimmtudag, föstudag og laugardag Útlit fyrir suðlæga átt með vætu um sunnanvert landið, annars úrkomulítið. Fremur milt í veðri. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hægviðri og léttskýjað á Suð- vesturlandi. Víða bjartviðri. Hiti 1 til 11 stig, hlýjast sunn- anlands. Eftir Helgu Mattínu Björnsdóttur Grímsey | Bjart var yfir hreppstjóranum í Grímsey, Bjarna Magnússyni, þegar hann opn- aði ásamt sínum kjörnefndarkonum fyrir kosn- ingu til Alþingis í nyrstu byggð landsins. Opnað var stundvíslega klukkan 10 í Félagsheimilinu Múla. Bjarni hefur verið skipaður formaður kjör- nefndar í Grímsey, af sýslumanninum á Ak- ureyri, í tæplega fjóra áratugi. Gaman er að geta þess að faðir Bjarna, Magnús Símonarson, gegndi stöðu hreppstjóra og formanns kjörnefndar í 22 ár, á árunum 1937-1959. Í aðeins eitt skipti hefur ekki tekist að fljúga með kjörgögn frá Grímsey til lands í öll þau fjölmörgu ár sem Bjarni hefur verið í forsvari. Fyrsti kjósandinn í Grímsey að þessu sinni var Stella Gunnarsdóttir „fjárbóndi“. Á kjörskrá eru 58 íbúar eyjarinnar, 31 karl- maður og 27 konur. Á hádegi voru þegar 25 manns búnir að kjósa – 13 konur og 12 karlar eða 43,25%. Kjörfundi lauk um leið og síðustu sjómenn komu að landi. Formaður kjörnefndar í nær 40 ár Aðeins einu sinni ekki verið mögulegt að koma atkvæðum Grímseyinga til lands Morgunblaðið/Helga Mattína Á kjörstað Bjarni bíður eftir kjósendum. Eftir Alfons Finnsson Ólafsvík | Feðginin Tryggvi Kon- ráðsson og dóttir hans Guðrún Helga fundu gamla rostungstönn er þau voru á gangi á sunnanverðu Snæfellsnesi í vikunni, Tryggvi segir að tönnin sé 7,2 kíló á þyngd og 58 sentímetrar á lengd. Tryggvi fór með tönnina til Leifs Á. Sím- onarsonar jarðfræðings hjá Háskóla Íslands sem skoðaði hana. Að sögn Tryggva gat Leifur ekki sagt til um aldur tannarinnar, en víst er hún nokkurra alda gömul. Morgunblaðið/Alfons Tönn Tryggvi Konráðsson og Guðrún Helga með rostungstönnina. Fundu gamla rostungs- tönn á Snæfellsnesi Í HNOTSKURN »Rostungar eru geysilegastórar skepnur og geta karldýrin vegið vel yfir eitt tonn. Algengt er að þeir nái um 30 ára aldri en í dýragörð- um geta þeir orðið mun eldri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.