Morgunblaðið - 27.04.2009, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. APRÍL 2009
/ SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI
STATE OF PLAY kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára
OBSERVE AND REPORT kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára
17 AGAIN kl. 8 - 10:10 LEYFÐ
FAST AND FURIOUS kl. 8 B.i. 12 ára
KNOWING kl. 10:10 B.i. 12 ára
I LOVE YOU MAN kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára
FAST AND FURIOUS kl. 10:20 B.i. 12 ára
BOY IN THE STRIPED PYJAMAS kl. 8 B.i. 12 ára
EMPIRE
SKY
SAMbio.is
Reykjavík • Akureyri • Keflavík • Selfoss
....ERTU NÓGU MIKILL MAÐUR
TIL AÐ SEGJA ÞAÐ?
SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI
BRÁÐSKEMMTILEG GAMANMYND
SEM KEMUR ÖLLUMTIL AÐ HLÆJA
HVER SEGIR AÐ ÞÚ SÉRT BARA
UNGUR EINU SINNI?
Empire
Mbl.
Fbl
EIN AF BESTU MYNDUM ALLRA TÍMA
SAMKVÆMT IMDB.COM
„AFHVERJU GETA BANDARÍKJAMENN EKKI
GERT SVONA MYNDIR LENGUR?“ CNN
SÝND Í KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK
ÓTRÚLEGA FYNDIN MYND Í ANDA KNOCKED UP
OG FORGETTING SARAH MARSHALL
“ÞESSI MYND HÉLT MÉR ANNAÐ HVORT
GLOTTANDI EÐA SKELLI- HLÆJANDI ÚT
ALLA LENGDINA. MÆLI VEL MEÐ HENNI.”
TOMMI - KVIKMYNDIR.IS
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA
CHRIS EVANS, DAKOTA
FANNING OG DJIMON HUNSOU
ERU MÖGNUÐ Í FRUMLEGUSTU
SPENNUMYND ÞESSA ÁRS!
– meira fyrir áskrifendur
Fylgiblað með Morgunblaðinu 12. maí
Eurovision 2009
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift
eða í síma 569 1122
Meðal efnis:
• Stiklað á stóru í sögu Eurovision í máli og myndum, helstu lög og uppákomur
• Páll Óskar spáir í spilin
• Kynning á keppendum í undankeppni og í aðalkeppni
• Ævintýrið um Jóhönnu Guðrúnu
• Íslensku lögin í gegnum tíðina
• Atkvæðaseðill fyrir aðalkeppnina
• Ásamt fullt af spennandi efni um Eurovision
Undankeppnin fer fram 12. og 14. maí en aðalkeppnin laugardaginn 16. maí.
Þetta er tvímælalaust blaðið sem sjónvarpsáhorfendur hafa við höndina 12., 14.
og 16. maí þegar Eurovision verður sýnt í sjónvarpinu.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is
Tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 16.00, mánudaginn 7. maí.
að líkum lætur munu þau Stefanía
og Eyþór Ingi syngja bróðurpart
laganna á plötunni, en nú þegar er
eitt lag komið í spilun, lagið „Sam-
staða“ sem mun m.a. hljóma í heim-
ildarmyndinni Gott silfur gulli betra
sem fjallar um íslenska handbolta-
landsliðið og verður sýnd í kvik-
myndahúsum á næstunni.
Næstu tónleikar Stuðmanna
verða í Laugardalshöllinni um
næstu helgi, 2. maí, þegar sveitin
kemur fram á minningartónleikum
um Rúnar Júlíusson. Þar mun Stef-
anía þurfa að syngja fyrir nokkur
þúsund manns. „Það leggst rosalega
vel í mig, en það verður örugglega
svolítið stress síðustu dagana fyrir
tónleika,“ segir hún.
Líkt við Arethu Franklin
Stefanía, sem er úr Mosfellsbæ,
er í MH eins og sönnum Stuðmanni
sæmir. Aðspurð segist hún hafa
stundað söng í nokkur ár. „Fyrst
söng ég opinberlega fyrir svona
þremur árum með hljómsveit sem
ég er í og heitir Bob Gillan og
strandverðirnir,“ segir Stefanía
sem sigraði svo í söngkeppni Sam-
taka félagsmiðstöðva í fyrra.
Þrátt fyrir þennan frábæra ár-
angur segist Stefanía nánast ekk-
ert hafa lært söng. Samkvæmt lýs-
ingu Jakobs Frímanns syngur hún
hins vegar í blúsuðum djass- og sál-
arstíl, og minnir nokkuð á sjálfa
Arethu Franklin. Ekki slæmt það!
Ljósmynd/Sigurjón Ragnar
Góð Eyþór Ingi og Stefanía eru ef til vill framtíðarsöngvarar Stuðmanna.
MARGIR knattspyrnumenn óttast
að mæta Rio Ferdinand, miðverði
meistaraliðs Manchester United, á
knattspyrnuvellinum, enda þykir
hann einn af þeim bestu; ákveðinn og
fylginn sér. Ferdinand viðurkenndi
hins vegar að hafa orðið hálf-
hræddur, eða í það minnsta feiminn,
þegar hann opnaði fyrir helgi nýtt
nettímarit á heimasíðu sinni,
rioferdinand.com, og síminn hringdi.
Á hinum endanum var enginn annar
en kóngurinn í poppinu, Michael
Jackson.
Hvert var erindið?
„Jú, hann hringdi til að óska mér
góðs gengis með vefinn. Það kom mér
ekki lítið á óvart!“ sagði Ferdinand.
„Hann sagðist ekki geta beðið eftir að
hitta mig og bauð mér á eina sýn-
inguna sem hann setur upp í London.
Ég skalf eftir samtalið – hann hef-
ur alltaf verið ein af hetjunum mín-
um,“ sagði varnarjaxlinn.
„Ég dáðist að honum þegar ég var
stráklingur. Bad-platan er ein af
þeim sem ég tæki með mér á eyði-
eyju. Hann er frábær listamaður,
einn þeirra sem ég vildi fá að taka
viðtal við.“
Í nettímaritinu tekur Ferdinand
viðtöl við rapparann 50 Cent og
Christiano Ronaldo, meðal annars.
Ferdinand segist kunna því mjög vel
að vera í hlutverki blaðamannsins,
spurja spurninganna og vera ekki
alltaf sá sem er yfirheyrður.
Kóngurinn hringdi í Ferdinand
Miðvörðurinn Rio Ferdinand varð
feiminn þegar Jackson hringdi.
MARKSÆKNI Chelsea-leikmaðurinn Frank Lampard brást við ásök-
unum fyrrverandi sambýliskonu sinnar í fjölmiðlum, með því að hringja
inn í útvarpsþátt og hundskamma útvarpsmanninn.
Breskir fjölmiðlar hafa fjallað nokkuð um skiln-
aðardeilu Lampards og hinnar spænsku Elen Ri-
ves, en þau eiga tvær litlar dætur saman.
Rives hafði kallað Lampard „tilfinningalausan“ í
dagblaði og sagt að hann hefði breytt húsinu þeirra í
„piparsveinagreni“ en hún byggi í lítilli íbúð
með dæturnar. „Hann er farinn að hitta aðr-
ar konur. Ég sendi honum skilaboð, segi að
þetta sé ekki að ganga upp hjá mér en hon-
um er sama. Ég græt þegar við tölum saman í
símann en ég fæ ekkert frá honum. Engar til-
finningar, bara tómarúm. Hann er skíthæll.“
Þegar útvarpsmaðurinn James O’Brien
fjallaði um málið hringdi Lampard inn í þáttinn,
harðneitaði því að börnin og Rives byggju í
slæmri íbúð, og lét O’Brien heyra það.
„Sérhvert penní sem ég vinn mér inn og hver
metri sem ég hleyp á fótboltavellinum er fyrir
börnin mín. Það erfiðasta við þennan skilnað er að
hafa börnin mín ekki hjá mér á hverjum morgni
þegar ég vakna,“ sagði hann.
Hundskammaði
útvarpsmann