Endajaxl - 03.11.1924, Blaðsíða 3

Endajaxl - 03.11.1924, Blaðsíða 3
ENDAJAXL 3 18. Kleppur (belja í andaheimum). 19. Bóki (geldhani). 20. Gásbjörn (asni, eyrbeskur). 21. Jóli (sæhestur). 22. Knuzi (óborgaður afsláttarhest- ur). Moggastöðum, 30. okt. Anno 1930. Oki Berlinisson. ----o---- Fððnrleg hirting. til Árna Árnasonar frá Höfðahólum. Nú er svo komið, Ámi minn, að eg er orðinn ritstjóri eins og Tryggvi vin- ur minn og fleiri. Mér finst því mál til komið að lækka rostann í þér eins og öðrum kjapta- skúmum Danska Mogga. 1 Mogga ger- ir þú einu sinni að umtalsefni, samúð Tímans og Alþýðublaðsins, og nefnir það blíðubrögð. Ekki er nú svo að skilja, að eg haldi að Tryggvi og Hallbjörn geti ekki svarað fyrir sig, en það er nú svoleiðis, að þegar andinn kemur yfir mig, þá skamma eg það sem ábótavant er í þjóðfélaginu. þú talar um það í Mogga, hvað skringileg séu læti katta, er þeir séu breima; þetta get eg vel skilið, enda munu kettir og önnur slík kvikindi hafa verið aðalbústofn þinn, og ef dæma skal eftir afkomu þinni í búskapnum, þá hef- ir þú víst haft nægan tíma til slíkra athugana. Eg lái þér því ekki þó þú leitaðir þér betri atvinnu en að ganga á mála hjá Fenger og Berleme, það hefði eg seinast gert; þú ert líka sjá- legur eða hitt þó heldur, þegar þú veð- iur áfram á gulu skyrtunni og í gömlu gráu fötunum með 20 ára gamla ská á fótunum, og með Engeyjar-Björn á hælunum, þvaðrandi um Viðeyjarfisk og annað því um líkt, sem þú hefir ekk- ert vit á. Hvem fjandann ætli þú hafir vit á þorski, þú sem aldrei hefir m.... í salt vatn, nei, Ámi minn, annað mái væri þó eg ritaði um slík málefni, því þar er eg þér vitrari eins og í fleim. Eg, sem er mesti og glæsilegasti rit- stjóri þessa lands, vil nú miskunna mig yfir þig, og bíð þér hérmeð að vinna á skrifstofu „Harðjaxls“ við afgreiðslu- störf eða annað þvíumlíkt. Geta vil eg þess, að ekki mega starfsmenn blaðsins fara á fyllirí, ekki liggja í „delerium tremec“ og vera sem minst á privatinu á Skinnastöðum. Að síðustu vil eg alvarlega vara þig við að reyna að svara grein minni, þv£ þá mun eg ekki rétta þér hjálparhöná framar og þá kveð eg þig alveg í kút- inn ásamt Fjólesen & Moðhaussen. — Annars hefir síra Tryggvi vinur minn og collega sagt mér, að Berléme ætli að slagta þeim um áramótin og ætlaði eg því að láta greyin í friði. ---o--- FRUMVARP til reglugerðar um kattahald í Gríms- staðaholtsborg. 1. gr. Bæjarstjórn hefir yfirumsjón með kattahaldi í bænum og má enginn hafa kött á kaupstaðarlóðinni neroa bæjar- stjórn samþykki með 4/6 hlutum greiddra atkvæða leyfisbeiðni þar að lútandi.

x

Endajaxl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Endajaxl
https://timarit.is/publication/764

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.