Endajaxl - 03.11.1924, Blaðsíða 8

Endajaxl - 03.11.1924, Blaðsíða 8
8 lí N D A .1 A X L Ritsmíðasamkeppni. „Harðjaxl“ efnir hérmeð til ritsmíða- samkepni meðal lesenda sihna, á tíma- bilinu írá 1. nóv. síðastl. og til 1. jan. næstk. Ritsmíðarnar verða að vera „smellnár'1 og skemtandi og fær sá 1. iverðlaun, sem bestu og skemtilegustu ritsmíðina semur, sá sem skrifar næst- bestu fær 2. verðlaun, og þriðji fær 3. verðlaun, fleiri verðlaun verða eigi veitt. Verðlaunin eru: I. verðlaun 25,00 krón- ur, II. verðlaun 15 krónur og III. verð- laun 10 kr. Ritsmíðarnar verða að send- ast ábyrgðarmanni blaðsins í lokuðu umslagi og undirrituð með dulnefni, en nafn sendanda og heimilisfang verður að fylgjá með í Öðru umslagi. Ritsmíð- amar mega ekki vera lengri en ein síða í Harðjaxl (að. orðafjclda), og eigi styttri en einn dálkur í „Harðjaxl". — Dómnefndin er skipuð einum lögfræð- ing, einum stjömufræðing og einum heimspeking. „Hrðjaxl" áskilur sér takmarkalaus- an rétt til að birta hvenær sem er all- ar þær greinar, sem honum berast af þessu tagi. Verðlaunin verða úthlutuð með 1. tbl. sem út kemur af Harðjaxli í janúar 1925. Takið nú pennann! ----o---- Síðustu f r éttlr. (Einkaskeyti til Harðjaxls.) (Eftirprentun bönnuð.) Englandi fimtudag kl. 25. Höfum tapað nokkram þingsætum, einungis klaufaskap að kenna, hefðum átt að vinna mörg, ef þér, herra ritstjóri, hefð- uð komið og túlkað lýðinn með áhrifum yðar. Donald. Nýtt lista-kabarretta-kvöld Undir stjóm olíukóngsins og miss Jósefínu verður haldið að Skinnastöðum næstkomandi sunnudagsnótt og hefst kl. iy%. Til skemtunar verður: 1. Erindi um ódauðleik hinna lífvá- trygðu == dr. Bægifótur. 2. Dull (dúett) = Mangi og Simbi sí- fulli. 3. Ráð til að verjast óværð = miss Gúlla. 4. Söngdúett = Púlli og Húlli með að- stoð Ferdinands. 5. Erindi, ráð til að verjast ómegð — Geiri. 6. Bindindisræðudúett = Gestur og Rockefellov. 7. Gamanleikur í 1 þætti = miss Olga og mr. Maggadon. Aðgöngumiðar verða seldir í Hljóð- lausahúsinu við Bergstaðastr., gengið inn bakdyramegin, og kosta þrisvar sinnum eina krónu og fimmtíu aura. þar í eru innifaldar nauðsynlegar hreinlætisvörur, svo sem handklæði, sápa etc. E3HE1 EHHSHHEHHSHS Ábyrgðarmaður Ágúet JóhannesBon, Prent*miðja Hallgríms BenediktBSOnar Pere»itaðaRtT8Pti 19. I I

x

Endajaxl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Endajaxl
https://timarit.is/publication/764

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.