Nýtt kvennablað - 01.11.1941, Qupperneq 13
NtÝTT KVENNABLAí)
9
fellur, sem veriS höföu á lífi þessa unga nianhs, og
öörum komiö aö gjaldi?
„En nú ætla ég aö sækja kaffiö," sagöi Margrét.
„Þaö er sagt aö viö sveitakonurnar drekkum mikiö
kaffi. Ég neita því ekki. Okkur er stundum kalt, og
fátt um nautnir. Störfin eru ekki ætíö hlýleg, viö
eruin fæstar geymdar í hveiti. Yfir kaffibollanum
dreifast áhyggjurnar. Þar er munaö og gleymt." —
Hún sagöi þetta brosandi; nú var hún aftur oröin
glaöleg og vingjarnleg, eins og þegar ég heilsaöi
henni úti. Þegar hún var kornin út úr stofunni, sat
ég og hugsaöi. Mér virtist sem ég heföi séö inn i
dularheima sorgar, sem ég haföi þó enga hugmynd
um hvað væri stór, eöa hvaö marga þessi fallegi
maöur haföi dregið meö sér út á brautir óblíöra
æfikjara. Ég afréö því aö spyrja Margréti um þetta,
en hugsaöi ekki út í að þaö gæti verið of nærgöngult.
Hún kom aö vörmu spori meö kaffiö, sem viö
drukkum bæöi. Ef hún hefir áöur fengið einhverja
geðbreytingu, þegar viö fórum að tala um myndina,
þá sáust þess engin merki nú; hún hafði náð jafn-
væginu aftur. Hún spuröi mig eftir móður minni,
högum hennar og heilsufari, kvað þaö gleöja sig
stórum, að hún liefði getað klofið þann kostnað, að
koma mér ,í gegnum Menntaskólann, hana heföi
langað til þess, þegar ég hefði verið litill drengur,
að ég gæti orðið prestur, eins og íaðir minn var. Ég
samsinnti þessu og sagði, aö móöir min heföi verið
búin að lofa mér þvi, að fá að vera eitt sumar í
sveit, eí ég tæki sæmilegt próf, og svo hefði hún
komið mér að Grund, til hjónanna þar, sem væru
góðkunningjar hennar frá fyrri tíö, og þar liði mér
i alla staöi vel, þótt eitthvað sé á heimilinu öðruvísi
en það á að vera, þá kemur það ekki niður á mér.
— Nú þyngdist svipur Margrétar aftur, ég hafði ýft
við ógróinni und. „Það eru til svo stórar sorgir, að
enginn getur læknað þær, ekki einu sinni timinn,"
sagði Margrét með þungri áherzlu. Forvitni min var
nú fyrir alvöru vakin, svo ég sagöi meö hægð : „Þetta
er liklega ættarböl eöa ættarleyndarmál, sem hér er
um aö ræða, og þá er ekki leyfilegt að spyrja.“ M^ir-
grét stóð upp, færði til bakkann á borðinu, settist
síðan aftur og sagöi: „Ungi maður, viö skulum segj.a
„þú“ hvort viö annað, það á betur við í sveitinni, og
svo var ínþðir þín mér eitt sinn svo kær, aö ég hefi
ekki ætlað mér að þéra börnin hennar, ef þau yrö.u
a leið minni. Þú talaðir um ættarböl eöa leyndarmál,
hér átti hvorugt viö. Sú sorg, sem hér um er rætt,
greip inn í fleiri en eina ætt, og hana var ekki hægt
aö gjöra að leyndarmáli; orö og athafnir geta ekki
ætíð verið í leynum. Ég þykist vita, aö móðir þín hafi
sagt þér eitthvað um fólk hér í sókninni, svo að þú
sért ekki öllu ókunnugur." „Nei, mamma hefir aldrei
sagt mér neitt héðan, svo ég er ófróður um allt, og
þekki ekki fólkið.“ „Þú veizt þá ekki að við þrjár,
Guðrún á Grund, Lauga gamla og ég erum allar jafn-
gamlar, fermdumst allar i sama sinn.“ „Það haföi
mér ekki komið til hugar, Guðrún, sem er svo ung-
leg. og þú nokkuð.“ „Já, ekki nema nokkuö ungleg,"
bætti hún við, og drættirnir kringum munninn urðu
hörkulegir. „Og Lauga svona ellileg," sagði ég.
„Já,“ segir hún hægt, „það náttar snemma í lííi
sumra liiahná, en dagar seint. Guðrún var dóttir
Grundarhjónanna gömlu, þetta var óöalssetur, þau
voru stórrík og hún einbirni. Fyrir henni lék allt
i lyndi, lengi vel. lig missti foreldra mína, þegar
ég var tólf ára, en þá var ég svo lánsöm, að kom-
ast á gott heimili, og þar var ég þangaö til ég gift-
ist. — Lauga ólzt upp hjá göntlu hjónunum á Grund,
þati höfðu miklar mætur a henni, eins og allir, hún
kom sér svo vel. Svo var annað, Lauga var sérstak-
lega lagleg stúlka, andlitið smáfrítt, en sviplítiö, hún
var há og grönn og beinvaxin, baksvipurinn fall-
egur og axlirnar beinar; þá var hún ekki síginöxluö
eins og nú. Það var ekki laust við að viö Gunna —
eins og Guðrún var þá venjulega kölluð — öfund-
uðum hana af þessu glæsilega útliti. lJó tók hárið
á henni útyfir, ljósgult á litinn og svo sítt, aö engin
kvenmaður hér í sveitunum haföi þvilíkt hár, hún
gat nærri hulið sig alla með hárinu, þegar það var
slegið, svo var hún líka stillt, og það er höfuðprýði
hverrar konu, en hún var veiklynd um of. Þaö var
því sízt furöa, þótt piltunum litist vel á hana, enda
var þaö svo. Það var þó ekki af því, að hún léti
mikið á sér bera, hún haföi alizt upp viö það, aö
heimasætan hefði forgangsréttinn að gæðum lífsins,
vinnukonan átti að draga sig í hlé, og það gjörði
hún, jafnvel þótt hún væri að sumu leyti fremri
heimasætunni.
Það var oft gestkvæmt á Grund, sérstaklega var
gert orö á þvi, að sumir ungu mennirnir kæmu
þangað nokkuð oft, og stæöu lengi við, en það var
ekki tiltökumál, þar sem heimasætan var ung, rík
og fremur lagleg. Reyndar hafði nú faöir liennar
fyrir löngu hugsaö henni fyrir gjaforði, en vegir
feðranna eru ekki ætíð hinir sömu og dætranna.
Viö fermingarsysturnar sáumst oft, liæði við
kirkju og heima. Milli okkar allra var góö vinátta,
eins og oft er uni stúlkur, sem eru á likum aldri;
samt var eitthvert hik á einlægninni hjá okkur. Lík-
lega hefir það verið af því hjá okkur Laugu, aö við
hálföfunduðum Gunnu af því, hvað hún gat veitt
sér fleira en viö. Hún þurfti ekki annað en rétta
út hendina, þá var allt kornið í lófann, sem hún æskti
eftir. En svo gátum við Gunna ekki aö því gert,
að öfundin vaknaði hjá okkur, þegar viö heyrðum
fólkið tala um hvaö lum Lauga væri falleg stúlka,
hún bæri af öllum öörum. En viö sjálfar litum hver
á aðra og sáuni ekkert sem prýddi. Auðvitað hafði
Gunna auðinn, og falleg föt, en ég hafði ekki neitt.
Og út á þennan hála og ótrausta framtíöarís lögðum
við þrjár, án þess að hafa hugmynd um hvað beið
okkat'."
Margrét lagöi olnbogana á borðröndina og studdi
höndum undir kinnarnar. Hendur hennar voru blakk-
ar og hálfkrepptar af erfiöi undangenginna ára.
Hún hélt áfram máli sinu:
„Á Vindheimum, hér frammi i dalnum, bjuggu
foreldrar Helga, sem nú er húsbóndi þinn. Þau voru
góð og merkileg, en ekki auðug. Faðir Helga var
dugnaðarmaður, eins og Helgi hefir verið og er.
Helgi missti föður sinn ungur að aldri, en móöir
hans hætti ekki búskap; hún tók ráðsmann, sem ver-
ið hafði hjá henni i kaupavinnu, og giftist honum.