Morgunblaðið - 27.04.2009, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 27.04.2009, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. APRÍL 2009 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Söngvaseiður (Stóra sviðið) Einleikjaröð- Sannleikurinn (Litla sviðið) Fim 30/4 kl. 19:00 Ö Fim 30/4 kl. 22:00 ný aukaU Lau 9/5 kl. 19:00 ný aukaU Lau 23/5 kl. 19:00 ný aukaÖ Lau 23/5 kl. 22:00 ný auka Ökutímar (Nýja sviðið) Lau 2/5 kl. 20:00 frums U Sun 3/5 kl. 20:00 2kort U Mið 6/5 kl. 20:00 3kort U Fim 7/5 kl. 20:00 aukas U Fös 8/5 kl. 19:00 4kort U Lau 9/5 kl. 19:00 U Lau 9/5 kl. 22:00 U Sun 10/5 kl. 20:00 U Mið 13/5 kl. 20:00 5kort U Fim 14/5 kl. 20:00 6kort U Fös 15/5 kl. 19:00 U Lau 16/5 kl. 16:00 7kort U Sun 17/5 kl. 19:00 Ö Mið 20/5 kl. 19:00 8kort U Fim 21/5 kl. 20:00 Fös 22/5 kl. 19:00 aukas Lau 23/5 kl. 19:00 aukas Sun 24/5 kl. 20:00 aukas Mið 27/5 kl. 20:00 9kort U Fim 28/5 kl. 20:00 10kort U Fös 29/5 kl. 19:00 Ö Miðasala er hafin - aðeins sýnt í maí. Söngvaseiður. Tryggðu þér miða Mið 6/5 kl. 20:00 fors. U Fim 7/5 kl. 20:00 fors. U Fös 8/5 kl. 20:00 frums U Lau 9/5 kl. 20:00 2kort U Sun 10/5 kl. 20:00 3kort U Mið 13/5 kl. 20:00 4kort U Fim 14/5 kl. 20:00 5kort U Fös 15/5 kl. 20:00 6kort U Lau 16/5 kl. 16:00 7kort U Sun 17/5 kl. 16:00 U Sun 17/5 kl. 20:00 8kort U Mið 20/5 kl. 20:00 U Fim 21/5 kl. 16:00 U Fim 21/5 kl. 20:00 9kort U Fös 22/5 kl. 20:00 10kort U Lau 23/5 kl. 20:00 U Sun 24/5 kl. 16:00 U Mið 27/5 kl. 20:00 ný aukasÖ Fim 28/5 kl. 20:00 U Fös 29/5 kl. 20:00 U Lau 30/5 kl. 20:00 U Mán 1/6 kl. 16:00 ný aukaÖ Mið 3/6 kl. 20:00 U Fim 4/6 kl. 20:00 U Fös 5/6 kl. 20:00 ný aukasÖ Lau 6/6 kl. 16:00 U Lau 6/6 kl. 20:00 U Sun 7/6 kl. 16:00 U Fim 11/6 kl. 20:00 U Fös 12/6 kl. 20:00 ný aukasÖ Lau 13/6 kl. 14:00 Ö Sun 14/6 kl. 16:00 U Frumsýning 8. maí! Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is Creature (Kassinn) Fös 1/5 kl. 20:00 1.sýn Ö Lau 2/5 kl. 20:00 2.sýn Ö Margverðlaunað verk - aðeins 2 sýningar ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Hart í bak (Stóra sviðið) Sædýrasafnið (Kassinn) Creature - gestasýning (Kassinn) Skoppa og Skrítla í söng-leik (Kúlan) Eterinn (Smíðaverkstæðið) Kardemommubærinn (Stóra sviðið) Sýningar haustsins komnar í sölu Sýningum lýkur 15. maí. Tryggðu þér sæti Ath. snarpt sýningatímabil Bestu vinkonur barnanna í líflegri sýningu fyrir þau allra yngstu Miðaverð aðeins 2.000 kr. Sýningum að ljúka. Kolklikkaður leikhúskokteill! Lau 2/5 kl. 20:00 Ö Fös 8/5 kl. 20:00 Ö Sun 3/5 kl. 21:00 síðasta sýn. Fim 14/5 kl. 20:00 U Fös 15/5 kl. 20:00 Ö Lau 2/5 kl. 13:00 Ö Lau 2/5 kl. 14:30 Ö Fim 30/4 kl. 21:00 síðasta sýn. Lau 9/5 kl. 20:00 Ö Fös 15/5 kl. 20:00 Ö Lau 16/5 kl. 20:00 Sun 17/5 kl. 20:00 Lau 9/5 kl. 13:00 Ö Lau 9/5 kl. 14:30 Sun 17/5 kl. 17:00 U Sun 24/5 kl. 14:00 U Þri 26/5 kl. 18:00 U Mið 27/5kl. 18:00 U Fös 29/5 kl. 18:00 U Lau 30/5 kl. 14:00 U Lau 30/5 kl. 17:00 U Fim 4/6 kl. 18:00 Ö Fös 5/6 kl. 18:00 U Þri 28/4 kl. 18:00 aukas. U Sun 3/5 kl. 14:00 U Sun 3/5 kl. 17:00 U Þri 5/5 kl. 18:00 U Sun 10/5 kl. 14:00 U Sun 10/5 kl. 17:00 U Lau 16/5 kl. 14:00 U Lau 16/5 kl. 17:00 U Sun 17/5 kl. 14:00 U Lau 6/6 kl. 14:00 U Lau 6/6 kl. 17:00 U Sun 7/6 kl. 14:00 U Sun 7/6 kl. 17:00 U Lau 13/6 kl. 14:00 Ö Lau 13/6 kl. 17:00 Ö Sun 14/6 kl. 14:00 U Sun 14/6 kl. 17:00 U Sun 30/8 kl. 14:00 Ólafur Elíasson sýnir nú verk sín á tveimur stöðum í borginni; ann- ars vegar í Gallerí i8 á Klapp- arstíg, hins vegar í Gallerí 100° í Orkuveituhúsinu. Yfirskrift sýn- ingarinnar, „Limbóland“, vísar til þess að íslenska þjóðin sé í milli- bils- eða óvissuástandi eftir efna- hagslegt og hugmyndafræðilegt hrun, og ekki síst eftir það bylm- ingshögg sem sjálfsmynd þjóð- arinnar hlaut við það. Notkun Ólafs á limbóhugtakinu er vel til fundin. Það felur í sér trúarlega eða andlega vídd sem vísar til átaka í sál þjóðarinnar. Ef til vill er ekki fjarri lagi að líta til skilnings miðaldamanna á limb- óinu og hugsa sér að þjóðin skynji sig á barmi einhvers konar vítis – og leiti nú endurlausnar. Verk Ólafs í Orkuveitunni, Your making things explicit, er að mörgu leyti táknrænt fyrir rofið sem orðið hef- ur í sjálfs- og heimsmynd þjóð- arinnar: með einfaldri tækni gerir hann „sýnilegt“ slíkt rof, millibil eða limbó. Í dimmleitum, ílöngum sal er ljósgeisla (sem hefur skírskotun til hins andlega) varpað úr kastara eftir salnum endilöngum og á vegginn hinum megin, þar sem myndast ljóshringur sem speglast í gólfinu eins og tungl í lygnu vatni. Við þetta skapast tilfinning fyrir hreyfingu og flæði. Rýmið virkjar listamaðurinn ennfremur með því að hleypa gufu þar inn og gera sýnilegt andrúmsloftið og hreyfingu þess. Við þetta myndast jafnframt dulúðug stemmning. Innsetningin minnir í grunn- atriðum á verk Ólafs, „Verkefnið um veðrið“, í Tate Modern fyrir nokkrum árum. Í báðum tilvikum er um að ræða víxlverkun milli tæknilegs gegnsæis og andrúms- lofts sem skotið er rómantískum áherslum. Í miðju salarins hefur Ólafur komið fyrir plexiglerboxi eða klefa sem rýfur ljósgeislann lóðrétt svo að þar myndast bil eða „gat“ í ljós- geislanum. Hér er um heilmikið sjónar- og rýmisspil að ræða; sýn- ingargestir hreyfa sig um og horfa frá breytilegum sjónarhornum á gufuna liðast í ljósgeislanum og á litaspil ljósbrotsins. Þeir geta gengið inn í geislann (eða dansað limbó undir hann) og inn í klefann; verið í bilinu eða rýminu í kring. Því má segja að þetta fallega verk bjóði upp á fagurfræðilega og skynræna upplifun ásamt andlegri íhugun um fortíð og framtíð, og þá áskorun sem við stöndum nú frammi fyrir sem þjóð. Gallerí i8 virðist þjóna sem vett- vangur þar sem listamaðurinn reifar ýmsar hugmyndir í stöð- unni. Hann hvetur samfélagið til þátttöku í umræðunni með því að senda inn myndir af jeppum föst- um í jökulám – og minnir á hið fornkveðna að hafa vaðið fyrir neðan sig – og veltir fyrir sér hug- myndum um verðmætasköpun í formi sundursagaðs grágrýtis. Grá ull og garn sést í kassa, spegla- hringir mynda línu á vegg og minna á sólarganginn, form í frí- standandi skúlptúr líkist dyngju í landslagi. Segull í skúlptúrnum gæti vísar til aðdráttarafls náttúr- unnar: limbólandið er þrátt fyrir allt sú mikla auðlind sem þjóðin byggir tilveru sína á. Morgunblaðið/Einar Falur Ólafur við verkið í Gallerí 100° „Því má segja að þetta fallega verk bjóði upp á fagurfræðilega og skynræna upp- lifun ásamt andlegri íhugun um fortíð og framtíð, og þá áskorun sem við stöndum nú frammi fyrir sem þjóð.“ Bilið í millum Gallerí i8 og Gallerí 100° Ólafur Elíasson – Limboland Til 9. maí 2009. Opið þri.-fö. kl. 11-17, lau. kl. 13-17 og eftir samkomulagi. 100° opið alla virka daga kl. 8:20-16:15. ANNA JÓA MYNDLIST Í Gallery Turpentine stendur nú yfir sýning á verkum eftir Jón Gunnars Árnasonar. Aðallega teikningum og skissum af síðasta stórvirki lista- mannsins, Galdri, sem hann vann fyr- ir Borgarspítalann árin 1986-1988. Verkið hefur enn ekki verið sett upp en á skissunum má sjá hvernig það með ótal sólartáknum í formi þríforka kæmi til með að líta út á torgi fyrir framan spítalann og ímynda sér hvernig sólarljósið endurkastast af verkinu beint inn í sjúkrastofurnar eins og Jón Gunnar sá fyrir sér. Á sýningunni má einnig sjá bráð- skemmtilega skissu af hugmynd Jóns Gunnars um að varpa sólarljósi með risastórum speglum af Eyrarfjalli og Erni á Ísafjarðarkaupstað þær átta vikur á ári sem ekki nýtur sólar þar. Þá er til sýnis veggverk úr glamp- andi stáli og skúlptúrarnir Hnífabör- ur sem eru einkennandi fyrir hug- myndir og vinnubrögð Jóns Gunnars. Þessar áberandi táknmyndir Jóns Gunnars, hnífar og sólstafir, sem eru iðulega dregnar upp með lífrænum formum í ískaldan iðnaðarmálm, leiða hugann að ógnarjafnvægi milli of- birtu og blindu, lífs og dauða. Tuttugu ára gamalt viðtal Krist- ínar Marju Baldursóttur við lista- manninn sem hefur verið ljósritað og hengt upp á vegg er mikilvægur hluti af sýningunni. Sýning á sjald- séðum verkum hins mæta lista- manns er markverður viðburður sem hefði mátt fylgja eftir með sýn- ingarskrá í einhverju formi. Gallery Turpentine, Skólavörðustíg 14, 2. hæð. Jón Gunnar Árnason „Galdrastafir“ bbbmn Sýningin stendur til 3. maí. Opið mánu- daga – föstudaga frá kl. 12-18 og laug- ardaga frá kl 13-17. Aðgangur ókeypis. ÞÓRA ÞÓRISDÓTTIR MYNDLIST Endurvarp af geislum sólar Morgunblaðið/Sverrir Listamaðurinn Jón Gunnar Árnason við módelið að Sólfarinu. ÞEIR sem áttu miða á tónleika með Aeorosmith á Maui í Hawaii fyrir tveimur árum, en urðu æfir þegar tónleikunum var aflýst þrátt fyrir að uppselt hafi verið á þá, geta tekið gleði sína að nýju. Málaferlum sem vonsviknir miðaeigendur höfðuðu gegn rokksveitinni lauk með sam- komulagi um að tónleikarnir munu eftir allt saman fara fram, líklega í haust eftir að hljómleikaferð Aeros- mith um Bandaríkin er lokið. Því var haldið fram að hljómsveitin hefði hætt við tónleikana í Maui vegna þess að þeir fengju betur greitt fyrir að leika í staðinn á stærri tónleikum í Chicago og að auki á Oahu eyjunni í einkasamkvæmi. Í málshöfðuninni kom fram að þeir sem áttu miða höfðu eytt frá hálfri og allt að þremur milljónum dala í miða og annan kostnað við að koma sér á staðinn, svo sem flugmiða og hótel. Allur sá kostnaður mun verða end- urgreiddur. „Aerosmith snýst um tónlist“ sagði lögmaður sveitarinnar. „Þeir eru ánægðir með að geta leyst málið á þennan hátt, með því að tengja fólkið á Hawaii við hljómsveitina og tónlist hennar.“ Aerosmith leikur fyrir ákærendur á Hawaii Aerosmith Ætli félagarnir verði í viðlíka stuði á Hawaii?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.