Elding - 01.03.1934, Blaðsíða 3

Elding - 01.03.1934, Blaðsíða 3
Hagsmunamál sendisveina- Það munu allir bæjarbúar vita, að læg'st launaða stétt í Reykja- vík eru sendisveinar, en til þessa hefir lítið verið g’ert til að rétta hag þeirra. Sendisveinar, sem al- mennt eru yngstu vinnandi menn í landinu, og- jafnfi’amt stunda hlutfallslega erfiðustu vinnu með lengstum vinnutíma, sem hér á landi þekkist, liafa ennþá ekki fyllilega skilið mátt samtakanna. Samt sem áður voru sendisveinar vel á veg komnir á síðastliðnu ári, áður en kratamir sviku, með að mynda sterk samtök, sem til sín hefðu getað látið taka í hags- munabaráttunni, en því miður brugðust ung-kratarnir, þegar mest á~i-eið, og síðan hafa sam- tök sendisveina verið lemstruð mjög og lítt starfhæf. En nú fyrir sköminu birti af degi að nýju fyrir hina launa- kúguðu sendisveinastétt, þegar sendisveinadeild Merkúrs hóf starf sitt nú fyrir skömmu. Inn- an deildarinnar eru þegar um 130 sendisveinar og daglega bætist í hópinn. Þessir stéttvísu ungu menn eru staðráðnir í því að bæta kjör stéttar sinnar og þeim mun takast að fá kröfum sínum fram- gengt. S. D. M. krefst launahækkunar og stytting vinnutímans. Launa- kúgun sendisveina þekkja allir. Kaup þeirra er frá 35 kr. á mán- uði upp í 100 kr., sem er það allra hæsta, sem þeir geta vænzt að fá, með áframhaldandi samtakaleysi. S. D. M. krefst 100 kr. lágmarks- byrjunarkaups fyrir sendisveina eldri en 16 ára. Jafnframt krefst S. D. M. 80 kr. lágmarksbyrjunar- kaups fyrir sendisveina á aldrin- um 14 til 16 ára, og að kaup- mönnum verði bannað að hafa í þjónustu sinni yngri drengi en 14 ára að aldri. S. D. M. krefst þess, að laun sendisveina hækki um 20% eftir eins árs þjónustu hjá atvinnurekandanum, og sendi- sveinar njóti þriggja mánaða uppsagnarfrests eins og aðrir verzlunarmenn. S. D. M. krefst stytting vinnutímans og eftir- vinnukaups, minnst einnar k'rónu fyrir hverja klukkustund eftir lokunartíma. Þessum kröfum mun S. D. M. berjast fyrir, og fá þeim fram- gegnt, þegar allir sendisveinar í Reykjavík hafa fylkt sér undir merki S. D. M. Sendisveinar! Máttur samtak- anna er stórkostlégur. Gangið í S. D. M. og vinnið þar með að íramgángi sjálfsagðra réttarbóta yðar. S. Lifgfræðileg aðstoð. Sendisveinadeild Merkúr, sem er eina stéttarfélag sendisveina í Reykjavík, hefir fyrir atbeina Gísla Sigurbjörnssonar komið því svo fyrir, að framvegis geta sendisveinar fengið ókeypis lög- fræðilega aðstoð fyrir sig. Við sendisveinar vitum, að oft er riauðsynlegt fyrir okkur að fá hjálp til að ná rétti okkar gagn- vart atvinnurekendunum, en til læssa hefir okkur tæplega verið kleift fjárhagsins vegna að fá til þess lögfræðilega aðstoð, sem oft- ast er nauðsynleg, þegar 1 hart fer, en nú er þessu kippt í lag, og á Gísli í Ási þakkir skilið fyrir. Sendisveinar! Gangi ykkur illa að fá kaup ykkar greitt eða séuð ]rið sviknir á nokkum hátt með kaupgreiðslur, þá minnist þess, aíð nú getið þið náð rétti ykkar ókeypis með því að snúa ykkur til skrifstofu S. D. M., Lækjar- torgi 1, sími 4292. mmmmmmmmammmmmmmmmrnmmm I Sendlsveinar? látið gera við hjól ykkar >hjá M. B U C H Skólavörðustíg 5. Vönduð og ódýr vinna. ' V aknandi æska. 0 Allir stéttvísir sendisveinar glöddust, þegar það barst eins og eldur í sinu um allan bæinn, að Sendisveinadeild Merkúr væri tekin til starfa að nýju. Tugum saman þyrptust sehdisveinar inn í stéttarfélag sitt, S. D. M., sem varð þegar stæltur og efldur fé- lagsskapur yngstu verzlunannann- anna í bæniun. Á einqm mánuði hafa sendisveinar endurreist stétt- arfélag sitt svo röggsamlega, að það er nú styrkasta og samtaka- bezta sendisveinafélag á öllu land- inu. Enda mun brátt sjást, í bar- áttunni fyrir hagsmunamálum sendisveina, að upp er risið stétt- arfélag til sóknar á báða bóga, fyrir bættum kjörum sendisveina og gegn svikráðum krata og kom- múnista-sendisveinanna. — Þeir sviku stéttarfélag sitt, keyptir til þess af umboðsmönnum danska gyðingaauðvaldsins, olíu-einokun- arkarlinum o. fl. En stéttvísir sendisveinar sáu við svikum leiguþýjanna og hófu merki S. D. M. á loft að nýju. Djarfhug’a, drenglyndir og at- orkusamir ungir sendisveinar standa fremstir í broddi fylking- ar eina stéttarfélags sendisveina, S. D. M., og berjast með krafti, djöi’fung og dugnaði vaknandi æsku /fyrir hagsmunum og bætt- um kjörmn stéttarinnar; berjast fyrir kröfum, sem munu og skulu ná fram að ganga, og berjast jafnframt gegn stéttarsvikurum, sem tóku þann kostinn, að fljóta sofandi að feigðarósi í olíu Héð- ins Valdimarssonar. Stéttvísir sendisveinar! S. D. M. er ykkar félag. Gangið í S. D. M. Skrifstofan opin allan daginn í Lækjartorgi 1, herbergi nr. 11 (Gísli Sigur- björnsson). Ef þið viljið stétt ykkar vel og viljið vinna henni gagn, þá gangið í S. D. M. Atvinnulaus sendisveinn.

x

Elding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elding
https://timarit.is/publication/762

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.