Nýtt kvennablað - 01.11.1941, Blaðsíða 11

Nýtt kvennablað - 01.11.1941, Blaðsíða 11
NÝTT KVENNABLAÐ 7 IJaö skal lekið í'i'ain, að Iínur þessar ber ekki að skoða sem árás á sljórn h.f. Hallvcigarstað- ir, lieldur eru þœr ritaðar i þeirri von, að þær kunni að verða lil að hrifa málið að einhverju levti úr þeirri kyrstöðu, sem það liefir í verið síðasta áratug, og sem teljast verður lítt verjan- legur gagnvart þeim konum út um land, sem Iögðu fram fc í þeirri einlægu trú, að þær væru að búa í haginn fyrir sig og dætur sínar, ef þær gistu höfuðstaðinn. Þeirri vegsemd, að taka að sér forustu góðs málefnis, fvlgir sá vandi, að láta athafnir jafn- an nokkuð fylgja orðmn. svo málið ekki dagi ujjpi og verði steinrunnið, eins og nátttröllin, sem sagt er frá í þjóðsögum vorum. M. J. K. Fyrir nokkru siðan átti danska Kvenréttindasam- banclið (Dansk Kvindesamfund) 70 ára afmæli. Hér er formaöur þess, frú E. Saunte, yfirréttarmálaflutn- ingsmaður t. h. og formaður félagsins í Kaupmanna- höfn frú Björnebo t. v. að lesa heillaóskaskeyti, sem bárust í tilefni af afmælinu. UM GENGNI Allt er loðið, alað, klesl, alstaðar hroðinn flýtur. Hér er moð á lieilan liest, lirár og soðinn skítur. Allt er brotið, engu lilíft, einskis fæ eg notið. Hér cr ekki lengur lífl, liggur í lústum kolið. N. N. B Æ K U R. Margrét Jónsdóttir: Laufvindar blása. Kvæði. Sú var tfðin, að Margrét Jónsdóttir var yngsta skáldkona okkar kæra föðurlands, en hraðinn kemur víða við. Margar skáldkonur hafa bæzt i búið síðan hún gaf út sína fyrstu bók: ,,Við fjiill og sæ" 1933. En Margrét Jónsdóttir heldur fullkomlega velli. „Laufvindar Idása" er hin fegursta bók. Segir hún í kvæðinu ísland: „Það er ættlandið mitt, þetta öfganna land með ólgandi brim við fjörusand og sólblik á ládauðum legi, með auðnarmyrkursins voðavald og vorsins sólfagra geilsatjald á birtunnar blessaða degi.“ Ragnheiður Jónsdóttir: Arfur. Það sój)ar að þessari fyrstu skáldsögu höf. Mál- ið er hratt, og sagan spennandi. Þó eignumst við fáa vini í siigulokin. liún gerist í kaupstað, þar sem fátæktin nístir mannssálirnar, en gripið er til ör- þrifaráða olbogabörnunum til viðreisnar. Guðrún Jónsdóttir frá Prestbakka: Fyrstu árin. Þessi bók lýsir þroskaferli drengs, frá því að hann skynjar fyrst andlit móður sinnar, þangað til hann er orðinn stálpaður piltur. Sigurður litli er aðálper- sónan í sögunni, og er heiminum lýst frá hans sjón- armiöi. Frásögn höf. er látlaus, en þó eru ljóðrænir gneistar i stílnum og málið viða fagurt. Guðrún Jóns- dóttir er kornungur rithöfundur og er rnikils af henni að vænta. Búið er að þýða bókina á dönsku. Þórunn Magnúsdóttir: Draumur um Ljósaland. „Draumur um Ljósaland" er síðasta bók Þórunn- ar Magnúsdóttur. — Leifur Eiríksson úr Reykja- vik, ræðst i kaupavinnu i Garðasveit í tilefni af þvi, að þar í sveit er sumargestur, ung Reykjavíkur- stúlka, sem hann hefir oft dansað við og er ástfang- inn af. Hún reynist hans ekki verð, þar eð hún er léttúðargopi. En sagan segir frá allri sumardvöl hans í Garðasveit, og ber margt á góma. Húsfreyjan og kaujiakonan, á bæ þeim, cr Leifur er á, verða báðar ástfangnar af honum, en hann hittir þar sína fegurðargyðju, og eignast drauminn um Ljósaland, sem gætir hans siðan fyrir öllum freistingum. l’eg'- ar sagan endar er hann aftur á leið suður til Reykja- víkur, og þá til stúlkunnar, sem hafði, er hún kom um sumariö i „frii", töfrað hann og kvatt með orð- unum: „Við sjáumst fyrir sunnan". — Bókin er 289 bls. og útdráttur þessi því of stuttur til þess að liægt sé að gera sér hugmyncl um verkið. En það borgar sig vel að lesa bókina og kynnast fólkinu í Garðasveit, starfi þess og gáska. Samtöl eru eðli- leg og lýsingar góðar, en mættu sumstaðar vera styttri, baeði á aukapersónum og umhverfi. Þór- unn Magnúsdóttir er hugkvæmur og skemmtilegur rithöfundur. Óska ég henni til hamingju með þessa síðustu bók, treysti henni til aö senda okkur fljót- lega áframhaldið og segja okkur hvernig draurn- urinn rættist. G. St.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.