Nýtt kvennablað - 01.11.1941, Síða 5

Nýtt kvennablað - 01.11.1941, Síða 5
2. árg. - 3. tbl M 'i TT Nóv. KVEWHABLAÐ - 1941. MokKur orð um siðferðismál. Það munu varla vera mjög skiptar skoðanir um, að tæplega var hægt að taka öllu óhöndug- legra á máli, sem að flestra dómi þó varðar þjóð- arheill, heldur en var öll meðferð hins svonefnda „'ástandsináls44, 1>. e. samhand íslenzkra kvenna og liins erlenda seluliðs. Á það jafnt við um opinhera aðila, er um það fjölluðu, og um skrif hlaðanna. Er óþarfi að rekja hér frekar gang málsins, almenningi mun hann að fullu kunnur. I síðasta hlaði skrifaði merk kona lieita ádeilu um jjetta atriði. Var það ritað, er réttmæt gremja manna var sem mest, og öldur andúðar risu liátl á móti þeirri aðdróttun, að fimmta liver kona hér í Reykjavík lifði saurlifnaði með út- lendum hermönnum. Þarf engan að undra, þótt lil séu J)ær konur, sem ekki taki slíkum áburði með þökkum, eða Iterji sér á brjóst og segi: „Guð, eg þakka þér, að eg er ekki eins og allar hinar, heldur rísi upp, andmæli og segi: I>etta er ekki satt. Mun það og sannast að siðferðisprédikanir og dómfelling þóltu oft koma úr hörðustu átt. I>að kostar svo litið að tala stór orð, það kostar margfalt meira að lifa jal'nan sjáll’ur i samræmi við hin stóru orð. Þvi hefir verið lialdið fram hér í hlaðinu áður, og sú sannfæring stendur óhögguð, að eina leiðin lil varanlegra úrbóta i siðferðismálum, sé að sömu kröl'ur séu gerð- ar til karla og kvenna. Að sá karlmaður, sem kaupir sér ástir, sé á sama siðferðistigi og sú kona, er selur hlíðu sina. Hvortveggja sé dýpsta niðurlæging. Blöðin lnifa þrásinnis lagt áherzlu á, jafn- framt því, að þau hafa valið siðlevsi og menn- ingarskorti kvenna liin hörðustu orð, að fram- koma hermannanna væri í alla slaði eðlileg. I’eir æsktu eftir samneyti við kvenfólk og þætt- ust lausir allra mála, ef þeir greiddu lillekið éíjuld. Það er slíkur hugsunarhátlur og almennings- álit, sem skapar spillingu. Þá hefir því jafnvel verið haldið fram, að kvenréttindakonur heimtuðu sama frelsi og karlmenn nytu til að lifa í slarki og lauslæti. Þetta er misskilningur, sagður af þekkingar- leysi eða með ráðnum hug'. En kvenréttindi eru fyrst og fremst byggð á réttlæti. Því er það ský- laus krafa. að það, sem dæmt er svart í fari konunnar, sé dæmt á sama hátt j)ótl karlmaður eigi í hlut. — Þrátt fvrir það, sem að frainan er sagt, er langur vegur l'rá, að því sé haldið fram, að liér sé engu ábótavant. Þvert á móti. Mér er ljóst að hér er stefnt i beinan voða, ef ekkert cr að gert. Á eg þar sérstaklega við ungar telpur, er leggja lag sitt við hermennina. Það hefir oft verið um, það talað, að nú séu að koma í ljós gallar og feyrur i uppeldi æsk- unnar. En hverjir eru það, sem annast upþeldið? Það gera heimilin, það gera skólarnir, það gera leiðtogar þjóðarinnar í andlegum og veraldlegum efnum, það gerir þú og eg og yfirleitt allur almenningur með for- dæmi sínu og framkomu. Það eru því þessir að- ilar, sem bera ábyrgð á því, sem nú er að ske. Og einungis með sameiginlegu átaki er von lil að hægt sé að bæta upp eða koma i veg fvrir, að hin sorglega reynsla dagsins i dag endurlaki sig. Hvað mörg hæli, sem hyggð yrðu yfir vand- ræðatelpur, myndi það lítt stoða, ef ekki yrði um leið gerðar ráðstafanir til að grafast fyrir rætur meinsins. Heimili eiga ekki aðeins að vera stofur, mis- jafnlega vel búnar nýtízku liúsgögnum, þar sem fólk kemur til að sofa og borða. Þau eiga að vera griðastaður, þar sem hörn og foreldrar kjósa að eyða fristundum sínum, og leggja sitt l>ezta fram í sambúðinni livert við annað. Það kostar foreldrana ef til vill sjálfsafneitun lil að byrja með, en þau mega ekki hika við að færa þá fórn.

x

Nýtt kvennablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.