Morgunblaðið - 29.05.2009, Page 4
Flottur Fiat 500C er afar flottur að
sjá og verða tvö eintök af honum
boðin upp í Cannes á næstunni.
Ítalskir bílaframleiðendur virðast
iðnir við að styrkja góð málefni
þessa dagana. Fyrir skömmu birti
bílablaðið fréttir af Ferrari bíl
sem gefinn var til að styrkja
fórnarlömb jarðskjálftans í
Abruzzo. Nú er það Fiat sem gef-
ur ekki síður forvitnilegan bíl, Fi-
at 500C by Diesel, eins og hann er
kallaður.
Bíllinn er merkilegur ekki að-
eins fyrir þær sakir að aðeins tvö
eintök eru til heldur líka vegna
þess að hann er afar spennandi,
með rúllutopp og glæsilega lita-
samsetningu en bíllinn er dísil-
grænn á lit og er liturinn því vís-
un í gallabuxnaframleiðandann
sem á veg og vanda af hönnuninni.
Gagnstætt því sem margir
kynnu að halda er bíllinn þrátt
fyrir allt ekki knúinn dísilvél held-
ur 100 hestafla 1,4 lítra bensínvél
sem í þessum knáa bíl dugar vel
til að skemmta ökumanninum.
Herlegheitin verða boðin upp á
sextugustu og annarri kvik-
myndahátíðinni í Cannes og mun
andvirðið renna óskipt til eyðni-
rannsókna en á uppboðinu munu
verða feiknin öll af frægu fólki.
Bill Clinton mun til að mynda
verða veislustjóri en einnig munu
Sharon Stone og Annie Lennox
heiðra samkomuna með nærveru
sinni og mun markmiðið vera að
afla sjö milljón dollara til styrktar
málefnisins. Ljóst er að til þess að
það markmið náist verður að
bjóða upp fleira en tvo Fiat 500
bíla nema einhver afar örlátur Fi-
at-aðdáandi finnist. Sá myndi í það
minnsta fá einstaklega vel heppn-
aðan Fiat.
Fiat fyrir gott málefni
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2009
4 Bílar
Bílar
RENAULT MEGANE ÁRG. '00 EK. 92 Þ. KM
Bíll í toppstandi og í góðu viðhaldi. Sjálf-
skiptur og heilsársdekk , CD frammi í og
DVD fyrir farþega aftur í. Tilvalinn í sumar-
fríið. Verð: 520 þ. Uppl. í síma 820 9227.
Pallbíl eða jeppa
Óska eftir að kaupa 4x4, pallbíl eða jeppa.
Helst Ford 1974–1980, pallbíl með ”exten-
tion cab” fordabila@yahoo.com
MMC LANCER ÁRG. '98 EK. 164 ÞÚS. KM
Er með Mitsubishi Lancer station 1600 '98
til sölu. Sjálfskiptur, nýskoðaður, nýbúinn
að skipta um bremsuklossa og -diska að
framan. Uppl. s. 866 6831. Verð 290.000 kr.
BMW 525 DIESEL ÁRG. '02
BMW 525 Diesel til sölu. Tilboð 1250 þús.
Áhv. ca. 900 þús. ísl. lán. Skoða skipti á
mótorhjóli eða ódýrari bíl. Uppl. Tommi
sími 697 9001.
1. júní, annan í hvítasunnu verður Baja endúró keppnin á SBKÍ brau-
tinni í Gufunesi, Grafarvogi. Keppt er með fjarstýrða 1/5 HPI Baja
bensínbíla og ekið í 2 tíma samfleytt. Skráning verður á staðnum.
Tómstundahúsið Nethyl 2, sími 587 0600,
www.tomstundahusid.is
Bílasmáauglýsingar
augl@mbl.is
Ökumenn BMW-bifreiða eru þeir
verstu í umferðinni, samkvæmt
niðurstöðum athugunar breskrar vef-
síðu sem helguð er samanburði á bíla-
tryggingum. Slæmur akstursmáti,
hraðakstur, hættulegur framúr-
akstur og óviðeigandi ögrun eru með-
al þess sem þeim er borið á brýn.
Alls náði rannsóknin til 1500 öku-
manna og sögðu næstum tveir þriðju
þeirra að bílstjórar BMW-bíla hegð-
uðu sér verst í umferðinni. Þeir eru
þó ekki einir um að fá á baukinn því
samandreginn listi yfir bíltegundir
„verstu“ ökumanna lítur út svo:
BMW 59 prósent, Subaru 42 prósent,
Porsche 39 prósent, Audi 30 prósent
og Mercedes-Benz 27 prósent.
Aldraðir bílstjórar óvinsælir
Falli niðurstaðan í grýttan jarðveg
hjá lesendum hugsa þeir ef til vill
hlýtt til ökumanna sendibíla. Allir
hinir 1.500 þátttakendur voru sam-
mála um að þeir væru þeir allra
verstu á vegunum.
Ungir ökumenn eru ekki mikið bet-
ur settir í augum aðspurðra, því 98
prósent sögðu þá lélega ökumenn.
Níu af tíu sögðust ekki gefa mikið fyr-
ir aldraða bílstjóra. Á óvart þykir svo
koma, að rútu- og vöruflutningabíl-
stjórar voru taldir öðrum betri á veg-
um úti.
Lagt af slæma ökusiði
Tæpast þarf að taka fram, að fjórð-
ungur þátttakenda í könnuninni sagð-
ist telja sig „úrvals“ bílstjóra. Tveir
þriðju gáfu sér einkunnina „góður“.
Sérfræðingar segja að með krepp-
unni og vaxandi rekstrarkostnaði hafi
bílstjórar flestir hverjir lagt af slæma
ökusiði.
Þannig aka þrír fjórðu „grænni“
akstur með því að nota lægri mótor-
snúningshraða. Meira en helmingur
ökumanna segist hafa breytt aksturs-
máta sínum til að lækka bensín-
eyðslu. Þykir það vísbending um að
kreppan og umhverfisvitund sé að
stuðla að breyttri aksturshegðan.
Mun það sömuleiðis hafa áhrif á
hvers konar bíla menn myndu kaupa.
Spurt var hvaða bíltegundir taldar
væru „grænastar“. Niðurstaðan var
þessi: Toyota 38 prósent, Honda 37
prósent, Volkswagen 23 prósent,
Volvo 23 prósent og Citroën 19 pró-
sent. agas@mbl.is
Óvinsælir ökumenn Slæmur akstursmáti, hraðakstur og óviðeigandi ögr-
un eru meðal þess sem ökumönnum BMW er borið á brýn.
Ökumenn BMW þeir
verstu í umferðinni
Eftir Leó M. Jónsson
leoemm@simnet.is
Nissan 2.5 tdi
Spurt: Ég er að velta fyrir mér
Nissan Pathfinder sem bjóðast á
hagstæðu verði nú um stundir. Þú
talar mjög vel um þennan bíl í bíla-
prófun á 2006 árgerðinni á vefsíð-
unni þinni en nefnir líka galla í
Nissan dísilvélum í svari í gagna-
safninu varðandi Navara 2003.
Eiga þær athugasemdir við um vél-
arnar í 2006 og yngri Pathfinder?
Svar: Þær eiga við um 2,5 lítra
túrbódísilvélina (tdi) með forð-
agrein (common rail) í stað olíu-
verks. Gallinn var sá að brunageisli
spíssa gat brennt gat á stimpilkolla
– í versta tilfelli þannig að vélin
brotnaði. Nissan endurbætti spíss-
ana og var ætlast til að skipt væri
um þá á ábyrgðartímanum til að
girða fyrir skemmdir. Sértu að
velta fyrir þér kaupum á notuðum
Nissan jeppa/jepplingi/pallbíl með
2,5 lítra forðagreinar-dísilvélinni
skaltu kynna þér, eins vel og þú
getur, hvað hafi verið gert við vél-
ina á ábyrgðartímanum. Sé sjáan-
legur reykur í útblæstri er dísilvél
ekki í lagi. Nissan Pathfinder er
bæði lipur og þægilegur lúxusjeppi.
Um þrifnað
Eftirfarandi er samantekt
margra fyrirspurna.
Þrífðu stýrishjól, gírhnúð, hand-
föng geymsluhólfa og hurða og
armhvílur með tusku vættri í volgu
sápuvatni. Þér mun koma á óvart
hve mikil óhreinindi (gerlar) geta
verið á þessum snertihlutum.
Stamt gervileður eftir þrif, til
dæmis á stýri, má gera eins og nýtt
með yngingarefni fyrir plast, Son-
of-a-gun og sambærileg efni.
Hundahári getur verið erfitt að
ná úr tauáklæði eftir því hve mikið
er af gervitrefjum í vefjarefninu
(rafspenna). Sé strokið yfir sæti og
klæðningu með einnota Latex-
hönskum (fást í Bónus), vættum
með rakri tusku, má skafa hunda-
hárin saman og margfalda afköst
með ryksugu.
Fitubletti (ís, kókómjólk, olía og
fleira) í tauáklæði er auðvelt að
uppræta með réttum efnum og að-
ferðum. Reynið ekki að fjarlægja
fitubletti með leysiefnum svo sem
bensíni, hvítspíra eða þynni – með
því móti stækkar bletturinn í stað
þess að hverfa. Þess í stað skal
nota sérstök lífræn niðurbrotsefni.
Eitt þeirra er Undri blettahreinsir
sem fæst víða, meðal annars í
matvörubúðum.
Sætaáklæði og klæðningu er
auðveldast að hreinsa með til þess
gerðum lífrænum skúmefnum og
svampi sem fást í sérverslunum og
á bensínstöðvum. Nokkur fyrir-
tæki, til dæmis Besta, leigja út sér-
stakar teppahreinsivélar. Með rétt-
um hreinsiefnum, sem þessi
fyrirtæki selja, má hreinsa teppi og
innréttingu bíls á tveimur klukku-
stundum með ótrúlegum árangri.
Óhreint og innþornað leður get-
ur farið illa vegna sólargeislunar,
það getur upplitast og sprungur
geta myndast í ysta laginu. Ekta
leður og gervileður má oftast þrífa
á auðveldan hátt með volgu sápu-
vatni og tusku. Á ekta leður er síð-
an borin leðurnæring fyrir bíla-
áklæði. Það efni fæst á
bensínstöðvum (Leather Cleaner &
Conditioner). Með því mýkist leðr-
ið, fær upphaflegan lit og gljáa,
sprungur hverfa og yfirborðið
óhreinkast síður.
Gerviefni í mælaborði, hlífum,
miðjustokk og annars staðar í inn-
réttingu vilja upplitast og missa
upprunalega áferð og gljáa.
Óhreinindi er auðvelt að fjarlægja
með volgu sápuvatni. Að þrifum
loknum er notaður sérstakur yng-
ingarúði fyrir gerviefni (Cockpit
Reconditioner) á flötinn. Það efni
getur gert kraftaverk þannig að
innrétting fái aftur upprunalega
áferð og glæsileika (og lykt). Þetta
sama efni má nota á hliðar dekkja
til að skerpa svarta litinn og gljá-
ann.
Athugið að um öll ofantalin hreinsi-
og yngingarefni gildir að nauðsyn-
legt er að fara nákvæmlega eftir
leiðbeiningum sem fylgja þeim.
Röng notkun efnanna getur valdið
skemmdum.
Athugið að bréf geta verið stytt. Eldri
spurningar og ítarlegri svör eru birt á
www.leoemm.com.
Eitt og annað um
þrif innréttinga
Hreinn bíll Með því að þrífa bíl með réttum efnum og tækjum er hægt að gera hann nánast eins og nýjan.
Höfundur er vélatæknifræðingur
Mbl.is/Bílar: Spurt
og svarað nr. 140