Endajaxl - 03.11.1924, Blaðsíða 2

Endajaxl - 03.11.1924, Blaðsíða 2
■> ENDAJASL mánuðum harðsnúinn, fjölmennan og rampólitískan flokk, sem er „Harðjaxls" flokkurinn, sýnir best, að eg ber svo langsamlega höfuð, herðar og skegg yfir samtíðamienn mína, enda ber út- breiðsla ritverka minna það með sér, að þörf hefir sannarlega verið á manni sem mér fram á skeiðvöll ritmenskunn- ar; gleður það mig því ákaflega mikið, hve þjóðin er þroskuð, lýsir það glögt, hve brjóstvitið er á háu stigi hjá þjóð- inni, er hún les rit mín með jafnmikilli áfergju og hún gerir, eins þungskilin og þau eru, því ekki er skólamentuninni fyrir að fara, og tæplega nema 1 af hundraði, sem kemst jafn langt í sjálfs- mentun sem eg. Harðjaxls-flokkurinn hefir nú ákveð- ið að gefa út tímarit fyrir flokkinn, sem heitir „Endajaxl", mun það eiga að koma út um hver mánaðamót; var eg sem höfuðforingi og forseti flokksins ráðinn ritstjóri þessa blaðs, og vona eg að þjóðin taki þessu blaði með sömu vinsemd og hún hefir tekið „Harðjaxl". Mun verða leitast við að vanda sem best efnið í blaðið, þar eð stór og máttugur stjómmálaflokkur, þ. e. Harðjaxls- flokkurinn, gefur það út, og hefir þar að auki fyrir ritstjóra víðlesnasta, gáfað- asta og mentaðasta mann þessa lands. Ein og Karl Marx var frömuður jafn- aðarstefnunnar, svo er eg og frömuður Harðjaxls-stefnunnar, eins og Jón Bald. er forseti Alþýðuflokksins, svo er eg og forseti Harðjaxls-flokksins, og þar að auki ritstjóri hans. Eins og Jón þorláks- son er forseti Ihaldsflokksins og porleif- ur í Hólum forseti Framsóknarflokksins, svo er eg og forseti Harðjaxls-flokks- ins. Gangið í Harðjaxls-flokkinn og styrk- ið hina göfugu Harðjaxls-hugsjón. Kaupið og lesið málgagn hans, „Harð- jaxl“ og „Endajaxl“. Verið velkomin í flokkinn, hvort sem þið búið á annesj- um eða í afdalabotnum. Lifi Harðjaxls-flokkurinn! f. h. miðstjómar Harðjaxls-flokksins Oddur Sigurgeirsson (forseti og ritstjóri). ---o---- ÁGRIP af yfirliti yfir gripaeign Moggastaða. 1. Vogmerin (grár haus, dökkur skrokkur, sérlega körg og illileg). 2. Moðhaus (vagnhestur, ramfælinn og slægur). 3. Fjóli (skjökthestur, feikilega ein- f eldningslegur). 4. þveræingur (veðhlaupahestur, hræddur við Fordbíla). 5. þórólfur (búrhundur, blindur og heymarlaus). 6. Ógróin Jörð (smalatík, feit og letileg). 7. Fengur (geldneyti, afvelta af spiki). 8. Kobbi (prestslamb, horað og gelgjulegt). 9. Dósi (kynbótahrútur í andlegum efnum). 10. Imma (vélakind, vönkuð). 11. Hólaskolli (gamall músaköttur). 12. Krossi (norðlenskt kynbótanaut). 13. Lundabaggi (kálfur, veturgam- all). 14. Hæglátur (danskur sauður, for- ustu). 15. Bmni (skáldfákur). 16. Stjarni (hálfdanskur stofuhund- ur). 17. Lalli (nýfæddur ketlingur).

x

Endajaxl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Endajaxl
https://timarit.is/publication/764

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.