Endajaxl - 03.11.1924, Blaðsíða 4

Endajaxl - 03.11.1924, Blaðsíða 4
4 ENDAJAXL 2. gr. Engihn getur fengið leyfi til að hafa fresskött. 3. gr. Nú vill einhver fá leyfi til að hafa læðukött, og skal hann þá senda bæjar- stjórn ufhsókn um það í tveim eintök- um. Skal í umsókninni greinilega lýst heimilisástæðúm og híbýlaskipun um- sækjanda. Tilgreina skal ög fólksfjölda, aldur þess og kynferði. Ennfremur skal fylgja umsókninni vottorð frá sóknar- presti ög lögreglustjóra um að Umsækj- andi hafi gott mannorð. 4. gr. Bæjarstjórn skipar, éftir tillögu borg- arstjóra, mann til að hafa undir hönd- um fresskött á bæjarins kostnað. Sá embættismaður nefnist fresskattar- stjóri. 5. gr. Fresskattarstjóri skal halda bók yfir alla ketti í bænum ög gefa bæjarstjóm skýrslu um þá ársfjórðungslega, eftir fyrirmynd, er Stjórnarráðið setur. 6. gr. Nú þarf sá, sem hefir læðukött undir höndum, á fressketti að halda, og skal hann þá tafarlaust snúa sér til fress- kattarstjóra með beiðni um að fá bæj- arfressið lánað. Fresskattarstjóri af- hendir fressið, þegar borgarstjóri hefir látið ganga úr skugga um, að beiðnin sé á rökum bygð. 7. gr. Enginn má hafa bæjarfressið á heim- ili sínu lengur en næturlangt. 8. gr. Sá, sem fær bæjarfressið lánað, greiði fimm krónur í hvert skifti, um leið og honum er afhent fressið. þetta gjald nefnist fressgjald. 9. gr. Fressgjöld renna í sérstakan sjóð, fresskattasjóð. Sjóðnum skal verja til þess að undirbúa efnilegt fress undir bæj arfress-starf ið. 10. gr. Alla ketlinga, sem gotnir eru í bæn- um, skal afhenda á skrifstofu fresskatt- arstjóra. Skal hann skrásetja þá alla í Ketlingabók Grímsstaðaholts og af- henda síðan til lífláts. Bæjarstjórn vel- ur ketlingaböðul. 1L gr. Fresskattarstjóri tekur laun úr bæj- arsjóði og telst til 1. launaflokks. 12. gr. Brot gegn reglugerð þessari varða 5 ára fangelsi. 13. gr. Reglugerð þessi öðlast gildi 1. jan. 1925. ----o---- Frá vfgstOðvnnam. Stórkostleg tíðindi! Ákafar og harðsnúnar árásir frá hinum borðalögðu! Margir teknir til fanga! Mánudaginn 27. þ. m. kl. um 2 safn- aðist ógurlegur mannfjöldi á homið við Laugaveg og Bergstaðastræti. Allir biðu með eftirvæntingu. Og á andlitum hins yfir sig spenta fólks, mátti sjá

x

Endajaxl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Endajaxl
https://timarit.is/publication/764

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.