Nýtt kvennablað - 01.11.1941, Blaðsíða 10

Nýtt kvennablað - 01.11.1941, Blaðsíða 10
6 NÝTT KVENNA15LAÐ Kennaheimilið Hallveigarstaðir. Fyrir tæpum aldarfjórðungi gengust fram- sýnar og framtakssamar konur fyrir hlnta- fjársöfnun um land allt í því skyni að koma upp kvennanheimili liér í Reykjavík. Skyldi j)að hera nafn hinnar fyrstu íslenzku húsmóður og kallast Hallveigarstaðir. Þar átti að vera miðstöð fyrir hverskonar félagsskap kvenna, frístundaheimili fyrir ungar stúlkur, er dveldu í bænum lengri eða skemmri tima og loks ódýr gististaður fyrir utanbæjarkonur, er væru hér gestkomandi. Margskonar fræðslu- og menn- ingarslarfsemi var fyrirhugað þar aðsetur og Hallveigarstaðir áttu að verða öllum landsins konum kærir. Hlutafjársöfnunin gekk ágætlega og ríkið gaf lóð undir bygginguna, sem að vísu seinna var fargað og önnur keypt í staðinn. Liggur hún á fallegum stað við Garðastræti, örskammt frá miðbænum. Mun óhætt að ætla að eignir félagsins séu nú eittlivað á annað hundrað þús- und krónur. Er það allálitleg uphæð, og finnst manni óneitanlega, að með svo miklu fé liefði átt að vera í lófa lagið að koma heimilinu upp og að láta rekstur þess bera sig. En svo hörmulega hefir til tekizt að innan- félagsóeining og flokkadráttur hefir dregið úr öllum framkvæmdum, svo að Hallveigarstað- ir, kvennaheimilið, sem bera skyldi vitni um samliug og samvinnu landsins kvenna, er hvergi lil nema á pappírnum og framan á nokkrum spai-isjóðshókum, en hugtakið sjálft er dautt orð, sem engin itök á lengur í huga almennings. En á þeim stað, sem það álti að risa, I)lasir nú við okkur ömurlega ljótur skáli eða skemma. Vafalaust hefir aldrei verið meiri þörf en nú fyrir Hallveigarstaði. aldrei nauðsynlegra en einmitt nú, að aðkomukonur og ungar stúlk- ur eigi sér víst athvarf, er þær koma hingað, ef lil vill öllum ókunnugar. Svo mun oftast áslatl á gistihúsum bæjarins, að þar er hvert rúm skipað, og sum gistihúsanna eru jafnvel svo illræmd að ekki er undarlegt þó aðkomukona kinoki sér við að leita sér þar gistingar. í þessu sambandi langar mig lil að segja dá- litla sögu: Fyrir nokkrum vikum síðan komu til bæjarins tvær ungar stúlkur. Voru þær að koma úr kaupavinnu og munu hafa ætlað sér liér x vetrarvistir, Áliðið var kvölds er þær komu í hæinn og töldu þær sér vísan nállstað hjá kunningjafólki sínu eða skyldmennum. En er þangað kom var þar svo ástatt, að húsmóðirin kvaðst ekki gela lofað þeim að vera um nóttina og skyldu þær leita fyrir sér annarstaðar. Gerðu þær það, en fengu sama svar þar. Nokkru eftir miðnætti hittir þær svo ungur maður. Eru þær þá að ráfa um göturnar. Virð- ist honum þær eiga erfitt með að losna við áleitni erlendra hermanna og býður þeim því fylgd sína og spyr hverl þær séu að fara. „Fara — við höfum ekkert að fara“. - Segja þær hon- um svo sögu sína og það, að þær hafi ekkert þak yfir höfuðið. Verður það úr að hinn ungi maður Iánar þeim herhergi sitl það sem eftir er næt- urinnar og fer sjálfur út í bæ. Hvort þetta er einsdæmi, skal látið ósagl. Að vísu má segja, að þessar ungu stúlkur liafi verið óvenjulega úrræðalausar, að snúa sér ekki lil lögreglunnar (hvenær fáum við kvenlögreglu?) sem myndi hafa reynzl þeim hjálpleg við út- vegun gistingar, en hver getur láð þeim það? En þvi er þessi saga sögð hér, að hún er tal- andi vottur um umkomulevsi margra þeirra ungu stúlkna, er hingað koina. Hugsið þið vkk- ur þann mun ef lil væri gistiheimili, þar sem vís væri góður og ódýr næturgreiði og hlýjar viðtökur, þar sem ungar stúlkur, er Iiingað koma í atvinnu- eða námsleit, gætu fengið upp- lýsingar og leiðbeiningar, ált athvarf og evtl fristundum sínum við lestur eða aðrar hollar dægrastyttingar. Hvcr, sem reynt hefir j)á sáru einstæðings- tilfinningu, sem getur fylgt j)ví að vera ölluin ókunnugur í stórbæ, veit, að j)á getur hvaða fé- lagsskapur, sem er, verið kærkominn, og er þá stundum undir heppni komið hversu hollur liann reynist. Það skal viðurkennt, 'að tímar eru nú erfiðir til húsbvgginga. Veldur J)ví liinn geysilegi hyggingakostnaður, sem mun nú vera rúml. helmingi hærri cn fyrir stríð. Er því enn meiri ástæða til að harma það, að ekki skyldi fyrir árum síðan vera byrjað á framkvæmdum. En á móti liinu háa verðlagi á byggingar- vörum og vinnu kemur peningaflóð j)að, sem daglega berst inn í landið. Er ])ví ekki óliklegl að lakast mætti, með góðum árangri, að bjóða úl viðhótar hlutabréf — ekki sízl el’ byrjað væri á byggingunni, svo lýðum væri ljóst, að nú yrði ekki frekari dráttur á framkvæmdum.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.